Morgunblaðið - 07.11.1998, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 37
Elskhugi draumsins
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
blunda í öllum konum en
koma fram í draumi sem
ímynd ástmögurs, leiðbein-
anda eða fylgisveins,
manns sem gefur allt af sér
en tekur ekkert. Hann er
sannur kavalíer og ámálgar
gott hjartalag, sannar til-
finningar, mýkt og mikla
getu til ásta. En það eru til
aðrir draummenn sem
glugga á skjá kvenna að
næturþeli og virðast þeir-
tilkomnir í drauminn úr
öðrum víddum, uppaldir við
annars konar tíma og efnis-
hugtök. Þeir eru dúnmjúkir
í atlotum sínum og ástar-
brími þeirra virðist byggj-
ast meira á huglægri orku
en þeirri líkamlegu sem
gerir þá óraunverulega og
draumkennda, það er því
aldrei hægt að segja með
vissu hvort gestur þinn í
nótt er engill af himni
sendur eða eigin tilfmning-
ar í myndun draums.
Mynd/Kristján Kristjánsson
DRAUMALANDIÐ eftir þá Sig-
fús Einarsson og Guðmund Magn-
ússon lýsir vel ást íslendingsins á
landinu Islandi, draumalandi
margra. Þar fara þeh- í mjúkum
tónum og mildum texta um landið
líkt og elskhugi fer um líkama
konu í atlotum sínum. Að nætur-
lagi birtist svo þessi kennd aftur í
draumnum um elskhuga drauma-
landsins, hann kemur þar í gervi
þess sem þúsund andlitin ber og
samnefnist elskhugum allra landa
í Casanova tákni þess sem fímast-
ur er að kveikja eld í hjörtum
kvenna. Hann er draumurinn um
manninn með englaröddina og
silkimjúka þelið sem flamberar
hjörtu kvenna í þrá og losta til
lags við sig. Þessi prins drauma og
ásta er ekki bara uppdiktuð þrá
konu til sanns karlmanns, heldur
einnig raunverulegur maður þess
draums sem hann kemur í.
Draumurinn um samneyti kvenna
við þennan bóhem myrkursins er
að sögn unaðsleg upplifun og
draumur sem fáar konur vilja
vakna af, enda ekki á hverri nóttu
sem slíkan mann rekur á fjörur
kvenna. En hver er þessi dular-
fulli rekkjunautur svefns og
drauma? Sálkönnuðurinn Gustav
Jung kallaði hann Animus, karl-
legu hlið konunnar, eiginleika sem
Draumar „Laulu“
I. Mér fannst ég vera í eldhúsi
sem ég átti einu sinni, þá kom
maðurinn minn til mín (hann er
látinn fyrir 20 árum) og segir við
mig að hann ætli að vera með konu
ELSKHUGINN skiptir um gervi.
sem hann hafi kynnst. Ég segi að
það sé allt í lagi, hann megi það al-
veg. „Er þér sama,“ spyr hann þá
og ég játa því. Hann verður þá
aumur og ætlar að fara að gráta,
segist elska mig svo heitt. Ég er að
hugsa um að faðma hann en
hætti við. Þá koma tveir
menn og spyrja eftir honum,
ég leita að honum og þá
liggur hann og það er fennt
yfir hann. Ég ýti við honum.
II. Mér fannst ég vera í
húsi sem ég bjó í eitt sinn,
þar var kalt og allir veggir
klakaðir. Ég hugsa með
mér, það er eins gott að það
eru nóg kol til að kynda
með. Svo þurfti ég að fara á
salemið, þar var allt í snjó
og klaka eins og annars
staðar. Ég sest á klakaða
setuna og þá kom gat á
klakann sem bunan fór í.
III. Mér fannst ég vera
komin í verslun og sá eins og
kassa í laginu en það var úr
jámi og margir Utlir hlutir
festir við hann. Ég tek hann
og ætla að fara að borga en
þá sagði afgreiðslumaðurinn
að ég ætti að hafa númer, ég
spurði hvaða númer, hann
sagði 1920, ég fór að leita að
því. Ég sá mörg númer
hangandi á snaga og fór að leita að
númerinu, þá kom maður og spurði
að hverju ég væri að leita, ég sagði
honum það, hann sagði að það væri
nú erfitt. Ég fann loks númerið og
fór til afgreiðslumannsins.
Ráðning
Draumamir sem þú segir að þig
hafi dreymt sömu nótt segja sögu
um manneskju sem hefur átt hylli
karlmanna og notið þeirrar athygli
án þess að teljast vergjöm. Fyrsti
draumurinn lýsir þessari hylli sem
þú hefur notið en af draumnum má
einnig ráða að þér hafi verið nokk
sama um tilfinningar annarra í
þinn garð og því átt það til að leika
þér með karlmenn.
I öðmm draumnum birtist
mynd af þér í dag, þar sem þú ert
orðin frekar einangmð tilfinninga-
lega séð og finnur hjá þér sterka
þörf til að brjóta þá einangran.
Þama leitar hugurinn til fyrri
hæfileika (bunan sem þýddi klak-
ann) til að draga að sér hitt kynið
og þú spáir í framkvæmd.
Þriðji draumurinn lýsir svo erf-
iðleikum þínum við kallaleitina,
því ekki gengur að reyna að taka
(járnkassinn), maður þarf að finna
sér farveg (hafa númer) og hann
er að finna í tölunni 1920.
•Þeir lesendur sem vilja fá
drauma sína birta og ráðna sendi
þá með fullu nafni, fæðingardegi
og ári ásamt heimilisfangi og dul-
nefni til birtingar til:
Draumstafir
Morgunblaði
Kringlunni 1
103 Reykjavík
Umboðsaðilar:
• Bílver, Akranesi • Bílatangi, ísafiröi
• Bílasala Akureyrar • Skipaafgreiösla Húsavíkur
• Fell, Egilsstööum • Vélsmiöja Hornafjaröar
• BG Bílakringian, Keflavík
Peugeot 306 skutbíll - fullur af fjöri
Stœröin og verðið á þessum fullvaxna evrópska fjölskyldubíl gerir
hann óviðjafnanlegan, svo ekki sé minnst á ríkulegan útbúnað og
framúrskarandi aksturseiginleika. Prófaðu hann.
1600 cc vél • 90 hestðfl • 5 gíra • beln Innsprautun ■ regnskynjarl á framrúðu
þokuljós að framan ■ vökva- og veltlstýrl ■ loftpúðar báðum megln ■ rafdrifnar
rúður að framan ■ útvarp og segulband stlllt með stðng í stýrl • hœðarstlllanlegt
ðkumannssœti • bílbeltastrekkjari • fjarstýrðar samlœslngar með þjófavðrn • litað
gler • höfuöpúðar í aftursœtl • niðurfellanleg aftursœtl 40/60 • rafdrifnlr
hllðarspeglar • rafgalvaníseraður • hiti í afturrúðu ■ samlltlr stuðarar
barnalœsingar á afturhurðum • aukahlutir á mynd: álfelgur
NYBYLAVEGI 2
SÍMI 554 2600
Peugeot 306 skutbíll
með öflugri 1600 vél
Verð aðeins: