Morgunblaðið - 07.11.1998, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 07.11.1998, Qupperneq 52
< 52 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Magdalena Mar- grét Sæmund- sen fæddist á Blönduósi 27. inaí 1921. Hún var dóttir Evalds Sæmundsen, verslunarstjóra þar, og konu hans, Þuríðar Sæmundsen kennara, dóttur Sig- urðar Sigurðssonar, bónda á Húnstöð- um, og konu hans, ? Sigurbjargar Gísla- dóttur. Önnur börn Evalds og Þuríðar voru Þorgerður, f. 22. ágúst 1918, Ari, f. 23. des. 1923, d. 7. maí 1924 og Pétur, f. 13. feb. 1925, d. 5. feb. 1982. Magdalena giftist Þormóði Sigurgeirssyni 27. maí 1961. Hann fæddist 3. nóv. 1919 sonur hjónanna Sigurgeirs Björnsson- ar, bónda á Orrastöðum, og konu hans, Torfhildar Þor- steinsdóttur. Fósturdóttir þeirra er Sigríður Hermanns- dóttir, systurdóttir Magdalenu, Magdalena Sæmundsen frá Blönduósi, Mæsa, lést hinn 31. októ- ber sl. Hún var systir föður okkar, Péturs heitins Sæmundsen. Við vilj- um kveðja ástkæra frænku okkar með nokkrum orðum. Þegar við bræðurnir lítum til baka og rifjum upp stundirnar með Mæsu kemur veiðiskapur strax í hugann. Okkur eru minnisstæðir veiðitúrarnir í Laxá á Asum þar sem við, ungir drengir, valhoppuð- um á bökkunum og fylgdumst andaktugir með Mæsu landa hverj- um laxinum á fætur öðrum. Hún var ótrúlega útsjónarsöm og maður hafði á tilfinningunni, að hún gæti töfrað upp fisk, þegar henni sýndist. Við vorum ekki háir í loftinu, þegar Mæsa ákvað að nú væri kominn tími fyi-ir frændur sína að spreyta sig. Þolinmóð sýndi hún okkur, hvemig ætti að bera sig að. Það voru stoltir ungir veiðimenn, sem lönduðu sín- um fyrstu löxum, undir handleiðslu hennar, og hlutu hól fyrir. Einnig var glatt á hjalla þegar Mæsa smal- aði okkur frændsystkinunum í gamla Momsinn hans Þormóðs og við héldum til veiða í Fremri-Laxá. Hún leiðbeindi, brosti og beitti. Það hefur örugglega reynt á þolinmæð- ina að sinna öllum hópnum og reyna að tryggja, að allir fengju notið æv- intýrisins, jafnvel þeir, sem í ákafa sínum duttu í ána eða óðu uppfyrir, en vosbúð og þreyta voru fljót að gleymast við veiðar í návist Mæsu. Hvort sem maður var með stöng í hönd á sólríku sumarkvöldi við Fremri-Laxá, að vitja um net í sjón- um fyrir sunnan Blönduós eða í vötnunum á Auðkúluheiði, alltaf var Mæsa nálæg, hjálpleg og glaðvær og hvatti til dáða. Tíminn leið, við uxum úr grasi og hættum að eyða sumrunum við leik á Blönduósi. En Mæsa sleppti ekki af okkur hendinni. Þegar við og fjöl- skyldur okkar komum í heimsókn ■f var okkur alltaf tekið opnum örm- um. Mæsa vildi vita allt um okkar hagi, hvemig gengi í vinnunni og hvað aðrir fjölskyldumeðlimir hefðu fyrir stafni. Oftar en ekki barst talið að veiði, viðskiptum eða pólitík. Mæsa var góður viðmælandi, hún hlustaði með eftirtekt, spurði, gerði athugasemdir og lifði sig inn í þá at- burði, sem lýst var, eins og hún væri sjálf þátttakandi í þeim. Mæsa var gædd skörpum gáfum og innsæi. Hún var sú, sem leitað var til, enda hafði hún vilja til að leysa hvers manns vanda. Hún var miðdepill