Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Básafell með 39 milljóna króna hagnað á síðasta rekstrarári
Samrunaáætlun við
Sjóklæðagerðin
eykur umsvif
sín í Kanada
og Bræðraverk
Básafeir^
<5^ Úr ársreikningum Tímabilið 1/9 1997 - 31/81998 1/9 '97 ■31/8 <L> 1/1-31/8 <0-
Rekstrarreikningur Mmjónir króna 1998 1997
Rekstrartekjur Rekstrargjöld 2.760 2.444 1.297 1.291
Hagnaður fyrir afskriftir og fjárm.kostn. Afskriftir Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur 316 (360) (254) 6 (204) (168)
Tap af reglulegri starfsemi Aðrartekjur umfram gjöld (298) 337 (366) 478
Hagnaður tímabilsins 39 112
Efnahagsreikningur Miiijónir króna 31/8 '98 31/12 '97 Breyting
Fastafjármunir 5.754 5.297 +8,6%
Veltuf jármunir 1.292 933 +38,5%
Eignir samtals 7.046 6.230 +13,1%
Eigið fé 1.560 1.638 ■4,8%
Langtímaskuldir 3.642 3.766 ■3,3%
Skammtímaskuldir 1.844 826 +123,2%
Skuldir og eigið fé samtals 7.046 6.230 +13,1%
Sjóðstreymi og kennitölur 1998 1997
Veltufé (til) rekstrar Milljónir króna (37) (183)
Eiginfjárhlutfall 22% 26%
Freyju
S JÁVARÚTVE GSF YRIRTÆ KIÐ
Básafell hf. á ísafirði skilaði 39 millj-
óna króna hagnaði af rekstri á
síðasta rekstrarári, 1. september
1997 til 31. ágúst 1998, og var
hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
magnskostnað 316 milljónir króna. Á
síðasta ári breytti Básafell uppgjörs-
tímabili sínu og eru samanburðartöl-
ur því aðeins fyrir átta mánuði, eða
tímabilið 1. janúar til 31. ágúst 1997.
Rekstrartekjur Básafells voru 2.760
milljónir en rekstrargjöld námu
2.444 milljónum. Afskriftir voru 360
milljónir og fjármagr skostnaður 254
milljónir. Tap af reglulegri starfsemi
var því 298 milljónir króna. Óreglu-
legar tekjur umfram gjöld námu 337
milljónum og varð því 39 milljóna
króna hagnaður af rekstri eins og að
framan greinir.
Eigið fé nam 1.560 milljónum í lok
ágúst 1998 og á sama tíma voru
heildarskuldir félagsins 5.486 milij-
ónir.
Samdráttur í rækjuveiðum
í fréttatilkynningu kemur fram að
afkoma Básafells er lakari en gert
var ráð fyrir 1 fjárhagsáætlun og
fyrst og fremst megi rekja það til
samdráttar í rækjuveiðum á síðari
hluta rekstrartímabilsins en rúm-
lega helmingur tekna Básafells felst
í rækjuveiðum og rækjuvinnslu.
„Hlutfall stórrar rækju var einnig
lægra en áður hefur sést hér við
land en fyrir hana fæst hæsta af-
urðaverðið. Með minna framboði af
rækju hér við land hækkaði hráefn-
isverðið til vinnslunnar. Verð fyrir
rækjuafurðir stóð hins vegar í stað á
síðari hluta rekstrartímabilsins
vegna aukins framboðs af kald-
sjávarrækju frá öðrum hafsvæðum.
Rækjuveiðar hafa gengið mjög
illa hér við land að undanförnu og er
verið að skoða möguleika á rækju-
veiðum á fjarlægari miðum. Ef held-
ur fram sem horfír þá veiðist ekki
nema helmingur úthlutaðs afla-
marks hér við land og munu þá tekj-
ur Básafells dragast enn frekar
saman. Básafell á rækjukvóta á
Flæmingjagrunni sem að öllum
líkindum verður aukinn á næsta ári
en kvótanum er úthlutað miðað við
almanaksárið. Ráðgert er að fara í
Smuguna til rækjuveiða á næsta ári
og verða aðrar mögulegar rækju-
veiðar utan landhelgi einnig kannað-
ar. Frystitogarinn Skutull ÍS, sem
verið hefur á rækjuveiðum hér við
land, verður lengdur, olíurými
stækkað og togkraftur aukinn til að
búa togarann betur undir veiðar á
fjarlægari miðum. Gert er ráð fyrir
að Skutull fari í breytingar í desem-
ber og gætu þær tekið fjóra mánuði.
