Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Sölu 49% hlutafjár í Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins lokið
10.734 skrán-
ingar í útboðinu
Haustskýrsla Seðlabanka sögð mikilvæg áminning
„Brýnt að efla þjóð-
hagslegan sparnað“
10.734 aðilar óskuðu eftir að kaupa
hlutabréf í Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins, FBA, fyrir um 19 millj-
arða króna. Seldur var 49% eignar-
hlutur ríkisins í bankanum og ósk-
uðu þeir 10.734 sem skráðu sig fyrir
hlut, eftir að kaupa samtals um 13,5
milljarða króna að nafnvirði á geng-
inu 1,4. Söluverðið nemur því 18,9
milljörðum króna.
Bjami Armannsson, forstjóri
bankans, segir starfsfólk bankans
þakklátt og ánægt með það traust
sem þjóðin sýndi bankanum með
fjárfestingu í FBA.
Til sölu vora 4.665 milljónir króna
að söluverði og er því umframeftir-
spum um 14,2 milljarðar króna. Til
samanburðar má nefna að viðskipti
með hlutabréf á Aðallista Verðbréfa-
þings Islands fyrstu 10 mánuði árs-
ins námu um 8,8 milljörðum króna.
I fréttatilkynningu frá bankanum
og Framkvæmdanefnd um einka-
væðingu, segir að þar sem að um
umframáskrift er að ræða skerðist
hámarksnafnverð það sem hverjum
áskrifanda er heimilt að kaupa fyr-
ir. Skerðing verður þó ekki hlut-
fallsleg. Þannig verður hámarks-
hlutur 360.000 að nafnverði, 504.000
krónur að söluverði. Lægri hlutir
skerðast ekki.
í útboðinu gafst áskrifendum í
fyrsta sinn tækifæri til að skrá sig
fyrir hlut á heimasíðu FBA og
skráðu 1.091 aðili sig beint á heima-
síðunni, samkvæmt fréttatilkynning-
unni. Jafnframt skráðu flestir sölu-
aðilar, sem voru bankar, sparisjóðir
og verðbréfafyrirtæki um land allt,
söluna á vefnum í nýju kerfi sem
hannað var af FBA og Hugviti.
Hugað að skráningu
erlendis
Greiðsluseðlar verða sendir
áskrifendum á næstu dögum, og er
síðasti greiðsludagur 4. desember.
Gert er ráð fyrir að hlutabréf í FBA
verði skráð á Aðallista Verðbréfa-
þings Islands um miðjan desember.
Markaðsverð félagsins miðað við út-
boðsgengi er 9.520 milljónir króna
og verður FBA því 5. stærsta félag-
ið á innlendum hlutabréfamarkaði.
í tilkynningunni segir jafnframt
að ríkisstjómin hafi lagt fram á Al-
þingi frumvarp um breytingu á lög-
um nr. 60/1997 um stofnun Fjárfest-
ingarbanka atvinnulífsins en sam-
kvæmt því frumvarpi skal heimilað
að selja allt hlutafé ríkissjóðs í
FBA. Stefnt er að því að sú sala fari
fram fyrir mitt ár 1999 ef aðstæður
leyfa. Hugað verður að skráningu
félagsins á hlutabréfamarkaði er-
lendis, til viðbótar skráningu á
Verðbréfaþingi íslands.
Bankinn er að festa rætur
Bjarni Armannsson, forstjóri
FBA sagði í samtali við Morgun-
blaðið að starfsfólk bankans væri
mjög ánægt og þakklátt fyrir það
mikla traust sem þjóðin sýndi því
með fjárfestingu í FBA. „Það að ná-
lægt 4% landsmanna skuli fjárfesta
í FBA er mikilvægasta sönnun þess
að bankinn er að festa rætur í ís-
lensku samfélagi, þjóðinni og hlut-
höfum til heilla. Eg held að þessi
niðurstaða endurspegli traust al-
mennings á þeim hlutum sem hér er
verið að vinna að og vel hafi verið
staðið að uppbyggingu bankans,
bæði að samruna fjárfestingarlána-
sjóðanna og stefnu og starfsemi
bankans," sagði Bjarni.
Bjarni sagði að það að eftirspurn-
in hafi verið langt fram úr því sem
var til skiptanna hafi farið fram úr
björtustu vonum.
Hefur mikla þýðingu fyrir önnur
einkavæðingaráform
Bjami sagði að náðst hefði að
byggjast upp stemmning í kringum
söluna sem endurspeglaðist í gríð-
arlegri eftirspurn síðustu dagana,
að hans sögn. Hann sagði það líka
ánægjulegt hve margir skráðu sig
fyrir hlut á Netinu, en það gerðu á
annnað þúsund manns. „Svo var
líka ánægjulegt að svo margir, eða
hátt í 3.000 hafi fengið óskertan
hlut,“ sagði Bjarni.
Hann sagði einnig að það væri
mikilvægt fyrir áframhaldandi
einkavæðingu bankans og sölu á því
51% sem eftir er hve vel gekk núna.
Niðurstaðan hefur líka mikla þýð-
ingu fyrir önnur einkavæðingará-
form ríkisstjómarinnar, að hans
sögn.
