Morgunblaðið - 07.11.1998, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞORSTEINN
SIGURÐSSON
+ Þorsteinn Sig-
urðsson, fyrrv.
forstjóri J.P. Pét-
urssonar, fæddist í
Reykjavík 9. mars
1920. Hann lést á
Landakoti 2. nóv-
ember síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Áskirkju 6.
nóvember.
Mig langar með
nokkrum orðum að
minnast tengdafóður.
Fyrstu kynni mín af
Þorsteini voru nokkuð
sérstök. Þegar elsti sonur hans
(Bjami) eignaðist vinkonu (mig)
fannst Þorsteini að sonurinn yrði að
koma fram eins og sannur herra-
maður og færa vinkonu sinni blóm.
Mér fannst skrýtið að fá blómvönd í
tíma og ótíma og þetta samræmdist
ekki framkomu 17 ára stráks af ‘68-
kynslóðinni. Bjami sagði mér, að
hann yrði að gera þetta fyrir pabba
sinn. Svo kom að því að ég hitti
þennan „rómantíska" herramann,
þegar Þorsteinn og Inga Lillý buðu
mér til kvöldverðar. Þorsteinn
heilsaði mér með hlýju handtaki og
hneigði sig djúpt og var mjög fágað-
ur og formfastur. Það kom í ljós að
við Þorsteinn áttum sameiginlegt
áhugamál, myndlist og hönnun.
Hann sýndi mér málverk eftir
gömlu íslensku meistarana og nú-
tímalistaverk sem þau hjónin höfðu
eignast í sínum búskap. Einnig
sýndi hann mér fallega muni sem
þau höfðu keypt, marga hverja á
ferðum erlendis á íyrstu árunum
þeirra. Þorsteinn keypti erlend
tímarit um list, hönnun og arki-
tektúr. I þau 33 ár sem ég naut
samvista við Þorstein og kom í
heimsókn til tengdaforeldra minna,
sýndi hann mér alltaf nýjasta blaðið
sitt og það sem vakti athygli hans
hverju sinni. Hjónin fylgdust vel
með og voru samtaka um að gera
heimili sitt glæsilegt. Við Bjarni
bjuggum erlendis í nokkur ár, þá
heimsóttu þau okkur oft. í slíkum
heimsóknum og einnig á ferðalög-
um með þeim erlendis, var gjaman
farið að skoða antík eða listmuni og
þá duttum við stundum niður á
skemmtilega hluti. Á einu ferðalagi
lentum við á glæsilegri tískusýn-
ingu. Eftir sýninguna vildi Þor-
steinn að við færum að skoða fótin
og hvatti mig til að máta. Hann vildi
endilega að Bjami gæfi mér kápu,
sem hann sagði vera glæsilegustu
flíkina á sýningunni. Kápan kostaði
miklu meira en við ungu hjónin
höfðum efni á, en Þorsteinn sagði
það engu máli skipta, við ættum
bara að láta eitthvað annað á móti
okkur. Og við fórum heim með
kápuna. Þar hafði ég eignast nýjan
bandamann í áhuga mínum á þess-
ari tegund hönnunar,
en fram til þessa hafði
mamma mín verið
minn aðalráðgjafí og
hönnuður. Þorsteinn
var alltaf svo glæsilega
klæddur að eftir var
tekið. Það var Inga
Lillý líka og Þorsteinn
hafði gaman af að
gleðja hana og kom oft
heim með falleg föt
handa henni og skart-
gripi. Þorsteinn hafði
gott vit á efnum og
valdi alltaf það besta.
Hann fylgdist með því
nýjasta í línum og litum. Honum
þótti því leitt þegar hann í veikind-
unum gat ekki lengur haldið reisn
sinni. Undir það síðasta, átti hann
ekki gott með að tjá sig, en var þó
samur við sig. Ég heimsótti hann
fýrir stuttu og var í mjúkri ullar-
kápu. Hann strauk kápuna aftur og
aftur, brosti sínu blíðasta og kinkaði
kolli. Honum leist vel á efnið og nú
var hann líkur sjálfum sér, þrátt
fyrir allt. Þorsteinn var ekki bara
fagurkeri, heldur líka sælkeri.
Ávextir voru sérstakt áhugamál.
