Morgunblaðið - 23.09.1998, Side 35

Morgunblaðið - 23.09.1998, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 35 + Guðmundur Hauksson húsa- smíðameistari fæddist 30. septem- ber 1950. Hann lést á lieimili sínu, Lauf- brekku 28 í Kópa- vogi, 10. september síðastliðinn. For- eldrar Guðmundar eru: Málfríður Þórðardóttir og Haukur Guðmunds- son, d. 1983. Guðmundur starfaði við ýmis störf í sveit og lauk trésmíðanámi frá Iðnskólanum á Selfossi og öðlaðist síðar húsasmíðameistarar éttindi. Hann dvaldist síðustu árin er- lendis mest í Japan við smíðar og trúboðsstörf. Utför Guðmundar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 17. september. Jesús segir: „Sælir eru hjarta- hreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ (Mt. 5.8). Með þessum orðum Jesú vil ég hefja kveðjuorð mín til vinar sem kvaddur hefur verið hinstu kveðju. Þessi orð komu fyi-st upp í hugann er ég frétti af andláti vinar míns, Guðmundar Haukssonar. Guð- mundur Hauksson var sannarlega hjartahreinn maður sem gott er að hafa kynnst og eiga sem vin. Hann var vinum og samferðamönnum sín- um traustur félagi. Hann hafði marga góða mannkosti, var smiður góður og vandvirkur, sérlega næm- ur og laginn við hesta og öll dýr, sem hann laðaði að sér. í mannleg- um samskiptum var hann ef til vill ekkd áberandi og framkoma og lítil- læti hans oft til þess að hann fékk ekki að njóta viðurkenningar sem skyldi. Okkar fyrstu kynni hófust í Nes- kaupstað haustið 1965. Gummi dvaldi þar með móður sinni, sem var matráðskona við söltunarstöð Síldarvinnslunnar. Leiðir okkar lágu saman í Gagnfræðaskólanum og oft sátum við saman. Þessa dvöl sína á Norðfirði rifjuðum við Gummi upp er leiðir okkar lágu saman að nýju í Ölfusi allmörgum árum síðar, en þá bjó ég á Hvoli og rak þar tamningastöð. Gummi dvaldi á næsta bæ, Kirkjuferju og var daglegur gestur og stundum dvaldi hann hjá okkur Röggu í nokkra daga, ef mikið var um að vera í tamningunum og þar lagði hann ýmislegt af mörkum; innrétt- aði hesthúsið, bandaði eða frum- tamdi folana og sinnti hestunum sem biðu í útflutningi eða voru á fóðrum og þurftu umsjón eða hreyf- ingu. Öll umsjón með þessum verk- um var yndi Gumma og allt er við- kom skepnum og öll meðhöndlun með dýr voru íyrir honum séstök ánægja að fá að sinna. Gummi var einstakt náttúrubam, sem naut sín best í samfélagi við dýr og sérstak- lega hesta sem veittu honum mikla ánægju. Nokkur hross eignaðist hann á þessum tíma, en þau sem hann tók séstöku ástfóstri við voru brúndröfnótta hryssan Drífa og leirljósi og faxprúði stóðhesturinn Dagur frá Austvaðsholti. Þau tamdi hann bæði og þar myndaðist gagn- kvæmt samband sem líkt hefur ver- ið við leyniþráð er tengir mann og hest. Hann gh'mdi við frumtamn- ingu þeirra og þau voru honum sí- fellt umfjöllunarefni þegar hann hafði náð einhverjum árangri. Hann sýndi Dag á Degi hestsins á Mela- vellinum um hvítasunnu og það var honum mikil upphefð. Umræður okkar á þessum árum voru að mestu um hross og möguleika í hestamennsku. Árin liðu og alltaf héldum við sambandi okkar á milli. Gummi lauk trésmíðanámi á Selfossi og varð húsasmíðameistari. Af og til atvik- uðust hlutir þannig að Gummi varð gestur á heimili okkar í Mosfellsbænum er hann kom í nágrennið. Hann tók að sér verk- efni við smíðar í Reykjavík og fékk