Morgunblaðið - 07.11.1998, Side 12
12 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Undirbúningur á kaupum á holsjárómtæki til rannsókna á sjúkdómum í meltingarvegi
Getur flýtt
greiningii og
sparað aðrar
rannsóknir
Nýr búnaður sem notaður er með speglun-
artækjum getur gefíð læknum fljótar en
áður öruggari niðurstöður rannsókna á
sjúkdómum í meltingarvegi. Jóhannes
Tómasson fræddist um tækið sem er óm-
skoðunarbúnaður og kostar á bilinu 15 til
17 milljónir króna. Eitt slíkt tæki getur
annað kringum 750 þúsund íbúum.
^ Morgunblaðið/Kristinn
ASGEIR Theodórs læknir (t.h.) og Árni Ragnar Árnason alþingismað-
ur hafa að undanfðrnu kynnt víða þýðingu þess að taka í notkun hér-
lendis holsjárómtæki til rannsókna á sjúkdómum í meltingarvegi.
ÞESSAR tvær myndasyrpur sýna mismunandi myndir sem fengnar
eru með magaspeglun (vinstra megin) og með ómun. Á neðri myndinni
er fyrirferð í vélinda og sýnir ómsjármyndin að þar er einungis um
góðkynja blöðrumyndun að ræða þar sem dýpri lög veggjarins eru
órofin. Á þeirri efri er fyrirferð í vélinda sem vaxið hefur niður í dýpri
lög veggjarins.
UNDIRBÚNINGUR á kaupum á
nýju lækningatæki til rannsókna á
sjúkdómum í meltingarvegi er nú
vel á veg kominn og er það svonefnt
holsjárómskoðunartæki. Eru tvær
rannsóknaraðferðir, þ.e. speglun og
ómun, sameinaðar í einu tæki sem
gerir læknum mögulegt að greina
betur strax við sjálfa speglunina
umfang og eðli grunsamlegra fyrir-
ferða, sem geta verið bólgur, sár
eða óeðlilegur vöxtur í eitli, vélinda,
maga, ristli og endaþarmi eða ann-
ars staðar í meltingarveginum.
„Með tækinu er unnt að fá ör-
uggari greiningu sjúkdóma í melt-
ingarvegi, til dæmis illkynja sjúk-
dóma og fá frekari vissu um hvað
sé þar á ferðinni," segir Ásgeir
Theodórs, yfirlæknir á St. Jósefs-
spítala í Hafnarfirði, í samtali við
Morgunblaðið en hann starfar
einnig sem sérfræðingur á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur. Hann og Arni
Ragnar Arnason alþingismaður
hafa kynnt þessa tækni síðustu
misserin innan heilbrigðiskerfisins
og meðal stéttarfélaga og fjár-
mögnunarfyrirtækja. Hafa þeir átt
fjölda funda með þessum aðilum en
áhugi Árna á málinu kviknaði í
framhaldi af veikindum hans fyrir
fáum árum sem hann fékk fulla
lækningu við fyrir nærfellt tveimur
árum með aðstoð Ásgeirs og fleiri
lækna. En nánar um gagnsemi
tækisins:
Tvenns konar rannsókn
með einu tæki
„í vissum tilvikum er hægt að
spara sjúklingi óþægindi af öðrum
rannsóknum, sem oft þurfa að
fylgja í kjölfar speglunar á melt-
ingarvegi, og erfiða bið eftir niður-
stöðum sýnarannsókna. Þetta get-
ur einnig þýtt nokkurn sparnað í
heilbrigðiskerfinu," segir Ásgeir
ennfremur. Með speglun geta
læknar skoðað slímhúð meltingar-
vegar, hvort sem um er að ræða
vélinda, maga, skeifugörn, ristil
eða endaþarm en þá er grannri
slöngu rennt inn í meltingarveg.
Geta læknar þannig skoðað við-
komandi svæði og kannað hvort
bólgur, sár eða æxli eru fyrir hendi
og hefur þessi rannsóknaraðferð
verið mikið notuð síðustu tvo til
þrjá áratugina. Einnig er hægt að
taka sýni til meinafræðirannsóknar
með sérstakri sýnatöng. Nýja tæk-
ið gefur nú möguleika á að óm-
skoða til dæmis grunsamleg svæði
en með ómun er notuð hljóðbylgju-
tækni sem breytt er í mynd sem
læknar skoða á skjá.
