Morgunblaðið - 07.11.1998, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 35
NEYTENDUR
Heilbrigð-
ir fætur
FJALLAÐ er um fætur, heilbrigði
þeirra og hreinlæti, hvernig má
koma í veg fyrir að fótasár myndist,
og hvert skal leita vegna fótakvilla í
nýútkomnum bæklingi um fætur og
sykursýki. Pótt bæklingurinn sé
miðaður við þarfir sykursjúkra, en
fótasár eru algengasti fylgisjúkdóm-
ur sykursýki, er hann ekki síður
gagnlegur almenningi.
I bæklingnum er t.d. rætt um al-
mennt hreinlæti fóta. Mælt er með
því að fætur séu þvegnir á hverjum
degi með venjulegri handsápu og úr
volgu vatni. Ekki er mælt með löngu
fótabaði þar sem það geri húðina
gljúpa í fyrstu en síðan þurra. Líkur
á fótasárum aukast ef húðin er þurr.
Bent er á að rakakrem eftir bað
stuðli að því að húðin haldist heil-
brigð en varað er við því að bera
kremið á milli tánna þar eð það
svæði er nógu rakt fyrir. Ef púður
er notað á milli tánna skal ekki nota
svo mikið að það klessist. Klesst
púður eykur hættu á sýkingum. Þá
er og rætt um fótabúnað í bæklingn-
um, hvernig skal velja bæði sokka
og skó og hvað beri að forast í þeim
efnum.
Bæklingurinn er gefinn út af
Samtökum sykursjúkra í samvinnu
við Félag íslenskra fótaaðgerða-
fræðinga. Jóhanna Jónasdóttir,
læknir, veitti aðstoð við gerð bæk-
lingsins.
Morgunblaðið/Ásdís
MARGRÉT og Kristján hjálpa
jólasveininum að undirbúa
jólin.
Jólaland
í Blómavali
JÓLALAND verður opnað í 11. sinn
í Blómavali í dag, laugardaginn 7.
nóvember. Að þessu sinni hafa Nói
og fylgdarlið hans siglt örkinni til
Jólalandsins og býður hann börnun-
um í heimsókn um borð.
Líkt og undanfarin ár hafa þau
Margrét Ingólfsdóttir og Kristján
Finnsson haft umsjón með hönnun
og uppsetningu Jólalandsins.
Boðið er upp á leiðsögn um Jóla-
landið og geta þeir sem þess óska
haft samband við Blómaval.
-----------------
Belgískt kon-
fekt fæst víða
PÁLL Hilmarsson, framkvæmda-
stjóri heildsölunnar Þórður Sveins-
son og co., hafði samband við Neyt-
endasíðuna og sagði það ekki alls
kostar rétt að belgískt gæðakonfekt
hefði ekki verið fáanlegt á Islandi til
þessa, eins og fram kemur í Morgun-
blaðinu á fimmtudag. Fyrirtæki hans
flytur inn þrjár tegundir af belgísku
konfekti, Cote D’Or, Cachet og Neu-
haus og eru þær fáanlegar m.a. í
Konfektbúðinni í Kringlunni og í
Sælgætis- og konfektbúðinni og Vín-
berinu á Laugavegi í Reykjavík.
Fullt af nýjum vörum og matvælasalan öll komin á einn stað
Hátíð í Matvælamarkaði
Kolaportsins um helgina
Búið er að sameina alla matvæla-sölu
í Kolaportinu í matvælamark-aðinum
við hliðina á Kaffi Porti. Markmiðið er
að gera öll innkaup í Kolaportinu einföld
og sýna á einum stað það fjölbreytta
úrval matvæla sem í boði er í
Kolaportinu. MilliUðalaus sala vömnnar
beint frá framleiðanda tryggir síðan
hagstætt verð.
Það er oft sagt að í Kolaportinu sé
verslað við fólk, en ekki við frysti-
kistur. í matvælamarkaðinum eru
framleiðendur sjálfir að selja sína vöm
og geta gefið upplýsingar um vinnslu
og meðferð hennar. Þessar upplýs-
ingar fást ekki hjá frystikistunum og
kæjunum í stórmörkuðunum.
f mörgum tilfellum er um að ræða
matvöm sem er hvergi fáanleg annar-
staðar á landinu. Kartöflumar em til
dæmis ræktaðar á sérstökum svæðum
á bæjunum Háfi og Eyrartúni austur í
sveitum og þeim er handpakkað í
sérstökum stærðum.
Eyfi og Hafdal
Eyfi í Fiskbúðin mín, er aðselja hinn
landsfræga hákarl frá Hildibrandi í
Bjamarhöfn á Snæfellsnesi. Hann er
einnig með saltfisk og grænmeti.
Margir aðilar framleiða harðfisk, en
harðfiskurinn frá Hafdal er einn sá
vinsælasti hér á landi. Ótrúlega stór
hópur fólks kemur um hverja helgi í
Kolaportið til að ná sér í þennan góða
harðfisk.
