Morgunblaðið - 07.11.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 29
ERLENT
Deila Sameinuðu þjóðanna og íraka um vopnaeftirlit
Alyktun öryggis-
ráðsins vísað á bug
Bagdad. Reuters.
ÍRAKSSTJÓRN hefur vísað á bug
ályktun öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna þar sem hún var for-
dæmd fyrir að hindra vopnaeftir-
litsmenn samtakanna í störfum sín-
um. Segir hún hana vera runna
undan rifjum Bandaríkjamanna og
Breta og írösk blöð segja, að verið
sé að þjálfa milljónir Iraka í vopna-
burði vegna hugsanlegra árása
Bandaríkjamanna á landið.
Abdul-Ghani Abdul-Ghafur, hátt-
settur maður í Baath-flokknum,
stjórnarflokknum í Irak, sagði í
gær, að íraksstjóm myndi ekki
breyta ákvörðun sinni nema örygg-
isráðið tæki til alvarlegrar athug-
unar að aflétta refsiaðgerðunum,
sem settar voru vegna innrásar
íraka í Kúveit 1990. Sl. fímmtudag
samþykkti öryggisráðið að for-
dæma afstöðu Iraksstjómar með
15 atkvæðum gegn engu.
Segjast hafa heimild
til árása
I samþykkt öryggisráðsins er
ekki hótað loftárásum láti íraks-
stjórn ekki skipast við en Banda-
ríkjamenn og Bretar segjast hafa
þá heimild fyrir. William Cohen,
varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, er nú á ferð um Miðaustur-
lönd til að afla stuðnings við af-
stöðu stjórnar sinnar.
Al-Thawra, málgagn Baath-
flokksins, sagði í gær, að margar
milljónir Iraka fengju um þessar
mundir þjálfun í vopnaburði svo
þeir gætu hrint af höndum sér
hugsanlegri árás Bandaríkja-
manna.
Reuters
Hátíðahöld í
FYRRVERANDI hermaður og
hjúkrunarkonur úr heimsstyrj-
öldinni síðari, fóru fremst í flokki
Ukrafnumanna er marseruðu um
Kænugarði
miðborg Kænugarðs í gær og
minntust þess að 55 ár eru liðin
frá því að þýskt herlið var hrakið
frá borginni.
Færeyjar
Ráðherra ákærður
fyrir nauðgun
Þórshöfn. Morgunblaðid.
LANDSFÓGETINN í Færeyjum úr-
skurðaði í gær að sjávarútvegsráð-
herra eyjanna, John Petersen, skyldi
fyrir rétt en hann er ákærður fyrir að
hafa nauðgað 17 ára gamalli stúlku
árið 1995. Petersen segist saklaus.
Rannsókn hefur staðið yfir á mál-
inu um nokkurra mánaða skeið en
fyrh' hálfum mánuði óskaði Petersen
eftir tímabundnu leyfi frá ráðherra-
og þingstörfum vegna málsins.
Flokksformaður Petersens, Anfinn
Kallsberg, lögmaður Færeyja, segist
telja Petersen saklausan, þar til ann-
að sannist en studdi engu að síður
ákvörðun hans um að taka sér leyfi
frá störfum. Hefur Kallsberg sinnt
embættisstörfum Petersens.
Verði hann fundinn sekur á hann
yfir höfði sér allt að 6 ára fangavist.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær
málið verður tekið fyrir.
Asakanir um fleiri
rússneska njósnara
Ósló. Reuters.
EINN af embættismönnunum í
stjóm Thorbjorns Jaglands, sem
var forsætisráðherra Noregs
1996-1997, var njósnari Rússa, að
því er norskur gagnnjósnari full-
yrðir í bók sem út kom í Noregi í
gær. Nafn embættismannsins
kemur ekki fram í bókinni.
Gagnnjósnarinn, Svein La-
mark, komst í fréttimar í mars sl.
er upp komst um njósnir rúss-
neskra sendiráðsmanna í Noregi,
og þátttöku hans en Lamark
starfaði í sveitastjómarráðuneyt-
inu.
I bókinni segist Lamark hafa
átt fund með rússneskum tengilið
á sama tíma og verið var að skipa
stjóm Jaglands í nóvember 1996.
Spurði Rússinn hvort Lamark
vissi hvaða breytingar yrðu gerð-
ar á stjóminni og gaf Lamark
honum upp nöfn embættismann-
anna. Er eitt þeirra var nefnt
fagnaði Rússinn mjög, sagðist
þekkja viðkomandi frá því í gamla
daga og sagði að hægt væri að
vinna með honum. Segir Lamark
að við svo búið hafi Rússinn rokið
á braut og sagst þurfa að vinna.
Það er engin leið að seg'a frá því hvemig
tilfinning það er að þeysa um á alvöru vélsleða.
Arctic Cat vélsleðamir eiga engan sinn líka.
Þeir eru mjög léttir og sprettharðir en afar
mjúkir í akstri og meðfærilegir. Þú einfaldlega
verður að koma við i Ármúlanum um helgina
og skoða Arctic Cat vélsleðana.
ARCTICCAT
Mimiis®
■
Vélsleðasýning um helgina
laugardag 10-16 og sunnudag 13-16