Morgunblaðið - 23.09.1998, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ARNMUNDUR S.
BACKMAN
Arnmundur
Sævar Backman
fæddist á Akranesi
15. janúar 1943.
Hann lést á Land-
spitalanum 11. sept-
ember siðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Dómkirkj-
unni 18. september.
í riti Aristotelesar
um skáldskaparlistina
segir: „Skopleikurinn
er, eins og við höfum
sagt, eftirlíking fólks
af lakara tagi, en ekki
vonds að öllu leyti, heldur er hið
spaugilega tegund ljótleika.“
Harmleikinn sagði Aristoteles hins
vegar eftirlíkingu „athafna og lífs“.
Eg tel það nokkuð dæmigert fyr-
ir Arnmund Backman að hafa valið
sér skopleikinn sem viðfangsefni í
skáldskap sínum. Hann hafði
óbilandi áhuga á alþýðufólki, fólki
af „lakara tagi“ sem samkvæmt
skilgreiningu Aristotelesar eru lík-
lega allir Islendingar þar sem við
höfum borið gæfu til að búa í til-
tölulega stéttlausu samfélagi. Am-
mundur hafði næmt auga íyrir
hinu spaugilega, fyrir þeim „ljót-
leika“ sem stundum felst í því að
lifa lífínu; að vera mannlegur,
breyskur og lítilmótlegur. En á
sínum stutta skáldaferli hafði hon-
um jafnframt tekist að færa skop-
leikinn á æðra stig, því ekki hafði
hann síður næmt auga fyrir feg-
urðinni, æðruleysinu, sómatilfínn-
ingunni og manndómi þeim sem
felst í glímu okkar mannanna við
hversdagslífið. Með því að tvinna
saman af skarpskyggni hið „ljóta“
og hið fagra nálgaðist skopleikur
Ammundar harmleikinn, hann
líkti eftir „athöfnum og lífí“, -
sagði sögur sem fela í
sér svipmót íslenskra
almúgamanna í
tragískri kómedíu.
Ammundi gafst
ekki langur tími til að
sinna ritstörfunum,
hann var að stíga sín
fyrstu skref sem
skáld. En eftir því sem
á leið varð hann stór-
stígari, mátti enda
engan tíma missa.
Hann mætti skáld-
skapargyðjunni af
auðmýkt og einurð,
sökkti sér niður í rit-
störfín af fádæma frásagnargleði.
Hann var fyrst og fremst sögumað-
ur, ótæmandi sagnabmnnur. Hann
kunni sögur sem lýstu öllum skala
mannlegra tilfínninga og þennan
skala spilaði hann eins og á harm-
ónikuna áður; - þannig að lífs-
harmónían hljómaði öll í þeirri
manngæsku og þeim skilningi sem
ávallt stafaði af honum.
Snilli Ammundar fólst í lífsvið-
móti hans. Nærvera hans var ein-
staklega sterk og minnisstæð. Af
fundi hans fóra flestir betri menn,
og tel ég sjálfa mig í þeim hópi.
Mig langar til að votta fjölskyldu
hans og aðstandendum öllum mína
dýpstu samúð, með þakklæti fyrir
að hafa fengið að kynnast honum.
Fríða Björk Ingvarsdóttir.
Hverju sem ár
og ókomnir dagar
aó mér víkja,
er ekkert betra
en að eiga vmi,
sem aldrei svíkja.
(Davíð Stef.)
Eitt af því fáa sem við vitum með
vissu í tilveranni er að eitt sinn
skal hver deyja. Þrátt fyrir þessa
vissu eram við sjaldnast tilbúin.
Dauðinn riðlar skipulagi, gengur
þvert á væntingar okkar um
óbreytanleika tilverannar. Við
söknum og syrgjum þegar þeir
fara sem okkur fannst hafa svo
mikið að gefa og elskuðu lífið af
krafti. I þeim hópi var sannarlega
æsku- og ævarandi vinur minn
Addi Back., sem fullu nafni hét
Ammundur Sævar Halldórsson
Backman.
A æskuheimili hans á Akranesi
var lagður sá grannur sem Adda
og systkinum hans reyndist styrk
stoð allar götur síðan. Þau tileink-
uðu sér að þroska með sér kærleik-
ann, inntak ástar og vináttu, og að
temja sér í tilverunni hina elsku-
legu alvöra sem heyrir leiknum til
eins og Kirkegaard orðaði það.
