Morgunblaðið - 07.11.1998, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 59
i-
Hljóðntanir
talaðs máls
AÐ UNDANFÖRNU hefur verið
fjallað nokkuð í fjölmiðlum um ýmis
álitaefni - lögfræðileg og siðferðisleg
- sem tengjast hljóðritun samtala
eða annars konar talaðs máls, svo
sem ummæla manna á fundum. Svo
sem við mátti búast hafa komið fram
mismunandi skoðanir á þessu vand-
meðfama en áhugaverða efni, sem
snertir notkun tælqa, sem öllum al-
menningi eru að jafnaði tiltæk, en
tengist einnig beinlínis starfssviði
margra manna, svo sem fjölmiðla-
manna. Hafa sumir þeirra, er hafa
tjáð sig opinberlega um þetta mál-
efni, fullyrt að hljóðritanir þess, er
aðrir segja, séu ætíð - eða ættu
a.m.k. að vera - óheimilar nema með
leyfi mælendanna, en aðrir hafa ber-
sýnilega ekki getað tekið undir þá
skoðun.
Svo sem fyrr segir er efnið vand-
meðfarið og ljóst er einnig af fréttum
og ummælum ýmissa mætra manna,
að það er „viðkvæmt“ eða jafnvel
„eldfimt." Sannleikurinn er sá, að
ekki er unnt að gefa nokkurt eitt og
algilt svar um það - frá lögfræðileg-
um sjónarhóli séð - hvenær hljóðrit-
un sé heimil og hvenær ekki. Stafar
það m.a. af því, að bein og ótvíræð
lagaákvæði skortir um það efni.
Engu að síður er vissulega unnt að
nálgast lögfræðilegai' lausnir á þessu
sviði, sem hljóta þó óhjákvæmilega
að vera með nokkuð mismunandi
móti eftir þeim sérgeinum lögíræð-
innar, sem reynt getur á hverju
sinni. Ekki er tæknilega unnt að
setja einn lagabálk, þar sem heild-
stæðar lausnir verða gefnar á öllum
þessum álitaefnum, sökum þess hve
efnið er margbreytilegt. En þótt
æskilegt kunni að vera að settar
væru beinar lagareglur um nokkur
valin atriði, sem hér getur reynt á,
er reyndar vandséð, hvemig þess
háttar lagaákvæðum ætti að haga,
þannig að almenn sátt gæti tekist
um efni þeirra, því að þar geta leikist
á mjög ólíkir hagsmunir.
Almennt má segja, að á málinu séu
tvær meginhliðar, þ.e. lögfræðileg og
siðfræðileg. Er ekki sjálfgefið, að
þær fari ætíð saman í reynd - ef svo
má að orði komast - þannig að hljóð-
ritun getur t.d., við vissar aðstæður,
verið lögleg í þeim skilningi að hún
sé ekki refsiverð, enda þótt hún sam-
ræmist e.t.v. ekki ýtrustu siðgæðis-
s
A málinu eru tvær hlið-
ar, lögfræðileg og sið-
fræðileg, segir Páll Sig-
urðsson, en í lagalegum
skilningi verður að gera
skýran greinarmun á
hljóðrituninni sjálfri og
notkun hennar.
kröfum. Skal nú fyrst vikið að lög-
fræðilegu hliðinni.
Svo sem fyrr var getið gilda engin
almenn lagaákvæði um leyfi eða leyf-
isleysi til hljóritana talaðs máls. Örfá
sérákvæði er hins vegar að finna í
löggjöfinni, svo sem í réttarfarslög-
um þar sem mælt er fyrir um, að
hljóðritanir þess, er fram fer í rétt-
arhöldum, á vegum þeirra, sem
sækja réttarhöld én
ekki eru starfsmenn
réttarins, séu óheimilar
nema dómari leyfi þær
sérstaklega. Einnig má
benda á ákvæði í fjar-
skiptalögum, sem bein-
ast gegn símhlerunum
o.þ.h.
í lagalegum skilningi
verður að jafnaði að
gera skýran greinar-
mun á hljórituninni
sjálfri, annars vegar, og
eftirfarandi notkun
þeirrar hljóðritunar
hins vegar. Meginregl-
an er vafalaust sú, að
hljóðritanir viðtala til
einkanota eru heimilar
að lögum, ef sá, sem hljóðritar, tek-
ur sjálfur þátt í því viðtali, sem
hljóðritað er. Skiptir þá almennt
ekki máli hvort viðmælandinn gaf
samþykki sitt til hljóðritunar eða
ekki - og jafnvel heldur ekki hvort
hann vissi um hana. Þetta gildir að
jafnaði einnig um heimild til hljóð-
ritunar af því, er fram fer á fundum,
þar sem hljóðritandinn er viðstadd-
ur með lögmætum hætti. Hljóðritan-
ir af töluðu máli, sem fram fer á
þeim stöðum eða við þær aðstæður,
að hljóðritandinn tekur ekki sjálfur
þátt í viðtali eða hefur haft heimild
til að hlýða á það, eru hins vegar að
jafnaði óheimilai- og geta vissulega
verið refsiverðar, t.d. samkvæmt
ákvæðum almennra hegningarlaga
um friðhelgi einkalífs. Hér er með
öðrum orðum átt við ólögmætar
hleranir. Sama gildir um hljóðritanir
á fundum, sem hljóðritandinn hefur
ekki leyfi til að vera viðstaddur.
