Morgunblaðið - 07.11.1998, Page 78

Morgunblaðið - 07.11.1998, Page 78
78 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ J* FOLK I FRETTUM Teygður með tré? Uppsigað við myndavélar ►LEONARDO eitthvað sjúskaður þessa dagana? Nei, myndin er ekki af leikaranum Leonardo DiCaprio heldur er hér á ferð taflenskur umhverfisverndarsinni sem ber grímu með eftirmynd leikarans. Verið var að mótmæla töku á kvikmyndinni „The Beach“ á Phi Phi eyju sem er þjóðgarður í Taflandi. Twentieth Century Fox hyggst gera myndina á næsta ári með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki. Mótmælendur segja að ef af kvikmynda- tökunni verði þurfi að breikka strandlengju á hluta eyjunnar og þá muni sjaldgæfar plöntur og kókóspálmar látin fjúka. Slíka eyðileggingu á gróðurfari eyjunnar muni ekki vera hægt að bæta. ►LIAM Gallagher er lítið hrifínn af ljósmyndurum og lætur þá andúð oft bitna á vinnutækjum þeirra, myndavélunum. Á tónleikum í Lille í Frakklandi 4. nóvember 1997 sýndi Liam áhorfendum myndavél sem hann hafði nappað af einum ljósmyndaranum og kallaði yfir salinn: „Svona verða lygarnar til!“ Síðan henti hann vélinni frá sér. Núna, nákvæmlega ári síðar, 4. nóvember 1998, var Liam handtekinn fyrir utan krá í London þar sem hann hafði rifíð myndavél úr höndum Ijósmyndara og eyðilagt hana. Kannski fínnst honum hann bara myndast svona illa? ★★★ MORGUNBLAÐIÐ SÍMINN-GSM SÍMINN-<5SM J Stutt Framleiðni frekar en ástleitni NÚ GETA ítalskir vinnuþjark- ar tekið gleði sína. Italskur dómstóll hefur kveðið upp þann dóm að eiginkonur vinnu- samra hafi enga réttlætingu fyrir því að halda fram hjá eig- inmönnum sínum af þeirri einu ástæðu að þeir séu alltaf á skrifstofunni og aldrei heima. Dagblöð á Ítalíu kalla dóm- inn Stakhanov-dóminn í höfuð- ið á sovéska iðnaðarmanninum Alexei Stakhanov, en sá fékk sérstaka viðurkenningu fyrir að fara fram úr framleiðniá- ætlunum á vinnustað. Pví mun framleiðnin á skrifstofunni hafa forgang yfir ástleitni á heimilinu ef mið er tekið af dómnum. Líkbfllinii horfínn TVEIR þýskir útfararbílstjór- ar lentu í klandri á dögunum í Wiesbaden. Þeir höfðu lagt út- fararbílnum við hús meðan þeir brugðu sér inn til að ná í líkið sem jarða átti. Þegar þeir komu út með kistuna á milli sín var líkbíllinn á bak og burt. Hafði lögreglan séð að stórri bifreið var ólöglega lagt við götuna. Eftir mörg símtöl og kvart- anir við yfirvöld var líkbflnum skilað svo hann gæti gegnt hlutverki sínu. Borgaryfirvöld báðust afsökunar á tiltækinu og sögðu að lögreglan hefði ekki séð að um líkbíl væri að ræða. Ekki náði þó afsökunin lengra en svo að ákveðið var að stöðusektina skyldu mennirnir samt fá að borga. Sjá bara svona vel! ÞEIR sem hampa stórum heila geta eflaust heimsótt augnlækninn sjaldnar í fram- tíðinni. Nýjustu rannsóknir breska vísindamannsins Ro- bert Barton í háskólanum í Durham á Englandi gefa til kynna að heilastærð hafi tals- vert meira með sjón að gera en gáfur. Nú virðast þessar upplýs- ingar ganga þvert á fyrri hug- myndir manna um heilastærð og gáfnafar, en Barton segir að kenning hans gangi ekki af fyrri hugmyndum dauðum, því skilningarvit dýra gegni lykil- hlutverki í því hvernig þau nálgist upplýsingar. Karnival að fornum sið SVARTUR reykur og eldtung- ur eru hvarvetna og í kvöld- húminu er eins og logandi eld- boltar gangi um göturnar. Litli bærinn Ottery St. Mary á Englandi breytir um svip einu sinni á ári, þegar haldin er há- tíð olíutunnunnar. Hátíðin dregur að sér gesti hvaðanæva úr heiminum enda kölluð ofbeldisfyllsta, hættu- legasta og stjómlausasta hátíð sem haldin er á Bretlandseyj- um. Hátíðin á rætur sínar að rekja til heiðins siðar og hefur verið haldin í litla bænum í meira en 300 ár. Gestir eru varaðir við hætt- um sem leynst geta nálægt logandi olíutunnunum og er skilti á þorpstorginu sem á stendur Varúð: Þú ert héma á eigin ábyrgð!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.