Morgunblaðið - 07.11.1998, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 31
ERLENT
Framkvæmdastjórn ESB metur aðildarhæfni væntanlegra aðildarrrkja
Mælt með óbreyttum fjölda
í fyrstu lotu stækkunar
Tæpt ár er síðan leiðtogar ESB buðu tíu
ríkjum Mið- og Austur-Evrópu auk Kýpur
að hefja viðræður um aðild að sambandinu.
Viðræðurnar hófust formlega í marz,
skrifar Auðunn Arnórsson, en í næstu
viku hefjast þær fyrir alvöru við sex ríki
af þessum ellefu. Framkvæmdastjórn
ESB kynnti í vikunni mat sitt á frammi-
stöðu „umsóknarríkjanna“ í að upp-
fylla skilyrði aðildar.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr-
ópusambandsins kynnti á miðviku-
dag skýrslu þar sem frammistaða
þeirra ellefu ríkja sem sækjast eftir
aðild að sambandinu í því að uppfylla
aðildarskilyi'ðin er í fyrsta sinn met-
in eftir að ákvörðun var tekin fyrir
tæpu ári um að hefja aðildarviðræð-
ur við valinn hóp „umsóknarríkja".
Niðurstaða þessa mats fram-
kvæmdastjórnarinnar var að í bili
ætti ekki að fjölga í þeim hópi ríkja,
sem fá að hefja aðildarviðræður fyr-
ir alvöru í næstu viku, en Lettlandi -
sem ásamt Litháen, Slóvakíu, Rúm-
eníu og Búlgaríu eru í biðstöðu hvað
aðildarviðræður varðar - var hrósað
fyrii' þau framfaraskref sem hefðu
verið stigin þar í landi á undanförn-
um mánuðum og mælt með því að í
lok næsta árs verði Lettum boðið að
slást í fyrsta hópinn, þar sem Eistar,
Pólverjar, Tékkar, Ungverjar, Sló-
venar og Kýpverjar eru fyrir.
Hans van den Broek, sem fer með
utanríkismál í framkvæmdastjórn-
inni og hefur yfirumsjón með stækk-
unarferlinu af hálfu framkvæmda-
stjórnarinnar, tjáði Evrópuþinginu
að auk þessarar viðurkenningar á
stöðu Lettlands hefðu horfur Lithá-
ens og Slóvakíu batnað töluvert frá
því fyrir ári. Við þessi ríki gætu að-
ildarviðræður hafizt fyrir alvöru
„innan tiltölulega skamms tíma“.
Norrænn árangur
Að framkvæmdastjórnin skyldi þó
slá á þessa jákvæðu tóna í mati sínu
á aðildarhæfni allra þriggja Eystra-
saltsríkjanna auk Slóvakíu þótti
dönskum og sænskum ráðamönnum
fagnaðarefni, þar sem þeir höfðu frá
upphafi beitt sér fyrir því að um-
sóknarríkjunum ellefu yrði ekki
skipt upp í „fyrsta og annan flokk“
eins og raunin varð með því að sum-
um var boðið að hefja viðræður
strax en hin sett í biðstöðu unz þau
teldust hafa staðið sig betur í að
uppfylla aðildarskilyrðin í efnahags-
legu, lögfonnlegu og pólitísku tilliti.
Þrátt fyrir að framkvæmda-
stjórnin hefði nú staðfest að Eist-
land, Pólland, Ungverjaland, Tékk-
land og Slóvenía, auk Kýpur, séu á
réttri braut sem þau ríki sem geta
gert sér vonir um að fá aðild í fyi-stu
lotu stækkunar ESB, sá hún tilefni
til að gagnrýna þróun mála í
nokkrum þessara ríkja, einkum
Tékklandi og Slóveníu. Þar gengju
réttarumbætur of hægt, en meðal
mikilvægustu verkefna umsóknar-
ríkjanna til undirbúnings aðildar er
að færa alla löggjöf og regluverk
ESB í landslög.
