Morgunblaðið - 07.11.1998, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Rússar treysta á aðstoð Bandaríkjanna og ESB
Matarbirgðir þrjóta
á næstu vikum
Moskvu. Reuters.
Demókratar
reyna að nýta
sér sundrungu
repúblikana
Washington. Reuters.
DEMÖKRATAR í Bandaríkjunum
reyndu strax í gær að nýta sér þá
sundrungu sem ríkir í Repúblikana-
flokknum í kjölfar slakrar frammi-
stöðu flokksins í þing- og ríkis-
stjórakosningum á þriðjudag. Sögð-
ust leiðtogar demókrata á þinginu
og Bill Clinton Bandaríkjaforseti
stefna á að búið verði að samþykkja
löggjöf um heilbrigðisumbætur
snemma á næsta ári.
Fulltrúar Hvíta hússins kváðust
telja að hægt yrði að tryggja stuðn-
ing nægilega margra repúblikana,
sem þrátt fyrir slaka útkomu í kosn-
ingunum halda enn meirihluta í
báðum deildum þings, við heilbrigð-
isumbæturnar til að þær hljóti sam-
þykki í þinginu. Beittu demókratar
þeim rökum að þau skilaboð sem
kjósendur sendu stjórnmálamönn-
um á þriðjudag væru augljós: Að
stjórnmálamennirnir beini sjónum
sínum að mikilvægum stefnumálum
í stað málshöfðunar á hendur Clint-
on til embættismissis.
Demókratar unnu fimm sæti í
fulltrúadeild þingsins í kosningun-
um á þriðjudag en á síðasta ári var
umbótalöggjöf forsetans í heilbrigð-
ismálum einmitt felld á þinginu með
fimm atkvæðum. Joe Lockhart,
talsmaður Hvíta hússins, sagði það
vissulega rétt að það væri repúblik-
ana að ákveða hvenær mál eru tekin
fyrir þingið, enda væru þeir enn í
meirihluta, „en við ætlum að þrýsta
mjög á um að þetta mál verði sem
fyrst á dagskrá". Er það mat full-
trúa Hvíta hússins að þeir þing-
menn Repúblikanaflokksins sem
ekki sitja í öruggum sætum séu lík-
legir til að veita frumvarpinu braut-
argengi.
ERNESTO Zedillo, forseti
Mexíkó, hvatti í fyrrakvöld þjóðar-
leiðtoga og alþjóðastofnanir til að
sameinast í stuðningi sínum við
fómarlömb fellibylsins Mitch.
Hvatti hann þjóðir heims til að
gera allt sem í þeirra valdi stæði til
að koma neyðarhjálp til Hondúras,
Níkaragva, E1 Salvador og
Gvatemala, en þau lönd urðu verst
úti í flóðum og aurskriðum sem
fellibylnum fylgdu. Að minnsta
kosti 11.000 manns fórust í honum
og allt að 13.000 manns er enn
saknað. Astand er víða skelfilegt á
hörmungarsvæðunum, þar sem
fólk hefur verið matarlaust dögum
saman.
Beiðni Zedillos var lögð fram í
bréfi sem hann ritaði leiðtogum
annarra Mið-Ameríkuríkja, Banda-
ríkjanna, Kanada, Japan og Evr-
ópusambandsríkjanna, svo og til
Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða-
bankans, Samtaka Ameríkuríkja
og Ameríska þróunarbankans.
Mikið magn hjálpargagna er nú
farið að berast til landanna sem
verst urðu úti. Hafa Bandaríkja-
menn sent aðstoð að verðmæti um
70 milljónir dala, um 4,9 milljarðar
ísl. kr. og Frakkar hafa sent liðs-
sveitir til að aftengja jarðsprengjur
sem vatnsveðrið losaði um og
fleytti upp á yfirborðið.
Þá er óttast að farsóttir breiðist
út á hörmungarsvæðunum.
SAMKOMULAG náðist í gær um
matvælaaðstoð Bandaríkjanna við
Rússland en auk þess eiga rúss-
neskir embættismenn í viðræðum
við fulltrúa Evrópusambandsins,
ESB. Bandaríkjastjórn varar jafn-
framt rússnesku stjómina við því
að reyna að leysa efnahagsvand-
ann með aukinni seðlaprentun en
Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi
leiðtogi Sovétríkjanna, ber hins
vegar lof á efnahagsáætlun Jev-
genís Prímakovs forsætisráðherra.
Stefnt var að því að ljúka samn-
ingum um matvælaaðstoðina á
fimmtudag að loknum vikulöngum
viðræðum en af því varð ekki
vegna ágreinings um tollgreiðslur.
Rússar vildu tolla aðstoðina sér-
staklega en á það vildu Banda-
ríkjamenn ekki fallast. Þeir vildu
líka, að yfirvöld rússneska lífeyris-
kerfisins sæju ein um að dreifa
matvælunum en Rússar vilja, að
mörg ráðuneyti og stofnanir komi
að dreifingunni.
