Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Islenska vikan í sjónvarpinu „Þjóð sem ekki býður sjálfri sér upp á annað en afþreyingarsjónvarp kemur upp um skoðun sína á sjálfri sér. “ Það er snilldarbragð hjá Ríkissjónvarpinu að halda úti alíslenskri dagskrá í eina viku. Fyrsta viðbragð mitt eftir að fréttum lauk á mánudags- kvöldið var að standa upp af gömlum vana og hugsa sem svo að nú taeki einhver bresk/amer- íski skemmti/sápuþátturinn við. Ég settist snarlega aftur þegar kynntur var þáttur um Kristján Davíðsson listmálara og mundi þá jafnframt að þetta væri vikan með íslensku dagskránni. í kjöl- farið á þeim þætti notaði ég svo tækifærið himinlifandi og festi 1. þáttinn hans Þráins Bertelssonar á myndband til VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson skoðunar síðar. Vafalaust finna flehi en ég íyrir því hversu óvenjuleg upplifun það er að horfa á sjónvarpið eina kvöld- stund og hver íslenski dagskrár- liðurinn rekur annan. Börnin upplifa þetta sem einhvers konar veislu (sem það svo sannarlega er) og finnst sjálfsagt að þau fái að vaka frameftir og fylgjast með öliu. íslenska vikan í Ríkissjón- varpinu svarar einni grundvall- arspurningu mjög skilmerkilega. Hvað er íslenskt sjónvarp? Það er íslensk dagski-á, fréttir, um- ræðuþættir, barnaefni, íþróttir, fræðsluefni og leikrit, kvikmynd- ir, framhaldsþættir. Islenskt efni í eina viku sýnir líka hversu mik- ið þarf til að halda úti slíkri dag- skrá. Hún verður ekki hrist fram úr erminni og kostar umtals- verða fjármuni. Eftir 32 ár af ís- lenskri dagskrárgerð dugar af- raksturinn til að fylla eina viku af sjónvarpsefni. Osköp er það nú lítið. Líklega væri hægt að halda þetta út eitthvað lengur en eftir nokkrar íslenskar vikur yrði sjóðurinn á þrotum og nauð- synlegt að huga að nýju efni. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Islenska ríkissjónvarpið stendur frammi fyrir tveimur kostum um framhaldið. Annar kosturinn og sá auðveldari er að plægja áfram í sama farinu og veslast upp einhvers staðar á leiðinni. Það eru lítilmótleg ör- lög, sérstaklega þar sem enginn veit hvert ferðinni er heitið, eða til hvers hún er yfirleitt farin. Upphaf ferðarinnar er fólgið í því að lengd útsendingartíma á hverjum degi er ákveðin á undan öllu öðru. Síðan virðist sem dag- skrá hinna „íslensku" stöðvanna sé skoðuð ofan í kjölinn og út- sendingartíminn fylltur með ná- kvæmlega sams konar efni og þær bjóða. Þetta er samkeppnin á sjónvarpsmarkaðnum íslenska eins og hún birtist í verki. Þar sem ríkissjónvarpið ræður í rauninni ekki við svo langan út- sendingartíma verða gæði dag- skrárinnar í samræmi við það; dagskrárstjórnin felst í því göf- uga verki að stoppa í götin með öllu tiltæku og réttlæta samsetn- inginn með þeim rökum að þarna sé að finna eitthvað fyrir alla. Það er misskilningur. I þeirri dagskrá sem býðst daglega í ís- lensku einka- og ríkissjónvarpi er að finna mikið fyrir fáa. Efnið er afskaplega einslitt og því „einkareknari" sem stöðvarnar eru því einsleitari er dagskráin. Fjölmiðlafræðingar hafa svo gef- ið fyrirbærinu stimpil og kalla afþreyingarsjónvarp. Á tungu- máli alþjóðasjónvarps heitir það Entertainment Television og þykir í sumum kreðsum fullboð- legt. Sumir hafa jafnvel viljað ganga svo langt að telja afþrey- inguna eina hlutverk sjónvarps- ins í nútíma samfélagi. Það er a.m.k. langt síðan einhver minnt- ist á menningarhlutverk sjón- varps, fræðsluhlutverk og kennsluhlutverk í bland við skemmti- og afþreyingarhlut- verkið. Mistökin liggja kannski í því að stilla þessu upp sem and- stæðum. Að sjónvarp sem gegnir menningarhlutverki sé sjálfkrafa rúið