föðurfjölskyldu okkar. Mæsa átti við langvinn erfíð veik- indi að stríða en hún varðveitti skýra hugsun þrátt fyrir líkamlega hrömun allt til loka. Mæsu verður sárt saknað, en reynslan um samvistir við hana mun lifa áfram í okkur og með okkur. ji Blessuð sé minning hennar. Evald, Ari Kristján og Grímur. f. 3. mars 1955. Magdalena lauk verslunai’prófi frá Verslunarskóla Is- lands vorið 1939. St.rax eftir lokapróf réðst hún til Stjórn- arráðs íslands og vann þar í sex ár. Þá fór hún til fram- haldsnáms í versl- unarskóla í Stokk- hólmi í eitt ár. Heim komin fór hún að vinna við verslun móður sinnar á Blönduósi ásamt öðrum störfum, kom meðal ann- ars að stjórnun ýmissa fyrir- tækja þar, s.s Blönduskálans, Húnakjörs, Blönduósbakarís o.fl. Lengst starfaði hún sem gjaldkeri Héraðshælisins á Blönduósi, eða allt til ársins 1988 og hafði þá unnið þar hátt á þriðja áratug. títför Magdalenu verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Árin líða hvert af öðm með sínum viðurkennda óskeikula hraða og tímatali og skilja eftir sig marghátt- aðar minningar um menn og mál- efni. Að lifa langa ævi hefir óhjá- kvæmilega í för með sér að sam- tímamönnunum fækkar smátt og smátt á taflborði samfélagsins og tómleika- og saknaðarkennd gerir mjög vart við sig og fyllir hugann. Svo varð um mig er ég frétti lát Magdalenu Sæmundsen, hennar Mæsu eins og við Húnvetningar nefndum hana jafnan. Ég var aðeins tíu ára er ég kom fyrst til Blönduóss með móður minni og í Sæmundsenshúsið, eins og það var nefnt og er enn. Vin- skapur var með foreldrum mínum og þeim hjónum Evald og Þuríði Sæmundsen, foreldrum Mæsu. Fað- ir minn hafði tamið hesta fyrir Sæ- mundsen og áttu þeir sameiginlegt áhugamál í sambandi við þá. Evald Sæmundsen dó skömmu seinna frá konu sinni og þremur börnum þeirra hjóna í frumbernsku. Eigin- kona hans, Þuríður, sagði mér síðar, eftir að ég var orinn fulltíða maður að þá hefðu vináttuböndin styrkst við foreldra mína og héldust þau meðan þau lifðu. Varla var komið svo til Blönduóss að ekki væri kom- ið í Sæmundsenshúsið, notið veit- inga og stundum jafnvel nætur- greiða. Má segja að þetta samband erfðist til okkar systkinanna í Saur- bæ og jafnvel barna minna og er gott að hugsa til þeirrar tryggðar. Ariðn liðu og Mæsa varð fulltíða stúlka, mótuð af arfleifð foreldra sinna og mikilli ráðdeild og atorku móður sinnar sem kom börnum sín- um til mennta og manndóms með miklu starfí og forsjálni. Er gott að hljóta slíkt veganesti út í lífið. Munu Mæsu hafa staðið margir möguleik- ar til boða sem hún hafnaði en kaus að hasla sér starfsgrundvöll hér heima á Blönduósi. Varð starfsvett- vangur hennar, um árabil, fram- kvæmdastjórn og reikningshald fyrir Héraðshæli Austur-Húnvetn- inga og var það í framhaldi af störf- um móður hennar er var gjaldkeri gamla sjúkrahússins hér niðri í gamla bænum. Með báðum mæðg- unum átti ég samstarf á þessu sviði, bæði fyrir Sjúkrasamlag Áshrepps og sem stjórnarmaður sjúkrahúss- ins og er þess hvors tveggja gott að minnast. Eftir að Mæsa giftist hvarf hún úr