Morgunblaðið - 07.11.1998, Side 53

Morgunblaðið - 07.11.1998, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 53 EYJÓLFUR PÁLSSON + Eyjólfur Páls- son fæddist Vestmannaeyjum 20. maí 1932. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 6. nóvember. Látinn er góður vin- ur, Eyjólfur Pálsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sjúkra- húss Vestmannaeyja, langt um aldur fram, aðeins 66 ára gamall. Pað var um verslunar- mannahelgina í sumar að við hjónin og Eyjólfur og Ásta höfðum mælt okkur mót í sumarbústaðnum okkar hjóna uppi í Laugardal. Við höfðum þá ákveðið innan tíðar að fara sam- an í jeppaleiðangur um Vestfirði með félögum okkar í Félagi for- stöðumanna sjúkrahúsa á Islandi. Til þess að hressa upp á samver- una í þessari væntanlegu ferð höfð- um við ætlað að æfa okkur svolítið í söng og þess vegna var gítarinn tekinn með. En Eyjólfur og Ásta komu aldrei. Þau höfðu komið við á Eyrarbakka á austurleið og þar hafði vinur okkar Eyjólfur kennt sér lasleika. Af meðfæddri sam- viskusemi og dugnaði lét Eyjólfur Ástu aka sér í vinnuna hjá Rauðakrossinum á þriðjudagsmorg- un, en mætti þá samverkakonu sem sá að eitthvað amaði að og ók hon- um rakleitt í Borgarspítalann. Ekki hvarflaði það að mér þá að þetta væri upphafið að endalokunum hjá þessum góða vini og kollega, en sú varð nú raunin. Eyjólfur dó í Borg- arspítalanum hinn 29. okt. sl. eða réttum þrem mánuðum eftir að hann kenndi sér meins.EP Félag forstöðumanna á íslandi er ekki fjölmennt félag, svo þegar einhver úr hópnum fellur frá er sem fjöl- skyldumeðlimur hafi kvatt, svo náinn er kunningsskapur okkar og okkar maka í gegnum áratuga óg- leymanlega samveru bæði í starfi og leik. Við Eyjólfur vorum samtíða framkvæmdastjórar stóru sjúkra- húsanna í Suðurlandskjördæmi, þ.e.a.s. Sjúkrahúss Suðurlands á Sel- fossi og Sjúkrahússins í Vestmanna- eyjum. Fáir voru þeir dagar sem við ekld höfðum samband til að bera okkur saman um erfiða rekstrar- þætti og starfssamninga við okkar ágæta starfsfólk. Þar fyrir utan á öll- um fundum Landssambands sjúla-a- húsa og á vettvangi Félags forstöðu- manna áttu hugsanir og tillögur okk- ar samleið og vegna elju okkar og félaga okkai- utan af landsbyggðinni fyrir bættri heilbrigðisþjónustu í dreifbýlinu fengum við sæmdarheit- ið „Krummaskuðsmenn" hjá for- svarsmönnum stóru sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæðinu. Þegar vinur minn Eyjólfur kveðui- svo skyndilega verður mér orða vant. En eitt er þó alveg á hreinu að ég skulda honum nótu eða kveðjur af minnisblaði mínu vegna einlægi’ar vináttu þeirra hjóna í garð okkar Hildar. Við hófum störf í heil- brigðisþjónustunni á svipuðum tíma og við hættum báðir vorið 1995 staðráðnir í því að eiga einhver góð ár eftir til þess að njóta lífsins. Þessa vináttu höfum við ræktað þessi ár síðan og munum við hjónin ætíð minnast þeirra góðu stunda. Við Eyjólfur nutum þess að hitta félaga okkar og maka þeirra árlega og brostum góðlátlega þegar þeir sögðu okkur mest öfunduðu menn í stéttinni í dag, eftir að niðurskurð- arþrengingarnar fóru að sliga menn og gera þeim lífið leitt í þeirra mik- ilsverðu stjórnunarstörfum. Eyjólfur var ekki maður einn. Ásta Olafsdóttir, eiginkona hans, var örugglega gleðigjafinn í hans lífi og reyndar okkar samferðamann- anna einnig. Þessi yndislega kona, ættuð frá Eyrarbakka, sem á svo auðvelt með að hlæja og gleðjast og syngur og spilar af ein- stakri innlifun. Mér fróðari menn munu rekja ættir og starfs- feril Eyjólfs, en hann var kennaramenntaður og var bæði kennari og skólastjóri áður en han tók við Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Hann var mikill tónlist- arunnandi og virkur liðsmaður Rauða kross Islands um árabil og eftir að þau hjón fluttust til Reykja- víkur í fyrra