Helga og Sirrý
Sfldin frá Pólarsfld er landsþekkt og
unnin án rotvarnarefna. Boðið er upp
á tegundir eins og sfld í appelsínulegi,
sfld í púrtvínslegi og einnig hina hefð-
bundnu Haustsfld.
JK.
^ Allir matvælasalar eru nú
rr^tí' # staðsettir í matvæla-
\í markaðinum við hliðina á
Kaffi Porti
1. Tangi
2. Ostamarkaður
3. Pólarsíld
4. Kökusala (kór)
5. Hafgull
6. Depla
7. Hafdal
8. Selfossflatkökur
9. Anna og Fannar kartöflur frá Háfi
10. Hákarla Kristinn
11. Eyrartúnskartöflur
12. Fiskbúðin mín
Gulu sælgætisbásamir em stútfullir
af gómsætu sælgæti. Fjölskyldutilboð
em í gangi allar helgar á kókósbollum,
buffum og borgurum. Líttu við í
sælgætislandi Kolaportisins og dekraðu
við bragðglaukana.
Þórarinn og Gylfí
Ostamarkaðaðurinn æsir upp
bragðlaukana í öllum ostavinum. Þar er
að finna ótrúlegt úrval af erlendum og
íslenskum ostum ásamt snittu-brauði,
ostakexi og ostasultum. Bragðið er ekki
bara gott, verðið er líka hagstætt og því
hægt að dekra við sjálfan sig á
Ostamarkaðinum.
Gy lfi í gullinu (Hafgull) býður upp á
taðreyktan, beykireyktan, grafinn og
Inngangur Inngangur Inngangur
frá Mlðstrœtl frá Mlðstrœtl frá Mlöstrœtl
nýjan lax. Einnig matvöru eins og
sænautakjöt, hámerakjöt, lúðukinnar,
gellur og margt fleira.
Skarphéðinn og Kristinn
Skarphéðinn í Deplu vinnur laxinn
með sérstökum aðferðum, hvort sem
um er að ræða nýjan, grafinn eða
reyktan. Verðið er lágt, eins og það
gerist best beint frá framleiðanda. Ekki
má heldur gleyma hrossakjötinu og
hangikjötinu.
Hákarlinn hjá Kristni Einarssyni er
að vestan og lyktar vel. Hægt er að fá
hann í bitum, sneiðum eða stykkjum,
allt eftir því hvað hver vill. Kristin er
líka með gott úrval af harðfiski og vel
þess virði að skoða úrvalið.
Tangi og Stefanía v/-’
Hjónin í Tanga á Grundarfirði hafa
rekið útgerð um langan tíma og bjóða
upp á næstum allt úr sjónum nema hval.
Sem dæmi má nefna lausfryst ýsuflök,
útvötnuð saltfiskflök, sólþurr-kaðan
harðfisk, skelfisk, rækju, hörpu-disk,
saltaða og kæsta skötu og ótal margt
fleira.
Það er gott ráð að byija á að líta við
með bömin í Nammibásnum hennar
Stefaníu við Miðstrætið, því þá fá
foreldramir góðan tíma til að líta í
kringum sig í Kolaportinu.
Ætlar þú að selja jólavörur?
Jólamarkaður Kolaportsins verður
opinn fimmta árið í röð!
Hinn vinsœli Jólamarkaður Kolaportsins verður opinn í rúmar tvœr
vikur virka daga og um helgar dagana 7. - 23. desember 1998.
Markaðurinn er búinn að festa sig vel í sessi og aðsókn seljenda að
honum hefur aukist ár frá ári.
Sami opnunartími
Markaðurinn verður opinn á venjulegum opnunartíma Kolaportsins
um helgar (kl. 11-17) og virka daga ffá 7. desember kl. 12.-18. Á
Þorláksmessu 23. desember verður síðan opið til kl. 22.
Fallegar jólaskreytingar og jólatré á hafnarbakkanum
Kolaportið verður veglega skreytt með risapiparkökum og
jólaljósum, jólatré verða sett á allar súlur á norðurhlið hússins og
Reykjavíkurhöfn setur upp stórt jólatré á miðbakkanum.
Markviss og öflug kvnning í öllum stærstu fjölmiðlum
Mikil kynning verður í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Einnig
geta söluaðilar eins og fyrri ár komið sinni vöm á ffamfæri í
sameiginlegum auglýsingum Jólamarkaðarins. Tónlistamppákomur
verða í gangi og jólasveinar munu líta við. Á Þorláksmessu verður
síðan "Jólafjör" Kolaportsins í gangi allan daginn þar sem
jólasveinar ásamt tónlistarmönnum halda uppi stemmningu.