Sæmundsenshúsinu og þau hjón- in byggðu sér íbúðarhús norðan Blöndu. Tengslin rofnuðu þó ekki því samheldni fjölskyldunnar er óvenju mikil og tryggð við heima- hagana. Meðfædd háttvísi og hlýr per- sónuleiki fylgdi Mæsu. Um einka- hagi var hún dul og sóttist ekki eftir að blanda sér í félagsmál umfram það sem störf hennar kröfðust. I þröngum hópi vina var hún jafnvel gáskafull og miðlaði frá sér skemmtilegheitum á sinn hæverska hátt. Eru mér og konu minni minn- isstæðar slíkar stundir með þeim Þoimóði og fleira góðu fólki, bæði heima og heiman, í byggð eða á heiðum uppi, meðan aldur og ástæð- ur leyfðu. Slíkt hefír varanlegt gildi og gleymist ekki. Hin síðari ár háði Magdalena Sæ- mundsen harða baráttu við erfiðan sjúkdóm og oftar en einu sinni virt- ist stríðið tapað. Á þessum síðustu árum kom það í hlut manns hennar, Þormóðs Sigurgeirssonar, að veita konu sinni alla þá vernd er í hans valdi stóð. Sama var um systurdótt- ur Mæsu, Sigríði Hermannsdóttur, sm varð fósturdóttir þeirra hjóna, og raunar aðra þá er henni stóðu næstir. En allt hefír sitt upphaf og enda nema eilífðin. Erfíðu sjúkdómsstríði er lokið. Almættið hefír fellt sinn dóm og hrifíð burtu kæran sam- ferðamann. Við hjónin vottum eiginmanni hinnar látu heiðurskonu, og öðram hennar nánustu, samhug. Grímur Gíslason. Menn hafa sagt, að gallinn við að verða gamall sé sá að þurfa að horfa á eftir svo mörgum samstarfsmönn- um, vinum og kunningjum yfir móð- una miklu. Þeim fækkar nú óðum gömlu Húnvetningunum, sem mað- ur ólst upp með og átti samstarf við í tímans rás. Ein af þeim var Magdalena Sæmundsen, sem nú er nýdáin. Við unnum saman meira og minna í tæp 40 ár. Þannig var það, að móðir Magdalenu, Þuríður Sæ- mundsen, hafði með að gera fjár- reiður spítalans hér á Blönduósi í fjölda mörg ár. Einnig rak hún bókaverslun hér. Það kom því svona af sjálfu sér, að Magdalena, sem út- skrifaðist úr Verslunarskóla Is- lands, hjálpaði móður sinni við bók- hald spítalans og tók svo við því, þótt það væri á nafni móður hennar í nokkuð mörg ár. Eg hafði svo á minni hendi fjárreiður byggingar nýja spítalans frá árinu 1952. Þá hófst samstarf okkar, sem stóð óslitið fram undir 1990. Starf bókhaldarans var meira en bara að færa bókhaldið, því í raun var hún gjaldkeri og framkvæmda- stjóri sjúkrahússins. Þær mæðgur báðar bára hag sjúkrahússins mjög fyrir brjósti, en það var rekið á kostnað sýslusjóðs Austur-Húna- vatnssýslu. Sýslunefnd kaus endur- skoðendur reikninga sjúkrahússins, sem áður fyrr var alltaf kallaður spítali og eftir að ný bygging leysti þá gömlu af hólmi hét sjúkrahúsið Héraðshæli Austur-Húnvetninga. Einu sinni óskaði endurskoðandi eftir að vera leystur frá því að end- urskoða reikninga héraðshælisins. Hann væri orðinn leiður á þessu. Það fyndist aldrei neitt til þess að gera athugasemd við. Magdalena þurfti því í starfí sínu að hafa dag- leg samskipti við starfsfólk sjúkra- hússins og einnig starfmenn sjúkra- samlaganna meðan þau voru. Auð- vitað voru ekki allir alltaf sammála en Magdalena reyndi ávallt að liðka hlutina