Morgunblaðið - 07.11.1998, Síða 55

Morgunblaðið - 07.11.1998, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 55 > MINNINGAR + Engilbert Þor- björnsson fædd- ist í Kirkjubæ í V estmannaeyjum 4.7. 1923. Hann lést 31.10. síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorbjörn Guð- jónsson bóndi á Kirkjubæ, f. 6.10. 1891, d. 23.11. 1974, og Guðleif Helga Þorsteinsdóttir hús- frú á Kirkjubæ, f. 22.9. 1898, d. 28.7. 1976. Systkini hans eru: Þórný Unnur, f. 16.5. 1919, d. 10.10. 1990, gift Ingvari Jóhannssyni; Leifur, f. 23.3. 1921, kvæntur Huldu Jör- undsdóttur; Björn, f. 21.1. 1929, kvæntur Kristínu Villyálms- dóttur; Ingi, f. 21.1. 1931, kvæntur Dóru Jóhannsdóttur. Eftirlifandi eiginkona Engil- berts er Nancy Magnúsdóttir. Barn þeirra er Helga, f. 6.9. Elsku afi, það er margs að minn- ast á stundu sem þessari, fyrstu minningamar em frá því að ég var smápatti uppi á Stapa í Vestmanna- eyjum þegar ég hljóp niður heim- reiðina, niður á veg og fékk að stýra vömbílnum heim á hlað. Arin á Stapa liðu og þú varst óþreyttur við að hafa mig með í bílnum, svo kom að því að við fluttum frá Stapa árið 1971 niður í Grænuhlíð þar sem við bjuggum í eitt og hálft ár, fram að gosi. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar gosið byrjaði, þegar Maggi múr hringdi og sagði: „Vektu hann afa þinn, það er farið 1947, sambýlismað- ur Valtýr Einars- son. Börn Helgu eru: Magnús Lárus- son, f. 13.11. 1963, kvæntur Sigríði Rúnarsdóttur, Bjami Guðmunds- son f. 12.8. 1973, kvæntur Guðrúnu Magnúsdóttur, Nan- sy Guðmundsdóttir, f. 26.7. 1976, sam- býlismaður Ingvar Jóhannesson. Barnabarnabörnin em sex. Engilbert bjó lengst af á Stapa í Vestmannaeyjum og stundaði vömbifreiðaakstur þar til í gosinu 1973 að þau fluttust fyrst til Hveragerðis, síðan á Selfoss og loks til Þor- lákshafnar 1976. Útför Engilberts fer fram frá Þorlákskirkju 7. nóvember og hefst athöfnin kl. 13.30. að gjósá' og ég fór inn og vakti þig og þú sagðir við ömmu: „Nú er Maggi fullur." Síðan fórum við upp á land við amma, svo komst þú 1974. Fyrst bjuggum við í Hveragerði svo á Selfossi þar sem þú keyptir Við- lagasjóðshús, en þér leiddist á Sel- fossi vantaði sjóinn. Árið 1976 flutt- um við svo í Þorlákshöfn í stórt og myndarlegt hús sem þú hafðir reist þar. Þú sagðir alltaf við vini mína og kunningja þegar þeir spurðu hvem- ig hefði verið að ala mig upp að þú hefðir hætt því þegar ég varð 16 ára þá hefði annar maður tekið við og þegar þeir spurðu hver það væri svaraðir þú: „Erlingur Ævar, út- gerðarmaður og skipstjóri, og þá varð hann bölvaður pjakkur." Svo glottir þú, en hjá Erlingi byrjaði ég ungur að róa og hann kenndi mér að vinna og hafi hann bestu þakkir fyrir. I restina varst þú búinn að vera mikið veikur. Tveir menn voru ofarlega í huga þínum þá, annar þeirra var Magnús Sigurðsson (Maggi múr) þegar ég kom eitt skiptið og heimsótti þig voruð þið Maggi búnir að vera að vinna allan daginn bæði hér uppi á landi og úti í Eyjum og oft spurðir þú um Magga og hinn maðurinn var Erlingur Æv- ar, þú spurðir mikið um