Morgunblaðið - 23.09.1998, Qupperneq 52
NIVEA
VISAGE
Drögum næst
24. september
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Hækkandi
vatnsborð
í Hágöngu-
rT miðlun
MIÐLUNARLÓNIÐ við Hágöng-
ur er óðum að fyllast eftir að
hleypt var á það vatni í sumar.
Yfirborð lónsins stendur ntí í
812,4 m yfír sjávarmáli en end-
anlegt yfírborð þess verður 816
m y.s. Lónið er misjafnlega
djtípt en dýpst er það næst stífl-
unni, 16 metrar. A myndinni má
sjá aðalstíflu Hágöngumiðlunar
þar sem htín stendur austan við
Syðri-Hágöngu, og er hún 88
metra há. Óvíst er hvenær lónið
verður orðið fullt, en miðað við
— eðlilegt rennsli gæti það orðið
um áramótin, að sögn Hermanns
Hermannssonar fulltrtía verk-
kaupa á svæðinu.
Tvær árangurslausar innbrotstilraunir í tölvukerfí Krabbameinsfélagsins
Slóð tölvu-
þrjóts rakin til
Tékklands
TVÆR tilraunir voru gerðar fyrr á
þessu ári til innbrots í tölvukerfi
Krabbameinsfélagsins. Tölvuþrjót-
unum tókst þó í hvorugu tilvikinu að
komast inn í sjálft tölvukerfið og að
gögnum og skrám Krabbameinsfé-
lagsins. Peim tókst hins vegar að
komast inn í pósttölvu félagsins,
sem veitir aðgang að netinu, og olli
annar þeirra talsverðum skemmd-
um á hugbúnaði tölvunnar.
Unnt var að rekja slóð hans til
baka og kom í ljós að um var að
ræða 15 ára Islending. Var innbrot
hans kært til efnahagsbrotadeildar
embættis ríkislögreglustjóra. I hinu
tilvikinu var slóð tölvuþrjótsins rak-
in til Tékklands. Hann olli engu
tjóni á tölvukerfi félagsins og var
ekki aðhafst frekar í því máli.
„Engin viðkvæm
gögn í hættu“
Samkvæmt upplýsingum Trausta
Sigurvinssonar, hjá tölvudeild
Krabbameinsfélagsins, komst ís-
lendingurinn inn á póstvélina, stofn-
aði þar notendaheiti og virðist
markmið hans hafa verið að athafna
sig á netinu. „Þarna voru hins vegar
engin viðkvæm gögn í hættu,“ segir
hann. Trausti leggur áherslu á að
mjög öflug vörn sé á milli pósttölvu
Krabbameinsfélagsins og tölvukerf-
is félagsins sem heldur utan um
ýmsar skrár með viðkvæmum upp-
lýsingum og því sé nánast útilokað
að tölvuþrjótarnir hefðu getað brot-
ist inn í sjálft tölvukerfið.
I kjölfar þessara innbrotstilrauna
var ysta vörn tölvukerfis Krabba-
meinsfélagsins sem takmarkar að-
gang að pósttölvunni styrkt enn-
frekar en að sögn Trausta er öryggi
varnarveggjarins á milli póstvélar-
innar og gagnagrunns Ki'abba-
meinsfélagsins talið fullnægjandi.
Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri
Krabbameinsfélagsins, segir að
ekki sé óalgengt að tölvuþrjótar
reyni að komast inn í póstkerfi í
tölvum ýmissa stofnana og að ekki
bendi neitt til þess að gögn skjól-
stæðinga Krabbameinsfélagsins séu
sérstaklega undir smásjá glæpa-
manna.
Vel vakandi fyrii’
óboðnum gestum
Guðrún segir að aldrei hafi neinn
getað hreyft við gögnum um skjól-
stæðinga Krabbameinsfélagsins,
því varnir þeirra séu sterkar. „Eftir
innbrotið í póstkerfið voru þær
varnir styrktar enn meira,“ segir
Guðrún. „Við erum mjög vel vak-
andi fyrir óboðnum gestum af öllu
tagi, hvort sem þeir sækja í húsið
okkar eða reyna að komast ókeypis
inn á alnetið," segir Guðrún. „Við
gerum að sjálfsögðu þær varúðar-
ráðstafanir sem nauðsynlegar eru
til að gæta öryggis þeirra sem hjá
okkur starfa og þeirra sem til okkar
leita og við berum ábyrgð á upplýs-
ingum um,“ segir Guðrún.
Morgunblaðið/RAX
Kröfu SH vegna kaupa
IS á Gelmer hafnað
Fleiri at-
vinnuleyfí til
útlendinga
ÚTLIT er fyrir að gefin verði út
fleiri atvinnuleyfi til útlendinga á
þessu ári en undanfarin ár. Búið er
að gefa út 1.240 leyfi það sem af er
árinu. Allt ái-ið í fyrra voru gefin út
1.560 atvinnuleyfi og 1.206 leyfi árið
1996.1 ágústmánuði sl. voru gefin út
156 atvinnuleyfi fyrir útlendinga, þar
af 135 ný leyfi. Pað sem af er árinu
hafa verið gefin út 808 ný atvinnu-
leyfí, en í fyrra voru gefin út 875 ný
atvinnuleyfi allt árið.
