Morgunblaðið - 07.11.1998, Page 38

Morgunblaðið - 07.11.1998, Page 38
38 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 JJJUn MORGUNBLAÐIÐ tfl V-Hl Á landsmóti hestamanna. ÍSTÖÐ, ÓLAR O.FL, HVAÐ KOSTAR Hesta- mennskan heillar s Ahugamál manna eru misjöfn og flest hafa þau í för með sér einhver fjárútlát, afar mis- mikil að vísu eftir eðli og umfangi áhuga- málsins. Sveinn Guðjónsson kynnti sér um- stangið og kostnaðinn sem því er samfara að stunda nokkur helstu áhugamál Islend- inga og tekur hér fyrir hestamennskuna. MEÐ auknum frí- stundum í nútíma samfélagi hafa opnast ýmsir möguleikar til að sinna hugðar- efnum sínum og áhugamálum. Áhugamálin geta verið eins misjöfn og mennimir eru marg- h- og hægt er að stunda áhuga- verða tómstundaiðju sem kostar viðkomandi ekki nokkimi skap- aðan hlut, nema tímann sem í hana fer. Önnur áhugamál eru umfangsmeiri og geta kostað tals- verð fjárútlát ef menn vilja stunda þau af reisn og alúð. Líklega eru hestamennska, golf og stangveiði þau áhugamál sem mestrar hylli njóta í okkar samfélagi og þau eiga það sameiginlegt að viðkomandi iðk- andi þarf að koma sér upp sérstök- um útbúnaði til að geta stundað þau sér til gagns og ánægju. Þau eiga það líka sameiginlegt að hafa í för með sér heilbrigða útiveru, sem hlýt- ur að teljast mikill kostur og raunar keppikefli hvers manns. Hestamennskan er heillandi enda segir einhvers staðar að leynilegur þráður liggi á milli manns, hests og hunds. Hún hefur hins vegar í för með sér talsvert umstang og fjárút- lát og menn verða að vera reiðubún- ir að fóma nær öllum frítíma sínum íyrir hestinn sinn. Hestamaðurinn þarf ekki aðeins að klæða sjálfan sig upp frá toppi til táar, heldur þarf hann útbúnað á hestinn og klárinn þarf húsaskjól, fóður og umhirðu. Reiðtygin Hér á landi eru nokkrar verslanir sem hafa sérhæft sig í þjónustu við hestamenn og má þar nefna verslun- ina Reiðlist, þar sem hægt er að fá flest það sem þarf til hestamennsk- unnar, reiðfótin, reiðtygin og fylgi- hluti. Rúnar Þór Guðbrandsson, annar eigandi verslunarinnar, fór með okkur í gegnum lagerinn og valdi úr það sem hann taldi nauðsyn- legt til að stunda hestamennskxma af reisn og virðingu og kvaðst þar fara milliveginn hvað verð snertir. „Við byrjum á að fá okkur íslensk- an gæðahnakk, með mjúku sæti. Hann er úr vönduðu leðri og er létt- ur og næmur og kostar tæpar 75.000 krónur," sagði Rúnar Þór og bætti við að íslensku hnakkamir væru á verðbilinu milli 75 þúsund og 95 þús- und krónur. „Gott beisli með öllu, það er höfuðleðri, nasamúl, taumi og méli er hægt að fá fyrir 7.000 krón- ur. Pískur getur verið gagnlegur en þeir eru á verðbilinu 390 til 1.200 krónur.“ Rúnar Þór teygir sig upp í eina hilluna sem við göngum framhjá og tekur fram lýsisbrúsa. „Það er gott að gefa hestinum fóðurlýsi, eins og þetta,“ segir hann og við höldum áfram að skoða reiðtygin, svo sem fylgihluti á hnakkinn, það er ístöð, ístaðsólar, gjarðir og reiði, samtals á 10 þúsund krónur. Góður hestamað- ur kembir klár sínum á hveijum ■ •*. ÉG BERST á fáki fráum fram um veg. HJALMUR 4.000 ULPA 17.000 HNAKKUR 75.000 PISKUR 1.000 BEISLI 7.000 BUXUR 15.000 10.000 SKÓR Morgunblaðið/Valdimar SítíOifnlko stn a ðuir Ihíeisít airrníaimim sjiims Hestar, hús og hirðing Reiðhestur (taminn) kr. 200.000 Hús, fóður 63.000 Hagaganga 7.500 Alls kr. 270.500 Útbúnaður Hnakkur kr. 75.000 Beisli (með öllu) 7.000 ístöð, ólar o.fl. 10.000 Hjálmur 4.000 Reiðbuxur (skóbuxur) 15.000 Skór 6.000 Úlpa 17.000 Hanskar 1.500 Alls kr. 135.500 | Annað Kambur kr. 600 Hreinsiúði 1.000 Lýsisbrúsi 1.000 Járningar 12.000 Pískur 1.000 Stallmúll 900 Árgjald í Fáki 5.000 Alls kr.21.500 Hestar, hús og hirðing 270.500 Utbúnaður 135.500 Annað 21.500 Samtals kr. 427.500 6.000 degi, en kamburinn er á 600 krónur og gott er að eiga hreinsiúða sem kostar um 1.000 krónur brúsinn. „Þetta er það sem þarf á klárinn sjálfan, og svo þarf að klæða knapann," segir verslunarstjórinn og við snúum okkur að margbreytileg- um fatnaði, sem þama hangir í öllum regnbogans litum. Reiðfötin „Við byrjum á toppnum og fáum okkur hjálm á 4.000 krónur. Síðan eru það reiðbuxur og þá er spuming- in hvort viðkomandi ætlar sér að fylgja tískunni eða fara ódýrari leið- ina. Ef hann vill tolla í tískunni era skóbuxumar á 15 þúsund, en annars er hægt að fá hefðbundnar reiðbuxur á 7.000, en þá þyrfti viðkomandi að fá sér stígvél, sem einnig eru á um 7.000 krónur. Ef hann velur hins vegar tískubuxumar þá þarf hann sérstaka skó, sem era á um 6.000 krónur. Blaðamaður hefur á orði að honum fínnist eiginlega hinar hefðbundnu reiðbuxur og stígvél flottari, en Rún- ar Þór fullyrðir að mun meiri sala sé í skóbuxum nú til dags. Kannski er það vegna þess að unga fólkinu fjölg- ar stöðugt í hestamennskunni?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.