Morgunblaðið - 07.11.1998, Page 42
42 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 43 -
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MENNINGAR-
SAMSKIPTI
ÞAÐ ER ef til vill táknrænt að ojiinber heimsókn
Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, til Ítalíu
hófst á fimmtudaginn í Borghesa-listasafninu í Róm en í
því er meðal annars varðveitt stytta sem gerð var rúmum
200 árum eftir Krist en endurbætt af íslensk-danska
listamanninum Bertel Thorvaldsen þegar hann lærði
höggmyndalist í Rómaborg. Þótt viðskipti milli íslands
og Italíu hafi verið nokkur í gegnum tíðina, einkum með
fisk, hafa samskiptin fyrst og fremst verið á menningar-
sviðinu. Eins og menn fóru í suðurgöngu til forna að leita
sér huggunar í páfagarði hafa ungir íslenskir listamenn á
seinni tímum farið þar suður í ríkum mæli að leita sér
þekkingar og andlegrar uppörvunar. Nægir þar að nefna
Halldór Kiljan Laxness og Stefán íslandi sem dæmi.
Síðastliðin ár og áratugi hefur það raunar færst mjög í
vöxt að íslenskir söngvarar hafi farið til náms á Italíu
með góðum árangri eins og flestum er kunnugt.
Eins og fram kom í frétt í Morgunblaðinu í gær leggur
Oscar Luigi Scalfaro Ítalíuforseti mikla áherslu á þessi
menningarlegu samskipti þjóða Evrópu. Að sögn forseta
Islands kom skýrt fram hjá Italíuforseta í samtölum
þeirra að samvinnuferlið í álfunni snerist ekki eingöngu
um efnahagsmál, myntbandalag og nýja gjaldmiðla, held-
ur ætti samvinna Evrópu fyrst og fremst að vera um
samvinnu fólks, menningu og lýðræðislega umræðu.
Aldrei myndi takast að festa frið og farsæld í sessi í álf-
unni ef samvinnan væri eingöngu embættismannasam-
starf og aðgerðir á sviði efnahags- og peningamála.
Menningarsamstarf Islands og Italíu stendur á
aldagömlum grunni og mætti auka það og styrkja með
ýmsum hætti. Gott framlag til þess er sýning sem nú er
haldin að frumkvæði Ítalíuforseta í Róm á íslenskri tutt-
ugustu aldar myndlist. Vonandi verður framhald á slík-
um samskiptum á sem flestum sviðum menningarlífsins.
KONUR OG
STJÓRNMÁL
STAÐA KVENNA í stjórnmálum er umtalsvert lakari
hér en annars staðar á Norðurlöndum. Konur skipa
fjögur sæti af hverjum tíu í sveitarstjórnum og á þingum
frændþjóða okkar. Hér skipa þær aðeins tæpan þriðjung
sæta í sveitarstjórnum. Hlutfallið er enn lægra á löggjaf-
arsamkomunni eða fjórðungur. Alþingi samþykkti síðast-
liðið vor þingsályktun um fræðslu- og kynningarátak til
að auka hlut kvenna í íslenzkum stjórnmálum.
I framhaldi af þessari þingsályktun fól ríkisstjórnin
félagsmálaráðherra að skipa nefnd til að skipuleggja
þverpólitískar aðgerðir til að bæta hlut kvenna í þessum
efnum. Hún er skipuð fulltrúum stjórnmálaflokka, Skrif-
stofu jafnréttismála og Kvenréttindafélags Islands. Nú
um helgina hefst auglýsingaátak í fjölmiðlum á vegum
nefndarinnar. Er það vel.
Full ástæða er til þess að hvetja fólk, sem hefur áhrif á
röðun á framboðslista, ýmist í prófkjörum eða með öðr-
um hætti, til þess að rétta hlut kvenna í stjórnmálum.
