Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ t. Opinn fyrirlestur HÁSKÚUNN A AKUPEYRI Titill: „Um hvali og hvalveiðar í menningu norrænna útvegsbænda, 900—1900“. Fyrirlesari: Dr. Ole Lindquist, Honorary Research Fellow við St. Andrews-háskóla í Skotlandi. Staður: Salur, Þingvallastræti 23. Tími: Þriðjudagur 17. nóvember kl. 17.00. Fyrirlesturinn er öllum opinn Akureyrarbær auglýsir lausar til umsóknar íbúðarhúsalóðir á Eyrarlandsholti - Teigum Einbýlishúsalóðir Mosateigur 10. Lóð fyrir einbýlishús á einni hæð. Mosateigur 2-4-6-8. Lóðir fyrir einbýlishús á tveimur hæðum með aðkomu frá götu að neðri hæð. Heimilt er að gera aukaíbúð á neðri hæð. Mosateigur 1-3-5-7-9-11. Lóðir fyrir einbýlishús á tveimur hæðum með aðkomu frá götu að efri hæð. Heimilt er að gera aukaíbúð á neðri hæð. Miðteigur 1-3-5-7-9-11-13. Lóðir fyrir einbýlishús á tveimur hæðum með aðkomu frá götu að efri hæð. Heimilt er að gera aukaíbúð á neðri hæð. Miðteigur 2-4-6-8-10. Lóðir fyrir einbýlishús á tveimur hæðum með aðkomu frá götu að neðri hæð. Heimilt er að gera aukaíbúð á neðri hæð. Aðrar lóóir Reitur 1 og 2. Ódeiliskipulagðir reitir við Holtateig fyrir 29-37 íbúðir á reit 1 og 13-17 íbúðir á reit 2. Húsin eru á einni og/eða tveimur hæðum. Lóðarhafi skal gera deiliskipulag af lóð sem sýni m.a. húsgerð og húshæðir og skal það auglýst samkvæmt ákvæðum skipulagsreglugerðar. Reitur 3. Ódeiliskipulagður reitur við Melateig fyrir 31-41 íbúð. Húsin eru á einni og/eða tveimur hæðum. Lóðarhaft skal gera deiliskipulag af lóð sem sýni m.a. húsgerð og húshæðir og skal það auglýst samkvæmt ákvæðum skipulagsreglugerðar. Rcitur 6. Skipulagsreitur við Hringteig fyrir 9 íbúðir í rað-eða parhúsum á einni hæð. Skipulag lóðar sem sýni m.a. húsgerð og húshæðir og Ióðarhafi gerir, verði lagt fyrir skipulagsnefnd til samþykktar. Reitur 5. Skipulagsreitur við Skálateig fyrir fjölbýlishús á þremur til fimm hæðum með íbúð- um fyrir aldraða ásamt möguleika á húsnæði fyrir þjónustustarfsemi. Skipulag lóðar sem sýni m.a. húsgerð og húshæðir og Ióðarhafi gerir, verði lagt fyrir skipulagsnefnd til samþykktar. Reitur 4. Skipulagsreitur við Skálateig þar sem gert er ráð fyrir heimavist nemenda fram- haldsskóla með möguleika á nýtingu sem sumarhótel. Fjöldi hæða er þijár til fimm. Skipulag lóðar sem sýni m.a. húsgerð og húshæðir og lóðarhafi gerir, verði lagt fyrir skipulagsnefnd til samþykktar. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar 15. júní 1999. Umsóknarfrestur er til 1. desember 1998. ATH. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Umsóknareyðublöð, byggingaskilmála, mæliblöð og aðrar upplýsingar er hægt að fá hjá byggingafulltrúanum á Akureyri, Geislagötu 9 og þangað skal skila umsóknum. Kynningarfundur 17. nóvember nk. Bygginganefnd boðar til opins kynningarfundar í Víðilundi 22, þriðjudaginn 17. nóv. ki. 20.00 þar sem farið verður yfir bygginga- og skipulagsskilmála svæðisins og aðra hluti sem tengjast byggingum á svæðinu ásamt kynningu á þeim reglum sem munu gilda við úthlutun lóðanna í bygginganefnd. Rveeineafulltrúinn á Akurevri AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Jólaskreyt- ingar á loft Dagur íslenskrar tungu Jónasar- kvöld í Þela- merkurskóla DAGUR íslenskrar tungu er árlega haldinn hátíðlegur