Morgunblaðið - 23.09.1998, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
HALLGRÍMUR
HALLGRÍMSSON
+ Hallgrímur
Hallgrímsson
fæddist á Skálanesi
við Seyðisfjörð 14.
maí 1923. Hann lést
á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 14.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Hallgrímur
Ólason, f. 22. febrú-
ar 1889 á Hrjóti í
Hj altastaðaþinghá,
m ^ d. 9. júní 1965 í
Reykjavík, og María
Guðmundsdóttir, f.
29. janúar 1891 á
Brimbergshjáleigu í Seyðisfirði,
d. 13. apríl 1969 í Reykjavík.
Hallgrímur var sjöunda barn
þeirra hjóna en systkinin voru
tíu. Systkini hans eru: 1) Óli
Svavar, f. 30.5. 1912, d. 7.5.
1987. 2) Valgerður, f. 8.10.
1913, d. 21.4. 1987. 3) Steinunn,
f. 9.3. 1915, d. 16.10. 1994. 4)
Guðmundur, f. 6.7. 1916, d.
15.5. 1930. 5) Margrét, f. 21.10.
1918. 6) Hulda, f. 28.9. 1919, d.
15.12. 1988. 7) Hólmsteinn, f.
31.5. 1925. 8) Sigfríð, f. 14.6.
m+rn 1927. 9) Helga, f. 21.8. 1928.
Uppeldissystir þeirra var Jak-
obína Hermannsdóttir, f. 28.6.
1934, d. 28.4! 1986.
Hallgrímur kvæntist hinn
16.6. 1946 Valgerði Guðlaugs-
dóttur frá Seyðisfirði, f. 10.8.
1927. Foreldrar hennar voru
Sigríður Gunnarsdóttir og Guð-
laugur Þorsteinsson, bæði frá
Seyðisfirði. Hallgrímur og Val-
gerður eignuðust fjögur börn:
1) Guðlaug, f. 25.5. 1948, kvænt-
ist Erlu Bil Bjarnar-
dóttur, þau skildu,
þeirra börn: Val-
gerður, f. 22.2.
1970, og Magnús, f.
7.5. 1977. 2) Herdísi
Rut, f. 4.10. 1952,
gift Grétari Guð-
mundssyni, þeirra
börn: Hallgrímur
Elías, f. 3.4. 1973,
Ingvar, f. 10.11.
1976 og Helga Sif, f.
6.3. 1988. 3) Hall-
grím Sigurð, f. 19.3.
1961, kvæntur
Helgu S.L. Bach-
iiuuiu. i) óla Svavar, f. 15.3.
1968, kvæntur Halldóru Gyðu
Matthíasd. Proppé, þeirra son-
ur Kristófer Björn, f. 15.4. 1993.
Hallgrímur ólst upp hjá for-
eldrum sínum á Skálanesi,
stundaði síðan útgerð og sjó-
mennsku á Seyðisfirði þar til
þau Valgerður giftu sig og
fluttu til Reykjavíkur árið 1946.
Hann stundaði ýmis störf í
Reykjavík fyrst í stað, aðallega
þó við bílaviðgerðir. Hann rak
bflaverkstæði ásamt Elvari
Skarphéðinssyni í nokkur ár en
upp úr 1960 gerðist hann verk-
taki í ýmiskonar jarðvinnu-
verkefnum og vann þá mikið
fyrir Rafmagnsveitu Reykja-
víkur og Húsameistara ríkisins.
Árið 1984 varð hann húsvörður
hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur
á Suðurlandsbraut 34. Hann lét
af störfum þar í árslok 1993.
títför Hallgríms fer fram frá
Garðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
% Það er erfitt að setjast niður og
skrifa nokkrar línur um þig, elsku
pabbi minn, eftir að maðurinn með
ljáinn hefur slegið svo fast sem
hann gerði nú. Það er erfitt að
skilja þetta, því þú varst alltaf svo
hress og kátur, einnig þegar þú
fórst á sjúkrahúsið 19. ágúst síðast-
liðinn og nú tæpum mánuði síðar
ert þú dáinn. Eg á erfitt með að
sætta mig við þetta, en þegar slíkt
mein, sem þú varst með, upp-
götvast, getur verið stutt á milli lífs
og dauða. Þú sem varst alla tíð svo
hraustur og vel á þig kominn fórst
vel með þig og stundaðir sund á
hverjum degi. Þú sem varst aila tíð
mjög iðjusamur og þurftir alltaf að
••ihafa eitthvað fyrir stafni, ef ekki
fyrir sjálfan þig þá aðra, alltaf til-
búinn að rétta hjálparhönd ef þess
þurfti. Þeir eru ófáir bílarnir sem
hafa staðið í skúrnum á Smáró og
þú farið höndum um. Ef það voru
ekki bílar þá varst þú að dytta að
húsinu eða annað. Núna síðast í
sumar var innkeyrslan tekin upp og
sett í hana hitalögn og hún hellu-
lögð upp á nýtt. Það gerðir þú að
mestu sjálfur. Það verður tómlegra
að koma á Smáró hér eftir. Einnig
var þér mikið í mun að lagfæra leg-
stein afa og ömmu í Fossvogs-
kirkjugarði í sumar. Þig hefur
kannski verið farið að gruna hvert
stefndi þótt þú létir á engu bera.
