Morgunblaðið - 07.11.1998, Qupperneq 58
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
RÉTTARREGLUR
um hæfí og vanhæfi
stjómvalda eru gull-
vægar, af því að þær era
lykillinn að þeim megin-
kostum réttarríkisins,
að menn séu einungis
undir lög settir en ekki
undir vild þeirra manna,
sem á hverjum tíma
^ sitja á valdastóli.
Hæstaréttarlögmað-
ur kvaddur til
Því er að þessu vikið
hér, að dómsmálaráð-
herra skal sem æðsti yf-
irmaður laga og réttar
vaka yfir því, að reglur um hæfi og
vanhæfi séu virtar. Nú ítrekað hefur
hann skipað Ragnar Hall hæstarétt>
arlögmann til að hlaupa í skarðið,
þegar ýmsir embættismenn hafa ver-
ið vanhæfir til meðferðar máls. Enn
fremur hefur hann fengið málflutn-
ingsmanninn til að gefa lögfræðilegar
álitsgerðir. Nafn Ragnars hefur kom-
ið upp aftur og aftur, þar sem kalla
^hefur þurft til mann til að hlaupa í
skarð vanhæfs stjómvalds og taka
einstaka ákvörðun í þess nafni eða til
að fjalla um lögfræðileg álitamál.
Hann hefur verið skipaður ríkissak-
sóknari um stundarsakir vegna van-
hæfis Hallvarðs Einvarðssonar og
ríkislögreglustjóri um
stundarsakir vegna van-
hæfis Haralds Johann-
essen og til að gefa lög-
fræðilegt álit í ÞÞÞ-máli
o.s.frv.
Þegar betur er að gáð
verður uppvíst, að þessi
sjálfstætt starfandi lög-
maður er á launalista
hjá dómsmálaráðuneyt-
inu auk þeirra mörgu
einstöku verkefna, sem
dómsmálaráðherra hef-
ur hlaðið á hann og
greitt homun sérstak-
lega fyrir. Þorsteinn
Pálsson skipaði hann til
að vera formaður bótanefndar sam-
kvæmt 1. mgr. 13. gr. skaðabótalaga
nr. 50/1993. Skipunin gildir til fjög-
urra ára í senn, og laun nefndar-
manna greiðast úr ríkissjóði. Óleyst
verkefni hrannazt upp hjá nefndinni
vegna anna formannsins, og er löng
bið eftir úrskurðum hennar. Ekki veit
ég, hverjar tekjur Ragnars eru fyrir
nefndarstörfm auk tekna fyrir önnur
verkefna á vegum dómsmálaráðu-
neytis, en fróðlegt væri að hann upp-
lýsti það. Eins og allt er hér í pottinn
búið á almenningur í raun skýlausa
kröfu til, að hann geri grein fyrir þvi
opinberlega, hver heildarfjárhæð
launa hans er vegna þessara starfa.
Hagsmunatengsl Ragnars Hall og
dómsmálaráðherra, Þorsteins Páls-
sonar, eru augljós. Um niðurstöður
lögmannsins og afdrif þeirra mála,
sem honum hafa verið fengin til
meðferðar, hefur ráðherrann jafnan
mikilla hagsmuna að gæta. Ýmist
eru málin stórpólitísk eða fyrri með-
ferð ráðherra og ráðuneytis hefur
verið mjög gagnrýnd. Þegar að er
gáð hefur Ragnar Hall áþekka stöðu
Tengsl Ragnars við
dómsmálaráðherra eru
efnisleg - peningaleg,
segir Sigurður
Gizurarson, og því afar
líkleg til að brengla
ákvarðanir hans.
og væri hann sjálfur starfsmaður
ráðuneytisins. Munurinn er þó sá, að
látið er líta út, eins og hann sé sjálf-
stætt starfandi lögmaður úti í bæ.
Sem sérstaklega skipaður ríkis-
saksóknari taldi Ragnar Hall ekki
ástæðu til að taka Geirfinnsmálið
upp aftur, svo sem Sævar Cieselski
hafði farið fram á. Þannig setti hann
fótinn fyrir réttlætið. Abyrgð dóms-
málayfirvalda er gífurleg í því máli
og áfellisdómurinn yfir þeim yrði
hrikalegur, ef málið fengizt endur-
upptekið. I ÞÞÞ-málinu lét Ragnar
Hall í ljós skoðanir, sem ekki stand-
ast lögfræðilega, en dómsmálsráð-
herra hafði þær þó eftir á Alþingi 17.
febrúar sl. eins og þær væru einhver
vísindi. Og nú hefur ráðherrann
skipað Ragnar í annað sinn til að
rannsaka hvarf fíkniefna hjá Lög-
reglunni í Reykjavík. Astæðan er
sögð sú, að ríkislögreglustjóri, Har-
aldur Johannessen, sé vanhæfur, af
því að hann var varalögreglustjóri,
þegar málið kom upp. Sakir þess hve
stutt Haraldur gegndi því starfí voru
tengsl hans við málið þó líklega ein-
göngu formleg og ekki tO þess fallin
að skekkja ákvarðanir hans. Tengsl
Ragnars við dómsmálaráðherra eru
hins vegar efnisleg - peningaleg - og
því afar líkleg til að brengla ákvarð-
anfr hans. þar til viðbótar kemur, að
Ragnai- var áður búinn að gefa álit
um málið og má því ætla, að hann sé
einnig vanhæfur af þeirri ástæðu.
„Bíttu ekki í höndina
sem fóðrar þig“
Vanhæfi sem sprettur af peninga-
legum tengslum er einkar alvarlegt,
af því að slík tengsl eru líklegri en
flest annað til að valda vilhallri af-
stöðu - með öðrum orðum hlut-
drægni. Þar gildir: „Bíttu ekki í hönd-
ina, sem fóðrar þig.“ Sá sem þiggur
reglubundið - aftur og aftur - pen-
ingalega umbun fyrir störf í þágu til-
tekins stjórnvalds, sem hefur mikilla
hagsmuna að gæta um niðurstöðuna,
er líklegur til að gera að vilja þess. Og
hafi verkið þótt „vel“ unnið er viðbúið
að honum verði „treyst“ til að vinna
slíkt verk aftm\ Þeim sem þiggur bit-
linga reglubundið frá dómsmálaráð-
herra íyrir ákvörðunartöku og álits-
gerðir er trúandi til að gera að vilja
hans. Ragnar Hall er því ekki líklegur
til að viðhafa sjálfstæði og óhlut-
drægni, þegar hann í þessu hlutverki
tekur ákvörðun eða lætur í ljós álit.
Ekki er við því að búast, að hann
vinni eins og góðir dómarar gera.
Aðferðafræði
í Arnarhvoli
Sú aðferð dómsmálaráðherra að
skipa efnislega vanhæfan lögmann
eins og Ragnar Hall til þess aftur og
aftur að hlaupa í skarð formlega van-
hæfra embættismanna sýnist ekki
undantekning á þeim bæ, sem Arn-
arhvoll nefnist. Með því að setja
Björgu Thorarensen skrifstofustjóra
yffr þá deild dómsmálaráðuneytis,
sem hefur yfirstjórn málefna sak-
sóknara, þverbraut dómsmálaráð-
herra meginregluna um þrískiptingu
ríkisvaldsins, sem kveðið er á um í 2.
gr. stjórnarskrár lýðveldisins nr.
33/1944. Björg er gift Markúsi Sig-
urbjömssyni hæstaréttardómara.