Almennt sá framkvæmdastjórnin
litlar breytingar á öðrum atriðum
sem skipta máli í þessu samhengi á
síðastliðnu einu og hálfa ári, svo
sem baráttu gegn spillingu, ástand-
inu í mannréttindamálum og upp-
byggingu lýðræðislegs réttarkerfís í
þessum fyri-verandi kommúnista-
i'íkjum Mið- og Austur-Evrópu.
áberandi jákvæðan hátt að þessu
leytinu væri Lettland, sem einkum
og sér í lagi með samþykkt víð-
tækra breytinga á löggjöf landsins
um i'íkisborgararétt hefði komið
verulega til móts við umbótakröfur
ESB.
Lettland sótti það fast, og naut til
þess eindregins stuðnings Dana og
Svía, að fá strax á þessu ári tækifæri
til að komast í hóp „fyrstu lotu“-ríkj-
anna, en það reiknaði enginn með því
í raun að um það næðist samstaða.
En í ljósi andstöðunnar við að hópur
„fyi'stu lotu“-ríkjanna yrði stækkað-
ur yfii'leitt, sem allnokkuð hefur bor-
ið á, meðal annars í ummælum Ger-
hards Schröders, nýs kanzlara
Þýzkalands, þótti það óvæntur ár-
angur að samstaða skyldi þó nást um
það innan framkvæmdastjómarinnar
að mæla með því að Lettland næði
þessum sessi á næsta ári.
Danska dagblaðið Aktuelt greindi
frá því, að Ritt Bjerregaard frá Dan-
mörku og Anita Gradin frá Svíþjóð
hefðu, auk Hans van den Broeks,
beitt sér af hörku fyrir því innan
framkvæmdastjómarinnar, sem
samtals 20 manns eiga sæti í frá öll-
um aðildarríkjunum 15, að sem
lengst yi'ði komið til móts við óskir
Letta og Litháa í ályktuninni um að-
ildarhæfni þessara landa. A leiðtoga-
fundinum í Pöi-tschach í Austurríki
fyrir skömmu kom fram sú afstaða
hjá ráðamönnum nokkurra aðildar-
ríkja, að réttast væri að sknífa alveg
fyrir að fjölgað yrði í þeim hópi ríkja
sem geta gert sér vonir um að fá inn-
göngu í „fyrstu lotu“.
„Þetta náðist ekki baráttulaust,"
sagði Peter Jprgensen, talsmaður
Bjeri'egaards. En þegar leiðtogar
ESB koma saman í Vínarborg í
næsta mánuði til að taka meðal ann-
ars ákvörðun um hvort bjóða beri
einhverju „biðstöðuríkjanna" að
skipta yfir í hóp „fyi'stu lotu“-ríkja
hafa þeh' að minnsta kosti fyrirliggj-
andi meðmæli framkvæmdastjórnar-
innar fyrir því að Lettlandi verði gef-
inn kostur á þessu síðla næsta árs.
Vonbrigði í Lettlandi
og Litháen
Lettneskir ráðamenn lýstu von-
brigðum með að enn skuli gert upp
á milli Eistlands og Lettlands með
þessum hætti, þ.e. að þrátt fyrir að
framkvæmdastjórnin teldi Letta nú
uppfylla skilyrðin ekki síður en
Eistar þá sé þeim samt haldið
áfram í biðstöðu hvað varðar aðild-
arviðræður.
Valdis Birkavs utam-íkisráðherra
fullyrti í útvai"psviðtali að skýrsla
framkvæmdastjómarinnar sýndi að
ríkjahópnum sem hefði
fengið þá einkunn að
hafa náð fullnægjandi
framförum. Hann sagð-
ist ekki átta sig á því
hvað framkvæmda-
stjórnin ætti við með því
að segja að hún vilji full-
vissa sig um að stefna
lettneskra stjórnvalda
„haldist á réttri braut“.
Algirdas Saudargas,
utanríkisráðherra Lit-
háens, lýsti einnig von-
brigðum sínum með
niðurstöðu fram-
kvæmdastj órnarinnar.
„Akvörðunin olli von-
brigðum, tvímælalaust. Við teljum
að Litháen sé búið undir að hefja
aðildarviðræðui'," sagði hann á
blaðmnannafundi í Vilnius.