Þú varst mikið með hugann aust-
ur á landi síðustu árin, talaðir mikið
um lífið eins og það var þegar þú
varst að alast upp og einnig þegar
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við (ill tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, er fædd-
ur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka
og börn, skólagöngu og störf
og loks hvaðan útfór hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum
sjálfum.
t UTFARARÞJONUSTAN
Stofnað 1990
Persónuleg þjónusta
Sími: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is utfarir@itn.is
EHF.
Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri útfararstjóri
MINNINGAR
þú varst í sjómennsku og gerðir út
mótorbátinn Trausta. Eg og Helga
vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að
fara með þér og mömmu austur á
land þegar Seyðisíjarðarbær varð
100 ára árið 1995. Það var reyndar í
síðasta skiptið sem þú fórst austur.
Þá vorum við þar í nokkra daga og
fórum m.a. út á Skálanes þar sem
húsið sem afi byggði stendur enn.
Það var ómetanlegt fyrir okkur að
koma þangað með þér. Þú hafðir
frá svo mörgu að segja á leiðinni út-
eftir, þú lýstir svo vel staðháttum
og hvernig lífið var á uppvaxtarár-
um þínum. Nú eru Skálanessystk-
inin aðeins fjögur eftir af tíu. Alltaf
var gaman þegar þið systkinin
komuð saman og sögðuð sögur
hvert af öðru eða af afa og ömmu.
Elsku pabbi, ég þakka að ég
skyldi geta verið hjá þér og kvatt
þig þegar þú skildir við. Eg þakka
þér fyrir allt sem þú hefur kennt
mér og mun verða mitt veganesti í
framtíðinni. Ég bið algóðan Guð að
varðveita þig og veita okkur sem
eftir erum, sérstaklega mömmu,
styrk til að sætta okkur við að þú
sért farinn. Ég veit að það verður
vel tekið á móti þér og þér líður vel
núna. Takk fyrir allt sem þú hefur
verið mér.
Þinn sonur
Hallgrímur.
Það er stutt milli hláturs og
gráts, gleði og sorgar. Það höfum
við fengið að reyna nú. Við áttum
öll von á að fá þig heim af spítalan-
um, en þinn tími var greinilega
kominn. Ég hefði ekki getað valið
mér betra tengdafólk, með þetta
yndislega hjartalag sem þið Valla
hafið og komuð áfram til bamanna
ykkar. Það þarf ekki mörg ár til að
strengja sterkar taugar. Fjölskyld-
an og umhyggjan fyrir henni var
þér svo mikilvæg, og þegar að lok-
unum var komið beiðst þú eftir mér
svo við gætum nú öll verið hjá þér í
lokin. Því mun ég aldrei gleyma.
Eftir stöndum við fátækari, en
samt ríkari að hafa fengið að kynn-
ast þér. Elsku Grímur, takk íyrir
allt. Ég veit að þú verður áfi-am
með okkur. Eins og ég sagði svo oft
við þig, Guð geymi þig.
Þín
Helga.
Elskulegur tengdapabbi minn,
Hallgrímur eða Grímur eins og
hann var alltaf kallaður, er dáinn.
Það er skrýtið að eiga ekki eftir að
sjá Grím á rauða fína Skodanum
með Skotahúfuna sína koma með
Völlu sinni í kaffi um helgar.
Ég var aðeins 17 ára þegar ég
flutti inn á heimili þeirra Gríms og
Völlu með Ola, þá kærastanum
mínum. Þau Valla og Grímur tóku
mér opnum öiTnum og ég varð
strax ein af fjölskyldunni. Hlýleiki,
snyrtileiki og rólegheit lýsa best
heimilinu að Smáraflöt sem Grímur
og Valla reistu sér árið 1964. Þar
var alveg yndislegt að búa.
