Morgunblaðið - 23.09.1998, Page 32

Morgunblaðið - 23.09.1998, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR SKOÐUN „Hvað er heima- þjónusta og fyrir hverja er hún?“ TILEFNI að þessum skrifum mínum er reiði mín vegna skrifa Guð- rúnar Guðlaugsdóttur um starfsfólk heima- þjónustunnar í blaða- dálkinum „Þjóðlífs- þönkum“ í Morgunblað- •inu 13. september sl. sem bar yfírskriftina „Hæft fólk í heimilis- hjálp“. Félagsleg heima- þjónusta hjá Reykja- víkurborg og víðar hef- ur ekki alltaf verið hátt skrifuð í þjóðfélaginu jafnvel hjá þeim sem þiggja hana og aðstand- endum þeirra. Á vegum Reykjavíkurborgar starfa um 600 manns við heimaþjón- ustu á vegum félagsmálastofnunar, sem sinna hver um sig allt að 10-15 heimilum í viku hverri. Miklar kröf- ur eru gerðar til starfsmanna Heimaþjónustan er fyrst og fremst hugsuð sem hjálp til sjálfs- hjálpar, segir Ingibjörg B. Sveinsdóttir, svo aldraðir geti verið í lengstu lög á sínu eigin heimili. heimaþjónustunnar en eins og í öðr- um starfsgreinum eru starfsmenn mishæfír til starfa og þeir sem upp- fylla ekki settar kröfur eru sjaldn- ast lengi í starfí. Sem starfsmaður í heimaþjónustu á vegum borgarinn- ar sl. sex ár hef ég hlotið margvís- lega menntun og starfsþjálfun, þar sem kennsla hefur verið í höndum okkar bestu öldrunarlækna, félags- fræðinga, sálfræðinga, hjúkrunar- fræðinga og geðlækna og tel ég mig því hafa nokkra reynslu og þekk- ingu varðandi þjónustu við eldri borgara Reykjavíkur. Ekki eru allir sem gera sér grein fyrir tilgangi þjónustunnar. Hún er fyrst og fremst hugsuð sem hjálp til sjálfs- hjálpar svo að aldraðir geti verið í lengstu lög á sínu eigin heimili, en ekki „vinnukonustarf" eins og margir vilja halda. Þeir sem þurfa á heimaþjónust- unni að halda eru eins og við, fólk sem gerir mismiklar kröfur til sjálfs sín og annarra. Þegar starfsmaður í heimaþjónustu kemur fyrst til skjólstæðings, veit hann ekki ná- kvæmlega hvemig verkum hans Tölvustólar heimilisins Teg. 235 Vandaður skrífborðsstóll með háu fjaðrandi baki i og ó parkethjólum Ingibjörg B. Sveinsdóttir og einn verður háttað, heldur ekki frekar en aðstoðar- þegi hans hvort þeim kemur til með að líka hvor við annann og við slíkar aðstæður getur myndast spenna hjá báðum aðilum. Oftast skapast gott vináttu- samband milli starfs- mannsins og aðstoðar- þega, stundum trúnað- arsamband, en 50% af starfínu eru félagslegs eðlis. Allt of oft era eldri borgarar settir undir einn og sama hattinn, „gamlir og ósjálfbjarga", en eins ágætur öldrunarlæknir sagði: „Ef þú vilt gera einhvern al- gerlega ósjálfbjarga, skaltu gera allt fyrir hann.“ Oft skortir fólk þol- inmæði til að leyfa hinum aldraða að gera verk sín á sinn hátt og með sínum hraða. Við þurfum því að hafa mikla þolinmæði. Það er rétt að okkar skjólstæðingar eru oft ein- mana, veikir andlega eða líkamlega jafnvel hvoru tveggja og sumir ósáttir við lífshlaup sitt og skerta starfsgetu. Þegar við komum inn á heimili þeirra erum við í þeirra eina og persónulega vígi, þar sem sumir þeirra taka á móti okkur með blendnum huga, þar sem ekki hafa farið saman hreinlætis-stuðull þeirra og upptekinna aðstandenda þeirra. Hvort silfrið sé ópússað ofan í skúffu eða ekki er ekki stórvanda- mál í okkar huga heldur hitt að fólk- ið sé sátt við tilveru sína og því líði eins vel og kostur er. Eldri borgarar