Framhjá því verður hins vegar ekki komizt að „hver er
sinnar gæfu smiður", kvenmaður sem karlmaður, í
stjórnmálum sem á öðrum starfssviðum. Það liggur í eðli
lýðræðisins að frambjóðendur til trúnaðarstarfa í þágu
samfélagsins, sveitarstjórna og þings, verða að lúta úr-
skurði kjósenda í kosningum. I þeirra hópi er hlutfall
kvenna og karla nánast hið sama - og rétturinn einn og
samur, ef horft er framhjá misvægi atkvæða eftir búsetu.
Siv Friðleifsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði í
viðtali við Morgunblaðið í gær að skýringin á meiri þátt-
töku kvenna í stjórnmálum hjá frændþjóðum væri að
hluta til sú, að átak, eins og nefndinni er ætlað að standa
fyrir hér, hefði staðið árum saman hjá þeim. Það er því
mikils um vert að vel takizt til í störfum íslenzku nefnd-
arinnar. Mestu skiptir þó boðskapur, frumkvæði og verk-
lag frambjóðenda, kvenna sem karla, sem leita eftir
trausti og umboði almennings til trúnaðarstarfa.
Megi átaksnefndinni ganga sem bezt í viðleitni sinni til
að bæta hlut kvenna í íslenzkum stjórnmálum.
Nauðsynlegt að kenna áfallahjálp barna í námi leikskólakennara
Margir hafa annast börn
sem hafa upplifað áfall
Leikskólakennarar hafa mikla reynslu af
því að annast börn sem upplifað hafa áfall af
ýmsum toga m.a. vegna skilnaðar foreldra,
dauðsfalls í fjölskyldu, langvinnra veikinda,
ofbeldis eða náttúruhamfara. Guðrún Alda
Harðardóttir brautarstjóri leikskólabrautar í
Háskólanum á Akureyri hefur gert rann-
sókn sem fjallar um áfallahjálp í leikskólum
þar sem þetta kemur fram. Margrét Þóra
Þórsdóttir blaðamaður ræddi við hana
og kynnti sér rannsóknina.
ALGENGT er að leikskóla-
kennarar starfí með bömum
sem upplifað hafa atburði
sem geta valdið áfalli. Nauð-
synlegt er að leikskólabarni sem orðið
hefur fyrir áfalli sé hjálp-
að og er leikskólakennari
mikilvægur við að veita
barni áfallahjálp. Leik-
skólakennarar telja sig
hins vegar ekki hafa feng-
ið viðunandi fræðslu í
námi sínu um hvernig
hjálpa eigi barni sem
kann að hafa orðið fyrir
áfalli þannig að nauðsyn-
legt er að áfallahjálp fyrir
börn verði felld inn í nám
leikskólakennara.
Þetta eru niðurstöður
rannsóknar sem Guðrún
Aida Harðardóttir komst
að í meistaraprófsverk-
efni sínu í uppeldis- og
kennslufræði við Kenn-
araháskóla Islands en það
fjallar um áfallahjálp í leikskólum. Til
grundvallar því liggur rannsókn sem
hún gerði á síðasta ári. Sendir vom út
spurningalistar með 80 spurningum til
206 leikskólakennara um allt land en
það samsvarar um 20% stai-fandi leik-
skólakennara. Svör bárast frá 144 eðá
70%. Auk þess vora tekin ítarleg við-
töl við tíu leikskólakennara víða um
land. Starfsreynsla leikskólakennar-
anna sem þátt tóku í rannsókninni var
mislöng eða frá einu ári og upp í 39.
Guðrún Alda er brautarstjóri leik-
skólabrautar við kennaradeild Háskól-
ans á Akureyri. Hún hefur margra ára
reynslu að baki sem leikskólakennari.