Ahrif Bjargar lúta ekki eingöngu að
málefnum framkvæmdarvaldsins,
þ.e. málefnum saksóknara, heldur
teygjast þau gegnum hjónarúmið tU
æðstu handhafa dómsvaldsins í land-
inu. Og áhrif eiginmannsins tak-
markast ekki við dómsuppsögu,
heldur seUast með sama hætti inn á
geira framkvæmdarvaldsins - þ.e. tU
saksóknara, sem taka ákvörðun um
hverjir skulu sæta opinberri ákæru.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Hæfi og vanhæfí stjörn-
valda til meðferðar mála
Sigurður
Gizurarson
Vanþekking heil-
brigðisráðherra á
málefnum öryrkja
Á MIÐVIKUDAG-
INN var svaraði heil-
brigðisráðherra fyrir-
spurn um það hvenær
hann hygðist standa við
loforð sitt frá því á aðal-
fundi Tryggingastofn-
unar í haust, að afnema
tengingu tekjutrygg-
ingar lífeyris almanna-
trygginga við tekjur
maka.
I umræðunni bar á
góma lagafrumvarp
k mitt og fleiri þing-
manna um sama efni
sem nú er tU umfjöUun-
ar á Alþingi. I því er
lagt til að setningin
„Tekjur maka hafa
ekki áhrif á tekjutryggingu lífeyris-
þega“ komi inn í almannatrygginga-
lögin.
Rangfærslur
og ósannindi
Ráðherra fullyrti í umræðunni að
þetta frumvarp hefði það í fór með
sér að 70 öryrkjar misstu frítekju-
mark sitt. Þess vegna væru fulltrúar
Þessi orð ráðherrans,
segir Ásta R. Jóhann-
esdóttir, lýsa slíkri
vanþekkingu á al-
mannatryggingum
og eðli örorkulífeyris-
greiðslna að með
ólíkindum er.
' Öryrkjabandalagsins í sérstakri
vinnu með heilbrigðisráðuneytinu til
að engir yrðu fyrir skerðingu vegna
afnáms þessarar tengingar. Þessi
orð ráðherrans, sem hann lét falla
eftir að ég hafði nýtt ræðutíma minn
og gat ekki andmælt á þinginu, lýsa
slíkri vanþekkingu á almannatrygg-
^ingum og eðli örorkulífeyrisgreiðslna
að með ólíkindum er.
í fyrsta lagi fjallar frumvarp mitt
ekki um frítekjumark
eða breytingar á því,
svo enginn verður af
frítekjumarki sínu ef
það verður að lögum.
Tekjutrygging á að
miðast við einstakling-
inn sem tryggður er,
ekki aðra, hvorki maka
né sambýling. Um það
snýst málið. Ef ráð-
herra raunverulega
teldi 70 öryrkja tapa á
lagasetningu eins og
þeirri sem við leggjum
til, væru smámunir ein-
ir að lagfæra það í
reglugerð. Mun fleiri
lífeyrisþegar tapa hins
vegar á lögunum eins
og þau eru framkvæmd nú og fjöl-
skyldur þeirra líða fyrir það.
I öðru lagi er ekki sannleikanum
samkvæmt að Öryrkjabandalagið sé
að vinna að því með ráðuneytinu að
fámennur hópur verði ekki fyrir
skerðingu vegna afnáms tekjuteng-
ingarinnar. Öryrkjabandalagið hefur
lýst yffr eindregnum stuðningi við
þetta þingmál mitt og fleiri þing-
manna og er það eitt af helstu bar-
áttumálum þess og reyndar aldraðra
einnig. Samkvæmt upplýsingum frá
fulltrúum Öryrkjabandalagsins
kannast þeir ekki við þessa sérstöku
vinnu með ráðherranum. Þeir vilja
afnám skerðingarákvæðanna nú
þegar.
Gengur ráðherra
á bak orða sinna?
Ráðherra lofaði að afnema þessa
tekjutengingu með frumvarpi nú í
haust. Nú á aftur á móti að afnema
hana í einhverjum óljósum áfóngum
og byrja ekki fyrr en um áramót, og
ekki hefur komið fram hvenær eða
hvort á að afnema hana að fullu.