möguleikanum á að gegna skemmtihlutverkinu. Þetta er auðvitað mesta firra. Á hinn bóg- inn er það staðreynd að sjónvarp sem sniðgengur menningarhlut- verk sitt og leitast við að þjóna almenningi með afþreyingarefni eingöngu glatar sjálfsmynd sinni og íyrirgerir frumkvæði sínu. Fóik umgengst dagskrá slíkrar sjónvarpsstöðvar með lítilsvirð- ingu og skömm, því allir sem sitja yfir afþreyingardagskrá vita í hjarta sínu að tímanum hefði verið betur varið við aðra iðju. Þjóð sem ekki býður sjálfri sér upp á annað en afþreyingar- sjónvarp kemur upp um skoðun sína á sjálfri sér. Þeir sem finna hversu skammarlegt þetta ástand er reyna hver fyrir sig að vernda sjálfsmynd sína með því að neita fram í rauðan dauðann að þeir horfi yfirhöfuð nokkuð á sjónvarp. Því miður er ekki hægt að krefja einkastöðvarnar um bætta dagskrá eða hagstæðara hlutfall innlends efnis á móti erlendu. Þar verður ekki annað gert en höfða til sómatilfinningar þeirra sem þar ráða ferðinni og komast jafnharðan að því að sómatilfinn- ing hrekkur skammt þegar gróðasjónarmið eru annar vegar. Til ríkissjónvarpsins er hins veg- ar hægt að gera kröfur. Þar er annar kostur vænlegri en sá sem nefndur var hér að framan. Ut- sendingartímann mætti stytta og leggja áherslu á gæði dagskrár- innar fremur en magn. Vonandi verður íslenska vikan í ríkissjón- varpinu til þess að sýna svo ekki verði um villst að til þess að mæta samkeppninni við einka- stöðvarnar íslensku og erlendu er eina færa leiðin sú að auka hlutfall íslensks efnis í dag- skránni. Þar eiga allir að leggj- ast á eitt, stjórnvöld, fjái-veit- ingavaldið, stjórnendur Ríkisút- varpsins og aimenningur. Sumir tala fjálglega um að seija Ríkis- sjónvarpið. Hvað á að selja? Dagskrána eða tækjabúnaðinn kannski? Eða er bara verið að tala um réttinn til útsendingar á afþreyingarefninu. Enn ein stöð- in. Vantar okkur eina slíka? Hvernig væri að bjóða okkur öllum upp á þá upplifun að ís- lensk vika í sjónvarpinu sé ekki eins og fyrirboði stórtíðinda, heldur einfaldlega eðlilegur hluti af íslensku heimilis- og fjöl- skyldulífi, viku eftir viku. Hvern- ig tilfinning ætli það sé að vera stoltur af dagskrá íslenska sjón- varpsins. Þurfa jafnvel að taka afstöðu til þess hvort horfa eigi á sjónvarpið í kvöld eða ekki. Telja sig vera að missa af einhverju ef maður þarf eða velur að gera annað. Þá kemur jafnvel að því að læra verður aimennilega á myndbandstækið á heimilinu. Á næstu öld kannski. Fimleikar og átröskun á út fimleikablað sem fylgdi Morgunblaðinu. Tilefnið var 30 ára af- mæli Fimleikasam- bands íslands. í blaðinu voru fallegar myndir og áhugaverðar frásagnir af fimleikum og fim- leikafólki sem vonandi hafa náð athygli sem flestra. Eftirspurnin eftir fimleikum er mikil og það eru sannarlega gleðitíðindi hversu margir leggja stund á þessa íþrótt. Það eru þó alltaf ákveðnir þættir sem þarf að huga sér- staklega að og þessi grein er skrifuð til að varpa ljósi á tengsl átröskunar og fimleika. Átröskun er einn þeiiTa þátta sem gefa þarf sérstakan gaum í tengslum við fimleika og aðrar íþróttir þar sem líkamsvöxtur hefur áhrif á frammistöðu. Átröskun kemur fram í mismun- andi myndum en tala má um þrjá meginflokka; lystarstol (anorexía), lotugræðgi (búlimía) og offitu. Þar að auki er um að ræða „létta átrösk- un“ þegar hegðun einstaklingsins hefur ákveðin einkenni hinna flokk- anna en þó ekki nægjanlega mikil til að uppfylla greiningarskilyrði þeirra. Éinstaklingar sem þjást af lystarstoli eða lotugræðgi leitast við að grennast og hafa brenglaða lík- amsímynd. „Anorexían“ forðast fæðu en „búlimían" borðar í törnum og losar sig við fæðuna aftur með