Sagðist hún hafa gert sér grein fyrir
hversu algengt það væri í starfí leik-
skólakennara að annast börn sem
höfðu orðið fyrir áföllum af ýmsum
toga. Það, ásamt persónulegri reynslu,
en ekki síst reynsla sem hún öðlaðist
við að koma leikskólanum á Flateyri
af stað á ný tveimur dögum eftir að
sjóflóð féll yfír þorpið í október 1995
og tuttugu manns létust, hefði orðið
kveikjan að rannsókninni.
Margir hafa annast börn
sem orðið hafa fyrir áfalli
Samkvæmt niðurstöðum rannsókn-
arinnar hafa leikskólakennarar mikla
reynslu af því að starfa með bömum
sem upplifað hafa atburði sem valdið
geta áfalli. Þannig höfðu 90% þeirra
leikskólakennara sem þátt tóku í
rannsókninni starfað með börnum
sem höfðu upplifað skilnað foreldra
sinna, 68% þeirra höfðu starfað með
börnum sem upplifað höfðu dauðsfall í
fjölskyldunni, 52% höfðu annast barn
foreldra sem era ávana- eða fíkniefna-
neytendur og telja leikskólakennarar
það vaxandi vandamál hér á landi.
Helmingur þátttakenda í rannsókn-
inni hafði reynslu af því að annast
barn sem orðið hafði fyrir ofbeldi.
Tæplega helmingur leikskólakennara
eða 42% hafði reynslu af því að starfa
með barni í leikskóla sem þjáðst hefur
af langvinnum veikindum og loks kom
í ljós að 30% leikskólakennara höfðu
Guðrún Alda
Harðardóttir
reynslu af því að annast bai-n sem orð-
ið hafði fyrir áhrifum náttúrahamfara.
Guðrún Alda skoðaði einnig reynslu
leikskólakennaranna eftir starfsaldri
og kom í ljós að þeir öðlast snemma á
starfsferlinum reynslu af
því að annast börn sem
hafa upplifað atburði sem
valdið geta þeim áfalli,
jafnvel strax á fyrstu vik-
um eftir að námi lýkur.
Um 64% þeirra leik-
skólakennara sem starfað
höfðu aðeins eitt ár höfðu
annast barn sem hafði
upplifað skilnað foreldra,
helmingm- þeirra hafði
annast barn sem misst
hafði einhvern sér nákom-
inn, 55% höfðu annast
barn foreldra sem eru
ávana- eða fíkniefnaneyt-
endur, 36% leikskóla-
kennaranna höfðu reynslu
af því að annast barn sem
orðið hafði fyrir ofbeldi,
47% þeirra höfðu reynslu af langvinn-
um veikindum barna og 9% leikskóla-
kennaranna höfðu reynslu af því að
annast börn sem höfðu upplifað nátt-
úrahamfarir.
Niðurstöðumar benda þannig til að
miklar líkur era á að leikskólakennari
vinni með barn sem orðið hefui' fyrir
BARN teiknar látinn fóður á sjúkrahúsi.
ReynsJa leikskóJakennara af börnum sem
hafa upplifað atburðí sem geta valdið áfaJJí
Atburður Hlutfall leikskólakennara
Skilnaður
Dauðsföll
Ávana- og fíkniefni
Ofbeldi
Langvinn veikindi
Náttúruhamfarir
Skipt eftir starfsreynslu leikskólakennara
90%
Skilnaður
Dauðsföll
Ávana- og fíkniefni
Ofbeldi
Langvinn veikindi
Náttúruhamfarir
■
] 92%
92%
] 70%
J43%
] 9%-
i
] 32*
með eins árs starfsreynslu
með lengri starfsreynslu
Morgunblaðið/Golli
SKIN og skúrir skiptast á í lífi leikskólabarna, sem annarra. Leikskóla-
kennarar telja sig ekki hafa fengið viðunandi fræðslu í námi sínu um
hvernig hjálpa eigi barni sem kann að hafa orðið fyrir áfalli, eins og fram
kemur í rannsókn Guðrúnar Oldu Harðardóttur. Hjá þessum börnum á
Brákaborg, var skinið við völd, þegar ljósmyndara bar að garði.