margir hverjir telja að um leið og á eftirlaunaaldur sé komið eigi þeir kröfu á heima- þjónustu burtséð frá getu þeirra til að annast eigið heimili, en hún er fyrst og fremst ætluð þeim sem þurfa aðstoðar við og geta ekki sinnt heimilisstörfum hjálparlaust vegna sjúkleika eða skertrar hreyfí- getu. Aldur þessara einstaklinga er ekki endilega 80 ár eða 90 ár, en margir sem era á þeim aldri hafa mikla starfsgetu og vilja til að hjálpa sér sjálfír og eram við þeim hjálp til sjálfshjálpar. Enginn skjól- stæðingur greiðir meira en sem nemur 175 kr. fyrir klukkutímann, en Félagsmálastofnun gi-eiðir niður það sem á vantar fyrir hvern klukkutíma. Hvort launakjör okkar geri okkur að verri starfsmönnum en aðra ef- ast ég um. Miðað við aðra starfs- hópa erum við ágætlega sett og höf- um sterkt stéttarfélag sem hefur verið í forystu hvað varðar menntun sinna félagsmanna til margra ára. Að veita hverjum og einum að- stoðarþega persónulega þjónustu inn á þeirra heimilum krefst mikils styrks og þjónustulundar til að allir séu sáttir að kvöldi dags. Ég veit að flestir okkar skjólstæðingar eru þakklátir og það eru þeir sem gefa okkur styrk til að halda áfram, þrátt fyrir þann neikvæða áróður sem við fáum stundum að heyra. Höfunilur er Sóknarstarfsnmður í félagslegri heimaþjónustu aIdraðra bjá Reykjavíkurborg. EG Skrifstofubúnaður ehf. Ármúla 20 sími 533 5900 fax 533 5901 u.c.w. leirvafninqar með tryggingu í grenningu sem endist ?- MEASURE IHE «EP.WFEaENCE" piit mai s p a d e i 1 d Sími 565 8770 Á AÐ LEGGJA REKSTUR BÁTA- FLOTANS í RIJST? KVÓTINN, kvótinn. Ennþá eru kvótamálin á fullu í umræðunni. Lát- laus skrif og umræða. Þegar kvótinn var sett- ur á var fyrirsjáanlegt hrun á fiskistofnunum vegna mikillar sóknar. Það gekk ótrúlega vel að skipta aflaheimild- um. Á nokkrum dögum var þessu komið í kring, búið mál. Mig minnir að þeir hafí verið þrír sem unnu að þessu og skiluðu góðu starfí. Flestir héldu að eftir fyrstu tvö árin yrði málið skoðað og agnúar sniðnir af og spilin stokk- uð upp á nýtt eftir lagfæringar ef augljós ósanngirni blasti við. En það var bara ekki gert. Loks þegar að því kom að endur- skoða kvótalögin viklu margir kom- ast að. Ég held að þeir hafí verið um 60 sem áttu að sitja í þeirri nefnd sem um málið fjallaði. Ái'angurinn varð samkvæmt því, ekkert nema jag og rifrildi, hjá fólki sem hefur ekkert vit á þessum málum. Öll um- ræðan um kvótann í 14 ár er ótrú- lega vitlaus. Á áranum 1988 og 89 tel ég að skipulagður áróður hafi farið fram að tilstuðlan nokkurra kennara í Háskóla íslands sem settu upp sín- ar eigin forsendur í umræðunni. Síðan bættust fleiri við með dyggri aðstoð Styrmis Gunnarssonar sem notað hefur Morgunblaðið til að reka áróðurinn og skítkastið á út- gerðina af fullum krafti. Það er athyglisvert að þeir sem hafa skrifað mest og harðast er fólk sem hefur ekki komið nærri útgerð eða öðrum 'sjálfstæðum atvinnu- rekstri heldur sótt laun sín til ann- arra. Sennilega hafa þeir sömu ekki haft kjark til að hætta einu eða neinu og hafa viljað hafa allt sitt á þurru. Sá sem hefur skrifað flestar greinar um kvótann og kröfur um auðlindagjald er Önundur Ásgeirs- son, fyrrverandi forstjóri Olíufé- lagsins Skeljungs. Hann var þá í áratugi í þeirri aðstöðu að hjálpa út- gerðarmönnum við að koma bátum sínum af stað, Iána fyrir olíu og breyta