til þannig að allir gætu sæmilega við unað. Eg neita því ekki, að stundum fannst mér ef til vill um of hlustað á rödd hjartans, en lét kyrrt liggja. Fjársvelti í heil- brigðisþjónustunni er ekki nýtil- komið. Allan þann tíma, sem við unnum saman, var fjárskortur og úr litlu að spila. En henni var ljóst, að ánægt starfsfólk var mikils virði og reyndi að lifa eftir því. Og hafði erindi sem erfiði, því trúnaðartraust var milli hennar og starfsfólks sjúkrahússins. Eg vil fyrir hönd fyrri stjómenda sjúkrahússins og raunar allra starfsmanna þess, lækna, hjúkrun- ar- og aðstoðarfólks, þakka Magda- lenu fyrir störf hennar fyrir sjúkra- húsið í um fjörutíu ár. Mörg okkar, sem unnum áram saman með Magdalenu, era nú farin á vit feðra sinna, en við sem enn lifum færum manni Magdalenu og ættingjum hennar innilegar samúðarkveðjur og þökkum óeigingjarnt starf í þágu Héraðshælis Austur-Húnvetninga. Jón Isberg. MAGDALENA SÆMUNDSEN KRISTJAN HREINSSON + Kristján Hreins- son fæddist á Hafsteini á Stokks- eyri 27. ágúst 1910. Hann lést á Kumb- aravogi föstudaginn 30. október síðast- liðinn. Foreldrar Kristjáns voru Kristín Jakobsdótt- ir, húsfreyja, f. 16.3. 1877, d. 2.8. 1958, og Hreinn Krist- jánsson, sjómaður og bóndi, f. 4.11. 1879, d. 20.2. 1950. Systkini Kristjáns voru: 1) Tyrfingur Agnar, f. 15.9. 1905, d. 1.12. 1908. 2) Kjartan, f. 8.9. 1907, d. 4. 12. 1908. 3) Agnar Kjartan, f. 18.9. 1909, d. 5.3. 1995. 4) Sigurður Hafstein, f. 26.7. 1913, d. 24.2. 1975. 5) Ásta, f. 17.3. 1916, d. 22. 5. 1932. Hinn 27. janúar 1940, kvæntist Kristján Sigríði Jónu Jónasdóttur, f.13.8. 1911, d. 20. 6. 1987. Foreldrar hennar voru: Jónas Einarsson, f. 18. 1. 1867, d. 5.4. 1927, og Guð- leif Gunnarsdóttir, f. 20.6. 1873, d. 6.1. 1953. Elsta barn Kristjáns er Haf- steinn Austmann listmálari, f. 19.7. 1934. Móðir hans var Friðrikka Guð- mundsdóttir, f. 20.11. 1913. Þau slitu samvistir. Börn Krisljáns og Jónu eru: 1) Ásta, hús- freyja, f. 24.3. 1940, d. 22.7. 1995, maki Jón Andrés Jónsson, verktaki, f. 3.9. 1938. Þau eiga börn. 2) Kristjana, f. 23. 8. 1952, maki Valdimar Gunnarsson. Þau eiga 3 börn. Fósturdóttir Kristjáns og dóttir Jónu var Ás- laug Jónsdóttir, f. 23.6. 1931, d. 6.10. 1975, maki Steingrímur Jónsson, þau slitu samvistir. Þau eignuðust 4 börn. títför Kristjáns fer fram í dag frá Eyrarbakkakirkju og hefst athöfnin klukkan 14. Kæri afí. Sem hinstu kveðju langaði mig að skrifa nokkrar línur til þín. Ég var nú ekki há í loftinu þegar ég fór að fara ásamt systkinum mín- um austur í Sóltún til afa og ömmu. Ávallt var okkur tekið opnum örm- um með heimabakkelsi og mjólk. Við systkinin áttum okkar eigið bú á lóðinni ykkar, þar sem við bökuð- um drullukökur og róluðum. Þar var gaman að una sér. Oft var nú samt bara setið inn í eldhúsi og spjallað við afa og ömmu. Sem barn minnist ég sérstaklega jóla- gjafanna sem komu frá Sóltúni, flesta vora þær heimasmíðaðar og lýstu vel þeirri ást og umhyggju sem afi og amma báru til sinna nánustu. Þarna kenndi ýmissa grasa, t.d. vora þarna dúkkurúm og bílar sem