áfalli og telur Guðrún Alda mikilvægt
að áfallahjálp fyrir börn verði felld inn
í nám leikskólakennara. Leikskóla-
kennari sem hjálpar barni sem orðið
hefur fyrir áfalli þarf að þekkja og
skilja viðbrögð barna við áföllum.
Börn hugsa öðruvísi
en fullorðnir
Viðbrögð barna við áföllum era mis-
munandi og tekur Guðrún Alda fram
að þau hugsa öðruvísi en fullorðnir,
þannig geta þau upplifað áfall á annan
hátt en hinir eldri. Það segir hún
koma vel heim og saman við reynslu
sína frá Flateyri, en þar hafði eitt
barnanna sagt við foreldra sína að
þegar björgunarsveitarmennirnir
væru farnir yrði allt gott aftur. Þessi
upplifun væri gjörólík upplifun hinna
fullorðnu. Viðbrögðin voru, að sögn
Guðrúnar Öldu, þegar að var gáð skilj-
anleg, mörg hundruð einkennisklædd-
ir björgunarsveitarmenn á ferð, oftast
margir saman í hóp, í litlu þorpi vöktu
ótta. Brugðist var við með því að fá
einn þeirra í „fullum herklæðum" í
heimsókn á leikskólann til að ræða við
börnin og við það breyttist viðhorfið.
Mikilvægt er að börn sem orðið hafa
fyrir áfalli fái hjálp fullorðinna við að
tjá hugsanir sínar og tilfinningar.
Guðrún Alda segir að fullorðnir van-
meti oft skynjun barna á umhverfi sitt
og ætli þeim minna en þau geta.
Einnig er oft litið svo á að börn
bregðist við á sama hátt og foreldrar
þeirra. Vissulega séu tengsl þar á
milli, en gefa þurfi börnum meiri tíma
og með þolinmæði hvetja þau til að tjá
sig um upplifun sína. Það sé best að
gera með leik og teikningum, leikur-
inn sé aðferð barna til að skilja og
ráða við aðstæður, hvort heldur er í
gleði eða sorg. Með leik og teikningum
geta börn fengið útrás fyrir tilfinning-
ar sínar og tjáning þem-a þar getur
einnig frætt hina fullorðnu betur um
líðan þeirra og hugsanir en börnin
endurspegla upplifanir sínar í leik og
með því að mála myndir.
Brennur á stéttinni
Guðrún Alda segir þetta efni
brenna mjög á stéttinni, fyrirlestrar
og fundir um þetta efni séu vel sóttir
og námskeið yfirfull. Ekki sé til mikið
af aðgengilegu efni og því varpar hún
fram þeirri hugmynd að það sé vel
þess virði fyrir t.d. Norðurlandaráð að
leggja fé í að koma upp gagnabanka á
veraldarvefnum þai- sem hægt sé að
sækja sér fræðslu um áfallahjálp
barna.
Þá telur hún mikilvægt að flétta
kennslu um þetta efni inn í nám leik-
skólakennara, ekki gera það að sér-
stöku námskeiði. Fjölmörg tækifæri
skapist til að taka það upp, m.a. þegar
fjallað er um leikinn svo og sérþarfir
barna.
/ /
Ráðstefna VFI og TFI um virkjanir og umhverfi
Morgunblaðið/Ásdís
FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra gerði grein fyrir
stefnu stjórnvalda í virkjanamálum á ráðstefnu VFÍ og TFÍ í gær.
FJÖLMARGIR sóttu ráðstefnu um Virkjanir og umhverfi á Grand Hóteli
í gær, þar sem fram komu ólík sjónarmið um málefnið.
