Morgunblaðið - 07.11.1998, Síða 70

Morgunblaðið - 07.11.1998, Síða 70
I Hundalíf Ljóska Ferdinand Wl, CHUCK..PID YOU EVER öET MT FOOTBALL OUT OF THETREE? I THINK YOU OU)E ME A NEU) BALL, CHUCK.. AFTER ALL,THE TREE'5 IN YOUR BACK YARD. r^r lUELL, U)HAT I THINK itL DO I5 6ET A LADDER,CLIMB UP INTO THE TREE, RE5CUE THE BALUANDTHEN FALL OUT OF THE TREE AND LAND ON MY HEAD.. z-r you're a real Hæ, Kalli, náðir þú f<5t- Ég held að þú skuldir mér Nú, það sem ég held að ég geri, er Þú ert sönn hetja, boltanum mínum ein- nýjan bolta, Kalli... tréð er að ná í stiga, klifra upp í tréð, Kalli... hvern timann niður úr nú í bakgarðinum þinum ... bjarga boltanum, og detta síðan á trénu? hausinn niður úr trénu... MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 I leit að betri lífskjörum Frá Ægi Geirdal: HÆSTVIRTUR forsætisráðherra, Davíð Oddsson, hefur líkt rétt- mætri kjarabaráttu meinatækna á Ríkisspítölum við gíslatöku. Með því að líkja þessari stétt manna við hryðjuverkasamtök, sýnir hann enn og aftur fyi-irlitningu sína á lífsbaráttu fólksins í landinu. A sama tíma og háttvirtir alþing- ismenn ræða í fullri alvöru um að hækka laun sín með einu penna- striki um tugi prósenta, mega meinatæknar ekki fara ósköp eðli- lega leið til þess að hækka sín laun. Það er engin gíslataka þótt menn á sama tíma segi upp störfum sínum. Slíkt hefur haft eðlilegan aðdrag- anda og menn hafa rætt það sín á milli og orðið sammála um að við núverandi launakjör verði ekki unað lengur. Það er engin gíslataka að leita sér að betri lífskjörum þegar þau loksins bjóðast. Eiga meinatæknar að bíða þar til tækifæri um hærri laun ganga þeim úr greipum? Það er staðreynd að meinatæknar geta fengið allt að 40% hærri laun ann- ars staðar en á Ríkisspítölunum og þá er ég ekki að tala um Noreg. Stjórnun Ríkisspítalanna er í al- gjörum ólestri vegna þess að hver silkihúfan raðast upp af annarri. Afdankaðir pólitískir rétttrúnaðar- menn raðast þar á jötuna og þvæl- ast þar hver fyrir öðrum í algjöru reiði- og getuleysi. Helsta úrræðið til þess að hagræða í rekstrinum er að búa til nýtt dekurstarf handa getulausum pólitíkusum, sem virð- ast hafa það helst að markmiði að efla úlfúð.og illindi meðal starfs- manna. Stjórnarformaður Ríkisspítal- anna talar um ábyrgðarleysi og varpar öllu yíir á meinatækna. Hann virðist gleyma því að upp- sagnirnar hefðu ekki átt að koma honum og öðrum stjórnendum Ríkisspítalanna á óvart, þar sem allir meinatæknarnir sögðu upp með löglegum fyrirvara, eins og er réttur sérhvers vinnandi manns. Abyrgðarleysið er hans m.a. þar sem hann og aðrir stjómendur gripu ekki til viðeigandi ráðstafana og réðu annað fólk í þessi störf. Slíkt var bæði réttur og skylda þessara stjórnenda Ríkisspítal- anna. Getuleysi þeirra blasir við allri þjóðinni, þeir eru óhæfír sem stjómendur. Það hefur alltaf verið lenska lé- legra stjómenda að varpa sök eigin getuleysis yfír á herðar undir- manna sinna. Á öllum vinnustöðum fer fram umræða um hvar hægt sé að fá betri lífskjör fyrir sig og fjölskyldu sína. Hvort einn eða fleiri ákveða í kjölfar sMkra umræðna að segja upp, með lögmætum fyrirvara, er þeim algjörlega í sjálfsvald sett og hvorki hæstvirtur forsætis- ráðherra né heldur stjómarfor- maður Ríkisspítalanna geta breytt því, þótt þeir fegnir vildu. Það er helgur réttur og í raun skylda sér- hvers vinnandi manns að leita eftir betri lífskjörum. Það er algjör svívirðing við þann rétt að þurfa að sitja undir því að hæstvirtur for- sætisráðherra skuli líkja meinatæknum við hryðjuverka- samtök, þegar þeir vilja nýta sér þann sjálfsagða valkost. Það er líka sárt að fá þá kveðju frá stjórnarformanni Ríkisspítal- anna, að það sé ábyrgðarleysi þeg- ar meinatæknar reyna að nýta sér þá möguleika um hærri laun, sem bjóðast fyrir utan hinn alltumfaðm- andi ríkisbarm. Þessir háu herrar verða bara að átta sig á því að það er eitthvað annað í boði en saltfisk- ur. ÆGIR GEIRDAL, birgðavörður, Sjúkrahúsi Reykjavíkui-, Fossvogi. Gilsfj ar ðarbrú Frá Kristjönu Ágústsdóttur: NU ER stóra stundin runnin upp. Vegurinn yílr Gilsfjörð var opnað- ur formlega með komu Halldórs Blöndal samgöngumálaráðherra, vegamálastjóra og verktakans Gunnars Birgissonar forstjóra Klæðningar hf. sem sá um verkið. Einnig vom mættir þingmenn bæði núverandi og fyrrverandi og mikill fjöldi annarra gesta og heimamanna. Lítil stúlka að nafni Kristný Hilmarsdóttir færði Hall- dóri skærin til að klippa á borðann. Þessi dagur var í alla staði hinn ánægjulegasti og ekki spillti fyrir að veðrið var yndislegt. Eftir að ráðherra og verktaki höfðu klippt á borðann var öllum gestum boðið til kaffidrykkju í félagsheimilinu í Króksfjarðarnesi og þar mættu flestir gestanna og þáðu veitingar og hlustuðu á ræð- ur, einnig söng kór heimamanna fyrir gesti. Var þessi athöfn í alla staði hin besta. Það sem vakti at- hygli mína við þetta tækifæri var hvað verktakinn og yfírmenn sýndu verkamönnum og vinnuliði mikinn sóma og þakklæti, því án þessa fólks og þeirra stóru vinnu- véla hefðu svona framkvæmdir ekki komið til greina. Það var mjög sérstök sjón að um það leyti sem ráðherra var að klippa borðann flaug arnarfjöl- skyldan úr Garpsdal í Gilsfirði yfir svæðið, svo ýmsum datt í hug að hún væri að þakka fyrir sig, enda fór vel á með þeim og verktökun- um meðan verkið stóð yfir. KRISTJANA ÁGÚSTSDÓTTIR, Búðardal. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.