afí nostraði við að smíða eða heimasaumuð dúkkufót sem amma föndraði við. Afí var greindur og vel lesinn maður sem ávallt fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfélag- inu. Sjómennsku stundaði hann á sínum yngi-i árum og beindist því bókmenntaáhugi hans sérstaklega að sjómennsku fyrri ára eða ævi- sögum. Síðustu árin bjó afi á Sólbakka á Eyrarbakka, þar sem honum leið afar vel. Hann naut góðrar umönn- unar þar og var allt gert til að hon- um liði sem best. Ég vil því þakka sérstaklega starfsfólkinu á Sól- bakka fyrir alla þá hlýju og alúð sem það sýndi afa og okkur öllum þegar við komum í heimsókn. Að síðustu vil ég þakka fyrir góða umönnun á Kumbaravogi, þar sem afi eyddi síðustu ævidögum sínum. Elsku afi, ég veit að það verður vel tekið á móti þér í nýjum heim- kynnum. Ég vil að lokum kveðja með þessu ljóði. Vertu sæll, afi, og Guð geymi þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Sigríður Jóna Jónsdóttir. JÓN ÓSKAR + Jón Óskar fæddist á Akra- nesi 18. júlí 1921. Hann lést á heimili sínu Ljósvallagötu 32 í Reykjavík 20. október síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 28. október. Brúnin léttist á mér, nafna mín- um og Halldóri málara, þegar í fjórða rúmið á sjúkrastofunni á spítalanum kom eldri maður, er reyndist vera Jón Oskar, rithöf- undur og skáld. Við þekktum hann ekki persónulega en vissum lítið eitt um þær hugsanir hans í gegn- um tíðina, er hann hafði sett á blað í fáguðum orðum. Samvera okkar stóð í tæpa viku í byrjun septem- ber si. Kynni rúmliggjandi manna á sjúkrastofu verða nokkuð sér- stök, ekki síst ef batahorfur eru tvísýnar. Félagar mínir voru hljóð- látir, hógværir og nægjusamir. Jóni Óskari lá ekki hátt rómur, en hvert orð hans var meitlað. Is- lenskan hans var sem dýrasta djásn. Áhrifin voru í samræmi við það og ristu djúpt. Hann sagði okk- ur frá merkilegu ritverki, er hann hafði nýlokið við og koma á út á næstunni. Tilhlökkunarefni er að fá það í hendur og lesa. Ekki vissum við að hann hefði verið tónlistar- maður í allmörg ár. Og eigi heldur fyrr en á þessum samveradögum, að dóttir hans og konu hans, Krist- ínar listakonu, er Una Margrét. Hún hafði æði oft hrifíð mann með tónlistarþáttum sínum í útvarpinu og frammistöðu sinni fyrir Islands hönd í Kontrapunkti sl. vetur. Já, eplið fellur ekki langt frá eikinni. Jón Óskar gaf okkur stofufélög- unum eintak af ljóðabók sinni frá árinu 1995, Ljóð, og var hún vissu- lega kærkomin gjöf. Hann útskrif- aðist af spítalanum daginn eftir að ég fór heim. Nú er þessi mæti mað- ur allur. Halldór, hinn hægláti og ljúfi félagi okkar, fékk sitt kall viku á undan Jóni. Minningin um þá veitir birtu á þessa fáu samveru- daga. Kannski lýsir Jón Óskar þessu vel í ljóðinu Fjarlægð í fyri’- nefndri ljóðabók, en annað erindi þess er þannig: En undarlega bregður mér í dag að hugsa um þá stund er áður var þá anganstund sem er nú minning tóm og fer um huga minn sem vængjað blóm. Ástvinum sendi ég samúðar- kveðjur. Grétar Áss Sigurðsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.