„Taka verður félagsleg áhrif
virkjana með í umræðuna“
Ráðstefnan Virkjanir og umhverfi var haldin
á vefflim Verkfræðingafélags Islands og
Tæknifræðingafélags íslands á Grand Hóteli
í gær. Ráðstefnan var fjölmenn og leiddu
framsöguerindi í ljós ólík sjónarmið varðandi
virkjunarkosti á hálendis Islands og framtíð-
armöffuleika stóriðju hérlendis. Ragna Sara
Jónsdóttir hlýddi á viðhorf ólíkra hagsmuna-
aðila á ráðstefnunni.
PÉTUR Stefánsson, formað-
ur Verkfræðingafélags fs-
lands, setti ráðstefnuna
með ávarpi þar sem hann
kom inn á nauðsyn málefnalegrar
umræðu um virkjanir og umhverfís-
mál. Sagði hann umræðuna í
þjóðfélaginu hafa verið nokkuð ein-
hliða undanfarið og ekki líklega til að
skapa heildarmynd af þessum
viðkvæmu málum. „Okkur þótti rétt
að efna til þessarar ráðstefnu í því
skyni að reyna að koma réttum upp-
lýsingum á framfæri og freista þess
að kalla fram málefnalega umræðu,"
sagði Pétur.
Stjórnvöld vinna að samhæfðri
framtíðaráætlun
Magnús Jóhannesson, ráðuneytis-
stjóri umhverfisráðuneytisins, var
annar tveggja sem tjáðu sig um
stefnu stjórnvalda í virkjunarmálum,
hinn var Finnur Ingólfsson iðnað-
arráðherra. Magnús fjallaði um vax-
andi kröfur um hreint umhverfi og
óspillta náttúru. Hann benti á að á
síðasta ári hefði ríkisstjórnin
samþykkt framkvæmdaáætlun í um-
hverfismálum til aldamóta, sem ber
yfirskriftina, „Sjálfbær þróun í ís-
lensku samfélagi". Þar er sett það
markmið í málefnum orku og iðnað-
ar að þróun íslensks iðnaðar og
orkubúskapar verði með þeim hætti
að nýting orkuiinda skerði ekki lífs-
skilyrði komandi kynslóða og að hún
valdi ekki óhóflegri röskun vistkerfa
og náttúruminja."
I framkvæmdaáætluninni var
samþykkt að iðnaðarráðherra í sam-
ráði við umhverfísráðherra léti gera
rammaáætlun til langs tíma um nýt-
ingu vatnsafls og jarðvarma og að
henni skyldi lokið fyrir lok ársins
2000. Áætlunin skuli vera í samræmi
við samhæfða stefnu í umhverfis-,
orku, iðnaðar- og efnahagsmálum
auk ferðaþjónustu. Að sögn Magnús-
ar er nú unnið að undirbúningi þess-
arar rammaáætlunar. Sagði hann
mikilvægt að stjómvöld gerðu sér
grein fyrir hversu mikil þörf væri á
orku, og til hvaða nota hún skyldi
vera, til útflutnings eða aukinnar
stóriðju. „Þó svo að við eigum mikið
af ónýttri orku sem taiin er hrein og
að stórum hluta endurnýjanleg leys-
ir það okkur engan veginn undan
þeirri skyldu að nýta hana skynsam-
lega og í sátt við umhverfið," sagði
Magnús.
Stóriðjufranikvæmdir gætu leitt
til 1% hærri landsframleiðslu
Páll Harðarson hagfræðingur
fjallaði um áhrif stóriðju á efnahag
þjóðarinnar og líklegan ávinning af
frekari stóriðju. Páll sagði að miðað
við þær athuganir sem hann hefði
gert og þær forsendur sem hann
gerir ráð fyrir, hafi nettó efnahags-
legur ávinningur þjóðarinnar af
stóriðju til ársins 1997 verið 90 millj-
arðar króna að núvirði. Það samsvari
því að þjóðarframleiðsla hafi að jafn-
aði verið um 0,5% hærri en hún hefði
verið án stóriðju.