og þar til hann lést vann hann hjá Rauða krossinum að yfirtöku og sldpulagningu allra sjúkraflutninga í landinu. Þar naut Eyjólfur sín og þar hafði hann góða yfirsýn og þekkti vel til víða á heil- brigðisstofnunum landsbyggðarinn- ar. Þegar ég hugsa til baka, finnst mér að Eyjólfur vinur minn hafi of lengi og allt of fáliðaður á skrifstofu sjúkrahússins reynt að stýra þess- ari erfiðu en ómissandi þjónustu fyrir Eyjamenn. Hann lagði alltof hart að sér á köflum, kannski vegna meðfæddrar þrjósku, en að mínu mati til þess að spara fé í þessum rekstri og til þess að freista þess að láta endana ná saman. Honum sárnaði oft takmarkaður skilningur ráðuneytismanna á þessum efíða rekstri og biðin eftir úrræðunum sem lofað var og aldrei komu. Þessa sögu þekkjum við þjáningabræður hans í Félagi forstöðumanna sjúkrahúsa á Islandi. Við fráfall Eyjólfs Pálssonar er skarð fyrir skildi í okkar hópi. Hann setti sterkan svip á öll okkar fundahöld, með meitlaðri framsetningu talaðs orðs og úrræðum sem oft reyndust okkur vel í baráttunni. Kæra Ásta, við Hildur sendum þér og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Við vonum að vinátta okkar og kunningsskapur haldi áfram og að þú haldir áfram að auðga umhverfi þitt og vinanna okkar sameiginlegu með ótöldum samverustundum á komandi árum. Blessuð sé minning góðs vinar, Eyjólfs Pálssonar. Ilafsteinn Þorvaldsson, fv. framkvæmdasljóri. í fáum orðum vil ég minnast Eyjólfs Pálssonar sem ég kynntist í Vestmannaeyjum fyrir u.þ.b. aldar- fjórðungi. Ég hef raunar velt því fyr- ir mér hvemig á þvi stóð að ég kymjtist Eyjólfi svo vel. En á þess- um árum vann ég á kvöldvöktum á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja en þar var Eyjólfur framkvæmdastjóri. Ti-úlega voru það kvöldvaktimar sem urðu til þess að við Eyjólfur kynntumst en hann var maður kvöldsins og oft logaði ljós á skrif- stofu hans löngu eftir að hefðbundn- um vinnutíma var lokið. Þá kom hann gjaman í býtibúrið til okkar og fékk sér kaffibolla - sem varla gat talist kaffi því blandan hans var fjórðungur kaffi en 3/4 vatn - ef ég man rétt. Oft fuku góðlátlegar at- hugasemdir: „Hafið þið ekkert að gera hér annað en að drekka kaffi á fullum launum?“ En gjaman var spjallað um landsins gagn og nauð- synjar. Ég held að sjaldnast höfum við Eyjólfur skilið sammála frá þessu kaffispjalli. Eyjólfur var einstakur nákvæmn- ismaður og allt sem hann tók sér fyr- ir hendur bar þess vott. Sjúkrahús Vestmannaeyja naut um árabil krafta hans og orku. En þar var hann vakinn og sofinn yfir velferð stofnunarinnar sem hann veitti for- ystu. Eitt sinn sat ég ráðstefnu með Eyjólfi um málefni sjúkrahúsa á landsbyggðinni. Margir fóm í pontu og tjáðu sig. Sessunautur minn, Eyjólfur, lét sér fátt um finnast og var sjaldnast sammála síðasta ræðumanni. En í lokin steig Eyjólf- ur í pontu og flutti hnitmiðaða og vel rökstudda ræðu. Víst var ég stolt af því að vera fulltrúi Vest- mannaeyja á samkundu þessari. Við hjónin áttum margar góðar samverastundir með Ástu og Eyjólfi. Bæði á ferðalögum erlendis og heima á bæ. Á áranum okkar í Eyjum nutum við gestrisni þeirra og vináttu og eins seinna þegar við sóttum Eyjarnar heim. Þeirra stunda munum við Kjartan ávallt minnast með hlýjum hug. Traustur maður er genginn langt um aldur fram. Með þakklæti fyrir samstarf og vináttu kveð ég Eyjólf og bið góðan Guð að vernda og styrkja ástvini hans alla. Katrín Þórlindsdóttir. Eyjólfur Pálsson settist í 3. bekk Menntaskólans á Laugarvatni haustið 1953. Þar var hann raunar kominn aftur á kunnugar slóðir því hann hafði áður verið tvo vetur í Skálholtsdeild Laugarvatnsskóla, sem var undanfari Menntaskólans, en hann hvarf þar frá námi um stundarsakir. Við sem fyrir voram fundum strax hlýjan og hressilegan andblæ með þessum