Morgunblaðið - 23.09.1998, Side 42

Morgunblaðið - 23.09.1998, Side 42
42 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ i i Staflanlegir, sterkir stólarfyrir veitingasali o.fl. Til afgreiðslu straxl [rT¥T\ húsgögn tJLjLsJSt Ármúla 44 Raðgreiðslur ífegaBaási: sími 553 2035 Námskeið ERT ÞÚ AÐ MEÐHÖNDLA FISK Á RÉTTAN HÁTT? Rannsóknir sýna ótvírætt að hægt er að auka verðmætasköpun í fiskiðnaði verulega með réttri hráefnismeðferð. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins býður nú hagnýtt námskeið um meðhöndlun fisks, þar sem sérfræðingar Rf. leiðbeina um bætta meðferð á afla og útskýra samband meðferðar og verðmætasköpunar. Námskeiðið er ætlað sjómönnum, stjórnendum og öðrum starfsmönnum í fiskvinnslu, útflutningi og fiskmörkuðum. Leiðbeinendur: Sigurjón Arason og Birna Guðbjörnsdóttir. Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 29. september í Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4 og stendur frá kl. 9.00-16.00. Þátttökugjald er 14.500, innifalið eru vönduð námsgögn og veifingar. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Rf., http://www.rfisk.is/utgafa/namskeid, og í síma 562 0240. Rannsóknastofnun fískiðnaðaríns icKur s vmumydrnrdoi. öuu/huu snumngar ifrír belgur og tromla • Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi - nýjasta tækni. :y- Logic" enginn 1/2 takki • „ÖKO“ kerfi (sparar sápu) • Öll þvottakerfi Ullar vagga • Þvottahæfni „B" þeytivinduafkösí ,,C“ ®-i- - - - —„r. w BRÆÐURNIR DIORMSSONHF Lágmúla 8 • Sími 5332800 'V-V' VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Enn um VELVAKANDA barst eftirfarandi: „Eins og ég hef áður bent á í pistli þeim er birtist hér eftir mig þann 25. ágúst sl. í Morgun- blaðinu eru ákaflega margir krakkar sem krota svokölluð „tag“ á veggi hér í borg. En því fer fjarri að ég þekki marga sem þetta iðka, eins og höfundur pistils- ins „Betur má ef duga skal“, sem birtist hér 1 Velvakanda 13. septem- ber sl., virðist álykta. Víst er það að mér þykir þetta krot til óprýði, en þó mætti sameina í gi’affitíverkum óhefð- bundna ljóðlist, myndlist og þessi „tag“ með því að vegglistamaður gerði bakgrunn og myndi með skiljanlegri „tagskrift“ skrifa eitthvert ljóð. Þætti mér og sjálfsagt fleira fólki ánægjulegt ef einhver flinkur vegg- listamaður tæki þetta til umhugsunar svo menn- ingarheimar unga fólks- ins og þess gamla geti að einhverju leyti samein- ast.“ Þreytt ungmenni. „Drekkið allir hér af“ „23. JÚLÍ sl. beindi ég hér þeirri fyrirspurn til biskupsembættisins hvenær og hver hafi ákveðið að víkja frá fyr- irmælum Jesú við síð- ustu kvöldmáltíðina með læriseinunum, sem að of- an era tilfærð, þ.e. nú er brauðið (oblátan) aðeins vætt í víninu með ídýf- ingu? Ekkert svar hefur borist frá embættinu en Hjördís tekur að sér að svara hér 5. ágúst sl. og segir: „Hef ég heyrt að ástæða þess sé að verið sé að koma á móts við fólk svo það þurfi ekki að drekka úr sama bikar og aðrir og því hafi verið komið á þegar eyðni kom upp til að forðast smit- un.“ Svo mörg voru hennar orð. En löngu fyrir eyðni voru ýmsir tregir til að bergja af sama bikar (kaleik) og aðrir. Þá komu til sög- unnar svonefndir „sér- bikarar" þ.e. litlir bikar- ar, sem aðeins einn drakk úr, sem það kaus frekar. Sú aðferð var víða tíðkuð m.a. í dönsku kirkjunni og hefði áfram dugað, einnig á tímum eyðni og annaraa smit- sjúkdóma. Með litlu bik- urunum var áfram drukkið af borði Jesú, sem áréttaði: „Gjörið þetta svo oft sem þér drekkið í mina minn- ingu.“ Nú er aðeins vætt. Er það fullnægjandi? Þökk sé Hjördísi íyrir hennar viðleitni, en hvað hefur embætti biskups um málið að segja? Vonandi kemur fullnægjandi svar.“ Einn úr söfnuðinum. 