Páil sagðist ennfremur hafa
reiknað út líklegan ávinning af frek-
ari stóriðju miðað við stækkun
Norðuráls úr 60.000 tonnum í 90.000
tonn árið 2000, stækkun Járnblendi-
verksmiðjunnar um 4. ofn árið 2003,
og fyrsta áfanga álvers á Reyðarfirði
árið 2005 sem yrði 120.000 tonn.
Heildarframkvæmdir vegna þessar-
ar stóriðju og raforkuframkvæmda á
árunum 1999-2005 yrðu hátt í 100
milljarðar króna. Fjárfestingarnar
myndu líklega nema 10-12% af allri
fjármunamyndun hér á landi á tíma-
bilinu, landsframleiðsla gæti að jafn-
aði orðið um 1% hærri en án fram-
kvæmdanna og varanleg aukning
þjóðarframleiðslu um 0,7%. Páll
benti á að tímasetning framkvæmda
af þessari stærðargráðu væri gífur-
lega mikilvæg og hagkvæmast væri
að dreifa þeim jafnt yfir tímabilið.
Gjaldeyristekjur af ferða-
mönnum fimmfaldast
Helgi Bjarnason, deildarstjóri
umhverfisdeildar Landsvirkjunar,
fjallaði um umhverfi og áhrif virkj-
ana í nútíð og framtíð. Sagði hann að
veigamestu rannsóknir á vegum
Landsvirkjunar undanfarið hefðu
farið fram á svæðinu norðan Vatna-
jökuls. Hann sagðist ekki sjá að nein
óleysanleg vandamál væra í sjónmáli
varðandi virkjanir og áhrif þeirra á
umhveríið.
Ragnheiður Ólafsdóttir, umhvefis-
stjóri Landsvirkjunar, fjallaði um
umhverfisstefnu fyrirtækisins og
umhverfisstjórnun. Sagði hún um-
hverfismál ekki vera einkamál og
líta þyi-fti heildrænt á hlutina til
þess að ná árangi-i.
Árni Bragason, forstjóri Náttúru-
verndar ríksins, gerði náttúruvernd
og verðmæti náttúrannar að umtals-
efni í erindi sínu. Árni sagði að þekk-
ing, tími og tækni breytti stöðugt
verðmætamati manna og benti á að
fyrir 300 árum hefði verðmæti Gull-
foss síst verið jafn mikið og það er
nú.
Magnús Oddsson ferðamálastjóri
benti í erindi sínu á vöxt
ferðaþjónustunnar á undanfórnum
árum. Sl. fimmtán ár hefði orðið
tvöföldun á komu erlendra gesta til
landsins, nær iimmfóldun í raunvirði
gjaldeyristekna af ferðamönnum og
hlutfall ferðaþjónustu af heildar-
gjaldeyristekjum þjóðarinnar hafi
vaxið úr 5% í um 12%. Benti hann á
að framlag ferðaþjónustu til lands-
framleiðslu hefði verið fjórum sinn-
um meira en framlag ál- og kísil-
iðnaðar, á árabilinu 1990-1995, væri
raforkusala ekki með í myndinni.
Magnús sagði að ef umsvif í íslenskri
ferðaþjónustu myndu haldast svipuð
og þau hefðu verið undanfarin ár,
mættum við búast við 500.000 er-
lendum gestum á ári eftir 22 ár, og
að árlegar gjaldeyristekjur yrðu um
65 milljarðar á ári.
Félagsleg áhrif útundan
í umræðunni
Smári Geirsson, formaður Sam-
bands sveitarfélaga á Austurlandi,
talaði máli Austfirðinga á fundinum,
en benti þó á að vissulega væru
viðhorfín ólík og erfitt að gera grein
fyrir skoðunum allra. Samtök sveit-
arfélaga á Austurlandi hefðu þó lýst
yfír ótvíræðum stuðningi við virkj-
unaráform og ekki sett það sem
skilyrði að lögformlegt mat á um-
hveriisáhrifum Fijótsdalsvirkjunar
færi fram. Ástæðan væri sú að það
tæki of langan tíma og væri óhent-
ugt ef girnilegur orkukaupandi
kæmi fram.