Með ómskoðunartækninni geta
læknar séð mun betur og af meira
öruggi hvers kyns fyrirferð er á
ferðinni, hvort einungis er um að
ræða bólgur eða góðkynja fyrirferð
sem ekki þarf að hafa áhyggjur af
eða hvort um er að ræða illkynja
vöxt í líffærinu eða nærliggjandi líf-
færi, til dæmis briskirtli. Með þessu
nýja tæki er síðan mögulegt að
meta hversu langt æxlið er vaxið
inn í vegg líffærisins, hvort komin
er útbreiðsla í nærliggjandi eitla
eða hvort um ífarandi vöxt sé að
ræða í önnur líffæri. Ásgeir segir að
þessi aðferð hafi verið við lýði síð-
ustu 10 til 12 árin en hann kynnti
sér hana í Bandaríkjunum fyrir
nokkrum árum.
Árni Ragnar Árnason segir að
tækjabúnaðurinn sé dýr, kosti á bil-
inu 15 til 17 milljónir og hugmyndin
sé að hingað til lands verði keypt
eitt tæki enda geti það annað meira
en tvöfaldri íbúatölu íslands.
Nefndu þeir Ásgeir til samanburðar
að aðeins fjögur tæki væru í notkun
í Noregi. Ami segir fulltrúa verka-
lýðsfélaga og fjármögnunarfyrir-
tækja hafa tekið vel í að leggja fram
nokkurt fé og sé stefnt að því að
afla þriðjungs kaupverðs með
frjálsum framlögum. Hafa þeir rætt
við yfir 50 aðila í þessu skyni.
Verkefnið er sameiginlegt verk-
efni meltingarsjúkdómadeildar St.
Jósefsspítala í Hafnai’firði og
Sjúkrahúss Reykjavíkur en mjög
mikil samvinna hefur verið milli
þessara stofnana á sviði meltingar-
sjúkdóma. Hugmyndin er að tækja-
búnaðurinn verði aðallega á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur en mögulegt verð-
ur að fara með tækin á önnur
sjúkrahús, t.d. til Akureyrar og
gera rannsóknir þar enda áætlað að
sinna vel þörfinni fyrir þessar sér-
hæfðu rannsóknir hér á landi. Segir
Ásgeir að bestur árangur fengist
væntanlega með því að eitt teymi
lækna og aðstoðarfólks annaðist all-
ar rannsóknirnar og mætti mynda
teymi með sérfræðingum á sjúkra-
húsunum. Sama fólkið þyi-fti að
nota þennan búnað nokkrum sinn-
um í viku til að öðlast næga reynslu
og leikni við rannsóknir og með-
höndlun sjúklinganna. Þetta skiptir
meginmáli að sögn Ásgeirs þar sem
rannsóknimar geta verið vanda-
samar og góð kunnátta þarf að vera
fyrir hendi við úrlestur á niðurstöð-
um.
Nýtist einnig í forvarnir
Þá segja þeir tvímenningar að
tækjabúnaðurinn geti nýst í for-
varnaskyni og segja það ekki þýð-
ingarminnstu notin. „I öllum
krabbameinslækningum skiptir
höfuðmáli að greina krabbameinin
sem fyrst, helst á forstigi og það er
oft unnt með holsjárómun,“ segir
Ásgeir. „Krabbamein í meltingar-
vegi eru yfirleitt erfið, koma helst
fram hjá fólki sem komið er yfir
miðjan aldur en rúmlega 60%
þeirra sem greinast hafa langt
genginn sjúkdóm. Ef við getum
fundið sjúkdóminn fyrr hjá hluta
þessa hóps myndi það forða mörg-
um frá erfiðri meðferð. Stundum
hefur þurft að skera fólk upp til að
kanna hvort æxli er skurðtækt og á
það einkum við um gamalt fólk og
ætti þessi aðferð að geta fækkað
slíkum könnunarskurðaðgerðum.
Með þessari nýju tækni er nú
mögulegt að ákveða með meiri ná-
kvæmni en áður ífarandi vöxt ill-
kynja meina í vegg meltingarvegar
og útbreiðslu þeirra í eitla eða nær-
liggjandi líffæri. Slíkar upplýsingar
er nauðsynlegt að hafa við upphaf
meðferðar í baráttunni við þessa
erfiðu sjúkdóma," segir Ásgeir að
lokum.
Hörð gagnrýni á mæt-
ingu borgarfulltrúa
FORMAÐUR Fræðsluráðs Reykja-
víkur, Sigrún Magnúsdóttir, gagn-
rýndi Eyþór Arnalds harðlega, ann-
an fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í
Fræðsluráði, fyrir að hafa aðeins
sótt fimm af tíu fundum Fræðsluráðs
að undanförnu.
Þetta kom fram í ræðu Sigrúnar í
borgarstjóm á fimmtudag. Sigrún
sagði andstöðu sjálfstæðismanna við
þessa hugmynd byggjast á vanþekk-
ingu. Hún gerði mætingu Eyþórs
Arnalds að umtalsefni og sagði hann
aðeins hafa mætt á fimm fundi af tíu
sem verið hefðu frá því í sumar. Hún
vitnaði í sveitarstjómarlög þar sem
segir að sveitarstjómarmenn skuli
sækja alla fundi sveitarstjómar og
fundi í þeim nefndum og ráðum sem
þeir em kjömir til setu í, nema þeg-
ar lögleg forfóll hámli.