Sama leiguverð og á síðasta ári
Leiga fyrir hvert sölupláss (stærð 2.45 x 2.45 m eða 6 fm) sem tekið
er á leigu alla virka daga 7. - 23. desember er kr. 2400,- (án vsk) á
dag, leiga fyrir fimm virka daga er kr. 3450,- (án vsk) á dag og ef
tekið er sölupláss á leigu í einn virkan dag er leigan kr. 3900,- (án
vsk). Leiga fyrir stóran sölubás (2.45 x 3.50 eða 8.5 fm) er 30%
hærra en á hefbundnum litlum sölubás. Öll verð hér að ffaman gilda
eingöngu fyrir leigu virka daga og em án virðisaukaskatts. Innifalið
í verðinu (eingöngu virka daga) er sölubás, söluborð og fataslá.
Leiga um helgar er samkvæmt samkvæmt hefðbundnum verðlista.
Ef að frekari upplýsingar vantar um jólamarkaðinn,
vinsamlega lítið við á skrifstofu Kolaportsins alla virka daga kl.
10-16 eða hringið í síma 562 50 30 á sama tíma.
Upplifðu Kolaportsstemmninguna
Hún á engan sinn líka!
KOLAPORTIÐ
MARKAÐSTORG
r
Ótrúlegt VÖRUÚRVAL og gott verð
GRÆNU BÁSARNIR Jólavaran komin
Frábœrl úrval af glœsilegri gjafavöru frá austurlöndum. T.d. Útskornar
grímur og styttur úr tré, postulínsvasar og styttur, útskorin vatnabuffaló-
horn og uppstoppaðar cobraslöngur. Einnig bolir, buxur, töskur og
jakkar frá Fila og Tommy. Eitt mesta úrval landsins af fótboltatreyjum
á allan aldur og ótrúlegt úrval af lesgleraugum.
Fullt af nýrri vöru -hja KRISTÍNU VIÐ MIÐSTRÆTI
MIKIÐ ÚRVAL AF NÝJUM barnafatnaðl á sannkölluðu Kolaportsverði. Einnig
mikið úrval af fallegum og stórglœsilegum nœrfatnaöi. Sokkar frá kr. 190.
SIRIVAN -austurlensk gjafavara í úrvali
Stórir blœvœnglr kr. 2990, silkipúðar kr. 700, falleglr austurlenskir prlnsessukjólar,
fallegir smáhlutir og mlkið úrval af austurlenskri tré- og gjafavöru.
GLASGOW -peysur, blússur og skart á útsölu
Blússur og peysur frá kr. 1000, útsala á tískuskartgrlpum, ódýr og góð
lestrargleraugu kr. 600 og fallegir kjólar frá kr. 2990. Allar stœrðir og mikið úrval.
STORI leikfangabásinn er við Kaffi Port
Frábœrt úrval leikfanga á verðl sem passar hverri einustu buddu. Einnig
leikir í Nintendo og Sega tölvur ásamt skiptimarkaði. Alltaf eithvað nýttll
Vefnaðarvara og gjafavara hjá KÁRA
Margar tegundir og úrval lita af vefnaðarvöru á œðislegu Kolaportsverði. Þú
gerir ekkl betri kaup í vefnaðarvöru en hjá Kára. Einnig gjafavara í úrvali.
VERKFÆRABÁSINN -verð frá kr. 95
Verkfœrabásinn er kominn aftur og verðið hefur aldrei verið lœgra. Skrúfjárn,
meitlar, kúbein, 600 w slípirokkur q, kr. 2£90 og 500 w höggborvél á kr. 2690.
Gjafavörur hjá OLOFU við Aukastræti
Gjafavara í miklu úrvali. Styttur, ofnœmisprófaðir eyrnalokkar, barnateppi
og brassvara. Alltaf eithvað nýtt sem kemur á óvart. Einnig afskorin blóm.
Tónlistin ÞÍN fæst í Birtubásnum
Mikið úrval t.d. Sven Ingvars, Saensku Vikingarnir.Countrytónlist, þjóðlaga-
tónllst,/r\iþið úrval af dansmússik. Línudansararnir okkar líta stundum við.
SKOUTSALAN með fullt af nýrri vöru
Fullt af nýrri vöru á verði sem enginn getur keppt við. Otal margar
tegundir, allar stœrðir, á allan aldur, fyrir bœði kyn.Tilboð á Moonboots.
Elli skransoldánn - ævintýralegur bás
Flann Elli er löngu búinn að missayfirsýn á hvaðhann aril íbásnum,
Þú verður bara að gramsa og pú finnur örugglega eithvað nýtilegt.
KÓKÓ-útsala - kr. 1OOO, 2000, 3000
Dömu og herrafatnaður. Buxur, peysur, jakkar, skyrtur, blússur, toppar, skór og
ótalmargt annað. Allt á kr. 1000, 2000 eða 3000. Þú verður að koma.
Magnea með nýjan ANTIKMARKAÐ
Magnea er nýbúin að opna anfikmarkað með miklu úrvali af antikhús-
gögnum, postulíni. Glervöru, slifurvöru, dúkum, pelsum og fleiru.
20% afsl. í Bóka og antikbásnum við Gleðistíg
Það borgar sig að líta við í Bóka- og antikbásnum um helgina. Það er 20%
afsláttur á öllum vörum um þessa helgi. Ath: aðeins þessa helgill