í Þelamerkur- skóla við Eyjafjörð en 16. nóvember er fæðingardagur Jónasar Hall- grímssonar, sem var einmitt uppal- inn á svæði Þelamerkurskóla. Mánudagskvöldið 16. nóvember er öllum boðið að koma á Jónasarkvöld í Þelamerkurskóla en þar mun Sverrir Pálsson fyrrverandi skólastjóri flytja erindi. Einnig munu nemendur Þela- merkurskóla vera með atriði tengd deginum, fluttir verða stuttir pistlar og tónlistarmennirnir Eíríkur Steph- ensen og Guðmundur Engilbertsson flytja tónlist. Nemendur verða með kaffisölu á staðnum. Dagskráin hefst kl. 20.30 og eru allir velkomnir, jafnt ungir sem aldnir. Basar Samhygðar SAMHYGÐ, samtök um sorg og sorgarviðbrögð á Akureyri og ná- grenni, efnir til kökubasars eftir messu í Glerárkirkju á morgun, laugardaginn 15. nóvember. Agóðinn rennur til minningarreits um týnda. Kirkjugestir og aðrir Akureyringar eru hvattir til að koma og styrkja gott málefni. FÉLAGARNIR Jón M. Ragnars- son og Sigþór Bjarnason, sem starfa í verslununum JMJ og Joe’s á Akureyri, stóðu fagmann- lega að verki, þar sem þeir voru að setja upp jólatré við vinnu- staði sína í gær. Jólin verða nokkru fyrr á ferðinni á Akur- eyri í ár en venjulega og hefur verið farið fram á það við kaup- menn, forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana, svo og allan almenn- ing í bænum, að þeir setji upp jólaskreytingar nú á næstunni. Skátar selja j ólapakkningar SKÁTAFÉLAGIÐ Klakkur á Akureyri ætlar að bjóða bæjarbú- um til sölu jólavörupakkningar næstu daga. Þeir verða á ferðinni í Glerár- hverfi næstkomandi mánudags- kvöld, 16. nóvember, á efri brekku þriðjudagskvöldið 17. nóvember og á miðvikudagskvöld á neðri brekku, Innbæ og Oddeyri. í pakkningunni eru jólapappír, límbandsrúlla, merkimiðar og hnota af gjafaborða. Skátar hafa síðustu sex ár gengið í hús og selt jólapakkningar en þetta er ein af helstu fjáröflunarleiðum félagsins. Vel hefur verið tekið á móti sölu- fólkinu fram til þessa og vænta skátar þess að svo verði einnig nú. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar b.s. Sjö umsókmr um starf fr amkvæmdastj óra SJO umsóknh’ bárust um starf fram- kvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar b.s. Umsækjendur eru Einar Olafsson, Bjarni P. Magnússon, Arni Jósteinsson, Elín Antonsdóttir, Smári S. Sigurðsson, Þorsteinn Ás- geirsson og Hólmar Svansson. Sigurður J. Sigurðsson, formaður stjórnar atvinnuþróunarfélagsins, sagði stefnt að því að ganga frá ráðn- ingu framkvæmdastjóra í næstu viku. Atvinnuþróunarfélag Eyja- fjarðar er nýtt félag og kemur það í hlut framkvæmdastjóra í samstarfi við stjóm að móta starfsemi þess. Atvinnuþróunarfélaginu er ætlað að vera leiðandi afl í uppbyggingu atvinnu á Eyjafjarðarsvæðinu, með það að markmiði að fjölga atvinnu- tækifærum og auka fjölbreytileika þeima starfa sem eru í boði. Tilgang- ur félagsins er jafnframt að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu og samræma stefnu sveitarfélaganna í atvinnumálum, auk þess að bæta samkeppnishæfni Eyjafjarðarsvæð- isins gagnvart öðrum svæðum, inn- anlands sem utan. Almennur félagsfundur ÞROSKAHJÁLP _____ Á NORÐURLANDI EYSTRA Þroskahjálp á Norðurlandi eystra heldur almennan félagsfund í Iðjulundi, mánudaginn 16. nóvember kl. 20:00 Allir velkomnir Stiórnin. Messur og kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Kirkju- dagur á morgun. Sunnudaga- skóli kl. 11 í kirkjunni. Hátíðar- messa kl. 14. Vígsluafmæli kirkjunnar. Kaffisala á efth’. Öldruðum er boðið upp á akstur, bíll fer frá Víðilundi kl. 13.40 og kemur við á Hlíð en hann fer til baka frá kirkjunni kl. 16. Fyrir- lestur dr. Páls Skúlasonar flutt- ur í minningu sr. Þórhalls Höskuldssonar kl. 17. Biblíulest- ur kl. 20.30 á mánudagskvöld í umsjá Guðmundar Guðmunds- sonar. Mömmumorgun kl. 10 til 12 á miðvikudag í safnaðarheim- ili. GLERÁRKIRKJA: Barnasam- vera og guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sameiginlegt upphaf. Guðsþjónusta á Fjórðungs- sjúkrahúsinu kl. 16.15. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 20. Biblíu- lestur og bænastund kl. 20 á mánudag og náttsöngur kl. 21. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18. Hádegissamvera kl. 12 á miðvikudag, orgelleikur, altar- issakramenti og fyrirbænir. Op- ið hús fyrir foreldra og börn frá kl. 10 til 12 á fimmtudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli á morgun, kl. 11, alemnn samkoma kl. 17, gíd- eonkynning. Unglingasamkoma kl. 20 um kvöldið. Heimilasam- band kl. 15 á mánudag, krakka- klúbbur kl. 17 á miðvikudag fyr- ir 6-10 ára, 11 plús mínus kl. 17 á föstudag fyrir 10 til 12 ára. Flóamarkaður á fóstudögum frá kl. 10 til 17. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Stærri-Ár- skógskirkju kl. 11 á morgun. Guðsþjónusta kl. 14. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Verkleg þjálfun fyrir unglinga kl. 14 í dag, laugardag, bæna- stund í kvöld kl. 20 til 21 og opið hús frá kl. 21 í kvöld. Sunnu- dagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á sunnudag. Biblíukennsla fyrir alla aldurshópa. Anna Höskuldsdóttir predikar, brauðsbrotning, léttur hádegis- verður. Samkoma sama dag kl. 16.30, fjölbreyttur söngur. Barnapössun fyrir börn yngri en 6 ára. Vonarlínan: 462-1210, símsvari með uppörvunarorðum úr ritningunni. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. KFUM og K: Bænastund kl. 20 á morgun, sunnudag. Fundur í yngri deild, fyrir drengi og stúlkur 8-12 ára kl. 17.30 á mánudag. LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðar- og bænastund í Sval- barðskh’kju sunnudagskvöld 15. nóvmeber kl. 21. LAUGALANDSPRESTAKALL: Messa í Grundarkirkju kl. 13.30 á morgun, væntanleg ferming- arbörn leiða söng. Sunnudaga- skólinn hefst í Möðruvallakirkju kl. 11 á morgun, rútur aka í skólann. Vikulegar bæna- og kyrrðarstundir í kapítalinu við Munkaþverárkirkju með Krist- ínu Jónsdóttur. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Messa verður í Möðruvalla- kirkju í Hörgárdal kl. 21 á sunnudagskvöld. Væntanleg fermingarbörn hvött til að mæta með foreldrum sínum en nokkur þeiiTa lesa úr ritningunni. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Messa í Hornbrekku kl. 14 á morgun, fjölskyldumessa kl. 17. Ath. að sunnudagaskólinn verð- ur í fjölskyldumessunni. Hljóm- sveitin Hreyfing og aðrir nem- endur tónlistarskólans spila, fermingarbörn taka þátt, kristniboðsstarf kynnt og tekið við framlögum, kirkjukaffi. Mömmumorgun frá kl. 10 til 12 á miðvikudag. Alda og Naree sjá um samveruna, allir vel- komnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.