Verkið var boðið út og standa nú yf-
ir samningaviðræður við skipa-
smíðastöðvar um verkið," segir í
fréttatilkynningu.
Samrunaáætlun lögð
fyrir aðalfund
Vænst er til að afurðaverð bolfisks
haldist áfram hátt og aflabrögð góð.
I ljósi þessa hefur stjómin skrifað
undir samrunaáætlun við Fiskiðjuna
Freyju hf. og Bræðraverk ehf. á
Suðureyri, og verður hún lögð fram
til samþykktar á aðalfundi Básafells
2. desember nk.
„Samruni félaganna er liður í því
að nýta hráefni til bolfiskvinnslu enn
betur en gert er í dag,“ að því er
fram kemur í fréttatilkynningunni.
SJÓKLÆÐAGERÐIN hefur gengið
frá samningi við kanadíska íyrir-
tækið Vemon D’eon um aukna dreif-
ingu og sölu á sjófatnaði á austur-
strönd landsins. Vernon D’eon, sem
hefur um nokkurra ára skeið séð um
umboðssölu fyrir hönd Sjóklæða-
gerðarinnar í Nova Scotia, mun í
framtíðinni efla bæði birgðahald og
dreifingu á íslensku vörunum.
Að sögn Magnúsar Böðvars
Eyþórssonar, framkvæmdastjóra
markaðssviðs félagsins, mun
markaðssvæðið í Kanada í raun tvö-
faldast með tilkomu samningsins
sem undirritaður var í kjölfar ferðar
íslensku viðskiptasendinefndarinnar
til Halifax í vikunni. Fyrirtækið hef-
ur fram til þessa eingöngu selt vörur
í fjóram verslunum í Nova Scotia en
eftir undirritun samningsins verður
þeim fjölgað í 6 og síðar í 10: „Við
munum ekki bara færa út kvíarnar í
Nova Scotia, heldur verður einnig
farið af stað á Nýfundnalandi, Prince
Edward-fylkinu og jafnvel víðar.
Einnig ætlar Vernon D’eon líka að
leggja til 5 flutningabifreiðar sem
koma til með að sinna dreifingu og
OPIN kerfi hf. hefur tilkynnt um út-
boð á nýju hlutafé í félaginu að upp-
hæð 4 milijónir króna að nafnvirði. í
fréttatilkynningu frá félaginu kemur
fram að útboðsgengi sé 55,5 til for-
kaupsréttarhafa en 57,0 í almennri
sölu.
Hlutabréf Opinna kerfa hf. að
nafnvirði 38 m. kr. eru þegar skráð á
Aðallista Verðbréfaþings Islands en
tilgangur útboðsins er að afla fjár
vegna fjárfestinga í öðrum félögum
og Qölga hluthöfum til að uppfylla
skilyrði Verðbréfaþings Islands um
skráningu Opinna kerfa hf. á Aðall-
ista Verðbréfaþings, segir í tilkynn-
ingunni.
smásölu á skjólfatnaði fyrir sjómenn
í minni sjávarútvegsplássum beint
úr bílnum. Með þessu móti náum við
til mun fleiri viðskiptavina en ella því
bílarnir verða á stöðugum söluferð-
um um austurströnd Kanada.“
25% veltuaukning á síðasta ári
I dag nemur útflutningur um 10%
af heildarveltu Sjóklæðagerðarinnar.
Félagið hefur átt í samvinnu við
Vernon D’eon í Nova Scotia síðast-
liðin átta ár. Magnús segist ánægður
með samstarfið og bendir á að í fyrra
hafi veltan af umsvifum fyrirtækis-
ins í Kanada aukist um 25% og ljóst
að sá vöxtur haldi áfram. Magnús
segir samninginn fela í sér talsvert
auknar skuldbindingar fyrir kana-
díska samstarfsaðilann í tengslum
við birgðahald og dreifingu: „Við
munum koma til móts við þá með
lægra vöruverði auk þess að taka
þátt í kostnaði við auglýsingaherferð
á svæðinu. í því felst samvinna við
útgáfu á nýjum kynningarbæklingi
um skjólfatnaðinn sem gefinn verður
út í stóru upplagi og dreift á væntan-
legu markaðssvæði."