Þegar við vorum á ferðalögum, var
hápunkturinn að komast á ávaxta-
markað, að ég tali nú ekki um þegar
hann gat farið og tínt plómur, epli
eða jarðarber sjálfur. Hann átti sína
uppáhalds ávaxtakaupmenn í
Reykjavík. Konditorí og bakarí
voru líka á hans áhugasviði, enda
mikill sælkeri, sem vissi allt um
konfekt og tertur. Þorsteinn var
alla tíð mjög vinnusamur og unni
sér sjaldan hvíldar. Þrátt fyrir það
fóru þau hjónin oft í sælureitinn
sinn við Þingvallavatn. Þar fannst
þeim himininn blárri, sólin heitari,
fískurinn ferskari og berin sætari.
Nú er komið að leiðarlokum hjá
Þorsteini og hann fínnur annan
sælureit. Ég þakka honum sam-
fylgdina og lærdómsrík kynni. Ég
dáðist að styrk Ingu Lillýjar í veik-
indum Þorsteins og missir hennar
er mikill. Ég votta fjölskyldu Þor-
steins innilega samúð mína.
Guðrún Björt.
Þorsteinn Sigurðsson var giftur
móðursystur minni Ingu Lillý
Bjarnadóttur. Mig langar til að
minnast hans með nokkrum orðum.
Þorsteinn er mér sérstaklega minn-
isstæður frá því ég var bam og ung-
lingur. Fyrir mér var hann eins og
allir feður ættu að vera. Hann var
einstaklega bamgóður maður og
laðaði börn að sér með ljúfri fram-
komu. Ég var fimmtán ára þegar ég
fór með þeim hjónum og þremur
sonum þeirra til Kaupmannahafnar
í sex vikur. Ferðin var farin til að
leita lækningar fyrir einn af sonum
þeirra. Ég gerði mér strax grein
fyrir því að þetta var ekki skemmti-
ferð fyrir þau hjón með fjögur böm
sem sífellt þurfti að fylgjast með og
sinna. Þrátt fyrir það lét Þorsteinn
mig aldrei fínna annað en að ég
væri sem eitt af hans börnum og
með stakri alúð og væntumþykju
sinnti hann okkur öllum af mikilli
natni. Þorsteinn var mikill heims-
maður og virtist þekkja vel til í
Kaupmannhöfn. Hann var öraggur í
fasi og vissi alltaf hvaða stefnu
skyldi taka. Þetta var maður sem ég
gat litið upp til. Svo voru þau hjónin
alltaf svo hlý og góð hvort við ann-
að. Þarna fann ég mig í öraggum
höndum. Þessi tími í Kaupmanna-
höfn er mér ógleymanlegur og verð-
ur mér oft hugsað til þessa ferða-
lags. Þó að ferðin væri farin í alvar-
legum tilgangi era ánægjulegar og
hlýlegar minningar það sem eftir
lifir. Þau hjónin vora gift í yfir hálfa
öld og reyndu margt saman. Lífíð
lék ekki alltaf við þau, sem virtust
samt styrkjast við mótlætið. Bama-
missir, sjúkdómar og systkinamiss-
ir mörkuðu djúp spor í líf þeirra. En
synirnir fjórir, Jón Bjarni, Stein-
grímur, Sigurður og Ánton Pétur,
era allir miklum mannkostum
prýddir og hafa náð langt hver á
sínu sviði. Það hefur án efa veitt
Þorsteini mikla lífsfyllingu að fylgj-
ast með uppvexti þeirra og þroska
og var hann stoltur af sonum sínum.
Með æðraleysi og væntumþykju
hafa þau hjón átt góða ævi saman.
Missir Ingu Lillýar er mikill og
votta ég henni og fjölskyldunni allri
mína dýpstu samúð.
Margét I. Hansen.
Það eru margar og Ijúfar minn-
ingar sem koma upp í huga minn
þegar ég sest niður og skrifa um
samstarfsmann minn, Þorstein Sig-
urðsson. Hann var forstjóri J.B.
Péturssonar þau ár sem ég var þar
verkstjóri. Hann gerði miklar kröf-
ur til sjálfs sín og einnig kröfur til
annarra. Framkoma hans ein-
kenndist af hógværð og háttvísi.