„Þessi niðurstaða sýnir að hluta-
fjárkaupendur á Islandi era taldir í
þúsundum ef ekki tugþúsundum.
Þetta er líka táknræn breyting hvað
vai'ðar spamað landsmanna að ljóst
er að hann er að færast til, fólk er í
meira mæli að fjárfesta í hlutabréf-
um og atvinnulífi beint í stað innlána
í viðskiptabönkum og sparisjóðum.“
GEIR H. Haarde, fjármálaráð-
herra, segir að haustskýrsla Seðla-
banka Islands sé mikilvæg áminn-
ing í efnahagsmálum og undirstriki
fyrri umræðu um vaxandi viðskipta-
halla. Hann segir grundvallaratriði
að vinna bug á viðskiptahallanum
með áframhaldandi aðhaldi í ríkis-
fjármálum og aðgerðum sem stuðla
að sparnaði.
I haustskýrslu Seðlabanka segir
að allt stefni í að afkoma ríkissjóðs
verði mun betri en ráð var fyrir
gert í fjárlögum 1998. Geir segir að
skýrslan staðfesti að aðhalds hafi
verið gætt í ríkisfjármálum og að
lengra verði ekki hægt að komast í
þeim efnum miðað við þann ÚU
gjaldaþrýsting sem er til staðar. „I
skýrslunni kemur fram að ríkissjóð-
ur er að veita mikið svignim á fjár-
magnsmarkaðnum þar sem hann
greiðir upp meira af lánum heldur
en hann tekur til sinna þarfa. Það
stuðlar að lægri vöxtum.“
Ábendingar til bankanna
I skýrslu Seðlabankans er mikill
vöxtur útlána í bankakerfinu sagður
verulegt áhyggjuefni. „Heimili
landsins hafa haft mikla lántöku-
möguleika í gegnum opinbera sjóði
og bankastofnanir og nýtt sér þá í
ríkum mæli. Það þýðir að fólk hefur
trú á framtíðinni og að það geti
staðið í skilum. Það þýðir ekki fyrir
stjórnmálamenn að setja sig upp á
móti því þó fólk taki ákvarðanir um
að auka skuldir sínar með lántöku,
enda ríkir frelsi í þeim málum. Al-
menningur verður hins vegar að
gera sér grein fyrir því að hann get-
ur stefnt fjárhag sínum í hættu með
skuldsetningu.“
Geir sagði að í skýrslunni væri að
finna ábendingar sem ástæða væri
fyrir forsvarsmenn banka og lána-
stofnana að hlusta á. Það væri mikið
af erlendu fé flutt inn til landsins,
sem færi í endurlán, og því væri
nauðsynlegt að lánastofnanir slök-
uðu ekki á kröfum sem gerðar væra
til útlána og lánþega.
Brýnt, að efla sparnað
Spáð er að viðskiptahalhnn verði
um 40 milljarðar króna í ár, eða sem
nemur 6,6% af landsframleiðslu.
Geir segir að skýrslan undirstriki
það sem bent hefur verið á að und-
anförnu hvað varðar vaxandi við-
skiptahalla og því sé brýnt að efla
d/LCApmi/i/ sleX
JENSEN
neiítR flimasáiíi
þtoií Itarsvtðs
fyi'uhiisíjiiiiít
Síalar
Mnmppi
öfnur
tfúm
Sófusett
SítUlMUl A 30 * StM! 580 RS
Ojttð. Mán (Íts tn 18 - fim 10 n\ *> Uii 11 lli * Smt 13*18
1' '
1
* fr 1 ll Æ m
w;
Morgunblaðið/Kristinn
HAUSTSKÝRSLA Seðlabanka íslands var rædd á
morgunverðarfundi Verslunarráðs Islands.
þjóðhagslegan sparnað. Hann segir
að ríkisstjórnin hafi Iátið gera út-
tekt á því hvemig hægt sé efla
sparnað og nú sé unnið úr þeim til-
lögum.
„Það verður að vinna með öllum
tiltækum ráðum á vaxandi við-
skiptahalla. Það er að vísu gert ráð
fyrir minni halla á næsta ári, meðal
annars vegna þess að það á að
draga úr framkvæmdum. Hins veg-
ar er brýnt að fólk noti góðærið til
þess að leggja til hliðar því það var-
ir ekki um aldur og ævi. Því er
nauðsynlegt að allir noti tækifærið,
ríki, sveitarfélög og almenningur, til
að leggja til hliðar í góðæri. Það
getur auðveldlega komið bakslag í
efnahagsmálin, ekki síst ef óábyrgri
efnahagsstjóm verður fylgt eftir
kosningar á næsta ári.“
Þungnr rekstur
sveitarfélaga
Afkoma sveitarfélaganna versn-
aði talsvert á síðasta ári, að því er
kemur fram í haustskýrslu Seðla-
bankans. Halli hefur aukist um 0,5
milljarða króna 1996 í rúma 2 millj-
arða króna 1997 en er talinn minnka
í 1,5 milljarða króna á þessu ári.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg-
arstjóri, segir að rekstur sveitarfé-
laga sé þungur og að ríkisvaldið hafi
skert fjárhag þeirra um 14-15 millj-
arða frá 1990 til 1997.