eldri skuldum í lengri lán. Þetta var þá stór hluti af starfí Ön- undar. Ég hefði haldið að slík reynsla af útgerð sýndi að það væru varla til peningar fyrir auðlinda- gjaldi. Það er furðulegt að skrifa um auðlindagjald ár eftir ár og vita að það gengur ekki upp. Nú er annar ágætur liðsmaður mættur til liðs í áróðrinum. Hann var einn besti reddarinn og bjarg- vættur útgerðar og fyrirtækja al- mennt. Þetta er Sverrir Hermanns- son sem árum saman sat á þingi fyrir Austfirðinga og síðan banka- stjóri Landsbankans. Hann gerði manna mest í því að bjarga mönn- um frá alls kyns peningavandamál- um og gerði það með heiðri og sóma. Nú telur Sverrir allt í einu að það sé hægt að sækja peninga fyrir auðlindaskatti. Maður getur fyrir- gefíð fólki sem veit ekki betur eins og flestar greinar bera vott um sem skrifaðar hafa verið af vanþekkingu. En það er verra þegar menn með slíka reynslu sem Sverrir falla í gryfju Moggaáróðursins. Fyrstu tíu árin var látlaus skerð- ing á úthlutuðum kvóta. Það var talið nauðsynlegt vegna lélegrar út- komu á fiskistofnum. Bátur sem var með 650 tonna þorskkvóta árið 1984 var kominn niður í 170 tonn á árinu 1993. Þetta var hrikaleg staða hjá flestum hefð- bundnum vertíðarbát- um svo og ísfisktogur- um sem ekki gátu farið í annað, hvorki í Smug- una eða í karfann á Reykjaneshrygg eða í rækjuna á Flæmska hattinum eða í einhvem utankvótafísk. Á þessum árum fannst engum ástæða til að aðstoða einn eða neinn þegar útgerðir gáfust upp hver á fætur annarri. Sumir misstu jafnvel allt sitt, allar sínar eignir. Þetta þótti bara sjálfsagt þegar út- gerðir áttu í hlut. Þá kom nýtt tímabil til sögunnar þegar forsvarsmenn Sjómannasam- bandsins, Sævar Gunnarsson, Guð- jón A. Kristjánsson, formaður Far- / Eg trúi ekki öðru, segir Helgi Einarsson, en taka megi alla þessa kvótabrasksþvælu, kvótaþing, krata- og kommaþvætting út af dagskrá. manna- og fískimannasambandsins, svo og Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags Islands, hafa kallað þá kvótabraskara sem sluppu í gegn- um skerðingartímabilið, fóru út í þau viðskipti að leggja upp hjá físk- vinnslufyrirtækjum og fyrirkomu- lagið þannig til dæmis að bátarnir lögðu fram eitt tonn af þorski og fengu á móti þriggja tonna heimild sem fiskvinnslan lagði á móti. Allir sem fengu slíka fyrirgreiðslu voru að reyna að hafa vinnu fyrir sitt fólk, bæði á bátunum og í fiskvinnsl- unni. Verðið fór hins vegar eftir því markaðsverði sem var á kvótanum. Ég tek það fram að flestir hafa talið þetta fyrirkomulag neyðarbrauð að þurfa að taka þátt í svona löguðu. En hvað geta menn gert? Ég hefi aldrei skilið ofstækið í formönnun- um þremur. Þeir ræða þessi mál af slíku ábyrgðarleysi að það er með ólíldndum. Ég hefi margspurt Guðjón A. Kristjánsson um hvað sé kvóta- brask en ég hefí enn ekki fengið við- hlítandi svör eða skýringar. Ég tel að kvótabrask sé ef útgerðarmaður selur kvóta sinn en lætur svo áhöfn- ina alfarið kaupa kvóta á bátinn á ný. Þetta er brask en ég hygg að dæmi um þetta séu aðeins örfá og það er enginn vandi að koma í veg fyrir þau. En í staðinn fyrir að lag- færa misfellurnar á að fara fram út- rýming á bátaflotanum. Þeir bátar sem stunduðu þessi viðskipti, að leggja fram eitt tonn á móti þremur, hafa skaffað áhöfnum sínum mjög góðar tekjur, 300 til 400 þúsund á mánuði og í sumum tilfell- um