nýja bekkjarfélaga og Eyjólfur féll þegar inn í hópinn eins og hann hefði verið þar frá upphafi. Hann var léttur í fasi, ákveðinn og úrræðagóður og þess var ekki langt að bíða að hann mótaði öðram frem- ur ýmsar venjur okkar; venjur sem áttu eftir að festast i sessi og hafa sumar hverjar fylgt skólabrag á Laugarvatni sem „hefðir" fram á þennan dag. Á skólaáranum myndast oft þau vináttubönd sem endast ævilangt og ótal atvik, bæði í meðlæti og mótlæti, verða til þess að þjappa litlum hópi bekkjarsystkina fast saman. Sá hópur sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1955 var óvenju samstilltur og að loknum prófum var haldið í ferðalag til Kaupmannahafnar. Eyjólfur átti þar stærstan hlut að máli við undir- búning og skipulagningu ferðarinn- ar og svo vel var um hnútana búið að öllum var okkur kleift að taka þátt í þessu ferðalagi. Og „Nefndin" sem gaf út dagskipanir í þessu sem öðru hefur fylgt bekknum okkar upp frá því. Ferðin varð okkur líka í senn ógleymanleg og ómetanleg og treysti enn betur vináttuböndin, enda oft til hennar vitnað er árin liðu og heit strengd um að fara aft- ur í aðra slíka. Tengslin milli okkar bekkjar- systkinanna héldust líka órofin þótt fundir strjáluðust af eðlilegum or- sökum, en flestir gátu endurnýjað þau reglulega á ,jubilárunum“ og margir þá búnir að festa ráð sitt og komu með betri helminginn með sér svo hópurinn stækkaði allverulega. Strax á menntaskólaárunum vissum við að hugur Eyjólfs var oft bund- inn við stað sem okkar á milli var kallaður ,,Stokkseyrarbakki“. Þar var hún Ásta og áður en langt um leið lífgaði hún upp á hópinn með glaðværð sinni og hlýju viðmóti. Oft var glatt á hjalla þegar haldið var til Laugarvatns með viðkomu hjá bekkjarfélögum á Selfossi eða í Laugai’ási en hæst ber þegar sá draumur rættist á fjöratíu ára út- skriftarafmæli okkar frá Laugar- vatni að hópnum var hóað saman til nýrrar utanlandsferðar, að þessu sinni til Dyflinnar á írlandi. En öll vitum við að ævi okkar stefnir að endadægri. Samt er það alltaf jafn sárt að kveðja þegar stundaglas góðs vinar og félaga rennur út og nú verður skarð fyrir skildi næst þegar bekkurinn okkar kemur saman. En við geymum hug- ljúfar minningar um góðan dreng og kveðjum hann með þökk í huga um leið og við sendum Ástu, böm- um þeii-ra og aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Stúdentar 1955 frá Mennta- skólanum að Laugarvatni. „Nei, er stutta komin!“ Svona tók Eyjólfur á móti mér þegar ég kom til hans og Ástu ömmu í Strembuna og var ég nú ekki ánægð með það í fyrstu að vera kölluð þessu nafni, því ekki var ég há í loftinu en ákvað að slá þessu öllu upp í grín og kalla hann á móti stutta. Hann tók því bara vel og má segja að við höfum haldið þessu okkar á milli. Meðan ég bjó í Eyjum var ég fastur gestur á heimili þeirra. Ég var átta mánaða þegar ég fór að koma í pössun. Mikið var nú gott að koma upp í rúm til Ástu ömmu í holuna hans Eyjólfs þegar hann fór í vinnuna. Svo var náttúr- lega alltaf dekrað við mann eins og prinsessu. Strákamir, Palli og Stebbi, leyfðu mér alltaf að leika með „Playmóið“ og var það eins og að koma í ævintýraland því það var fullur kassi af því. Alltaf héldu þau tryggð við mig og á jólunum var alltaf pakki frá þeim undir trénu. Það sást best hvað þau voru trygg gagnvart mér þegar þau komu fljúgandi frá Eyjum á útskriftar- daginn minn gagngert til þess að fagna þessum tímamótum með mér. Þó að Eyjólfur hafi verið orðinn mjög veikur undir það síðasta fagnaði hann komu minni þegar ég kom og kvaddi hann á sjúkrahúsinu fáeinum dögum fyrir fráfall hans. Nú er hann farinn á undan okkur hinum, en ég veit að þegar að mér kemur verður tekið á móti mér með þessum orðum: „Nei, er stutta kom- in!“ Elsku Ásta amma, Ingibjörg, Palli, Stebbi og fjölskyldur. Ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Guð styrki ykkur í sorginni. Ykkar Sigríður. Kólguský hafa nú hrannast á himin „Daga lita og tóna“, árlega djasshátíð sem haldin hefur verið sl. sjö ár á hvítasunnu í Vestmannaeyj- um. Einn helsti forvígismaður hátíðarinnar og talsmaður hennar er allur. Eyjólfur Pálsson er látinn eftir stutta en harða baráttu aðeins 66 ára gamall. Genginn er góður og grandvar maður sem heill og óskiptur gaf sig að hverju því starfi sem hann tók að sér. Þessu höfðum við félagamir óspart fengið að kynnast í stuttu en nánu samstarfi í kringum „Daga lita og tóna“. Það var ekki stíll Eyjólfs að hafa mörg orð uppi eða teygja lopann og því verður það ekki gert frekar hér. Hér er komið að kveðjustund - stund sem við öll þurfum einhvern tíma að mæta. Hér er komið að stund þess að þakka - þakka fyrir samstarfið og þá forystu sem Eyjólfur veitti okkur. Megi minning hans lifa og okkur hinum veitast styrkur til að halda starfinu áfram. Félagarnir. Haustið 1964, ári eftir Surtseyj- argosið, fluttumst við hjónin með tvo unga syni okkar til Vestmanna- eyja. Enn mátti sjá leifar af svört- um vikri hér og þar um bæinn. Eyjólfur Pálsson, sem þá hafði gegnt embætti skólastjóra gagn- fræðaskólans þar í einn vetur, hafði ráðið okkur til kennslu. Það var hálfgerður kvíðahrollur í okkur. Við vorum aðeins 22ja ára gömul, fáum áram eldri en væntanlegir nemend- ur, en okkur langaði til að rísa undir því trausti, sem skólastjórinn hafði sýnt okkur með ráðningunni. Þegar Eyjólfur tók á móti okkur, var hann svo alúðlegur og þægilegur, að við fóram að hressast. Hann dreif okk- ur með sér beint heim á Strembugötuna í mat, og elskuleg eiginkona hans, Ásta Olafsdóttir, tók okkur opnum örmum, kankvís og kát. Þau hjónin gerðu, þá og síð- ar, allt sem í þeirra valdi stóð til þess að við mættum festa yndi á nýjum stað. Sá stuðningur var okk- ur ómetanlegur. Eyjólfur var einstaklega sam- viskusamur skólastjóri og kennari af Guðs náð. Hann smitaði okkur samstarfsmennina með áhuga sín- um, veitti því athygli sem aðrir gerðu vel og vék að því orði. Ef miður gekk stappaði hann í menn stálinu. Stundum var sest niður á kennarastofunni eftir vinnutíma og létt spjall tekið og var Eyjólfur þá í essinu sínu. Við kenndum fjóra vetur undir stjórn Eyjólfs. Þegar við fluttumst aftur upp á fastalandið vorið 1968, reynslunni ríkari, höfðum við eign- ast vináttu hans og margra mætra karla og kvenna í hópi nemenda, kennara og annars starfsliðs skól- ans. Hafa Vestmannaeyjar og Vest- mannaeyingar skipað sérstakan sess í huga okkar æ síðan. Árið 1988 hélt Björg málverka- sýningu í Vestmannaeyjum og enn var Eyjólfur reiðubúinn að hjálpa. Hann kynnti okkur fyrir vini sínum, Guðna Hermannsen listmálara og fékk hann í Iið með okkur. Einnig áttum við ógleymanlega músík- stund með þeim félögum í vinnu- stofunni hjá Guðna. Nú er Eyjólfur búinn að kveðja. í minningunni er hann skólastjórinn og kennarinn. Við hjónin vottum honum virðingu okkar og þakklæti og biðjum góðar vættir að umvefja Ástu og fjölskylduna. Hilmar Pétur Þormóðsson. ANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR söngkona, áður til heimilis á Birkimei 8b, lést á Hrafnistu Reykjavík fimmtudaginn 5. þessa mánaðar. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Þorgerður Johansen, Haukur Dan Þórhallsson. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður, fósturföður, afa og langafa okkar, AÐALSTEINS ÓLAFSSONAR, Lyngholti 20, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar. Guð blessi ykkur öll. Sigfús Aðalsteinsson, Ragnheiður Baldursdóttir, Guðmundur Ingvi Gestsson, Júlíana Tryggvadóttir, Halldór Gestsson, Sigurður Gestsson, Ingibjörg Jósefsdóttir, Björn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.