Morgunblaðið - 07.11.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 07.11.1998, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GJÖRIÐ svo vel að hoppa um borð, kæru kjósendur. Tímabundið skólahald á Korpúlfsstöðum Helstu baráttumál E3 næsta kjörtímabil □ verða: 0 Bætt kjör aldraðra Fjöfskylduvænt samfélag Öfiugar vímuefnavarnir og fjölbreytt meðferðarúrræði Auknar fjárfestingar í rannsóknum, þróun og nýsköpun Frjáis samkeppni í raforkumálum Fjölbreytni í heílbrígðísþjónustu Aukin nýtíng jarðhita og háhitasvæða Öflug ménntastefna, aukin fjölbreytni í menntamálum ..látum reynsluna ráða! KOSNINGASKRIFSTOFUR: Kópavogur Reykjanesbær Hamraborg 20a Hafnargata 54 Slmi 564-4770 Síml 421-7155 PRÓFKjöR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINSI REYKJANESKJÖRDÆMI I4.NÓV. 1998 NETFANG: ara«althingi.R, HEIMASIÐA: r.;tp://v/v/'//.althmgi.is/-ara/ BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í fyrrakvöld að vesturálma Korpúlfsstaða verði tekin til tímabundinna nota fyrir grunnskóla í Staða- og Víkurhverfi. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu þessa ætlan og segja húsið ekki henta, vera illa staðsett og hætt við að þessi bráðabirgðaráð- stöfun gæti orðið varanleg. Málið var rætt í borgarráði síðast- liðinn þriðjudag og gerir hugmynd Reykjavíkurlistans ráð fyrir að fela byggingadeild borgarverkfræðings og byggingarnefnd skóla og leik- skóla að vinna að hönnun vesturálm- unnar með notkun fyrir grunnskóla í huga. Þá er menningarmálanefnd falið, í samvinnu við Miðgarð, bygg- ingadeild borgarverkfræðings og byggingalistadeild Kjarvalsstaða, að skoða hvernig Korpúlfsstaðir verði best nýttir í framtíðinni. Guðrún Pétursdóttii’, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, lagði á borgarstjómarfundinum fram tillögu um að fela borgarráði að skipa nefnd til að kanna möguleika á samstarfí við einkaaðila, þar með talin félaga- samtök, um nýtingu og rekstur Korpúlfsstaða með það í huga að húsið verði gert upp og nýtt sem fjöl- breytt menningar- og félagsmiðstöð til hagsbóta fyrir Reykvíkinga alla. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins var felld. ARNI RAGNAR ÁRNASON alþingismaður Félag landslagsarkitekta 20 ára Afmælissýning' og gönguleið FÉLAG landslags- arkitekta opnar glæsilega sýningu í tilefni af 20 ára afmæli fé- lagsins í Ráðhúsi Reykja- víkur kl. 16 í dag. Sýningin er öllum opin og stendur yfir til 18. nóvember nk. Reynir Vilhjálmsson, formaður félagsins, segir að félagið hafi verið stofnað af fimm landslagsarkitekt- um í febrúar árið 1978. „Fimm stofnfélagar gegndu allir virðingarstöðu í félaginu. Ég var stjómar- formaður og meðstjóm- endur Auður Sveinsdóttir og Einar Sæmundsen. Endurskoðendur vora Reynir Helgason og Jón H. Bjömsson. Jón H. Björnsson var fyrstur ► Reynir Vilhjálmsson er fædd- Reynir Vilhjálmsson til að stunda landslagsarki- tektúr hér á landi uppúr 1953. Ég hóf minn feril undir handar- jaðri hans eftir að hafa lokið námi í garðyrkjuskólanum. Hugurinn leitaði út í heim og eftir að hafa lokið námi í frá Arkitektaskólanum í Kaup- mannahöfn kom ég formlega til starfa árið 1963. Meginmarkmið félagsins er að stuðla að þróun landslags- og garðbyggingalistar, vinna að skynsamlegri þróun byggðar og landnotkunar, tryggja varð- veislu náttúra- og menningar- verðmæta og síðast en ekki síst að gæta hagsmuna félagsmanna. Okkur hefur tekist ágætlega að vinna að því að efla samvinnu og félagsanda í félaginu. Fundar- sókn er mjög góð miðað við önn- ur félög. Við eram sjaldnar færri en 20 og oft uppundir 30 á fræðslufundum í 40 manna fé- lagi.