Með Adda var svo sannarlega hægt
að að hlæja, hann hafði sjaldgæft
skopskyn. En þótt léttleikinn væri
áberandi í fari hans skorti aldrei
einurð til að taka afstöðu til mála.
Allir sem til þekktu og fylgst hafa
með vissu að dauðinn nálgaðist
þrátt fyrir að allra leiða væri leitað
í lækningaskyni. Frá því að fyrstu
einkenni sjúkdómsins komu í ljós
og til dagsins í dag höfum við feng-
ið að verða vitni að ótrúlega fallegu
og traustu sambandi á milli Adda
og fjölskyldunnar. Það hefur verið
lærdómsríkt að fá að fylgjast með
hvemig þau hafa öll á sinn góða
hátt umvafið hann og gefið honum
ást, trú og kraft.
Þrátt fyrir sorgina sem nú ríkir í
hjarta mínu hlýt ég að þakka af
heilum hug fyrir að hafa átt hann
að vini, það hafa sannarlega verið
forréttindi. Elsku Valla mín, Vala,
Halli, Margrét, Hanna, Inga,
Emst og Edda, ég bið góðan Guð
að gefa ykkur æðruleysi til að
sætta ykkur við það sem þið fáið
ekki breytt, kjark til að breyta því
sem þið getið breytt og vit til að
greina þar á milli.
Emiha Petrea Árnadóttir.
ALMA
TYNES
+ Alma Sövrine Petersen
Tynes fæddist á Siglufirði
18. febrúar .1917. Hún andaðist
á heimili sínu, Austurströnd 8,
Selljamamesi, 13. september
síðastliðinn og fór útför hennar
fram frá Fossvogskirkju 21.
september.
Þegar ég kveð Ölmu Tynes er
mér þakklæti efst í huga. Þakklæti
fyrir vináttu og tryggð til margra
ára. Alma var hluti af lífi mínu alla
tíð. Fyrir utan að vera kona afa-
bróður míns var hún vinkona móð-
ur minnar frá því að þær hittust
fyrst. Hittust þær reglulega og
sjaldan liðu þeir dagar að þær
hefðu ekki samband símleiðis. Eftir
að móðir mín lést lét Alma aldrei
líða langt á milli þess að við fréttum
hvor af annarri. En Alma var ekki
bara einhver óskilgreindur hluti af
stórfjölskyldunni. Eftir að hún
flutti frá Bíldudal á Eyrarbakka og
síðan til Reykjavíkur eftir lát
manns síns var hún orðin ein af
þeim sem skiptu mig miklu máli.
Þetta gerðist ekki með braki og
brestum því það var ekki hennar
stfll. Hún var hógvær og hæglát
þótt alltaf væri stutt í glettnina.
Kímnigáfan og einstaklega jákvætt
viðhorf til allra hluta var henni ör-
ugg fleyta í gegnum lífið og það
sem gerði það að verkum að manni
leið svo vel í návist hennar.
Alma lét sér mjög annt um af-
komendur sína. Það var sama um
hvern maður spurði, alltaf var hún
með nýjustu fréttir. Hún lagði líka
nokkram sinnum land undir fót til
að vera samvistum við þá afkom-
endur sína sem búa á Norðurlönd-
um. I sumar hittum við hjónin
hana, dætur hennar þrjár og fleiri í
Kaupmannahöfn. Var hún þá ný-
staðin upp úr erfiðum veikindum en
bar sig þó vel. Áttum við saman
einkar ánægjulega kvöldstund þar
sem ýmsar sögur úr fjölskyldunni
voru rifjaðar upp, sumar ekki í
fyrsta sinn, og samkvæmt venju
góðum mat gerð skil.
Ég og fjölskylda mín vottum
bömum Ölmu og fjölskyldum
þeirra okkar dýpstu samúð.
Astrós Arnardóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með^l-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+
Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug
viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur
okkar, tengdamóður, ömmu og systur,
GUÐLAUGAR BENEDIKTSDÓTTUR,
Stóragerði 27,
Reykjavík.