hann. Fjór- um dögum áður en þú lést spurðir þú hvort Elli hefði komið á bílnum, ekki vissi ég hvaða bíl þú áttir við, en líklega var það Moskinn sem þú áttir, en hann er nú kominn í góðar hendur og verður þar. Elsku afi, ég gæti skrifað heila bók um minning- ar um þig en hér ætla ég að stoppa. Guð einn veit hvað ég sakna þín sárt. Elsku amma, mamma og aðrir ættingjar, ég bið Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Magnús Engilbert Lárusson. Með nokkrum orðum ætla ég að minnast fyrrverandi samstarfsfé- laga míns, Egilberts Þorbjömsson- ar vörubílstjóra frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Leiðir okkar lágu saman á þriðja áratug er ég gerðist meðlimur í Bifreiðastöð Vestmannaeyja árið 1949. Berti, eins og hann var jafnan kallaður, var þar fyrir en hann hóf þar störf árið 1944. Ég átti með honum mjög gott samstarf. Hann var áræðinn, fjölhæfur og ósérhlíf- inn. Honum voru falin trúnaðarstörf fyrir Ekil, stéttarfélag bifreiða- stjóra, og lagði hann jafnan gott til er menn greindi á um leiðir. Á fyrstu starfsárum mínum var mjög mikil vinna á vertíðum og er mest barst á land af fiski, stóðu landanir yfir allan sólarhringinn og jafnvei voru skipakomur því sam- fara er útheimtu meiri bílakost. Þá reyndi á þrautseigju bifreiðastjóra að veita góða þjónustu. Það er ekki á neinn félaganna hallað að fullyi'ða að enginn hafi staðið sig betur í þeirri þjónustu en Berti. Berti varð fyrstur til að leysa þá þraut að geta opnað gaflinn á trogi vörubílsins með léttu handtaki úr ökumannshúsi. Þessa þraut voru fjöldamargir búnir að glíma við, en Berti leysti gátuna er auðveldaði okkur mjög við losun á fiski sem oftar varð að setja í kasir. Og eins var það við losun á síld og síðar loðnu í þrær. Áður var stórhættu- legt að fara aftur fyrir bílana til að opna lokið. Það urðu til margar glettnislegar sagnir af mönnum er fengu þessar nýju opnunargræjur á bíla sína og voru að sýna hve þægi- legar þær voru og tóku í handfangið þegar síst skyldi við lítinn fögnuð þeirra sem þeir voru að vinna fyrir. Berti var meðal fraumkvöðla í að festa sér kaup á bílkrana og veitti með honum fjölbreytta þjónustu, t.d. ámokstur og var með þeim fyrstu sem hífðu loðnu- og síldar- nætur með blökk sem tengd var við kranann, er létti mjög störf sjó- og netamanna. Hann átti hugmyndina að sjálfvirkum gangráð sem bætti við vélina þegar þrýstingur óx á glussakerfi kranans og þetta litla tæki nýttu sér margir. Við Berti áttum nokkrar kindur er hafðar voru á sumarbeit í Ysta- kletti. Við áttum í sameign við aðra lítinn skjögtbát, 1-2 tonna að stærð sem var vélarlaus. Berta fannst rétt að setja í bátinn vél, við sömdum við Oddgeir Kristjánsson, stöðvarstjóra BSV, að selja okkur vél er setja átti við vatnsdælu sem stöðin átti. Odd- geir hafði gaman af að glettast við okkur Berta og sagði að hann væri meiri blóma- og dýravinur en við, hann gæti ekki deytt dýr og alls ekki túlípana. Hann lagði til að við máluðum mynd af hrútshaus á kinn- . ung bátsins. „Það er ákveðið," sagði Berti og bætti við „sem væri