Morgunblaðið - 07.11.1998, Síða 46

Morgunblaðið - 07.11.1998, Síða 46
• 46 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Engu leynt með orðum „Þeir sem með harðýðgislegri og hroka- fullri afstöðu gerast sjálfskipaðir verðir kvenþjóðarinnar og búa til hindranir á vegi hennar til fullkomins frelsis og þátt- töku í samfélaginu gera landi sínu og þjóð engan greiða. “ Saddam Hussein ÞEGAR ungar tísta og skrækja í sífellu í hreiðrinu mun ástæð- an vera sú að þeir eru að fullvissa sig um að foreldrarnir séu í nánd. Þeir vilja fá svar og það rétta svarið. Þeir fá það ef allt er í lagi, foreldrið á lífí og ekki einhvers staðar í ormaleit. Og enginn þröstur er svo mikill óþverri að hann hermi eftir ketti, bara til að stríða ung- unum sínum, þó að þeir geti áreiðanlega verið gráðugir og þreytandi. Stundum dettur mér í hug að orðavaðall stjórnmálamanna um sjálfsagða hluti eigi að gegna svipuðu hlutverki í lífi okkar og svör ungamæðranna. Við sættum okkur að minnsta kosti við að þeir tyggi ofan í okkur sömu hlutina aftur og aftur. Kannski er þetta einhver þörf sem við höfum fyrir ör- VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson yggiogfestuí lífínu. Við vilj- um fá staðfest að allt sé í stór- um dráttum við það sama og engin hætta á því að heimurinn fari alveg á hvolf. Nóg er nú samt af kollsteypum. Hér kemur játning. Ég gerði um daginn það sem aðeins örfáir sérvitringar pukrast með, við viljum nefnilega ekki að venju- legt fólk átti sig á því hvað við er- um hallærislegir. Ég fylgdist með stjórnmálaumræðum á Al- þingi. Nú er mér orðið ljóst að margir stjómmálaskörungar okkar verða að fara að læra fleiri orð, aðrar setningar og tileinka sér hugsun sem ekki er farin að slitna af ofnotkun. Þörfin er al- veg voðalega brýn. Enginn má halda að ég fínni stjómmálamönnunum okkar allt til foráttu, ég er til dæmis viss um að þeir em óspilltari en víð- ast hvar í útlöndum þótt okkur finnist oft nóg um. Auk þess er- um við oft vond við þá. Við erum orðin vön því að heimta alla skapaða hluti af þeim. Því má reyndar ekki gleyma að sjálfir keppast þeir við að segja okkur að þeir geti gert svo margt, nærri því allt. Helsta krafa okkar til stjórn- málamanna er stundum að þeir láti okkur í friði en um leið eiga þeir að vera góðir og stjana við okkur. Er hægt að búast við öðm en að þeir séu oft orðnir hálf-áttavilltir, dasaðir og kald- lyndir þegar ferlinum lýkur, kannski á gamals aldri og án þess að nokkur vilji tala við þá framar af því að þeir era orðnir valdalausir? En það er flatneskjan sem þeir tileinka sér í orðum og hugsun sem mér finnst að þeir verði að ráða bót á. Orðagengið er hranið og það er ekkert gam- anmál. Agætis orð, sem ekki mega vamm sitt vita, orð eins og jafn- rétti, réttlæti, samfélag, frelsi og framkvæði eru að verða að merk- ingarlausu ragli vegna þess að þau lentu í argaþrasi á þingi. All- ir tönglast á sömu kórréttu skoð- ununum, era búnir að læra utan að. Allar karlrembur segja réttu hlutina um kvenréttindi, hvað sem þær annars hugsa og gera. Þetta geta menn um allan heim, líka í Bagdað. Það væri nú tilbreyting í fram- bjóðanda sem leyfði sér að koma svolítið aftan að okkur, sem leyfði sér að hvæsa í staðinn fyrir að kvaka. Enn er einhver von því að nýir flokkar bjóða nú fram og þá getur margt gerst, það era áflog í andagarðinum. Framleik- inn gæti óvart sloppið út úr búri sínu. Sumt af endalausu staglinu er undarlegt og ekki fyrir aðra en innvígða. Á Höllustöðum og Seljavöllum og víðar era menn sammála um að atkvæðamisvægi sé nauðsynlegt, verði það afnumið tæmist landsbyggðar- kjördæmin. Fjöldi höfða á þing- sæti er því úrslitaatriði og vei þeim sem elur með sér gran- semdir um eiginhagsmuni þing- manna í þessum málatilbúnaði. Hvers vegna reka mennimir ekki af sér slyðraorðið og bera upp tillögu um stóraukið misvægi, sem hlyti þá að valda straumi frá höfuðborginni út á land? Lögmál- ið hlýtur að virka í báðar áttir. Hvar er nauðsynlegur efi á þingi um eigin hugmyndafræði og afrek, hvati nýrrar hugsunar, hvar er uppreisnin gegn viðtekn- um skoðunum, sandkornið i skel- inni sem ertir og verður smám saman að perlu? Af hveiju má stjómmálamaður ekki segja: „Ég veit það ekki. Ég hef ekkert vit á þessu, það era aðrir í þingflokkn- um sem ætla að reyna að fá botn í þetta. Mér leiðist þetta mál, bú- inn að fá það upp í kok?