jafnvel meira. Ég tel að það séu þokkalegar tekjur miðað við að- stæður. Hvað á annað að gera í stöðunni? Á að láta þremenningana sem ég vil kalla bátabanana ráða því að fleiri bátaútgerðir fari á hausinn og mörg hundruð manns, sjómenn og fiskvinnslufólk, missi vinnu sína. Gleymið ekki saltfiskframleiðsl- unni sem bátarnir hafa veitt fyrir. Á að leggja þá framleiðslugrein niður því að það hefur nær eingöngu verið bátafiskur sem hæfir af einhverju viti til saltfiskverkunarinnar? Engir hafa farið eins illa út úr þessum gjörningum og hefðbundnir vertíðarbátar. Hver skyldi ástæðan vera fyrir því? Þeir fáu útgerðar- menn sem eftir eru eiga báta af ýmsum stærðum. Hinir eru í hluta- félagarekstri sem er allt annað mál. Bátamennirnir hafa sofíð á verðin- um og hafa bara rætt málin hver í sínu homi en ekkert gert. Áhrif bátamannanna byrjuðu að hverfa þegar litlu skuttogararnir tóku að streyma inn í landið upp úr 1970. Þá söðluðu um margir af sterkustu og áhrifamestu bátamönnunum, hættu bátaútgerð og keyptu skuttogara illu heilli fyrir marga. Sannleikurinn er sá að bátamenn eiga fáa og áhugalausa talsmenn inn- an stjórnar LÍU. Þar sitja menn sem hafa nóg með sinn rekstur og sinna hagsmunum bátamanna ekki neitt. Það er mikið vandastarf að vera kos- inn í stjóm samtaka eins og LÍÚ og eiga að gæta hagsmuna allra. Það er betra skipulag hjá bænd- um þar sem kúabændur sjá um sína hagsmuni og fjárbændur eru sér með sín málefni. Það þyrfti á sama hátt að skipta LIÚ upp í tvær ein- ingar, báta- og togskipadeild. Hvor aðili um sig mundi sjá um sín hags- munamál. Það er spurning hvort bátamenn ættu ekki að ganga úr LIÚ og sjá um sína samninga og hagsmuni sérstaklega. Nýtt kvótaár byrjaði 1. septem- ber sl. Við eðlilegar aðstæður væri allt komið á fulla ferð í útgerð. En það eru dökk ský yfír öllum athöfn- um. Það mætti halda að KGB frá Rússlandi væri búið að koma sér hér fyrir. Menn eru eins og lamaðir og vita ekki hvað þeir eiga að gera. Eiga bátaútgerðarmenn að segja við sitt fólk að nú eigi að veiða upp í leyfðan kvóta og svo verði bara hætt veiðum og vinnslu. Þá getur fólk bara farið heim. Er það þetta sem Sævar, Guðjón og Helgi vilja í raun? Á ég að trúa því? Ætli þeir hafi ekki gengið of langt í vitleys- unni? Það skyldi þó ekki vera. Það er alveg öruggt að hagsmunir sjómanna eru ekki hafðir að leiðar- ljósi. Sævar, Guðjón og Helgi hafa haft svo mörg stóryrði um kvóta- braskarana að þeir gátu ekki bakkað út úr þeirri vitleysu. Og þá segja menn í örvæntingu tóma þvælu. Ef það á í alvöru að leggja rekstur báta- flotans í rúst þá á að segja mönnum það hreint út í eitt skipti fyrir öll. Ég vona að einhverjir stjórnar- þingmepn lesi þessar línur og athugi málið. Ég trúi ekld öðra en taka megi alla þessa kvótabrasksþvælu, kvóta- þing og krata- og kommaþvætting út af dagski'á. Þá geta menn farið að vinna af einhverju viti. Því er ekki hægt að trúa að þingmenn hafi verið með opin augun þegai’ þetta fyrir- komulag var samþykkt. Þessar regl- ur era algjör dauðadómur yfír kvóta- keifínu og bátaflotanum. Ég skora því á Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ás- gi’ímsson utanríkisráðherra að skoða þessi mál sérstaklega og það strax áður en stórslys verður. Hófundur rekur iítgerð og fisk- vinnslufyrirtæki. Helgi Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.