Ekki hefur enn verið veitt fé til þess
í fjárlögum né frumvarp komið um
málið frá ráðherra. Margoft hefur
verið sýnt fram á að þessi skerðing
er andstæð mannréttindasáttmál-
um, lögum landsins og sjálfri stjórn-
arskrá lýðveldisins. Mannréttinda-
brot á að afnema strax, ekki í áföng-
um.
Höfundur er alþingismaður.
Ásta R.
Jóhannesdóttir
ISLENSKT MAL
HÓLMFRÍÐUR Gestsdóttir í
Kópavogi er, eins og umsjónarmað-
ur, langþreytt á málfátækt og sí-
notkun sömu orða og orðasam-
banda. Henni finnst skylda okkar
að skila málarfmum óspilltum til
næstu kynslóða. Hún skírskotar
einkum til ábyrgðar sjónvarps-
manna. Þeir hafa ríkust áhrif á tal
almennings. Nokkur atriði frá
henni runnin:
1) Henni þykir miklu fallegra að
segja athyglisvert en athyglivert.
Umsjónarmaður hefur sama
smekk, en viðurkennir að hið síð-
ara stenst málfræðilega og vísar til
fyrri skrifá um þetta efni.
2) „Komin(n) til að vera“ fer
gegndarlaust í taugamar á okkur.
Ut yfir þótti Hólmfríði taka, þegar
hrossasóttin var „komin til að
vera“. í staðinn mátti segja: orðin
landlæg.
3) Hún vill segja „að gera usla“
og „valda tjóni“, ekki valda usla.
4) Og nú kemur mikilvægt at-
riði. Eignarfornöfn eru samkvæmt
meginreglu á eftir nafnorði, ekki á
undan eins og í ensku og dönsku.
Við segjum því ekki: „Burstaðu
þínar tennur", og þarna þarf ekk-
ert eignarfomafn. Nóg að segja:
burstaðu tennurnar. Menn bursta
varla tennurnar í öðrum. Best er
þó hið algenga: Burstaðu í þér
tennurnar.
í hnúkana tekur að heyra í sjón-
varpsauglýsingu „hárið þitt“ í stað-
inn fyrir hárið á þér. Slík málspjöll
í auglýsingum á að banna í ríkis-
fjölmiðli.
5) Þá er það „einhverjar fimm
vikur“ sem hver étur nú eftir öðr-
um í staðinn fyrir til dæmis: um
það bil fímm vikur, o.s.frv. Smekk-
laus enskusletta.
6) Byggjast á og „byggja á“.
Samningarnir byggjast á gagn-
kvæmu trausti. Þeir byggja ekki
neitt, af því að þeir kunna það ekki.
Hólmfríður kom með mjög gott
hliðstætt dæmi. Enginn segir:
Samningurinn „grundvallar" á
gagnkvæmu trausti, heldur grund-
vallast. Þetta er algerlega hliðstætt
hinu, því að samningurinn kann
ekki að grundvalla. En hann
grundvallast - hann er grundvall-
aður. Miðmynd er þama höfð í þol-
myndarmerkingu.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
978. þáttur
7) Við segjum hálfu meira og
helmingi meira, ekki „tvöfait
rneira" en tvöfalt á við getur geng-
ið. Við megum ekki týna hinu fal-
lega og sígilda mismunarþágufalli
okkar, og hér er eignarfornafnið
auðvitað á eftir.
8) Hólmfríður er að vonum lang-
þreytt á tuggum eins og „það er
engin spuming“ og „að sjálfsögðu".
Henni þykir sem fólk sé hætt að
tala um álitamál og saknar orð-
anna auðvitað og vitaskuld.
9) Þótt einhver fyndinn maður
hafi einhvemtíma sagt að gamni
sínu: „út í Hróa hött“, fínnst henni
fráleitt að festa þetta í alvarlegu
tali, eða þá styttinguna „út í Hróa“.