að borða túlípana". Oddgeir var ekki samþykur því, en upp frá því var báturinn nefndur Túlípaninn og reyndist mjög vel. Þá vil ég minnast á eftirminnilega sjóferð. Berti ræsti okkur fjáreig- endur, sagði að nú væri komið leiði. Við skyldum mæta með hrútana, sem voru 10 að tölu. Túlípaninn var settur á sjó, festar leystar, en átta menn voru í áhöfn. Þegar komið var norður fyrir Nausthamarsbryggju var okkur ljóst að talsverð ylgja var V fyrir utan hafnargarða. Þá heyrðust útröluraddir, en Berti sagði mönn- um að halda kjafti og tók stefnuna beint á Klettsnef. Við sem fremstir sátum breiddum úr úlpum okkar og vörðum bátinn fyrir ágjöf. Það var fyrst við op Klettshellis sem okkur var kleift að venda bátnum og eftir það var leiðin greiðfær inn í víkina. Eftir að Berti hóf búskap með konu sinni, Magnúsínu, stóð heimili þeirra á Stapa, er áður hafði verið heimili foreldra hennar. Þau hjón hófu byggingu á nýju glæsilegu íbúðarhúsi í austurbænum. Það var átakanlegt fyrir Berta að verða sjónarvottur að því að hraunmass- inn lagði nýja hemilið þeiiTa í rúst. Þótt á móti blési vann Berti við vik- urhreinsunina og þegar henni var að mestu lokið flutti hann alfarið frá Eyjum með fjölskyldu sína og byggði sér nýtt hús í Þorlákshöfn. Þar hélt hann áfram akstri meðan heilsan leyfði. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt samleið með Berta. Ég vil votta konu hans og fjölskyldu samúð mína, guð blessi ykkur. Magnús Guðjónsson. ENGILBERT ÞORBJÖRNSSON SÓLRÚN SIGVALDADÓTTIR + Sólrún Sig- valdadóttir fæddist í Steinholti í Glæsibæjarhreppi, 20. október 1907. Hún lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Hornbrekku í Ólafs- firði 1. nóvember siðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigvaldi Grímsson, f. í Hraukbæjarkoti í Kræklingahlíð 15.5. 1862, d. 29.11. 1942, og Sigríður Elín Þorsteinsdótt- ir, f. í Kothúsum í Garði 31.7. 1873, d. 4.5. 1961. Systkini hennar eru Helgi Sigurður, f. á Krossastöðum á Þelamörk 11.2. 1895, d.14.4. 1913; Ólína Hólmfríður, f. í Heiðarhúsum á Þelamörk 21.11. 1897, d. 23.4.1983; Guðrún Dag- björt, f. í Heiðarhúsum 15.7. 1900, d. 12.7. 1997; Anna, f. í Steinholti 10.12. 1903, d. 24.7. 1926; Jóhanna Ingibjörg, f. á Syðri-Á 26.8.1911, d. 26.7. 1961; og Helga Sigríður, f. á Syðri-Á 3.6. 1914, d. 22.12. 1986. Sólrún fluttist fimm ára gömul með foreldrum sín- um að Syðri-Á í Ólafsfirði og þar ólst hún upp. Hinn 4.11. 1928 giftist Sójrún Steingrími Árna Baldvinssyni frá Árbakka á Kleifum í Ólafsfirði, seinna Búðarhóli á Kleif- um, f. 28.4. 1894, d. 5.4. 1985. Þau eignuðust þrjár dætur: Sigríði Önnu, f. 21.7. 1930, d. 5.10. 1931, Huldu Brynju, f. 6.8. 1932 sem á dæturnar Sólrúnu og Sesselju Margréti með Páli Axelssyni úr Keflavík; Sigríði, f. 20.11. 1933: hennar maður var Þórarinn Guðmundsson, menntaskólakennari, f. 4.5. 1936, d. 6.8. 