„Ég tel að það hafi haft áhrif á
ákvörðunina að hinn almenni vilji
[innan ESB] til að færa Evrópu-
sambandið út til austurs hefur
veikzt," sagði Saudargas. „En það
er enginn vafí á því að við verðum
að halda umbótum áfram.“
Litháískir stjómmálamenn hafa
ítrekað haldið því fram á þessu ári
að hagtölur þeima séu engu óhag-
stæðari en hjá sumum ríkjanna í
„fyrstu lotu“-hópnum, en boðskap-
urinn með því er, að verði niðurstað-
an sú á leiðtogafundinum í desem-
ber að Litháen verði áfram haldið í
biðstöðu, þá byggist sú ákvörðun
eingöngu á pólitískum forsendum.
En Ignalina-kjarnorkuverið, sem
var byggt í Litháen á Sovéttíman-
um og er af sömu gerð og Tsjerno-
byl-verið, hefur verið bitbein í sam-
skiptum Litháens við ESB. Emb-
ættismenn ESB hafa gefið í skyn að
ákvörðun um að hefja aðildarvið-
ræður kunni að vera háð því að Lit-
háar geri áætlun um lokun versins.
Tyrkland enn í kuldanum
Auk Mið- og Austur-Evrópun'kj-
anna tíu og Kýpur sækir Tyrkland
það fast að fá viðurkenningu sem
framtíðaraðildarríki Evrópusam-
bandsins. I desember í fyrra ákváðu
leiðtogar sambandsins að setja
Tyrkland „aftast í biðröðina", ef svo
má segja, en það létu tyrknesk
stjórnvöld sér illa líka og hafa sam-
skipti ESB og Tyrklands verið mjög
stirð síðan. Framkvæmdastjórnin
tók Tyrkland með í aðildarhæfnis-
mat sitt að þessu sinni. Þrátt fyrir
gagnrýni sem fram kemur í skýrsl-
unni, m.a. um ástand mannréttinda-
Hans van den Broek
mála í Tyrklandi, sagð-
ist Hans van den Broek
vongóður um að með
tíð og tíma kæmi að því
að Tyrkland fengi að
hefja aðildarviðræður.
„Ég vona sannar-
lega að Tyrkir geri sér
grein fyrir að það sem
við höfum gert hér
með í fyrsta sinn er að
beita sömu mælikvörð-
um í mati á aðildar-
hæfni Tyrklands og
við beitum á öll önnur
umsóknarlönd," sagði
van den Broek í sam-
tali við Reuters.
skýrslunni segir að Tyi'kland
yfir þróuðu markaðshagkerfi,
mannréttindabrot af hálfu
haldi áfram og staða
sé. óviðunandi.
I
búi
en
stjórnvalda
minnihlutahópa
Einnig er lýst áhyggjum yfir því að
herafli landsins lúti ekki stjórn og
eftirliti lýðræðislegra afla.
Óbreytt pattstaða
í Kýpurmálinu
Heimildarmenn innan fram-
kvæmdastjórnarinnar segja að kafla
skýrslunnar um Kýpur hafí verið
breytt fyi-ir tilstilli Christos Pa-
poutsis, giíska fulltrúans í fram-
kvæmdastjórninni. Hann hafi and-
mælt textadrögum skýi'slunnar þar
sem sagt var að báðum þjóðarbrot-
um á Kýpur væri um að kenna að
ekki skyldi hafa mjakast áleiðis í
undirbúningi eyjarinnar undir ESB-
aðild. Grikkir álíta það eingöngu sök
tyrkneska minnihlutans að ekkert
skyldi hafa miðað frá í fyrra.
Kýpur hefur verið skipt frá því
Tyrkii' hertóku norðurhluta eyjar-
innar árið 1974, í kjölfar þess að þá-
verandi herforingjastjórn Grikk-
lands stóð á bak við skammlíft
valdarán á Kýpur.