Smári gagnrýndi þá umfjöllun
sem farið hefur fram í fjölmiðlum
undanfarið um virkjunarkosti. „Við
Austfirðingar höfum í forundran
fylgst með umræðu um þessi mál í
fjölmiðlum undanfarið. Umræðan
hefur nær eingöngu snúist um um-
hverfismál, en hinir félagslegu þætt-
ir hafi síst verið ræddir. Sú stað-
reynd blasir við að ritstjórar allra
dagblaðanna þriggja er neikvæð
varðandi þessi áform eystra, og
ríkissjónvai’pið hefur nánast farið
hamförum í umfjöllun um þessi mál,“
sagði Smári.
Smári færði rök fyrir jákvæðum
félagslegum og efnahagslegum áhrif-
um álvers á Reyðarfirði, og vitnaði í
óútgefna úttekt á þessum málum
sem ráðgjafar frá Nýsi hf. hafa und-
anfarið unnið að. „Ef engar róttækar
breytingar verða á atvinnulífi Aust-
urlands þá fækkar fólki á Austur-
landi um 25% á næstu 10 árum, sam-
kvæmt framreikningum byggða-
stofnunar. Fyrstu níu mánuði þessar
árs fækkaði íbúum á Austuiiandi um
335. Þetta eru uggvænlegar tölur, en
stóriðja getur átt mjög stóran þátt í
að breyta þessari þróun,“ sagði
Smári. Þensla vegna uppbyggingar
240 þúsund tonna álvers og virkjana
á næstu tíu árum á samkvæmt út-
tektinni að geta aukið íbúafjölda á
Austurlandi úr 12 þúsund manns í
um 16 þúsund manns.
„Álver eitt og sér ekki lausn
allra vandamála"
120 þúsund tonna álver myndi
samkvæmt sömu úttekt, krefjast
milli 280 og 340 starfsmanna, og 480
þúsund tonna álver milli 680-730
starfsmanna. Hverju starii í álveri
skapast svo 1,2-1,5 störf við annað á
Austurlandi þar sem álver þarf tölu-
verða aðkeypta þjónustu. Álver á
Reyðarfirði hefði einnig töluverð
áhrif á aðrar atvinnugreinar þar sem
það myndi m.a. kaupa þjónustu af
heimamönnum og útboð á þjónustu
myndi leiða til nýrra fyrirtækja og
atvinnutækifæra.
,Af þessu leiðir að áhrif álvers á
atvinnulíf á Austurlandi eru marg-
vísleg,“ segir Smári. „Hagvöxtur
mun aukast, atvinnulíf verður fjöl-
breyttara, atvinnutekjur verða hærri
og viðskipti aukast. Álver eitt og sér
er þó ekki lausn allra vandamála í
fjórðungnum. En álver er langmikil-
vægasti einstaki þátturinn til þess að
snúa við hinni geigvænlegu
íbúaþróun.“
í lok ráðstefnunnar fjallaði Stefán
Thors, Skipulagsstjóri ríkisins um
þær breytingar sem orðið hafa í
kjölfar nýrra skipulags og bygging-
arlaga. Sagði hann m.a. að landið allt
væri nú skipulagsskylt, þar með talið
óbyggðin, og ekki einungis byggðin
eins og fyrii’ gildistöku laganna. Þor-
kell Helgason orkumálastjóri var
ráðstefnustjóri og sleit hann ráð-
stefnunni með því að benda á mikil-
vægi þess að allir þeir aðilar sem
koma að þessum viðamiklu málum
ræði saman.