1991. Þeirra börn eru Agla Huld og Helga Dröfn. Barnabarnabörn Sól- rúnar eru sjö. __ Sólrún verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskuleg móðursystir mín, Sól- rún Sigvaldadóttir, sem andaðist aðfaranótt 1. nóvember síðastliðinn, kveður þetta jarðlíf síðust sjö systk- ina, eftir langa sjúkdómslegu á Hornbrekku, dvalarheimili aldraðra í Ólafsfirði. Eins og fram kemur í inngangi hér að ofan komu foreldr- ar hennar hvort úr sínum lands- hluta. Sigvaldi faðir hennar hafði farið til sjóróðra suður á land 1893 og dvaldi að Útskálum í Garði ásamt félögum sínum. Um vorið veiktist hann af lungnabólgu og var hjúkrað af ungri stúlku, Sigríði Elínu Þorsteinsdóttur, sem þar var ásamt móður sinni í húsmennsku, hjá prestinum, séra Sigurði Sívert- sen. Þau Sigríður felldu hugi saman og þegar hann var ferðafær tók hann með sér tilvonandi brúði sína norður yfir fjöD, Sigvaldi hafði stundað nám við Möðruvallaskóla og útskrifast þaðan sem gagnfræð- ingur 1887. Þau gengu í hjónaband 21. október 1894 og voru síðan í húsmennsku á Krossastöðum á Þelamörk til 1897. Þá hófu þau sjálfstæðan búskap að Heiðarhús- um og bjuggu þar til 1902. Þá fluttu þau niður að sjó með börnin sín þrjú, Helga Sigurð, Ólínu Hólmfríði og Guðrúnu Dagbjörtu og byggðu nýbýli sem þau nefndu Steinholt, nálægt Skjaldarvík í Glæsibæjarhreppi. í Steinholti fæddust þeim tvær dætur, Anna 1903 og Sólrún 1907. Fjölskyldan bjó í Steinholti til ársins 1912 en fluttist þá að Syðri-Á í Ólafsfirði þar sem systir Sigvalda, Ingibjörg Grímsdóttir, var ráðskona. Á Syðri- Á bættust tvær systur í hópinn, Jó- hanna Ingibjörg 1911 og Helga Sig- ríður 1914. Sólrún ólst svo upp á Syðri-Á í stórum systkinahópi. Tvö þeirra féllu frá á unga aldri. Helgi Sigvaldi drukknaði 18 ára gamall í fiskiróðri og Anna veiktist af lömunarveiki og dó 22 ára gömul, þá nýlega gengin í hjónaband. Árið 1928 gekk Sólrún að eiga Steingrím Árna Baldvinsson sem hafði líkt og hún flust ungur með foreldrum sínum frá býlinu Bald- ursheimi í Glæsibæjarhreppi að Kleifum í Ólafsfirði. Þau byggðu sér býli sem þau nefndu Árbakka. Sól- rún og Steingrímur hófu sinn bú- skap á Búðarhóli en þar bjó einnig Gunnar, bróðir Steingríms, með sinni fjölskyldu. Sólrún var hús- freyja á efri hæðinni á Búðarhóli allt til ársins 1970 er þau fluttu ásamt Huldu Brynju dóttur sinni í Ólafsfjarðarkaupstað. Frá árinu 1988 dvaldist hún svo á Hornbrekku allt til dauðadags. Mikill kærleikur var með systrun- um frá Syðri-Á og ræktu þær hann eftir föngum þótt leiðir skildu. Tvær þær yngstu fluttu burt frá Ólafsfirði en þrjár bjuggu þar alla sína búskap- artíð. Ólína Hólmfríður móðir mín og Sólrún voru nágrannakonur á Kleif- um og var alltaf mikill samgangur á milli heimilanna. Foreldrar þeirra bjuggu á Syðri-Á hjá Ólínu dóttur sinni til dauðadags og því áttu Sólrún og dætur hennar alltaf erindi þangað. Reyndai' var frænku minni tamt að segja að hún væri að fara heim á Syðri-Á þegar hún kom í heimsókn og tóku dætur hennar, Hulda og Sigga, það orðalag í arf frá henni. Eg kom oft í eldhúsið hjá frænku á Búðarhóli og naut hlýju hennar og umhyggju. Eins og hún átti ætt til hafði hún yndi af tónlist og kveð- skap og af henni lærði ég vísur eftir nágranna og sömuleiðis eftir Sig- valda afa á