Kvaðst Sigrún ekki kunna að meta
fólk sem talaði hátt en sinnti ekki
störfum sínum. Hún sagðist hafa horft
með velþóknun til þeirra fulltrúa sem
Sjálfstæðisflokkurinn valdi til setu í
Fræðsluráði. Þetta væri hæfileikafólk
og hún hefði talið að kraftar þess
myndu nýtast. Þeir nýttust hins vegar
ekki nema þeir sinntu starfinu og sér
fyndist Eyþór ekki hafa gert það. Hún
tók fram að þetta ætti ekki við um
Guðrúnu Pétursdóttur, hinn fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í ráðinu.
Kjartan Magnússon, Guðlaugur
Þór Þórðarson og Inga Jóna Þórðar-
dóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins, sögðu Sigrúnu hafa ráðist
ómaklega á fjarstaddan borgarfull-
trúa. Sagði Kjartan að störf borgar-
fulltrúa væru ekki hafín yfir gagn-
rýni, en ekki væri sæmandi að gagn-
rýna þá þegar þeir gætu ekki borið
hönd fyrir höfuð sér.
Fjarvera borgarstjóra gagnrýnd
Þá gagnrýndi Guðlaugur Þór litla
mætingu Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur borgarstjóra á fundi
hafnarstjórnar sem hann sagði hana
þó þiggja laun fyrir en greiddar
væra tæplega 370 þúsund krónur ár-
lega fyrir setu í hafnarstjórn. Sagði
hann hana aðeins hafa mætt á sex
fundi frá 1995 og fram á þetta ár og
samtals væra greiðslur til hennar
fyrir setu í hafnarstjórn nærri 1,5
milljónir króna á þessum tíma.
Árni Þór Sigurðsson, formaður
hafnarstjórnar, benti á að vinna
vegna starfa í hafnarstjórn færi ekki
síður fram utan funda en á fundun-
um sjálfum. Hann sagði borgarstjóra
hafa sinnt starfi sínu í hafnarstjórn
af stakri eljusemi þótt hún hefði ekki
setið alla fundi. Hann sagði borgar-
stjóra þurfa að sinna öllum mála-
flokkum umfram aðra borgarfulltrúa
og launagreiðslur fyrir setu í hafnar-
stjórn væru ekki síst fyrir þá miklu
vinnu sem borgarstjóri ynni utan
fundanna. Hann benti einnig á þá
sérstöðu hafnarstjórnar að hún
heyrði beint undir borgarstjórn en
ekki borgarráð eins og aðrar nefndir
og ætlast væri til þess að borgar-
stjóri væri vel heima í málum hafn-
arinnar.
Visa áfrýjar
VISA ÍSLAND hefur áfrýjað úr-
skurði héraðsdóms í máli fyrirtæk-
isins gegn Samkeppnisyfirvöldum
til Hæstaréttar, sem varðar bann
samkeppnisráðs á grein í viðskipta-
skilmálum söluaðila um eitt al-
mennt verð á vöra og þjónustu sem
kaupmanni er síðan í sjálfsvald sett
að veita afslátt frá.
Samkeppnisráð hefur í fram-
haldi af málinu gefið út nýjar regl-
ur um verðmerkingar þar sem
söluaðilum er gert að auglýsa við
búðardyr ef um kostnaðarálag
vegna kreditkortaviðskipta er að
ræða.
Áfrýjunai-stefna var birt 3. nóv-
ember sl. og hefur verið fallist á að
málið fái flýtimeðferð fyrir Hæsta-
rétti. Lokaniðurstöðu í málinu er
því vænta öðru hvoru megin við
áramótin. Það er Árni Vilhjálms-
son, hrl., sem fer með málið fyrir
hönd Visa íslands.
Forstjóri Landmælinga
Magnús Guðmunds-
son skipaður
MAGNÚS Guðmundsson, land-
fræðingur, hefur verið skipaður
forstjóri Landmælinga Islands frá
og með 1. janúar 1999 að telja til
næstu fimm ára af Guðmundi
Bjarnasyni, umhverfisráðherra.
Magnús lauk námi í landafræði
við Háskóla íslands árið 1983 og
hóf það ár starf hjá Landmæling-
um Islands, þar sem hann hefur
meðal annars unnið sem deildar-
stjóri fjarkönnunardeildar og for-
stöðumaður framleiðslusviðs.
Magnús er kvæntur Jóhönnu Guð-
jónsdóttur fóstru og eiga þau þrjú
börn.