Gefa 1,5 millj. tonna
Rússneskir embættismenn segj-
ast óttast, að matvælabirgðir í
landinu verði þrotnar eftir fáar
vikur en vonast er til, að ESB
muni einnig leggja sitt af mörkum
til að koma í veg fyrír það. Kom
sendinefnd frá sambandinu til
Moskvu í gær til að ræða um það.
Þá tilkynnti Keizo Obuchi, forsæt-
isráðherra Japans, í gær, að Rúss-
Drykkjarvatn er af skornum
skammti og ódaunninn víða óbæri-
legur. Sagði Amoldo Aleman, for-
seti Níkaragva, t.d. að sjómenn
segðu vart hægt að vera að veiðum
undan ströndum landsins vegna
þessa.
Sáu þyrluslys
„Þetta var óraunverulegt að
sjá,“ segir Birgir Viðarsson yfir-
tollvörður sem var ásamt konu
sinni, Svandísi Jónsdóttur, í
Hondúras er fellibylurinn Mitch
gekk yfir. Sáu þau hjónin úr fjar-
lægð er þyrla borgarstjórans í höf-
uðborginni Tegucigualpa, fórst þar
skammt frá. Vegna flóðanna sem
Mitch olli, seinkaði heimferð hjón-
anna um nokkra daga.
Birgir og Svandís voru í heim-
sókn hjá íslenskum vinum sínum í
höfuðborginni og höfðu brugðið sér
upp í hæðimar sem borgin stendur
í, til að sjá yfir flóðasvæðið. „Eyði-
leggingin blasti hvarvetna við,
heilu og hálfu stórmarkaðirnir
höfðu skolast burt, hundmð bfla
lágu eins og hráviði og þeir vora
hver ofan á öðrum. Þá hafði vatnið
hrifið með sér flestar brýmar í
borginni og hreysin, sem fátæk-
lingar höfðu reist sér við ána, með.
Enginn veit með vissu hversu
margir fórast vegna þessa,“ segir
Birgir.
Þegar þau stóðu á hæðinni og
Ágreiningur um
toll af hjálpar-
gögnum og dreif-
ingingartilhögun
ar myndu strax fá 56 milljarða af
alls 105 milljarða ísl. kr. láni, sem
Japansstjórn ætlar að veita þeim.
I gær einnig tilkynnt, að náðst
hefði samkomulag við vestræna
banka um nýja skilmála á skuldum
rússneskra viðskiptabanka við þá
en af þeim hefur ekkert verið
greitt í nokkum tíma. Verða gefn-
ar út nýjar skuldaviðurkenningar
og skráningin miðuð við ráblur.
Komið hefur fram hjá Gennadí
Kúlík, aðstoðarforsætisráðherra
Rússlands, að Bandaríkjastjórn
muni lána Rússum 42 milljarða ísl.
kr., sem notaðir verði til kaupa á
1,5 milljónum tonna af matvælum,
og gefa þeim aðrar 1,5 milljónir
tonna.
Rússar fluttu inn þriðjung allra
matvæla, sem neytt var í landinu á
síðasta ári, en gengishran
ráblunnar kemur nú í veg fyrir
innflutning að miklu leyti.
Bandaríkjastjórn hefur varað
rássnesk stjórnvöld við því að
reyna að greiða skuldir sínar inn-
anlands með aukinni seðlaprentun
og undir það hafa aðrar vestrænar
horfðu yfir flugu þyrlur hjá, þar á
meðal herþyrla sem flutti borgar-
stjórann. Hvarf hún á bak við hæð-
ardrag og örskömmu síðar sá Birg-
ir hvar reykur steig upp. Reyndist
það vera eldur sem upp kom er
þyrlan fórst.
Er Birgir og Svandis hugðust
ríkisstjórnir og IMF, Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn, tekið. Er bent
á, að það muni aðeins verða til að
kynda undir óðaverðbólgu í Rúss-
landi.
Gorbatsjov vill aukin
ríkisafskipti
A Vesturlöndum hefur efna-
hagsáætlun ríkisstjórnar Jevgenís
Prímakovs forsætisráðherra verið
gagnrýnd og einkum fyrirætlanir
um seðlaprentun og aukin ríkisaf-
skipti. Gorbatsjov, fyrrverandi og
síðasti leiðtogi Sovétríkjanna,
hrósar hins vegar áætluninni og
segir, að eins og staðan sé verði að
styrkja hlutverk ríkisins. Án þess
komist Rússar ekki út úr erfiðleik-
unum. Kemur það fram í viðtali við
hann í blaðinu Nezavisímaja
Gazeta. Sjálfur beitti Gorbatsjov
sér fyrir auknu frjálsræði í efna-
hagslífinu í stjórnartíð sinni en
hann segir, að þá hafi atburðarásin
tekið fram fyrir hendurnar á hon-
um og öðrum og leitt að lokum til
hruns Sovétríkjanna.