uppköstum eða með öðrum leiðum. Þess ber að geta að átröskun er al- varlegt vandamál og getur valdið dauða, beint eða óbeint. Til eru margar rannsóknir á tíðni átröskunar, sem og skýringar fræði- manna á orsökum. T.d. má nefna að í Noregi er tíðni átröskunar meðal almennings 8,7%. Vandkvæði af þessum toga eru sérlega algeng meðal fimleikafólks og annars íþróttafólks þar sem iíkamsvöxtur skiptir afgerandi máli. Fyrir tveim- ur árum gerði greinarhöfundur rannsókn á 200 íslenskum fimleika- iðkendum 12 ára og eldri. Markmið- ið var að varpa ljósi á tíðni og orsakir átrösk- unar meðal fimleikaiðk- enda. Rannsóknin sýndi 17,1% tíðni átröskunar meðal hópsins, en þess ber að geta að „léttari átröskun" var langal- gengust. Það kom einnig fram að 90,2% aðspurðra höfðu lík- amsvigt undir meðallagi og 45,3% töldu sig of feita. Orsakir átröskunar má skýra út frá mörgum sjónarhornum; á líf- fræðlegan hátt, út frá kvennapólitík, atferlis- fræðilega, út frá félagslegum þátt- um, hugfræðilega, sáldýnamískt og sem fjölskylduvandkvæði. Hér er um að ræða vandkvæði, sem ómögulegt Aðstæðurnar, segir Margrét Sigmars- dóttir, koma átröskuninni af stað. er að skýra út frá einu sjónarhorni. En hvemig stendur á því að átrösk- un er svona miklu algengara vanda- mál meðal fimleikafólks en meðal al- mennings? Til þess að svara þessari spurningu er nauðsynlegt að skoða félagslegar aðstæður fimieikafólks- ins, þ.e. hvaða þættir í umhverfi fim- leikafólksins era þess eðlis að þetta hátt hlutfall þróar með sér átröskun. Annar þáttur er áhugaverður og það er hvort persónuleiki fimleika- iðkandans sé á einhvern hátt sérlega móttækilegur fyrir átröskun. Fræðingar á þessu sviði era á því að félagslegar aðstæður geti ekki einar og sér valdið alvarlegri átrösk- un en að félagslegar aðstæður hafi áhrif, þ.e. þær geta komið vandanum af stað. Þetta era aðstæður, sem tengjast miklu tilfinningalegu álagi, miklum kröfum um að standa sig vel eða mikilli óvissu. Ef betur er að gáð má sjá að vandkvæði einstaklingsins eiga ekki upphaf sitt í þessum að- stæðum og því má segja að aðstæð- urnar komi átröskuninni af stað. Sérstök áhersla er lögð á tvo félags- lega orsakaþætti, sem eru sérlega áhættusamir. Það eru annars vegar kröfurnar um það að véra grannur og hins vegar miklar kröfur um að standa sig vel. Rannsókn greinarhöf- undar sýnir að miklum meirihluta (96,2%) íslensku fimleikaiðkendanna finnst þeir vera undir miklum eða töluverðum þrýstingi frá þjálfara um að vera grannur og hluti þeirra (25,0%) er þein'ar skoðunar að þjálf- arinn geri mjög eða töluvert óraun- hæfar kröfur til þeirra varðandi getu í fimleikum. Á grandvelli þessa má draga þá ályktun að aðstæður fim- leikaiðkenda séu sérlega áhættu- samar varðandi þróun átröskunar, fimleikaumhverfið er áhættuþáttur varðandi þróun þessa vanda. Hvort persónuleiki fimleika- iðkandans er á einhvern hátt sérlega móttækilegur fyi-ir átröskun vil ég ekki fullyrða neitt um þar sem ekki liggja fyrir neinar rannsóknir á því svo mér sé kunnugt um. Hins vegar vil ég ítreka það sem nefnt var fyrr, að félagslegar aðstæður einar og sér geta ekki valdið alvariegri átröskun en einungis komið alvarlegri átrösk- un af stað og hugsanlega einar og sér valdið „léttari átröskun". Það er því alltaf um að ræða djúpstæðan vanda þegar átröskun er annars vegar og orsakirnar geta verið sam- spil margra þátta. Fimleikaþjálfarar era mikilvægir uppalendur þeirra barna sem stunda fimleika. Ofangreind rannsókn á ís- lenska fimleikafóikinu sýnir að um 70% þeirra fara alitaf eða oft eftir því sem fimleikaþjálfarinn segir þeim að gera, sem sýnir mikinn mátt þjálfar- ans. Það er