Þorsteinn kenndi mér að meta og
leggja rækt við menningu okkar og
að fjölskyldutengslin mætti ekki
vanrækja í amstri daganna. Hann
var sanngjarn við þá sem hjá hon-
um unnu en stundum gerði hann
líka athugasemdir við vinnu sam-
starfsfélaga sinna. Hann hafði
áhuga á þjóðmálum og fylgdist vel
með atburðum líðandi stundar.
Hann hafði skoðun á hlutunum og
hafði alltaf eitthvað gott til málanna
að leggja. Síðustu árin þegar halla
tók af degi fékk hann þann sjúkdóm
sem að lokum leiddi hann til hinstu
stundar. Lífsgöngu hans er lokið.
Lifsstarf hans var mikið og farsælt.
Minning um hann er vinum hans
hugljúf. Þorsteinn var sérlega ráða-
góður og aldrei heyrði ég hann
segja styggðarorð um nokkurn
mann. Einnig var hann sérlega
bamgóður og bóngóður og vildi öll-
um vel gera. Við unnum saman hjá
J.B.P. í tæp 30 ár. Fyrir hönd sam-
starfsfélaganna hjá J.B. Péturssyni
þökkum við samfylgdina. Fjöl-
skylda mín, kona og dætur þakka
Þorsteini góð kynni og velvilja.
Finnbogi Þór Baldvinsson.
Okkar kæri,
RAGNAR ÁRNASON
sjómaður,
Lindarsíðu 4,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
fimmtudaginn 5. nóvember.
Hann verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 10. nóvember kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag íslands.
Sigurbjörg Helgadóttir,
Ragna Ragnarsdóttir,
Sigurður Rúnar Ragnarsson,
Kolbrún Björk Ragnarsdóttir,
Svanhvít Björk Ragnarsdóttir,
Valdís Brynja Þorkelsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
í dag kveð ég frænda minn og
vin, Þorstein Sigurðsson. Ég á í
hjarta mínu góðar minningar um
þig og yndisleg framkoma ykkar
Ingu Lillýjar í minn garð verður vel
geymd. Ég var 13 ára er ég fór að
stússast með þér í blómunum, en þú
varst á þeim árum blómaheildsali.
Fyrir það fékk ég vasapening, auk
þess bónusinn að sitja í bílum þín-
um sem voru eðalvagnar í mínum
augum. Hafðir þú gaman af góðum
og kraftmiklum bílum. Seinna fékk
ég vinnu í verslun fjölskyldu ykkar,
J.B. Péturssyni með skólagöngu
minni og kom það sér vel. Þar
kynntist ég húsasmíðameistara,
Sveinbimi Sigurðs, og bað ég hann
um að taka mig í iðnnám sem hann
og gerði. Var það nám mér gæfu-
spor. Góðar minningar á ég frá
vinnu á Þingvöllum við sumarbú-
stað ykkar á fallegum stað. Reisu-
legt hús, sælureitur fjölskyldunnar.
Kæri frændi, ég og fjölskylda mín
viljum þakka þér samfylgdina í
gegnum árin. Fjölskylda mín vottar
þér, Inga Lillý, bömum og öðrum
aðstandendum okkar dýpstu samúð.
Guð blessi minningu góðs drengs.
Sigurður Jónsson.
Á mannsævinni breytist æði
margt án þess að jafnóðum sé eftir
því tekið. En safnast þegar saman
kemur og á efri áram kemur það
best í ljós. Hraust og áhyggjulaus
böm hafa löngum átt erfitt með að
ímynda sér sjálf sig sem beygð
gamalmenni. Á sama hátt fínnst
þeim það heldur óraunveraleg saga
að afar og ömmur hafí einhvern
tíma verið hrakkulausir krakkar í
ærslafullum leik. Samt gerist þessi
öldrun sem nú er kölluð, hægt og
hægt, og ekki skyldi um það sakast,
síst þegar maður er orðinn afskap-
lega reyndur og vitur öldungur, að
eigin áliti.
Þegar Þorsteinn frændi minn
hefur lokið ævistarfi sínu verður
mér hugsað til Reykjavíkur á ung-
um aldri okkar. Annar var alinn upp
í höfuðborginni, en hinn gat hrósað
sér af vistinni í sveit afa okkar og
ömmu sem við áttum sannanlega til-
vera okkar að þakka. Annar safnaði
frímerkjum í snotrar möppur og
lagði kapp á smekkvísi í klæðaburði.