Gorbatsjov segist ekki vilja sjá
kommúnismann aftur og minnir á,
að jafnaðarmenn séu nú komnir til
valda víða í Vestur-Evrópu og þeir
leggi áherslu á „félagslegan mark-
aðsbúskap“. Segist hann telja, að
Prímakov yrði góður forseti í
Rússlandi með Júrí Lúzhov, borg-
arstjóra í Moskvu, sér við hlið sem
forsætisráðherra.
halda heim á leið var allt á öðram
endanum í hverfinu þar sem flóðið
hafði hrifið með sér hluta úr fang-
elsi þar, orðið mörgum fóngum að
bana en einnig orðið þess valdandi
að fjöldi þeiraa slapp út. Vora her-
menn og lögregla um allt hverfi á
höttunum eftir fóngum.
Anwar
ófrægður
ÁSAKANIR um að Anwar Ibra-
him, fyrrverandi aðstoðarfor-
sætisráðhen-a Malasíu, hafi
gerst sekur
um kynferðis-
misferli era
rangar, og að
því er virðist
liður í ófræg-
ingarherferð á
hendui- hon-
um, sam-
kvæmt vitnis-
burði aðalvitn-
is ákæruvalds-
ins í gær, á
fimmta degi réttarhaldanna yfir
Anwar. Mohamed Said Awang,
fráfarandi yftrmaður sérdeilda
lögreglunnar, las upp úr skýrslu
sinni til Mahathirs Mohamads,
forsætisráðherra Malasíu, þar
sem fram kemur að ásakanir um
að Anwar hafi gerst sekur um
samkynhneigð og framhjáhald
séu tilhæfulausar og „vísvitandi
upplognar“.
Engin sátt í
stríðinu um
jökulinn
STJÓRNVÖLD í Pakistan hafa
hafnað tillögu Indverja um
vopnahlé á Siachen-jökli en þar
hafa hermenn ríkjanna átt í
linnulitlum skærum síðastliðin
14 ár. Hafa þau kostað nokkur
hundrað manns lífið og hundruð
milljóna ísl. kr. Pakistanar segja,
að tillaga Indverja hafi aðeins
falið í sér vopnahlé en ekki gert
ráð fyrir, að reynt yrði að leysa
deiluna í raun eins og þó hefði
verið samið um 1989. Siachen-
jökull er í Kasmír, sem ríkin
hafa lengi deilt um, en Indverjar
ráða nú tveimur þriðjungum
héraðsins en Pakistanar einum.
Þai’ hefur verið dregin ákveðin
markalína en hún nær þó ekki til
jökulsins, sem bæði ríkin vilja
ráða. Þar er mikið veðravíti og
jökullinn erfiður yfirferðar. Þeir,
sem þar hafa látið lífið, hafa
flesth' orðið úti eða fallið í jökul-
sprangui’.
Hundruð
þúsunda á
vergangi
AÐ minnsta kosti 630.000
óbreyttir borgarar hafa flosnað
upp frá heimilum sínum í Norð-
vestur-Rúanda vegna átaka þar.
Kom það fram hjá talsmanni Sa-
meinuðu þjóðanna í landinu.
Eiga hútúmenn, sem stóðu fyrir
þjóðannorðinu á tútsum, í stríði
við stjórnarherinn og njóta í því
stuðnings ýmissa ættbræðra
sinna í Rúanda. Um 400.000
manns hafast nú við í bráða-
birgðabúðum og era aðstæður
þar hörmulegai- og fara versn-
andi.
Meiri áhugi á
NATO-aðild
DREGIÐ hefur úr andstöðu
Finna við aðild að Atlantshafs-
bandalaginu, NATO, samkvæmt
nýiri skoðanakönnun. Nú eru
32% kjósenda hlynnt henni, sex
prósentustigum fleiri en í júlí, en
48% andvíg í stað 56% í sumar.
Era konur andvígari aðildinni en
karlar en hægrimenn hlynntari
henni en stuðningsmenn ann-
arra flokka. Finnar vora hlut-
lausir á dögum kalda stríðsins og
þótt þeir séu það enn, þá hafa
þeir orðið margvíslegt samstarf
við NATO-ríkin í hennálum.
Hörmungarástandið í Mið-Ameríku
Skorað á
þjóðir heims
að aðstoða
Mexíkóborg. Reuters.
Reuters
IBUAR borgarinnar La Ceiba í Hondúras feta sig eftir bráðabirgða-
brú. Vatnselgurinn í landinu skolaði ótölulegum fjölda brúa á haf út.
Anwar
Ibrahim