því nauðsynlegt að gerð- ar séu kröfur til þjálfara um mennt- un á sviði uppeldis- og kennslufræða, auk kunnáttu í íþróttinni, sem og að fræða fimleikaþjálfara um einkenni átröskunar, hættumerki og hverjar afleiðingamar geta verið. Stjómir fimleikafélaganna bera ábyrgð á því að þessum þáttum sé sinnt í fimleika- félögunum og síðast en ekki síst má undirstrika skyldur foreldra til þess að gæta bama sinna. Fimleikar era fögur íþrótt segir einhvers staðar. Þessu má samsinna þegar uppeldisaðstæður eru hvetj- andi, styðjandi og krefjandi og í samræmi við aldur og þroska fim- leikafólksins. Höfundur er sálfræðingur og starfar á Skólaskrifstofu Hafnar- fjarðar. Sögur og söguburður stofnunar Háskóla ís- lands fyrir nokkrum ár- um var spurt um ýmis atriði er tengjast við- horfum almennings til heilbrigðisþjónustu og starfsmanna hennar. Hér eru fáein atriði úr þessari könnun: 1. spurning: Hefur þú orðið fyrir því í veikind- um að iæknir hafi gefið þér ófullnægjandi upp- lýsingar um sjúkdóm þinn? Um 20% manna töldu að læknir hafi gefið þeim ófuilnægjandi upplýsing- ar um sjúkdóminn. 2. spurning: Treystirðu því vel eða illa að starfsmenn heilbrigðisþjón- VIÐ íslendingar er- um söguþjóð. Sögumað- ur er maður sem er vel að sér í sögu, segir vel sögur og er heimildar- maður. Góður sögumað- ur skipar virðingarsess í þjóðlífinu. Nú blómstra sögur af samskiptum heilbrigðisstarfsfólks og almennings. Oneitan- lega koma fyrir sögur sem lýsa miður góðum samskiptum og ber að ijóstra upp, því að af þeim má læra, ef sannar reynast. Sumum hættir tii að alhæfa út frá ein- stökum sögum og telja heiibrigðisstéttum flest til foráttu en sumar sögur falla undir söguburð. Rúmlega 2% töldu að læknar hefðu rofíð trún- að segir, Ólafur Ólafs- son, en nær 28% treystu því illa eða fremur illa að starfsmenn heilbrígð- isþjónustu þegðu um trúnaðarmál. Því er nauðsynlegt að fram komi niðurstöður kannana um viðhorf al- mennings til heilbrigðisstétta. í þjóðmálakönnun Félagsvísinda- ustunnar þegi um það sem a að vera trúnaðarmál? Um 28% treystu því fremur illa eða illa að starfsmenn heilbrigðis- þjónustu þegi um það sem á að vera trúnaðarmál. 3. spurning: Hefur læknir rofið trúnað við þig? Rúm 2% töldu að læknir hafi rofið trúnað við þá. Hvaða lærdóm má draga af þess- ari könnun? Um 20% töldu að þeir hafi fengið ófullnægjandi upplýsing- ar um sjúkdóm sinn. Þessi niður- staða varð m.a. til þess að Land- læknisembættið beitti sér fyrir regl- um um skriflegt samþykki sjúklinga fyrir aðgerð, sem nú hefur verið tek- ið upp. Vonandi verður sú regla til þess að færri kvarta um að læknar gefi þeim ófullnægjandi upplýsing- ar. Nær 28% treysta því illa eða fremur illa að starfsmenn heilbi'igð- isþjónustu þegi um það sem á að vera trúnaðarmál. Annaðhvort er að fólk treysti illa öðru heilbrigðis- starfsfólkí en læknum eða að þessari spurningu hafi þeir svarað sem ekki hafi reynslu af samskiptum við heil- brigðisstarfsfólk (lækna) en alhæfi út frá sögusögnum. í næstu könnun verður reynt að kanna þetta betur. Höfundur er Iandlæknir. Spurning 1. Fjöldi % Hlutfall þeirra sem tóku afstöðu Já einu sinni 129 11.6 11.6 Já oftar 104 9.3 9.4 Nei 878 78.7 79.0 Neitar að svara 1 1 Veit ekki 3 3 Samtals 1115 100.0 100.0 Spurning 2. Fjöldi % Hlutfall þeirra sem tóku afstöðu Mjögvel 309 27.7 29.4 Fremurvel 382 34.3 36.3 Hvorki vel né illa 73 6.5 6.9 Fremur illa 205 18.4 19.5 Mjög illa 83 7.4 7.9 Neitar að svara 6 5 Veit ekki 57 5.1 Samtals 1115 100.0 100.0 Spurning 3. Fjöldi % Já 24 2.1 Nei 1071 96.1 Neitar að svara 10 0.9 Veit ekki 10 0.9 Samtals 1115 100.0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.