“ Og hvenær segir röggsamur þingmaður með góða samvisku í ræðu að kjósendur ættu að skammast sín fyrir að nenna ekki að hugsa heldur láta aðra um það og koma síðan eins og rellandi krakkar þegar eitthvað óþægi- legt gerist? Framfaratillögurnar era tíund- aðar vandlega og ítrekaðar nokkram sinnum með hæfilegu millibili og ýmsum tilbrigðum. Orðalagið er furðu svipað. Samt er ekki vitað til þess að markaðs- ráðgjafar skrifi stefnuskrámar eða ræðumar fyrir alla flokka eftir staðlaðri forskrift, varla er þetta allt eftir sama höfund. En hver veit nema svo sé. Markaðslögmálin um framboð og eftirspurn eru góð undirstaða í venjulegri framleiðslu en svona verður útkoman þegar menn fara að gera þau að helstu við- miðun sinni í prófkjörsslag eða á þingi. AJlt sem getur hugsanlega styggt einhvem umtalsverðan markhóp lendir þá í tunnunni. Hugsunin verður breiðvirk eins og bakteríulyfin og dofnar, leys- ist upp í ofuráherslu á stíl og framkomu. Franskur klækjarefur, Tall- eyrand, sagði fyrir tveim öldum að mennirnir notuðu orðin til að leyna hugsunum sínum. Hann var stjómmálamaður og hefur væntanlega verið með eigin stétt í huga. Angist íslenskra kjósenda stafar af því að við grunum okkar fólk oft um að nota orðin til að leyna því sem ekkert er. EINAR S. ÞORSTEINSSON + Einar S. Þor- steinsson fædd- ist í Tungukoti í Skagafirði 14. des- ember 1933. Hann lést 30. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voni Þorsteinn Einarsson frá Flata- tungu og Ingibjörg Sigurjónsdóttir sem ólst upp á Víðivöli- um í Blönduhlíð. Þorsteinn og Ingi- björg bjuggu í Flata- (aungu, hófu síðan búskap í Tungukoti. Þau eignuðust 3 börn: Sesselja, f. 5.5. 1929, Einar, f. 14.12. 1933, Lilja, f. 28.12.1939. 2. september 1959 gekk Ein- ar að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Ingibjörgu Guðfinnsdótt- ur, f. 1.1.1941, frá Bolungarvík, foreldrar hennar voru Björg Jónsdóttir og Guðfinnur Frið- riksson, bæði látin. Einar og Ingibjörg hófu búskap í Tungu- koti, bjuggu þar í 1 ár, fluttu til Bolung- arvíkur haustið 1960 og hafa búið þar síðan. Þau eign- uðust 4 syni. 1) Þor- steinn Arnar, f. 3.5. 1960, kvæntur Hildi Magnúsdóttur og eiga þau synina Einar Magnús, Arn- ar Stein og Bjarka Þór, búsett í Hafn- arfirði. 2) Guðfínn- ur Björn, f. 28.7. 1963, kvæntur Hei- di Hansen og eiga þau synina Gísla Víði, Kim André og Kenneth, búsett í Noregi. 3) Gísli Víðir, f. 20.9. 1964, d. 21.4. 1965. 4) Gísli Frið- rik, f. 13.10. 1967, kvæntur Láru Kristínu Gísladóttur. Börn þeirra,_ Kristinn Anton og Ingi- björg Osk, búsett í Hafnarfirði. Utför Einars fer fram frá Hóskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í dag er til moldar borinn vinur minn og mágur, Einar Þorsteins- son, yfirlögregluþjónn í Bolungar- vík. Éinar var fæddur í Tungukoti í Skagafirði og ólst þar upp hjá for- eldram sínum og systkinum. Hann fór snemma að hjálpa til við bú- skapinn og hafði af því yndi og ánægju. Þegar Einar var kominn á ung- lingsár fór hann á vertíð eins og tíðkaðist í þá daga. Og það var einmitt á síldarvertíð á Siglufirði sem hann kynntist Ingý, eftirlifandi eiginkonu sinni. Þau byrjuðu sinn búskap í Tungukoti en fluttu síðan til Bolungarvíkur og hafa búið þar allan sinn búskap. Einar vann ýmis störf áður en hann gerðist lögreglumaður, m.a. við smíðar og það sem til féll í þá daga, einnig opnaði hann Hótel Búðarnes í Bolungarvík og var með veitingarekstur jafnhliða því. Þótti það bjartsýni í þá daga í svo litlu sjávarþorpi, en reksturinn gekk vel hjá þeim hjónum, þau ár sem þau ráku hótelið. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Einari náið á mínum yngri ár- um. Bar hann hag minn fyrir bijósti og fygldist mjög náið með því sem ég var að gera í þá daga. Seinna meir fór ég að vinna hjá honum við heildsölu sem hann setti á fót í Bol- ungarvík og rak þar í nokkur ár. Hann var bjartsýnn og hug- myndaríkur maður í þá daga, og lét sér detta ýmislegt í hug, í sambandi við reksturinn, enda gekk hann mjög vel. Það var mjög gaman að starfa með honum í þessum rekstri. Einnig rak hann verslun á ísafirði á þessum árum. Einar var mikill félagsmálamaður og lét til sín taka í þeim efnum. Hann starfaði í Lionsklúbbi Bol- ungarvíkur og Hestamannafélaginu í Bolungarvík frá stofnun þess og þar undi hann sér vel. Hesta- mennskan átti hug hans allan og þar eyddi hann flestum frístundum sínum. Hann tók einnig mikinn þátt í starfi Framsóknarfélags Bolung- arvíkur og fylgdist náið með fram- gangi bæjarmála og bar hag Bol- ungarvíkur mjög fyrir brjósti. Éinar var einn af þeim mörgu Is- lendingum sem þurftu að fara í hjartaaðgerð. Hjá honum var þetta mikil aðgerð, en hann náði sér furðu fljótt, og bar sig vel þar til nú í októ- ber að hann fór að fá verki fyrir hjartað. Fór hann í rannsókn en niðurstaðan var ekki komin þegar kallið kom. Einar hafði ekki hátt um veikindi sín, hann hafði meiri áhyggjur af öðrum en sjálfum sér. Álltaf var hann tilbúinn að aðstoða aðra og rétta þeim hjálparhönd. Eins og honum hefði verið þetta gefið, alltaf jafn rólegur og yfirvegaður þegar til þurfti að taka. I sumar sem leið áttum við Einar tal saman, hann fór að segja mér að hann ætti nú ekki eftir að vinna lengi við það starf sem hann væri í, var hann farinn að hafa áhyggjur af því hvað hann gæti þá farið að gera. En eitt var víst, hann ætlaði að fara til Noregs á hverju ári og dvelja þar hjá Finna, syni sínum, og fjölskyldu hans og eiga þar náðuga daga. Elsku Ingý mín, Steini, Finni, Gísli, tengdadætur og barnabörn, ég vil fyrir hönd fölskyldu minnar votta ykkur okkar dýpstu samúð í þessari miklu sorg og megi minn- ingin um góðan dreng vera ykkur styrkur í sorginni. Sæbjörn Guðfinnsson og fjölskylda. Hann Einar mágur minn er dá- inn. Enn ber dauðinn á dyr okkar með svona sviplegum hætti og hjá pabba og Möggu systur. En aldrei getur maður sætt sig við hann hvernig sem hann ber að. Ég var aðeins sjö ára þegar ég fékk að kynnast Einari fyrst, þá kom hann heim með Ingý systur minni og ég held að ég gleymi því aldrei, hann var svo góður og myndarlegur og vildi allt fyrir alla gera, ég var svo lánsöm að fá að fara með þeim í sveitina eitt sumar og er það mér ógleymanlegt. Þá var elsti sonurinn fæddur og ég fékk að passa hann. Elsti sonur minn fékk líka að kynn- ast Einari náið því Einar var mikill hestamaður og þegar Addi var 13 ára fékk hann mikinn áhuga á hest- um sem Einari líkaði ekki illa og urðu þeir miklir perluvinir. Ekki stóð á stuðningi Einars í þeim efn- um, og ég veit að Addi mun aldrei gleyma þeirri vináttu og mun ætíð þakka honum allt sem hann gerði fyrir hann. Elsku Einar, þakka þér fyrir allt. Þú varst mér alltaf góður, hvað sem á dundi. Ég á eftir að sakna þín á Þorláksmessu, því þá borðuðum við skötu og hangikjöt saman. Einnig vil ég þakka þér öll kvöldin sem þú leist inn. Þú varst alltaf tryggur vin- ur. Megi góður Guð gefa þér frið og geyma þig. Við þökkum samfylgdina á lífsms leið þar lýsandi stjömur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar næði sína en Alfaðir blessar hvert einasta skeið og