í skýrslu framkvæmdastjórnar-
innar er ekkert getið um Möltu, hina
Miðjarðarhafseyna sem sótt hefur
um aðild að sambandinu. Ríkisstjórn
Möltu lagði inn aðildarumsókn um
mitt ár 1991 en eftir stjórnarskipti
fyrir tveimur árum komust and-
stæðingar ESB-aðildar að stjórnar-
taumunum og umsóknin var dregin
til baka. ESB-sinnar komust aftur í
stjórn eftir kosningar í byrjun sept-
ember og þeir létu það verða eitt sitt
fyrsta verk að endurnýja aðildarum-
sóknina. Framkvæmdastjómin á nú
eftir að meta aðildarhæfni Möltu
upp á nýtt.
Lafontaine
Hag’fræðing-
ar vara við
Lafontaine
Berlín. The Daily Telegraph.
OSKAR Lafontaine, nýr fjármála-
ráðherra Þýskalands, hefur tapað
fycstu lotunni í baráttunni við
þýska seðlabankann en ljóst virð-
ist, að hann vilji koma bankanum
og raunar öðrum
seðlabönkum í
Evrópu undir
pólitíska stjórn.
Lafontaine sat í
fyrradag fund í
stjórn þýska
seðlabankans eins
og hann hefur
rétt til en tilraun-
ir hans til að fá
bankann til að lækka vexti báru
engan árangur. Flestir búast þó
við, að hann muni halda þeim
áfram og einnig gagnvart Evr-
ópska seðlabankanum, sem ber
ábyrgð á peningamálastefnu evr-
unnar eftir að Efnahags- og mynt-
bandalag Evrópu (EMU) verður að
veruleika um áramótin. I Þýska-
landi óttast margir, að Lafontaine
takist að skaða Evrópska seðla-
bankann . verulega áður en hann
fær tækifæri til að sýna sig og
sanna.
Duisenberg hótar afsögn
Wim Duisenberg, aðalbanka-
stjóri Evrópska seðlabankans,
sagði nú í vikunni, að sjálfstæði
bankans væri tryggt í Maastricht-
sáttmálanum og hótaði að segja af
sér yi'ði einhver breyting á því.
Sagði hann, að gengi evrunnar
væri komið undir heilbrigðri efna-
hagsstjóm í aðildarríkjum Evrópu-
sambandsins.
Evi'ópsku seðlabankastjórarnir
hafa áhyggjur af því, að Lafontaine
virðist alveg ónæmur fyrir rök-
semdum af þessu tagi, jafnvel þeg-
ar þær era lagðar fyrir hann á fá-
mennum fundum. Virðist hann
þvert á móti vilja vera í foiystu fyr-
ir þeim öflum innan Evrópusam-
bandsins, sem telja, að fjáraustur
úr ríkissjóði sé allra meina bót.
Duisenberg segir, að atvinnu-
leysið í sumum ríkjum, til dæmis í
Þýskalandi, verði ekki læknað með
vaxtalækkun, heldur með kerfis-
breytingum, en Lafontaine er and-
vígur því. Hann telur, að vaxta-
lækkanir og aukin ríkisútgjöld séu
svarið.
Blóraböggull
Ulrich Ramm, helsti hagfræð-
ingur þýska bankans Commerz-
bank, segir, að ljóst sé, að nýja rík-
isstjórnin hafí ekki hugmynd um
hvernig eigi að draga úr atvinnu-
leysinu og því sé hún nú á höttun-
um eftir hentugum blóraböggli.
Eina ríkið sem hefði skorið sig úr á Lettland væri eina landið í biðstöðu-
Ávarp og setning:
Framsöguerindi:
Dagur áhugaleikhússins á
Islandi er 14. nóvember!
*
I tilefni dagsins verður haldið málþing um stöðu og
horfur áhugaleikhússins í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 14
Einar Rafn Haraldsson, formaður Bandalags ísl. leikfélaga
„Gildi áhugaleikstarfs fyrir manneskjuna og samfélagið," Guðmund-
ur Andri Thorsson, rithöfundur
„Raunveruleiki áhugaleikstarfs dagsins í dag," Bjarni Guðmarsson,
sagnfræðingur og ritstjóri
Stutt erindi:
Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, fulltrúi Menningarmálanefnd-
ar Reykjavíkurborgar.
Pallborðsumræður, leikþættir, kaffi og skemmtilegheit! Mætum öll !