Þeir voru ófáir bílarnir sem
Grímur gerði upp fyrir okkur,
börnin og barnabörnin. Man ég eitt
skipti sem Grímur fór á bílauppboð
og keypti bíl og spurði svo eftir á,
vantaði ykkur ekki bíl núna?
Þegar við OIi keyptum okkur
okkar fyrstu íbúð í Hafnarfirði til-
búna undir tréverk tók Grímur það
að sér að sjá um allt það sem við-
kom pípulögnum. Svo þegar við
keyptum íbúðina okkar í Garðabæ
þá var hann mættur eldsnemma á
morgnana að pússa gluggakarma,
gera upp vaska, mála eða tengja
eitthvað. Það var ekkert sem hann
Grímur gat ekki gert og allt sem
hann tók sér fyrir hendur var vand-
lega gert.
Grímur stundaði sund af kappi í
mörg ár og hélt sér alltaf vel í
formi. Hann sagði jafnan, ef hann
hafði þyngst um 1 kg, að þá myndi
hann synda nokkrar aukaferðir
daginn eftir, enda var hann heilsu-
hraustur og því enn erfiðara fyrir
okkur sem eftir stöndum að sætta
okkur við snöggleg veikindi hans.
Það var alveg sérstakt samband
á milli sonar okkar Kristófers
Björns og afa Gríms. Þó 70 ár séu
á milli þeirra í aldri var eins og
sálir þeirra rynnu saman í eina og
aldur skipti engu máli þegar þeir
voru saman. Þegar Kristófer fór
að skríða, skreið afi hans með hon-
um, þegar hann fór að ganga,
leiddi afi hans hann og þegar hann
fór að hlaupa hljóp hann á eftir
honum. Kristófer Björn var líka
afar stoltur af því þegar afi hans
kom að sækja hann á leikskólann,
enda var það ósjaldan. Það var
orðið þannig að þegar ég eða pabbi
hans sóttum hann þá var hann
bara móðgaður því hann vildi að
afí Grímur sækti sig.
Þetta sterka samband á milli afa
og sonarsonar sannaði sig daginn
sem okkur var sagt að allri meðferð
á Grími hefði verið hætt á spítalan-
um. Þegar Kristófer var sagt að
pabbi og mamma hans væru á spít-
ala hjá afa Grími þar sem hann
væri mikið veikur spurði hann
hvort hann væri að fara upp í skýin,
og spurði jafnframt hvernig hann
kæmist eiginlega þangað. Einnig
kom það beint frá hjarta 5 ára gam-
als drengs þegar hann sagði að
hann vildi ekki að afi færi til Guðs
JÓHANNES KRISTINN
SIGURÐSSON
tJóhannes Krist-
inn Sigurðsson
fæddist á Hólum í
Fljótum 4. júlí 1910.
Hann lést 14. sept-
ember sfðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Sigurður Jóns-
son, f. 19.8. 1883, d.
9.1. 1961, og
Björnonýja Hall-
grímsdóttir, f. 22.9.
1885, d. 19.10. 1979.
Jóhannes átti sex
bræður og eina
systur sem öll eru
iátin, nema Gestur,
f. 18.12. 1918, sem býr í Reykja-
vík.
Jóhannes kvæntist 8. nóvem-
ber 1932 Laufeyju Sigurpáls-
dóttur, f. 23.12. 1913, dóttur
hjónanna Sigurpáls Sigurðsson-
ar og Ingibjargar Jónsdóttur,
Steindyrum í Svarfaðardal. Þau
hófu búskap í Siglufirði og
eignuðust þrettán
börn; tólf þeirra
komust upp og er
eitt þeirra látið,
Birna Helga, f.
24.11. 1941, d. 9.2.
1993. Jóhannes og
Laufey slitu síðar
samvistir.
Jóhannes stund-
aði verkamanna-
vinnu og smíðar í
upphafi starfsæv-
innar. Árið 1951
gerðist hann sfldar-
matsmaður og vann
við það á sumrin og
haustin, en verkstjóri hjá Hrað-
frystistöð Vestmannaeyja frá
áramótum til vors. Eftirlitsmað-
ur hjá Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna frá 1959 til starfsloka
1982.