Hinn var að æfa sig eins og Ugla á
orgel föðursystur sinnar með til-
sögn nafna síns Isólfssonar, til þess
að fullnægja trúarþörfinni í Gils-
bakkasókn. Annar þekkti hverja
götu í bænum, hinum var varla
treystandi að rata einsömlum neðan
af Lindargötu upp í Sundhöll. Báðir
sóttu einkatíma í merkilegum
tungumálum og festu um leið í
minni nytsamlegar staðreyndir, svo
sem: Sardinia insula est. Annar
dreifði blómum í verslanir til að
setja svip á gleði- og sorgarstundir í
bænum og keyrði þá amerískan bíl
sem hann hafði eignast með dugn-
aði og fyrirhyggju, á lágu númeri.
Hinn dró það hins vegar æði Iengi
að verða stoltur Skoda-eigandi.
Ekki var mikill munur á systkina-
hópum þein-a því að frjósemi var í
ættinni. Systkinin átta í borginni
áttu afkomu sína undir þrotlausri
vinnu fóðurins við að snyrta hár og
skegg borgaranna, svo sem Nordals
og Kiljans. Löngum var líka frænd-
inn úr sveitinni tekinn inn á heimil-
ið. En krakkarnir sjö í sveitinni
treystu á að nóg væri af grasi til að
slá og raka og fóðra með því bless-
aðar skepnurnar sem reyndar hétu
allar sínum nöfnum ekki síður en
borgararnir. Hrútarnir báru til
dæmis vii-ðuleg ráðherranöfn,
Jónas, Tryggvi og Einar á Eyrar-
landi. En þessum tveimur ungu
mönnum var það sameiginlegt að
kvíða ekki framtíðinni, hún var svo
óralöng og hlaut að bjóða upp á ótal
ævintýri og gæfu. Og auðvitað rætt-
ust þær vonir með góðu fjölskyldu-
lífí og átökum við áhugaverð verk-
efni, svo sem að stjórna iðnfyrir-
tæki og tjónka við mislynda ís-
lenska veðráttu.
Það er gangur lífsins að þroskast
og blómstra og láta síðan undan
síga. En svo þungbær getur sú
hnignun orðið að dauðinn verði
kærkominn léttir. Sú staðreynd
dregur þó ekki úr djúpum söknuði
vandamanna eftir langa og dyggi-
lega samfylgd og umönnun. Ég færi
fjölskyldu Þorsteins frænda míns
innilegar samúðarkveðjur og góðar
óskir.
Páll Bergþórsson.
Þorstein Sigurðsson, föðui'bróður
minn, kölluðum við frændsystkinin
aldrei annað en Steina. Hann var
fímmti í röð átta systkina, barna
Sigurðar Ólafssonar rakara og Hall-
dóru Jónsdóttur. Hin voru: Jón, Ás-
gerður, Páll, Guðrún, Ólafía, Ásgeir
og Sigríður. Látin era: Jón, Ásgerð-
ur og Guðrún. Fjölskyldan bjó
framan af á Hverfisgötu. í þá daga
var viðvarandi mjólkurskortur í höf-
uðstaðnum. Sigurður festi því kaup
á smábýlinu Brúarenda, sem var
neðan við Grímsstaðarholtið, og
byggði hús í austurenda landareign-
arinnar, sem kallað var Brú og stóð,
þar sem nú era hjónagarðarnir.
Þangað fluttist fjölskyldan árið 1928
af Hverfisgötunni. Þá var Þorsteinn
átta ára. Þarna óx hann upp í stór-
um systkinahópi og varð hár og
myndarlegur maður. Hann var
betri en enginn, er hann kom aðvíf-
andi dag einn og bjargaði Geira,
yngri bróður sínum og félögum
hans úr Þormóðsstaðahverfinu úr
klóm Holtara, sem hugðust jafna
um þá. Sennilega hefðu hnefaleikar
legið vel fyrir Þorsteini, enda ekki
aðeins hávaxinn, heldur snerpan
einnig í góðu lagi. Holtararnir voru
miklu liðfleiri, en raðir þeirra
splundraðust skjótt, þegar Þor-
steinn hóf aðgerðir.
Brú stóð nokkuð afskekkt, milli
byggðar Holtaranna og Skerja-
fjarðarins. Sunnan við Brú var
svart steinhús, sem aldrei var múr-
að, hálfgert draugahús, sem í bjó
kona, er þótti nokkuð dularfull.