Forkaupsréttartímabil útboðsins
er 11. nóvember 1998 til 13. nóvem-
ber 1998 en almennt sölutímabil er
16. nóvember 1998 til 20. nóvember
1998.
Nokkrfr stærstu hluthafar Opinna
kerfa hf. hafa framselt forkaupsrétt
sinn til Búnaðarbankans Verðbréfa
sem mun annast sölu á þeim hluta til
almennings.
Umsjón með útboðinu hefur
Búnaðarbankinn Verðbréf.
Skráningar félagsins á Verðbréfa-
þing Islands má vænta í byrjun des-
ember, enda uppfylli félagið þá öll
skilyrði um skráningu.
Opin kerfi hf. bjóða
út nýtt hlutafé
íslenskir fjármálasérfræðingar um aðgerðir ráðamanna sjö helstu iðnríkja heims, G-7 hópsins
Hn fa sennilega
jákvæð áhrif til
skamms tíma
RÁÐAMENN sjö helstu iðnríkja
heims, hinn svonefndi G-7-hópur,
kynntu í síðustu viku áætlun, sem
ætlað er að hindra frekari efnahags-
samdrátt en margir óttast jafnvel að
hann geti leitt til allsherjar
heimskreppu. Við þessi tíðindi
glæddust kauphallarviðskipti og
margir erlendir verðbréfamiðlarar
og aðrir kaupsýslumenn vörpuðu
öndinni léttar.
Meginatriði áætlunarinnar er að
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) er
falið það hlutverk að sinna neyð-
aráætlunum til landa, sem virðast
stefna í að verða neyðartilfelli. Ætl-
unin er að koma hagkerfum, sem
lenda í erfiðleikum, fyrr til hjálpar
en áður í því skyni að afstýra hruni
og hindra keðjuverkandi áhrif í stað
þess að bregðast við eftir á. í þess-
um tilgangi munu G-7-ríkin leggja
fram 90 milijarða Bandaríkjadollara
(6.300 milljarða króna) til viðbótar í
neyðarlánasjóð IMF.
Þá hafa einstök aðildarríki IMF
skuldbundið sig til að grípa til marg-
víslegra aðgerða í því skyni að auka
stöðugleika og tryggja stöðugan vöxt
með því að halda verðbólgu í hag-
kerfinu niðri.
Tvíþættur vandi
Gunnar Helgi Hálfdánarson,
framkvæmdastjóri Landsbréfa, seg-
ir að vandinn, sem G-7-hópurinn
fæst við, sé tvíþættur. Annars vegar
sé um að ræða sértæk vandamál í
þróunarlöndunum og upprennandi
mörkuðum þar sem skipulag fjár-
málamarkaða sé enn vanþróað og
skuldasöfnun hefur verið gífurleg.
„Alþjóðlegir bankar og sjóðir hafa
lánað gríðarlega til margra upprenn-
andi markaða á síðustu árum.
Þannig voru alþjóðlegir bankar t.d.
með 175 milljarða dollara bundna í
skammtímalánum í fimm Asíulönd-
um um mitt síðastliðið ár, þ.e Indó-
nesíu, Suður-Kóreu, Malasíu, Fil-
ippseyjum og Taílandi. Þetta var um
tvöföld fjárhæð gjaldeyrisforða þess-
ara landa á þeim tíma, auk þess sem
þjóðhagslegur sparnaður í þessum
löndum er lítill. Þegar þessi Ián
drógust saman átti það stóran þátt í
að hrinda af stað kreppunni í Asíu.