Vafalaust geta vissar venjur mynd-
ast á þessu sviði, sem t.d. eru
bundnar við starfshætti tiltekinna
stai'fsstétta svo sem fjölmiðla-
manna, þar sem vitað er að hljóðrit-
anir viðtala (þ.á m. símtala), sem
þeir eiga við aðra menn vegna
fréttaöflunar, eru orðnar svo al-
gengar, að ætla má að viðmælandinn
megi fremur en ekki
gera ráð fyrir þeim.
Hér var rætt um
hljóðritunina sjálfa, en
síðari notkun (nýting)
hennar skiptir hins
vegar ekki minna máli
að lögum. Þar verður
almennt að gæta þess,
að notkuninni geta ver-
ið mun þrengri skorður
settar en hljóðritun-
inni. Enda þótt upp-
taka talaðs máls og
varðveisla þess sé að
jafnaði heimil nema lög
banni sérstaklega,
kann hins vegar að
vera óheimilt að nota
þá upptöku með nánar
tilteknum hætti, t.d. með því að
birta efnið, a.m.k. ef um orðrétta
birtingu er að ræða. Getur þá reynt
á ýmis ákvæði í lögum, þ.á m. refsiá-
kvæði, sem m.a. er ætlað að vernda
æru manna og einkalíf. Skulum við
þá minnast þess, að einkalíf manna
er m.a. varið í sjálfri stjórnar-
skránni, æðstu réttarheimild okkar.
Við aðrar aðstæður getur birting
hins vegar verið heimil og fer það þá
fyrst og fremst eftir efni þess máls,
sem hljóðritað var. Notkun, sem ein-
göngu er bundin við hljóðritandann
sjálfan (þ.e. alger einkanotkun, þar
sem hljóðritunin er einvörðungu
ætluð til að styrkja minnið) er hins
vegar almennt heimil. Sem dæmi má
nefna, að yfirleitt má líta svo á, að
nemandi í skóla geti, án fyrirfram-
gefins leyfis, hljóðritað fyrirlestra
kennara síns - ef það verður fram-
kvæmt án þess að trufla aðra og
þannig að samrýmist eðlilegum
skólaaga - sé þetta einungis gert til
að hjálpa hlutaðeigandi nemanda við
námið. Sýnist t.d. mega jafna þess-
ari aðferð við orðrétta hraðritun fyr-
irlestra, til einkanota, sem ætíð hef-
ur verið talin heimil. Óheimiluð birt-
ing efnisins (t.d. fyrir öðrum nem-
endum, sem ekki gátu mætt í við-
komandi kennslustund) gæti h’ins
vegar varðað við refsiákvæði höf-
undalaga og eftir atvikum fleiri laga.
Vitaskuld verður hér einnig að
huga að siðareglum og almennum
siðgæðiskröfum í samskiptum **
manna á milli, sem vissulega geta
leitt til annarrar niðurstöðu en leiða
myndi af lagaákvæðum einum. Þar
getur hins vegar reynt á margslung-
in úrlausnaratriði, sem að sjálfsögðu
er ekki unnt að gera viðunandi grein
fyrir í fáum orðum. Þó má væntan-
lega fullyrða, á svipaðan hátt og fyrr
sagði um lögfræðilegu hliðina, að til-
teknar venjur geta skapast á þessu
sviði - t.d. í tengslum við ákveðin
starfssvið - auk þess sem niðurstaða
hlýtur að öðru leyti að fara mjög eft-
ir aðstæðum. Hér reynir að sjálf-
sögðu á heilbrigða skynsemi og eðli- *•
lega tillitssemi hljóðritandans við
aðra menn. Að sjálfsögðu getur verið
fullkomlega ósæmilegt að hljóðrita
trúnaðarsamtal um viðkvæm einka-
mál, sem hljóðritandinn tekur þátt í,
þótt hljóðritunin sjálf (án tillits til
eftirfarandi notkunar) kunni að vera
honum refsilaus. Að sama skapi gæti
t.d. hljóðritun þess, er fram fer á
fundi (t.d. á stjórnarfundi eða mál-
fundi í félagi), í því augnamiði að
gagnast síðar við ritun nákvæmrar
fundargerðar, verið bæði lögleg og
siðferðislega réttlætanleg við al-
mennar aðstæður (ekki síst ef venja
er fyrir henni) þótt hún geti, eftir at-
vikum, verið ósæmileg gagnvart
manni, sem ekki situr þess háttar **
fundi að jafnaði en var sérstaklega
boðaður til viðkomandi fundar og
veit ekki að hljóðritað er. Fer það þó
eftir efni því, sem þar er til umræðu,
þannig að máli skiptir hvort um-
ræðuefnið er t.d. faglegs efnis (þó
ekki framleiðsluleyndarmál eða þ.h.)
eða um einkamál manns eða manna
er að ræða. Enn vítaverðari gæti þó
birting þess háttar efnis orðið, og
kynni hún þá reyndar um leið að
vera refsiverð, allt eftir atvikum.
Höfundur er prófessor f lögfræði
við Háskóla Islands.
Páll
Sigurðsson