Systkinin urðu sum með afbrigðum
fótfrá, því leiðin frá strætóbiðstöð-
inni heim að Brú gat verið bæði
dimm og drangaleg. Þar gat því
ýmislegt verið á kreiki. A.m.k. yngri
hluti Brúarkrakkanna hélt mjög
hópinn við krakkana í Þormóðs-
staðahverfinu. Pétur tvíburabróðir
Halldóra á Brú bjó að Brúarenda,
steinhúsi, er seinna lenti í syðri veg-
arbrún Starhaga. Hann sá um bú-
skapinn með öðra, en lengst af voru
kýrnar þrjár. Börn Péturs, Gunn-
laugur og Lára, vora tryggir leikfé-
lagar, en einnig Olsen-bræður og
Kristiansenbömin á Þormóðsstöð-
um, svo nokkrir séu nefndir. Fjöl-
skyldan var borgfirskrar ættar.
Börnin voru flest sumur í Borgar-
fjarðarhéraði „í sveit“, þá helst hjá
frændfólki sínu. Þorsteinn var
reyndar nokkur sumur í sveit hjá
föðurbróður sínum, Sigurjóni, sem
bjó í Norðurgröf á Kjalarnesi.
Stundum dvöldu ættingjar úr Borg-
arfirðinum hjá þeim vetrarlangt,
vegna skólagöngu í Reykjavík.
Fjölskyldan bjó að Brú þar til ár-
ið 1937, að selja varð húsið. Var þá
flutt í foreldrahús Sigurðar, sem
hann hafði keypt. Þetta var meðal-
stórt timburhús við Lindargötuna.
Þar var nokkuð þröngbýlt, því þar
bjó ekki aðeins fjölskylda Sigurðar,
heldur einnig Sigurdís, systir hans,
ásamt fjölskyldu sinni, uppi á lofti
undir súð. Við systkinabörnin
þekktum aðeins þetta fjölskylduhús
og höfum því jafnan talað okkar á
milli um Lindargötufjölskylduna.
Snemma átti kaupsýsla hug Þor-
steins. Hann gerðist blómaheildsali,
og seldi einkum blóm fyrir garð-
yrkjubændur í Mosfellssveitinni.
Eftirlifandi konu sinni, Ingu Lillý,
kvæntist hann árið 1947. Hún var
dóttir Jóns Bjarna Péturssonar
blikksmiðs, er rak blikksmiðju J.B.
Péturssonar, og Ingibjargar, konu
hans. I fjölda ára var Þorsteinn
framkvæmdastjóri blikksmiðju J.B.
Péturssonar.
Þau Inga Lillý eignuðust sex
börn. Tvö þeirra létust skömmu eft-
ir fæðingu. Fjórir synir komust
upp. Þeir era: Jón Bjami, heimilis-
læknir í Hafnarfirði; Steingrímur,
sem býr að Tjaldanesi í Mosfellsdal;
Sigurður, veðurfræðingur og Anton
Pétur, geðlæknir í Rochester í New
York-ríki.
Auk þess að vera kaupsýslumaður
af guðs náð, var Þorsteinn fyrir-
myndarfaðir og var heimili þeirra
Ingu Lillýjar jafnan vel búið. Ekki
er laust við, að stundum þættu
manni synir hans öfundsverðir. í af-
mælisveislum þeirra var Steini höfð-
inglegur í lund og afbragðs kvik-
myndastjóri. Og Inga-Lilly sá til
þess, að boðið var upp á úrvalstertur
með tilheyrandi drykkjarföngum.
Síðar þótti mér jafnan einstak-
lega ánægjulegt að hitta Steina og
ræða við hann um menn og málefni.
Þótt oft greindi okkur á, urðu sam-
ræður okkar aldrei að illdeilum, til
þess var Steini alltof fágaður maður
og hlýr. Langt er síðan ég tók að
sakna samfundanna við Steina. Ég
mun alltaf minnast hans, ekki eins
og hann var síðustu árin, þjáður af
Alzheimer-sjúkdómnum, heldur
fyrir þá eðliskosti, er prýddu hann
sem heilbrigðan, fulltíða mann:
Fáguð framkoma, kvikar hreyfing-
ar og hresst yfirbragð.
Sigvaldi Ásgeirsson.