títför Jóhannesar fer fram
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Það hefur alltaf verið svo sjálf-
sagt að fara og heilsa upp á
tengdapabba þegar ég hef verið í
heimsókn á Islandi. Labbitúrinn
að Grund var í mörg ár hluti af því
sem ég hlakkaði til og tilhugsunin
að hitta Jóhannes að máli, þótt það
væri ekki nema stutt stund hverju
sinni, var blönduð sorg yfir sjúk-
dómslegu hans en jafnframt gleði
því hann væri svo skemmtilegur og
spurði svo hver ætti þá eiginlega að
passa hann. Já, þeir voru miklir fé-
lagar, og í síðasta skiptið sem þeii-
hittust á spítalanum hló afi Grímur
að eftirtektarseminni í stráknum
sem hafði tekið eftir því að afi hans
væri ekki með armbandsúrið sitt á
handleggnum. Ekki grunaði okkur
þá að þeir félagar myndu ekki hitt-
ast aftur.
Elsku Grímur minn, ég vona að
þér líði betur núna og ég trúi því að
þú munir halda áfram að líta til
með Kristófer. Við Oli og Kristófer
þökkum þér kærlega fyrir allt sem
þú hefur gefið okkur og gert fyrir
okkur. Megi Guð vera með þér,
minningin um góðan pabba,
tengdapabba og afa lifir.
Elsku Valla mín, ég veit að þú
hefur misst mikið því samrýndari
hjónum hef ég ekki kynnst. Því bið
ég góðan Guð að styrkja þig og
styðja.
Halldóra G. Matthíasd. Proppé.
Glettinn, gamansamur, ljúfmenni
eru lýsingarorðin sem koma fyrst í
hugann, þegar Hallgríms Hall-
grímssonar er minnst. Kynnin af
Grími, eins og Hallgrímur var kall-
aður, tengjast lífsþræðinum. Börn-
in okkar kynntust ung að árum,
trúlofuðust, giftust og frá 15. apríl
1993 höfum við deilt aðdáun yfir
litlum snáða, barnabarninu okkar,
honum Kristófer.
Kristófer aðgreinir afa sína og
ömmur, búsett hér í Garðabænum,
eftir staðsetningu frá heimili sínu í
Lyngmóum. Við erum „amma og
afi niður frá“, þ.e. í Löngumýrinni,
afi Grímur og amma Valgerður „afi
og amma hinum megin“, þ.e. á
Smáraflötinni. Kært var ætíð með
Grími og Kristófer og var snáðinn
ekki hár í lofti þegar hann sagði að
„afi hinum megin“ ætti alltaf að
sækja sig í leikskólann af því að
hann væri svo skemmtilegur.
Lítill 5 ára drengur á eftir að
sakna afa síns. Við eigum einnig
eftir að sakna Gríms, sérstaklega á
gleðistundum í lífi barnanna okkar.
Grímur var þar hrókur alls fagnað-
ar, ætíð hress og kátur, spyrjandi
tíðinda og áhugasamur um allt sem
varðaði viðmælendur sína.
Við þökkum Grími vegferðina og
sendum þér, Valgerður mín, börn-
unum, tengdabörnum og barna-
börnum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur. Missir ykkar er sár. Megi
minningin um mætan mann græða.
Blessuð sé minning Hallgríms
Hallgrímssonar.
Fríða Proppé og
Helgi Skúlason.
yftr að eiga hann að vini. En nú er
af sem áður var.
Jóhannes Sigurðsson varð tæp-
lega níræður og hefði ábyggilega
orðið fjörgamall ef hann hefði ekki
orðið fyrir því óláni sem svipti
hann þeirri lífsorku og athafna-
semi, sem einkenndi fyrstu árin
eftir að hann með góðri samvisku
naut þess að þungu daglaunastriti
var lokið.
Tengdafaðir minn var meðal-
maður á hæð, þéttvaxinn og ljós
yfírlitum. Hann hafði sérstaklega
hlýlegt viðmót sem einkenndi
augnatillit og yfirbragð allt. Lítil-
látur og hógvær, fámáll en kíminn
og léttur í lundu. Þetta eru varla
samnefnarar allra Fljótamanna,
en mér er sagt að það séu einungis
höfðingjar sem eiga rætur sínar
þangað að rekja, svo og Jóhannes,
en hann er frá Hólum í Fljótum.
Konu minni, systkinum hennar,
og afkomendum, ættingjum og að-
standendum votta ég samúð mína.
Ég kveð þig með orðum Bólu
Hjálmars:
Fæðast og deyja í forlögum
frekast lögboð ég veit,
elskast og skilja ástvinum
aðalsorg mestu leit,
verða og hverfa er veröldum
vissasta fyrirheit,
öðlast og missa er manninum
meðfættájarðarreit.
Ljótur Magnússon.