Umsjónarmaður færir Hólmfríði
þakkir fyrir tímabærar áminningar.
★
[9.] Brákast skip á skeri,
skeór það oft í veri,
hætt er glæru gleri,
þó gamall maður beri,
í myrkri margur sneri
mjögafbrautuþveri,
gagn trú’ eg lítið geri
glampi af ljósri meri.
[18.] Oft er auga á tafli,
eiður í dönsku babli,
svipull sjóarafli,
sætur vellidrafli,
mjúkur meyjamafli,
og menn þó neðar krafli,
skjól finnst undir skafli,
skúti á fornum gafli.
(Sr. Hallgrímur Pétursson:
Gaman og alvara II.)
★
Inghildur austan kvað:
Sagði Lína sem kennd var til lauka:
„Hversu lengi skal ég vera frauka?"
Mælti piparkarl Sveinn
sem píndist líka einn:
„Það er listin í lífmu að þrauka.“
★
„Ef lesendur hefði séð mann,
meðallagi að hæð og grannvaxinn,
nokkuð lotinn í herðum, með gult,
slegið hár, breiðleitan og brúna-
mikinn, en þó lítið höfuðið, snar-
eygðan og harðeygðan sem í tinnu
sæi, bólugrafínn mjög, með mikið
skeggstæði, söðulnefjaðan og hafíð
mjög framanvert, meðallagi munn-
fríðan, útlimanettan og skjótan á
fæti, málhreifínn og kvikan, svo
líkaminn allur væri jafnan sem á
iði - þá hefði þeir séð þjóðskáld fs-
lendinga, Jón prest Þorláksson á
þroskaárum sínum.“
(Jón Sigurðsson forseti
um sr. Jón á Bægisá.)
★
Komanda tökum vetri vel,
beiskt og sætt oss ætíð ætti
eins kært vera, líf og hel.
(Sr. Jón Þorláksson, 1744-1819.)
★
Hjörtur Jónas Guðmundsson frá
Skagaströnd leggur stund á sam-
anburðarmálfræði, orðsifjar,
frændyrðafræði, á þýsku etymo-
logie. Hann hefur sýnt umsjónar-
manni þann trúnað að lofa honum
að sjá dæmi þess sem hann er að
fást við. Orðsifjar eru skemmtilegt
viðfangsefni, og þó að sjálft gríska
orðið etymos merki sannur, þá er
sannleikurinn oft vandfundinn á
þessu sviði. Margar eru gildrur og
tálgryfjur, og mörg hörmuleg
dæmi eru þess, að menn hafí í þær
fallið. Eigi að síður hvet ég bréfrit-
ara að halda áfram sannleiksleit
sinni, því að hún er bæði skemmti-
leg og fræðandi. Þegar verið er að
sannprófa tilgátur fræðanna kem-
ur margt athyglisvert í ljós, og
ekki má sannleikurinn gjalda þess
að hann er vandfundinn.
★
Salómon sunnan sendir:
Undarleg býsn hvað hún Ósa gat,
færði áttfaldan skammt upp á rósafat,
handa Jósafat einum
+ hellingafkleinúm
og hálft annað kfló af dósamat.
Höfundur segist hafa ætlað að
nota Jósafat fyrir rímorð, en kom-
ist að því að þess þurfti ekki. Hann
tímdi hins vegar ekki að sleppa
Jósafat alveg.
★
Umsjónarmaður þakkar Arnari
Jónssyni fyrir Sjálfstætt fólk. Þar
hæfír texti og lestur hvort öðru.
Auk þess hringdi Guðmundur
Benediktsson fv. ráðuneytisstjóri,
og kann braghendu sr. Matthíasar
um Grím Thomsen (sjá síðasta
þátt) öðruvísi en umsjónarmaður.
Gerð Guðmundar er svona:
Á gráum frakka Grímur fylgdi gamla Jóni,
urðarköttur öldnu ljóni.