Syðri-Á. Þegar hún var telpa á Syðri-Á hafði hún eitt sinn komið til foreldra sinna og lýst þeirri ósk að geta gefið nágrannastráknum Steingrími sum- argjöf, sem hann hafði farið fram á í stríðni. Faðir hennar brá skjótt við og orti vísu í hennar orðastað: Aldurs þó að stutt sé stig, Stemgrímur minn ég elska þig. Allra helst fyrir utan tof eigðu mig í sumargjöf. Engan grunaði á þeirri stundu að þau mundu síðar verða hjón. Að leiðarlokum þakka ég Sólrúnu frænku minni umhyggju og ástúð og óska henni guðs blessunar og góðrar heimkomu í systkinahópinn. Ingi Viðar Árnason. Við eigum margar góðar minn- ingar um hana ömmu Sólrúnu. Amma bjó á Ólafsfirði en við syst- umar í Reykjavík og þvi gafst sjald- an tækifæri til að hittast nema á sumrin. Síðustu árin var ellin farin að segja mikið til sín. Sökum þess, og hversu langt leið milli þess sem við hittumst, átti hún erfitt með að trúa því að við, þessar ungu konur, værum ömmustelpumar hennar. I hennar huga vorum við enn smá- stelpur með tagl og sippubönd. En æskuminningarnar eru okkur kær- ar. Þegar við vomm litlar teiknuð- um við myndir og sendum ömmu og hún sendi okkur ýmiss konar böggla. Á haustin sendi hún lopa- sokka og vettlinga sem hún hafði pjónað og á jólunum kom stór send- ing: jólagjafir frá ömmu, afa og Huldu frænku. Það var ekki bara einn eða tveir pakkar handa hvorri okkar heldur margir, margir. Öllu var pakkað inn sér svo við hefðum marga pakka til að opna. Á sumrin fómm við svo loks til Ólafsfjarðar. Nóttina áður en við fómm norður vomm við svo spenntar að við sváf- um varla og í bílnum á leiðinni spurðum við með reglulegu millibili: „Hvað er núna langt eftir?“ Loks var leiðin á enda og bíllinn renndi inn Vesturgötuna á Ólafsfirði. Amma Sólrún og Hulda frænka flýttu sér út á móti okkur og afi Steingrímur rölti á eftir þeim og horfði brosandi á okkur með eina auganu sínu. Við nutum þess svo sannarlega að vera á Ólafsfirði. Við gátum farið út á bryggju að veiða þegar okkur datt í hug, róluvöllurinn var við hliðina á húsinu hennar ömmu og grindin fyrir þvottasnúrurnar úti í garði var óspart notuð fyrir fimleikaæfingar. Við lékum okkur úti allan daginn og vomm svo baðaðar í stóram þvotta- bala inni í þvottahúsi á kvöldin. Það fór ekki mikið fyrir henni ömmu okkar en ósköp var hún ljúf og góð. Hún sat og prjónaði sokka og vett- linga fyrir veturinn, spilaði við okk- ur og söng og leyfði okkur að mala kúmen í kaffið. Við gleymum aldrei hversu góð lyktin var þegar amma gerði kaffi með kúmeni. Nú er amma lögð af stað í ferðina miklu. Afi bíður eftir henni. Hann er kominn með augað sitt aftur og lítur út eins og hann gerði þegar þau giftust. I fanginu heldur hann á litlu dótturinni sem fór svo snemma. En handan við Qöllin og handan við áttirnar og nóttina rís tum ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er fórinni heitið. (Snorri Hjartarson.) Elsku amma, takk fyrir allt og góða ferð. Agla Huld og Helga Dröfn. lílómcíbwðín v/ Possvoqsl<iiAU.jt4gai*ð Símit 554 0500 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.