að eilífu minningu þína. Elsku Ingý, börn, tengdabörn og barnabörn, ég veit að söknuðurinn er mikill. Megi Guð gefa ykkur styrk í hinni miklu sorg. Jóna S. Guðfinnsdóttir. Aldir og andartök hrynja, með undursamlegum nið. Það er ekkert í heiminum öllum nema eilífðin, Guð og við. (Sigurður Nordal) Hún kom eins og kaldur gustur fregnin um andlát þitt, Einar. Við hér norðan heiða sátum stjörf og köld og trúðum naumast eigin eyr- um. Það var svo stutt síðan við hitt- um þig glaðan og reifan í faðmi fjöl- skyldu og vina. Þó vissum við að heilsa þín var hæpin og þú hafðir barist hetjulega við mannleg mein, en meðfædd hlýja þín og glettni leiddi hugann jafnan frá veikindum og dauða. En nú ert þú allur, Einar minn og eftir standa myndir og minningar frá samverastundum og áralangri vináttu. Við hér norðan heiða nutum þess að fá ykkur hjón- in í heimsókn, því alltaf var jafn gott að njóta félagsskapar ykkar, og ekki síðra að njóta gestrisni ykkar, þegar okkur bar að garði. Það yrði of langt upp að telja það sem við vildum þakka þér nú að leiðarlokum. En minninganna töfratunga talar málið sitt. Þegar mjúku kyrru kveldin kynda á hafi sólareldinn. Starfandi hinn mikli máttur um mannheim gengur hljótt. Alnáttúruæða-sláttur allt er kyrrt og rótt. Enginn heyrist andardráttur engin kemur nótt. (Olína Sigurðard.) Það er kannski táknrænt fyrir lífshlaup þitt að taka hinstu and- vörpin við umhyggju fyrir vinum þínum hestunum, en þeim unnir þú og sinntir til hinstu stundar, eins og sannur Skagfirðingur og dýravinur, og hefðir eflaust getað tekið undir með Einari Ben. „ef inni er þröngt tak hnakk þinn og hest og hleyptu út undir loftsins þök.“ Að síðustu, kæri mágur, svili og frændi: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Ingý, synir og aðrir vinir og ættingjar sem syrgja nú eigin- mann, föður og vin, Guð gefi ykkur styrk og bjartsýni til að gleðjast í sorginni yfir því að Einar Þor- steinsson skyldi vera til. Árni, Rannveig, Elísabet, Friðrik og Guðfinnur. Á eftir sumrinu kemur haust, en okkur fannst við varla vera búin að meðtaka haustið þegar veturinn skall á okkur að þessu sinni nokkuð harkalega, eins finnst mér um ótímabæra brottfór Einars Þor- steinssonar héðan úr þessu jarðlífi. Einar var eldhugi í því sem hann tók sér fyrir hendur, sífellt starf- andi og hafði brennandi áhuga á því að hlutimir gengju upp. Hann var Skagfirðingur að ætt og upprana, og flutti ungur til Bolungarvíkur, því þar var lífshamingjan hans, Ingibjörg Guðfmnsdóttir. Hér bjuggu þau, eignuðust strákana sína og komu þeim vel til manns. Þegar ég er að alast upp á Sólbergi fer Einar að byggja hús rétt utar í götunni, og þar bjuggu þau lengst af og var Einar góður granni, því ef honum var gerður greiði var enginn svikinn af, og átti það ekki síst við ef böm vora annars vegar. Ekki var hann búinn að vera hér lengi, þegar Skagfirðingurinn í honum sagði til sín og hann fékk sér hesta, og eftir það áttu þeir mikinn þátt í lífi hans. Árið 1973 er Hestamannafélagið Gnýr stofnað og er hann einn af stofnfélögum og bar hag þess ætíð fyrir brjósti. Margir unglingar kynntust hestum í gegnum hann og var hann ávallt tilbúinn að hjálpa og greiða úr vandræðum, styðja og styrkja og hafði glöggt auga fyrir því hvar aðstoðar væri þörf. Veit ég að margur unglingurinn á honum að þakka ljúfar minningar og gleði úr hestamennskunni ásamt því að hafa kynnst góðum reiðhesti með hans hjálp. Engum duldist sem þekkti Einar, hve veglegan sess hestar skipuðu í huga hans og ekki síst naut hann þeirrar fornu listgreinar hestamanna að hafa hestakaup, og ljómaði hann allur þegar hann sagði frá eða sýndi nýjasta gripinn. Á frívöktum sást oft til Einars koma framan úr dal snemma morg- uns, fór hann þá góða milliferð á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.