að gista hjá okkur, enda var oftast nóg pláss og honum var lagið að láta aldrei fara mikið fyrir sér. Hann var góður smiður og hafði háleit markmið sem hann gat að nokkru látið rætast, t.d. smíðaði hann ýmis leiktæki og húsgögn handa börnum sem hann lét þau njóta sem erfitt áttu 1 lífínu. Mér er minnisstætt að fyrir all- mörgum árum kom Gummi í heim- sókn og sagði okkur frá því að hann hefði fundið samfélag í trú á Jesú Krist og þar fengi hann mikla lífs- íyllingu. Við skynjuðum fljótt að hann var gagntekinn af því sem þar var boðað og fagnaðarerindið um Jesú Krist veitti honum nýja lífssýn sem hann tók að rækta með sér. Hann leitaði hinnar lifandi trúar í nokkrum trúfélögum og að lokum fann hann samfélag sem höfðaði til hans með enn meiri krafti andans en áður. Hann fór í ferð til Nýja Sjálands og fékk vinnu við trúboðs- stöð sem kunni að meta störf hans og reynslu við trésmíðar. Hann reisti margar byggingar sem hýstu trúboðsstöðvar, kirkjur og kristileg- ar útvarpsstöðvar. Þar undi hann hag sínum um tíma. Hann kom heim í millitíðinni og vann við smíð- ar í trúfélagi sínu og sótti samkom- ur sem veittu honum mikið. Síðar lagði hann svo upp í aðra ferð sem var fýrst til Hawaii og þaðan til Japans. Avallt vann Gummi fyrir sér sem smiður og tók þátt í starfi trúboðsins og útbreiðslu fagnaðar- erindis Jesú Krists með félögum á nýjum stöðum. Hann veitti starfinu mikið lið og lagði sig allan fram. Síðar tók hann sjálfur þátt í trú- boðsstarfinu. Þar hafði Kristur fengið góðan liðsmann sem sinnti sínu starfi af kostgæfni og alúð í þágu málstaðarins og af hreinu þakklæti fyrir þá ást og kærleika sem frelsarinn einn veitir þeim sem honum kynnast. Hin lifandi trú sem nú var orðin æðri vettvangur í lífi Gumma reyndist honum lífsíylling sem veitti margháttuð tækifæri og ánægju í samskiptum við fólk og hann fann sinn vitjunartíma í þessu starfi. Var Gummi jafnvel farinn að tala japönsku til að ná lengra í starfi sínu fyrir kirkjuna sem veitti hon- um skjól og starf. Fyi’ir stuttu lágu leiðir okkar Gumma enn á ný saman, en nú við gerbreyttar aðstæður. Ég frétti af honum á Landspítalanum og kom í heimsókn. Nú var hann kominn heim til lækninga við meini sem var langt gengið er hann kom heim. Hann hafði verið í lækningameð- ferð í Japan hjá færum læknum, sem vissu að hugsanlega yrði aldrei hægt að veita fulla lækningu. Gummi kom því heim og fékk að- hlynningu á spítalanum og síðan á heimili móður sinnar sem annaðist hann þar til yfir lauk. Við rifjuðum upp liðna daga saem endurspegla þessi minningabrot. Nú voru aðrar undarlegar og óvæntar forsendur komnar upp. Ég skynjaði að Gummi hafði lokið sínum farsæla ferli sem verkamaður á akri Drott- ins. Mínar aðstæður voru einnig aðrar, rétt nývígður sem prestur til þess að taka upp merki hans og bera áfram. Við fundum báðir sam- hljóm í orði Guðs. Hér hljómuðu orðin í Davíðssálmi 9.11: „Þeir er þekkja nafn þitt treysta þér, því að þú Drottinn yfirgefur eigi þá, er þín leita.“ Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Hann segir: „Ég er Alfa og Omega, upphafið og endirinn. Ég mun gefa þeim ókeypis, sem þyrstur er, af lind lífsins vatn.