“ - Hvað verður til sýnis á af- mælissýningunni í Ráðhúsinu? „A sýningunni verða sýnis- horn af verkum íslenskra lands- lagsarkitekta frá því að Jón H. Björnsson kom til starfa fyrir tæpum fimmtíu áram. Verkum á sýningunni er skipt eftir tímabil- um. Jón H. Björnssson á öll verkin á tímabilinu 1950 til 1960. Ég á sjálfur verkin á tímabilinu frá 1960 til 1970. Stofnfélagarnir fimm eiga flest verkanna á ára- bilinu 1970 til 1980. Aðrir bætast við þegar nær dregur í tíma enda eru félagsmenn orðnir um fjörutíu talsins núna. Því miður er ekki nægilegt pláss til að koma öllum að á sýningarspjöld- um en flestir eiga verk á skyggnumyndasýningu félags- ins. A sýningunni verður hægt að nálgast bæklinga með upplýs- ingum um skemmtilega göngu- leið í miðbænum. A gönguleið- inni er reynt að þræða nokkra áhugaverða garða og útivistar- svæði í elsta hluta borgarinnar. Ég get nefnt að komið er við í Alþingisgarðinum, fyrsta skipulagða garðinum í borginni, ......... og Hallargarðinum, einum af fyrstu görðunum skipulögðum af landslagsarki- tekti. Jón H. Björnsson skipu- lagði garðinn um 1953 til 1954.“ - Hefur ungt fólk áhuga á að leggja stund á landslagsarki- tektúr? „Landslagsarkitektúr er ört vaxandi grein í þjóðfélaginu í dag. Hægt er að segja að fram- kvöðlarnir hafi komið að nánast Fimm stofnfé- lagar gegndu allir virðing- arstöðu ur 7. ágúst árið 1934 í Reykja- vík. Reynir útskrifaðist úr Garðyrkjuskóla ríkisins árið 1953. Að því loknu hélt Reynir til náms í Danmörku. Hann stundaði nám við almcnnan garðyrkjuskóla, vann á teikni- stofu og lagði stund á nám í landslagsarkitektúr við Arki- tektaskólann í Kaupmanna- höfn. Þaðan útskrifaðist hann árið 1961 og kom til starfa á Is- landi árið 1963. Hann hefur ávallt rekið eigin stofu og síðan 1989 í samvinnu við Þráin Hauksson. Stofan liefur unnið að ýmsum verkefnum fyrir ríki og einkaaðila. Af verkefnum Reynis má nefna skipulagningu sumarhúsabyggðar í Munaðar- nesi fyrir BSRB, heildarskipu- lag Laugardalsins og Mikla- túnsins í Reykjavík. Eiginkona Reynis er Svan- fríður Gunnlaugsdóttir og eiga þau 3 börn. óplægðum akri fyrir um 20 áram. Tiltrú á gróðri var lítil. Ræktun var hafin en ekki samfelld og lítið var farið að huga að skipulagi. Með tilkomu landslagsarkitekta var farið að nota gróður og skipu- lag umhverfis með markvissum hætti. Nú þarf vart að kvarta yfir áhugaleysi og talsverður fjöldi nemenda er við nám í landslags- arkitektúr víða um heim. Við svöram alltaf talsverðum fjölda fyrirspuma um nám og náms- framboð. Meira að segja hefur verið talað um að áhuginn fyrir náminu sé meiri heldur en nám í arkitektúr.“ - Er nóg aðgera í faginu? „Landslagsarkitektar starfa á víðu sviði. Margir starfa á stóram stofnunum á borð við Skipulag ríkisins, Borgarskipulag og hjá stærri bæjarfélögum. Þar fyrir utan era starfræktar einkastofur og starfa á bilinu 5 til 6 lands- lagsarkitektar á stærstu stofun- um. Landslagsarkitektar starfa vítt um landið. Ég get nefnt að landslagsarki- tektar era starfandi í nágrannasveitarfélög- um Reykjavíkur, á Akureyri, Selfossi og Borgarfirði." einkaaðilar mikið til - Leita landslagsarkitekta ? „Einkaaðilar leita talsvert til landslagsarkitekta í tengslum við skipulagningu á görðum. Yngra fólk á minni stofum hefur mefra sinnt því enda hafa stærri stof- umar verið uppteknar við stærri verkefni," sagði Reynir og hvatti almenning til að koma við á sýn- ingunni í Ráðhúsinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.