■ Minnsta atvinnuleysi/4
---------------
Þriðjungur
aflamarks í
þorski fluttur
FLUTNINGUR á varanlegu afla-
marki á milli fiskiskipa var mun
meiri í lok síðasta fiskveiðiárs en
fiskveiðiárin á undan. Um síðustu
fiskveiðiáramót hafði þannig verið
tilkynnt um flutning á 31,3% af afla;
marki þorsks á síðasta fiskveiðiári. I
lok fiskveiðiársins 1996/7 vai- hlut-
fallið aðeins um þriðjungur af þessu
eða um 11,8%.
Skýringar á þessum aukna flutn-
ingi má rekja til tilkomu Kvótaþings
sem hóf starfsemi í upphafi fiskveiði-
ársins. Þá hefur lögum um veiði-
skyldu fiskiskipa einnig verið breytt
og er þeim nú skylt að veiða 50%
aflamarks síns á hvei'ju ári. Því var
mikið um tilfærslur innan útgerð-
anna og að útgerðir færðu aflamark
til viðskiptamanna sinna.
■ Þrefalt meira/Dl
VERZLUNARDÓMUR Parísar hafnaði í gær
kröfum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á hend-
ur íslenzkum sjávarafurðum og fyrri eigendum
Gelmer-verksmiðjanna í Frakklandi um riftun
kaupa ÍS á franska fyrirtækinu og fébótum vegna
þess máls. Forsendur niðurstöðu dómsins voru í
meginatriðum þær að enginn skriflegur samningur
við SH hefði legið fyrir og að hvorki aðaleigandinn
- - fyirverandi né IS hefðu gerzt brotlegir við lög.
íslenzku fyrirtækin kepptu um kaupin á Gelmer
síðastliðið haust og varð niðurstaðan sú, að ÍS
keypti. Málsókn SH byggðist á því að ÍS hefði með
ólögmætum hætti komið að kaupunum og að um
samningsbrot franska fyi-irtækisins hefði verið að
ræða, þar sem viðræður SH og eigenda Gelmers
hefðu enn staðið yfir.
„Málinu er ekki lokið, við munum áfiýja,“ segir
^^Magnús Scheving Thorsteinsson, framkvæmda-
stjóri Icelandic France, dótturfyrirtækis SH í
París. „Þetta var fyrsta dómstig, raunar með kjöm-
um, en ólöglærðum dómendum. Nýleg fordæmi era
í Frakklandi fyrir annars konar niðurstöðu í líkum
málum. Við teljum okkur standa vel að vígi.“
Þórður Gunnarsson, lögfræðingur ÍS, segir að
meginkrafa ÍS um sýknu hafi verið samþykkt.
Ennfremur hafi hann þær upplýsingar frá frönsk-
um lögmanni fyrirtækisins, að rétturinn hafi í ein-
hverjum mæli orðið við kröfum IS og fyrri eigenda
Gelmer um skaðabótakröfur vegna málsóknar SH.
„Niðurstaðan nú er sú, að öllum kröfum SH er
hafnað og hugsanlegt að hinum stefndu verði
greiddar bætur. Við erum með fullt hús stiga og
dómurinn hafnar því að öllu leyti að óheiðarleiki
eða ólögmætt framferði hafi átt sér stað við kaup
IS á Gelmer,“ segir Þórður.
Höskuldur Asgeirsson, forstjóri Iceland Sea-
food, dótturfyrirtækis ÍS í Boulogne, segir niður-
stöðu dómstólsins undirstrika afstöðu fyrirtækis-
ins: „SH tapaði þessu máli, enginn löglegur samn-
ingur milli SH og Gelmer hafði verið gerður og ÍS
beitti eðlilegum viðskiptaháttum við kaupin á
Gelmer. Við höfum fengið upplýsingar um að
varnaraðilum hafi verið dæmdar bætur.“
Einn lögfræðinga SH, Sérge Wilinski, segii'
hins vegar að bótakröfum allra málsaðila hafi ver-
ið hafnað; bæði SH og ÍS og fyrri eiganda Gelmer.
SH krafðist skaðabóta, á annað hundrað milljóna
króna, að sögn lögfræðingsins, frá fyrri eigendum
Gelmer og ÍS vegna meints samningsrofs við sölu
fyrirtækisins í október í fyiTa. Núverandi og fyra-
verandi eigendur Gelmer gerðu gagnkröfur; ÍS
vegna ímyndar fyrii-tækisins og Francois Lanoy,
fyrrverandi aðaleigandi fyrirtækisins, vegna
þeiira óþæginda, sem málaferlin hefðu valdið.