Sigurður Jónsson,
Jón Svan Sigurðsson,
Fríða Sigurðardóttir, Axel V. Gunnlaugsson,
Anna Dóra Axelsdóttir,
Andri Freyr Axelsson
Aníta Guðlaug Axelsdóttir,
Hreinn Benediktsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við útför elskulegs bróður okkar, mágs og
frænda,
GUÐMUNDAR SVEINSSONAR.
Fjölskyldan.
HALLDÓR
JÓNSSON
+ Halldór Jónsson fæddist að
Teigi í Óslandshlíð 18. apríl
1916. Hann lést í Sjúkrahúsi
Sauðárkróks 17. ágúst síðastlið-
inn og fór útför hans fram frá
Viðvíkurkirkju 22. ágúst.
Það var einn þessara sólbjörtu
vordaga. Eg svífandi á fáksspori
uppi í Víðidal. Fluga mín þuldi slóð-
ann undir taktslætti frekjufjörsins.
Við hlið okkar montaði sig, með
beizli, fjögurra vetra sonur hennar,
gátuhnoðri, sem alltaf hertist fastar
og fastar að: Svartur fæddur en orð-
inn grár; sprellandi galsinn, sem
fyrirmunað var að skilja, að einhver
knapi vissi betur en hann sjálfur,
hvemig sómakærum hesti ber að
hegða sér. Ærsl hans höfðu verið
slík þennan dag, að eg hafði losað
hann við taum, og við gleðidísir sté
hann dansinn. Þá reið í veg fyrir mig
Halldór Jónsson frá Teigi. Eg vissi
það eitt um manninn, að hann starf-
aði við tamningar, hafði lengi gert,
því að áður en hann réðst í Víðidal-
inn til Halldórs gull, þá hafði hann
verið ráðsmaður að Kirkjubæ á
Rangarvöllum hjá þeim bræðrum
Eggerti og Stefáni Jónssonum, og af
foður hafði eg lært, að í þeirra þjón-
ustu væri enginn meðalmaður ráð-
inn. Eftir kurteisishjal þeirra er
hittast fyrsta sinni, spyr Halldór:
„Myndir þú þiggja, að eg temji þann
gráa, - taki hann með mér norður í
sumar? Það er eitthvað við folann
sem minnir mig á hest, sem eg átti
og mat mikils.“
Gerum nú langt mál stutt: Úr gal-
gopa sem ekki skildi, að gleðispor
gæðings, undir hnakki, og kiðhngs
era alls ekki eins, ekki af hrekk,
heldur af kátínu einni saman; óvita,
sem áleit það gaman eitt að láta
knapa reiða sig um hnakknef þvert,
svo annað tveggja knapi og hestar
ultu um grund, eða reiðskjótinn
ærðist af bræði, - gerði Halldór
grip, sem fékk þann dóm, að betur
taminn hestur væri vandfundinn.
Við Halldór urðum vinir, og
marga stundina sátum við yfir kaffi-
bolla, ræddum sálfræði dýra, - hann
kennarinn eg neminn. Firnafróður
um menn og dýr þuldi hann mér
fræði sín, og eg gerði mér fljótt
ljóst, að eg var að kynnast tíma, sem
brátt yrði á enda, því utan hesthúss-
ins voru menn teknir að ríða upp á
útlenzku með dræsur aflagis hertar
að fótum og höfðum „vina sinna“.
Þannig reið Halldór ekki, kunni
heldur ekki þann dáraskap að
kreista úr hesti sjálfstæði hans,
breyta honum í „vélhross". Hann
var því lítill sýningargarpur á þeim
skeiðvöllum, þar sem hæst er dæmt,
að hestur greiði, með framfótum, fax
í reið, þó hinn sami kunni ekki að
stikla þýfi, eða lyfta fæti með álfa-
hoppi við stein. Hestamenn sögðu
mér, að fáir væra betri til þess að
venja tryppi við beizli og hnakk, -
laða fram samstarfsvilja ungfola við
mann, en síðan vildu þeir taka við
sjálfir, kenna dýrinu að monta sig,
svo eftir yrði tekið frá dómpöllum.
Slíkum skapmanni, - viðkvæmri sál,
sem Halldór vissulega var, féll þetta
álit þungt, skildi hreint ekki, - átti
til að halda niður í rökkurhylinn, þá
hann horfði á eftir gæðingsefni, er
hann hafði lagt vinnu í, í hendur ein-
hvers er kunni þá „list“ að kenna
hesti dansspor spiladósar taktsins.