Hinn hluti vandans er einfaldlega að
almennt eru þjóðir heims á þeim
stað í hagsveiflunni að hagvöxtur fer
minnkandi í kjölfar tímabils góðs
hagvaxtar undanfarin ár.“
Það er mat Gunnars Helga að
ráðstafanir G-7-ríkjanna geti lítið
hreyft við hinni almennu hagsveiflu í
heiminum. „Miklu frekar eru þau að
gefa fjármálamörkuðum heimsins til
kynna að þau líti vanda upprennandi
markaða alvarlegum augum og ætli
að beita sér fyrir framgangi mála
þar. Lánafyrirgreiðsla IMF er neyð-
arráðstöfun sem ber að líta á í því
ljósi. Hún er þegar farin að hafa
áhrif, einkum í Brazilíu þar sem sér-
fræðingar voru farnir að óttast ai-
varlegan vanda. Að öðru leyti er
reynt að leysa sértæk vandamál, svo
sem styrkingu á innviðum fjármála-
kerfis Japans.“
Vægi einkafyrirtækja aukið
Gunnar Helgi telur að athyglis-
verðasti hluti aðgerðanna sé e.t.v sá
sem snýst um að koma í veg fyrir að
sú kreppa, sem margir upprennandi
markaðir hafa orðið fyrir á undan-
fömum misserum og breiðst hefur
út, komi upp með sama hætti aftur.
„Þannig á að grípa til herts eftirlits
með lánafyrirgreiðslu til viðkvæmra
hagkerfa, fylgjast betur með starf-
semi ýmissa sjóða og lánastofnana,
auka gegnsæi í reikningskilum og
hagtölum þróunarlanda. Síðast en
ekki síst er það fagnaðarefni að G-7
skuli leggja áherslu á aukið vægi
einkafyrirtækja í því að leysa vanda
ríkja, sem eiga í kreppu, fremur en
að opinberar eða hálfopinberar
stofnanir sinni því hlutverki að svo
miklu leyti sem nú er,“ segir Gunnar
Helgi.
Gegnsærra fjármálakerfi
Kjartan Bragason, sérfræðingur í
markaðsviðskiptum Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins, segir að tvennt
sé afar jákvætt við samkomulag G-7-
hópsins. Hin 90 milljarða dollara
fjárveiting til IMF sé góðs viti en
það sé hins vegar spurning hvort
hún dugi til að stöðugleiki haldist á
öllum mörkuðum. Þetta sé þó senni-
lega nægileg fjárveiting til skamms
tíma til að lægja öldumar á fjár-
málamörkuðum í Suður-Ameríku. „f
öðru lagi eru hugmyndir G-7-hópsins
um gegnsærra fjármálakerfi skref í
rétta átt. Þá á ég við að allar upplýs-
ingar um erlenda stöðu atvinnuveg-
anna séu gefnar upp þannig að allur
markaðurinn átti sig betur á fjár-
magnsflæðinu."
Kjartan segh' það hins vegar valda
áhyggjum að umfram-framleiðslu-
getan í heiminum sé áfram til staðar
og hættan á verðhjöðnun samhliða
því. „Eg er ekki viss um að það sé
nægilega mikill skilningur hjá G-7-
hópnum gagnvart þessaii hættu og
það kemur a.m.k. ekki nægilega
skýrt fram í sameiginlegri yfirlýs-
ingu þeirra eftir fundinn. Eg tel að
þessi hætta sé raunveruleg og að
erfitt geti reynst að taka á henni. Ein
leið er að auka framboð á fjármagni
með lækkun vaxta sem eykur von-
andi aftur fjárfestingu og neyslu."
Fjármagnið þarf farveg
Þessu fylgir þó líka áhætta því vax-
andi framboð á fjármagni þarf að
finna sér farveg að sögn Kjartans.
„Hugmynd þessara aðila með lækkim
vaxta var að áhættuvilji fjárfesta yrði
í líkingu við það sem hann var áður en
fjármagnskreppan hófst og þetta
aukna fjármagn myndi leita þangað
sem þörfin á því væri mest, þ.e. til
landa í S-Ameríku, Asíu og Austur-
Evrópu og þá sérstaklega Rússlandi.
Það er hins vegar stór spuming hvort
svo verði. Ein afleiðing þessai’a
vaxtalækkana er nefnilega sú að
hlutabréfavísitölur hafa hækkað veru-
lega á síðustu vikum og það jafnvel
þótt allar kennitölur bendi til að hluta-
bréfaverð sé óvenjuhátt í sögulegu
samhengi. Reyndai- hefur vaxtaálag á
milli rQds og annarra lántakenda
einnig dregist saman og er það góðs
viti, jafnvel þó enn sé nokkuð í land að
hlutimir verði eins og þeir vora áður
en lætin hófust," segir Kjartan.