5000 króna fundarverðlaun! SVONA kvensólgler- augu týndust í sumar í Garðabæ. Finnandi vin- samlega hringi í síma 557 4062. Guðbjörn er týndur GUÐBJÖRN er hvítur og rauðgulur fress, eyrnamerktur en ólar- laus. Hann týndist frá Efsta- sundi 85 fyrir viku. Þeir sem hafa orðið hans var- ir hafi samband í síma 555 2699 eða 581 3841. ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu með tombólu kr. 2.243 til styrktar Rauða krossi íslands. Þau heita Hörður Freyr Brynjólfsson, Tinna Björg Friðþórs- dóttir og Hörður Sigurðsson. Á myndina vantar Tönju Georgsdóttur og Lóu Ólafíu. Hlutavelta HÖGNI HREKKVÍSI v, sÞtu f u YÍKVERJI er í hópi margra blóðgjafa þessa lands. Að vísu hafði hann látið undir höfuð leggj- ast um nokkuð langa hríð að skreppa í heimsókn í Blóðbankann þegar hann heyrði í sumar hálfgert neyðarkall frá Blóðbankanum í út- varpinu og brást þegar við kallinu. Nú fyrir skömmu var hringt í Vík- verja og hann beðinn að koma og gefa blóð. Sannast sagna er heimsókn í Blóðbankann ávallt ánægjuleg. Starfsfólk þar er yfir- máta elskulegt í viðmóti, þakklátt fyi-ir blóðgjöfina, og gestrisið. Því er ekki að neita, að þótt blóðgjöfin sé að mati Víkverja sjálfsögð sam- félagsleg skylda, sem kostar blóðgjafann nákvæmlega ekki neitt nema örlitla umhyggju fyrir náung- anum, hefur Víkverji það alltaf á til- finningunni þegar blóðgjöf er lokið, að hann hafi nú gert eitthvað virki- lega gott. Þessa ánægjulegu tilfinn- ingu skýrir Víkverji með elskulegu, hlýlegu og þakklátu viðmóti starfs- fólksins, sem lætur blóðgjafana beinlínis fá það á tilfinninguna, að þeir hafi verið að gera starfsmönn- um persónulegan greiða. • •• LÓÐBÚSKAPURINN í Blóð- bankanum er ekki jafnblómleg- ur um þessar mundir og æskilegt væri, samkvæmt því sem starfs- mennirnir upplýstu Víkverja um í heimsókn hans í bankann. Sögðust þeir hafa þurft að hafa mikið fyrir því að ná til blóðgjafa að undan- förnu. Þeir hefðu ritað blóðgjöfum á skrám hjá bankanum bréf og farið þess á leit að gefið yrði blóð við fyrstu hentugleika. Síðan hefði bréfaskriftunum verið fylgt eftir með símhringingum, en samt sem áður hefðu undirtektir verið heldur dræmar. Víkverji vill því nota þetta tækifæri til þess að hvetja gamla blóðgjafa til að skreppa í heimsókn í Blóðbankann og þá, sem gætu hugsað sér að gerast nýir blóðgjaf- ar, að skrá sig hjá bankanum. xxx EKKI getur Víkverji borið öllum heilbrigðisstofnunum og starfsmönnum þeirra jafngóða sögu og Blóðbankanum. Fyrir skömmu varð sonur Víkverja fyrir lítilshátt- ar handarmeiðslum, sem ekki var vitað um hversu alvarleg væru og því var hann sendur úr skólanum á slysavarðstofuna. Þetta var um hádegisbil og ekki að sjá að annir væru ógurlegar á slysavarðstofunni þennan góðviðrisdag. Barnið beið fyrst í tæpa tvo klukkutíma, áður en það var kallað inn á deildina, þar sem önnur styttri bið eftir lækni hófst. Læknir tók sér eins og hálfa mínútu til þess að líta á höndina og ákveða að drengurinn ætti nú að fara í röntgenmyndatöku. Þar hófst þriðja biðin, sem varði í tæpan klukkutíma, og að myndatöku lok- inni enn ein biðin eftir röntgen- myndinni og loks enn ein biðin niðri á slysadeild, eftir því að læknirinn gæfi sér aðra hálfa mínútu til að líta á röntgenmyndina og gefa svo hjúkrunarkonu fyrirmæli um plást- ur og spelku á fingur. xxx ESSI heimsókn drengsins á slysadeildina tók fjóra klukku- tíma, en að hans sögn vora aðrir sem þurftu að bíða mun lengur og kvört- uðu mun sárar en hann, en ávallt fyr- ir daufum eyram starfsmanna slysa- deildar. Hver skyldi biðtíminn vera, þegar raunveralegt álag er á starfsmönnum deiklarinnar? Víkveiji skrifar B

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.