Eitt sinn sá eg Halldór ríða mik-
inn til hesthúss, og grátandi hjarta
hans varð ekki dulið. „Hvað veldur?“
spurði eg. „Veldur? Þessi gripur
fékk geldingardóm, - sagður vanta
vilja, - þyrfti meira að segja að
renna honum upp í töltið! Þegar
hlýðni við knapa og taum hylur fjör
fyrir dómurum, þá veit eg ekki,
hvert ræktun okkar stefnir!" Hann
þáði ekki frekari orðræðu við mig,
þreif hnakk af fáki, strauk þakkar-
hendi um vanga hans. Strunsaði,
langstígur, í hesthús, og kom út með
folann gráa, lagði á hnakk og gyrti
fast. - Vatt sér á bak. Folinn steig
dansinn við sólgeisla dagsins, unz
þeir yljuðu ekki aðeins fold, heldur
og brjóst særðs manns.
Er listamaðurinn, myndhöggvar-
inn Ragnar Kjartansson, vann að
knapamynd sinni, þá myndaði hann
Halldór og leirljósan gæðing í bak
og fyrir, enda mun engum, sem báða
þekktu, dyljast, hverjar fyrirmyndir
listamannsins snjalla eru, sem af
næmleik sínum skynjaði samband
manns og hests, - tjáir það með því
að sleppa beizlistaumi.
Víst var Halldór góður hirðir, vin-
ur þeirra dýra, er honum var trúað
fyrir, en stærstur þó sem vinur
manns. Byði hann þér að borði sínu,
- byði hann þér að fróðleik sínum,
þá rétti hann þér um leið gullhjarta
tryggðarinnar, sem haustið nær
ekki til. Sannfærður er eg um, að
aldrei hafi lífið verið honum gjaf-
mildara í vinavali, en þá það leiddi á
veg hans systurnar frá Kirkjubæ.
Já, aldrei fann eg sumarylinn hlýrri
í orðum hans, en þá hann sagði mér
frá þeim hnátum, ungum, sér við
hlið á starfsvangi þar eystra, tíndi
fram, - stoltur, tilburði þeirra við að
sýna hverjir skörungar væru þar á
för. Stundum, er fjörkálfarnir stigu
dansinn, svo Halldór varð hræddur
um þær, átti hann til að henda þeim
á bak gæðingum sínum, biðja þá að
gæta þeirra. Fallegar voru margar
sagna hans, - enda urðu þær systur
hestvanari flestum, er fram liðu
stundir. Ekki aðeins þiggjendur af
kynnunum við Halldór, heldur urðu
þær, og lið þeirra síðar, sá faðmur
er veitti gömlum manni skjól, þá
stirð gerðust skref og gleðigjöfum
daganna fækkaði. Að Miðsitju í
Skagaíirði hitti eg Halldór síðast, -
þakklátan þeim öðlingum er leiddu
hann í kvöldhúmi dagsins, - og
hversu stoltur gekk hann með okkur
hjónum, utan dyra, til að sýna okkur
verk Sólveigar og Jóhanns, þar sem
þau eru að breyta draumi hesta-
mannsins í dagmynd. Því starfi hafði
Halldór gefið þrek sitt allt, - nú of
móður til að fást við lengur, tápmeiri
tekið við kefli. Já, „Funi kveykisk af
funa,“ eins og segir í Hávamálum,
muni eg rétt. Það fékk Halldór gam-
all að sjá, og það gladdi hann.
Þökk sé skapara heima og geima,
er leiddi Halldór á veg minn, - ævin-
týri dagsins er svo miklu skemmti-
legra eftir, - og leiði hann nú vin
minn þangað sem gæðingar bíða
hans í haga.
Sigurður Haukur.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinamar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl.-
is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem við-
hengi.
Auðveldust er móttaka svokall-
aðra ASCII skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-texta-
skrár. Þá eru ritvinnslukerfin
Word og WordPerfect einnig
nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfílegri lengd, en aðrar grein-
ar um sama einstakling tak-
markast við eina örk, A-4, miðað
við meðallínubil og hæfilega
línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnamöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.