“ (Opb. 21.6). Stríði þínu er lokið í jarðvist okkar, kæri vinur. Við söknum þín sárt en minningam- ar um þig sem samferðamann og vin eru okkur kærar. Verk þín sem þú vannst af alúð og lagðir hug þinn og hjarta í öll þín störf, þau munu lofa þig og sannarlega er það þakkarefni að minnasat þess að þú gerðir mörg- um trúboðsstöðvum kleift að eignast aðstöðu til útbreiðslu fagnaðarboð- skapar Jesú Krists um kærleika Guðs og frið milli allra manna. Þú varst sjálfur friðflytjandi og skildir eftir ljósgeisla þar sem þú komst. Með fáum orðum er minning um genginn vin aðeins varða sem minnir á gengna götu. Þessa götu varðst þú fyrri til að fara, góði vinur. Guð blessi þig og varðveiti þig, þar sem þú ert kominn í faðm Drottins Jesú, sem átti þig allan og var þér svo kær. Minning þín lifir, kæri vinur. Friður sé með þér. Við vottum Málfríði, móður Guð- mundar, og Hilmari, fóstra hans, og systrum dýpstu samúð og biðjum Guð að vera með þeim og veita þeim styi’k í söknuði þeirra. Sigurður Rúnar Ragnarsson og Ragnheiður Hall, Mosfellsbæ. Sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA ÁRNADÓTTIR, Egilsgötu 2, Borgarbyggð, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 24. september kl. 13.00. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Bjarni Bjarnason, Guðmundur Á. Bjarnason, Gyða Þorsteinsdóttir, Páll Birgir Símonarson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, RANNVEIG LÁRUSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Arnarholti, áður til heimilis I Hólmgarði 29, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju á morgun, fimmtudaginn 24. september kl. 13.30. Anna Auðunsdóttir, Hörður Ársælsson, Ingibjörg Gilsdóttir, Finnur Valdimarsson, Hafsteinn Gilsson, Matthías Gilsson, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐMUNDUR HAUKSSON + Hjartkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR fyrrum húsmóðir í Hofsárkoti, Svarfaðardal, lést á dvalarheimilinu Dalbæ mánudaginn 21. september sl. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Frændi okkar, HERBERT GÍSLASON verkamaður, Grænukinn 19, Hafnarfirði, varð bráðkvaddur mánudaginn 21. september sl. Frændsystkini hins látna. + Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR BJÖRNSSON, Svínadal í Skaftártungu, lést föstudaginn 18. september á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Jarðarförin auglýst síðar. Ágústa Ágústsdóttir, Erla Eiríksdóttir, Pétur Kristjónsson, Björn Eiríksson, Kolbrún Þórarinsdóttir, Ágúst Eiríksson, Erla Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, NÍELS VIGGÓ CLAUSEN, Hafnargötu 67, Keflavík, lést aðfaranótt laugardagsins 19. september á Sjúkrahúsi Keflavíkur. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Oiaf Clausen, Kolbrún Sveinsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS H. ODDGEIRSSONAR rafvirkjameistara frá Vestmannaeyjum, Borgarheiði 13v, Hveragerði. Ragna Lísa Eyvindsdóttir, Eyvindur Ólafsson, Sigríður Ragnheiður Jónsdóttir, Hjörtur Ólafsson, Gunnur Inga Einarsdóttir, Hlynur Ólafsson, Þórdís Magnúsdóttir, Ásta Katrín Ólafsdóttir, Jóhannes Guðmundsson, Lilja Björk Ólafsdóttir, Óskar Óskarsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Andri Örn Clausen, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður míns, bróður og móðurbróður, EIRÍKS ÞORKELSSONAR frá Eskifirði. Jóhanna Eiriksdóttir, Ingvar Gunnarsson og systkini.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.