„Sveitarfélögin hafa tekið á sig
auknar skyldur og verkefni og má
þar nefna flutning grannskóla frá
n"ki til sveitarfélaga. Þá má nefna að
lagður var virðisaukaskattur á
sveitarfélög, lífeyrisiðgjöld urðu
skattfrjáls og afslættir hafa verið
veittir vegna fjárfestinga í atvinnu-
rekstri. Allt þetta hefur skert tekj-
ur sveitarfélaga eða aukið útgjöld
þeirra. Rekstur sveitarfélaga er því
mjög erfiður um þessar mundir."
Ingibjörg Sólrún sagði ljóst að þrátt
fyrir þensluástand núna mætti bú-
ast við að samdráttareinkenni gætu
farið að gera vart við sig.
„Það má fastlega búast við að fyr-
irtæki fari að draga saman seglin
jafnvel strax á næsta ári. Eg get því
ímyndað mér að samdráttar verði
vart hjá sveitarfélögum strax árið
2000. Ef sú staða kemur upp verða
kröfur háværari um aukna fjárfest-
ingu hins opinbera."
Stór verkefni framundan
Ingibjörg sagði að sveitarfélög á
höfuðborgarsvæðinu stæðu frammi
fyrir stóram verkefnum á næstu ár-
um, svo sem einsetningu skóla, sem
þyrfti að ljúka fyrir 2003. „Hjá
Reykjavíkurborg er gert ráð fyrir
að verkefnið kosti um einn milljarð
á ári. I sjálfu sér mætti segja að
menn ættu ekki að standa í slíkum
framkvæmdum á þenslutímum, en
það verður ekki hjá því komist
vegna lagaákvæða ríkisvaldsins. En
þetta mun gera Reykjavíkurborg
erfiðara fyrir að ná endum saman.“
Birgir Isleifur Gunnarsson, seðla-
bankastjóri, _ kynnti haustskýrslu
Seðlabanka Islands á morgunverð-
arfundi Verslunarráðs íslands á
Hótel Borg í gær. Rakti Birgir Is-
leifur helstu atriði skýrslunnar,
einkum þau sem valda áhyggjum.
Hann sagði að kröftug uppsveifla
hefði einkennt efnahagsþróun á ár-
inu, verðlag á sjávarafurðum hefði
hækkað stöðugt undanfarin misseri
og verðlag á ýmsum innflutningi
hefði jafnframt farið lækkandi.
Hann sagði að góð skilyrði til sjávar
og á erlendum mörkuðum hefðu átt
að skila sér í öram vexti útflutnings
en svo hefði ekki orðið raunin í ár.
Birgir ísleifur sagði að raungengi
íslensku krónunnar skipti miklu
máli hvað varðaði afkomu fyrir-
tækja í útflutningi og í samkeppnis-
iðnaði. Hann sagði að raungengi
miðað við hlutfallslegan launakostn-
að hefði hækkað allnokkuð að und-
anfórnu, enda hefðu laun hækkað
meira hér á landi en í OECD-lönd-
um. „Ætla má að raungengi krón-
unnar miðað við laun muni verða að
meðaltali 4% hærra á þessu ári en í
fyrra. En miðað við fyrsta fjórðung
1997 nemur hækkunin tæplega 9%.“
Birgir ísleifur sagði að hækkun
raungengis miðað við verðlag væri
minni hér á landi borið saman við
OECD-löndin. Þrátt fyrir hækkun
væri raungengi krónunnar fjarri því
að ná þeim toppi sem myndaðist
1987 og oft væri vitnað til sem víti
til varnaðar.
Gríðarleg samkeppni
Kolbeinn Kristinsson fram-
kvæmdastjóri Myllunar-Brauðs hf.
gerði samkeppnisstöðu fyrirtækja
að umræðuefni sínu, með tilliti til
stöðu efnahagsmála, á morgunverð-
arfundi Verslunarráðs. Hann sagði í
ræðu sinni að stöðugt meiri kröfur
væra gerðar til fyrirtækja hér á
landi enda tækju þau í auknum
mæli þátt í alþjóðlegri samkeppni.
Kolbeinn sagði að íslensk fyrir-
tæki yrðu að setja sér háleit mark-
mið ef þau ætluðu sér að bregðast
við vaxandi samkeppni. Hann sagði
að hjá Myllunni hefði auknum kröf-
um verið mætt með hagræðingu og
samruna Myllunnar-Brauðs og
Samsölubakarís.
Kolbeinn sagði að mikil hætta
fælist í þeim eftirspurnarþenslu
sem íTkti. Svo gæti farið að fyrir-
tæki gætu ekki staðið undir ört vax-
andi samkeppni og að verulega auk-
ið framboð matvöraverslana vekti
upp spumingar. „Samkeppnin er
gríðarleg og virðist einkum snúast
um að opna fleiri verslanir til þess
að auka veltuna. Á þessu sviði er
mikil þensla sem getur ekki gengið
til lengdar og því mun eitthvað láta
undan.“