Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Blint sjónarmið dýraverndar SIÐUSTU daga hefur farið íram mikil umfjöllun í fjölmiðlum um eyðingu þvotta- bjarnar sem leyndist í vörusendingu frá Kanada hingað til Is- lands. Oft vill svo verða að tilfinningar verða skynseminni fjötur um fót þegar málum sem þessum skýtur upp kollinum, sem og skortur á þekkingu þeirra gagn- rýnenda sem hæst hafa. í landslögum er strangt ákvæði um innflutning lif- andi dýra af erlendri grund. Öll dýr sem til landsins koma löglega eru sett í sóttkví í ákveðinn tíma eftir nokkur stórslys á síðustu 200 árum af völdum innflutnings á lifandi dýr- um, sem höfðu mikil áhrif á íslensk- an landbúnað og breytti mörgu í líf- ríkinu. Þessi atriði voru fjárkláðinn, mæðiveikin og minkurinn sem var nánast borinn á gullstól út í náttúr- una. Fjárkláðinn og mæðiveikin ollu bændum þungum búsifjum. Minkur- inn, sá vargur, raskaði árþúsunda- jafnvægi fuglalífsins hér á landi. Eru þessi þrjú atriði ekki nóg til að staldra við og velta fyrir sér til- urð þessara laga sem sett voru? Sérstaða Islands, sem einangrað eyríki hvað varðar búfjárstofna, er einstæð. Nærtækasta dæmið sem við eigum er hesturinn okkar. Lögin voru sett í þeim tilgangi að vemda - búfjárstofna okkar og lífríkið fyrir ófyrirséðum skakkaföllum af völd- um utanaðkomandi óvelkomnum Þrymur Sveinsson gestum í formi pesta, sýkla eða dýra sem ekki eiga heima í íslenska lif- ríkinu. Meðal villtra dýra í Evrópu, Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada fyrirfinnst ógn- vænlegur sjúkdómur sem kallast hundaæði. Hundaæði ættu flestir að kannast við. Helsta smitleið hundaæðis er með biti þar sem munn- vatn dýrsins er uppfullt af hundaæðisveirunni og kemst síðan auðveldlega snertingu við líkams- vessa þess sem verður fyrir bitinu. Helst er það refurinn sem ber hundaæði, en flest önnur dýr, þar á meðal maðurinn, smitast auðveld- lega. Hundaæði er mikið vandamál í Mið-Evrópu og hafa ríkisstjómir margra Evrópuríkja varið miklu fé til að halda hundaæðinu í skefjum með skipulagðri eyðingarherferð á þvi svæði sem sýktir refir finnast til vamar mönnum og búfénaði. Það er ófrávíkjanleg regla að sá ferðamað- ur sem verður fyrir biti fari strax til næstu heilsugæslu og fái viðeigandi meðferð við stífkrampa og láti rann- saka hugsanlegt hundaæðissmit. Til er bólusetning sem þarf að endur- taka eftir ákveðinn tíma. Með- göngutími hundaæðis er talinn í vik- um. Hundaæðisveiran ræðst á mið- taugakerfið og rústar þvf algerlega. Hjá þeim einstaklingi sem varnar- aðgerðir gagna ekki eða veiran hef- ur náð sér á strik er ekkert hægt að gera annað en að lina óbærilegar kvalir og halda niðri ýmsum fylgi- Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks í fasteignaleit V® ™ .mbl.is/fasteignir Óaðgætinn innflutning- ur dýra hefur, að mati Þryms Sveinssonar, valdið bústofnum og lífríki ærnum skaða. kvillum sem eru m.a. vatnsfælni og annar hryllingur uns dauðinn líkn- ar. Sýnd var í Ríkissjónvarpinu fræðslumynd um hundaæði. Það væri rétt að endurtaka það efni til að leikmaður geri sér grein fyrir hversu hræðilegur sjúkdómur hundaæði er. Mér fannst það kaldranalegt að sjá myndir af þvottabiminum að- framkomnum, vegna þess tíma sem hann hafði dregið fram lífið og var nánast hungurmorða þegar það fannst. Það er talin Iíkn að deyða skepnur sem lenda í slysi eða hafa liðið langvarandi kvalir eins og þvottabjörninn virðist hafa liðið. Það er gullin regla að fara vel með allar skepnur þó svo að okkur mannfólkinu sé það misgefið. Al- mennt, þegar aflífa þarf skepnu, eru börn ekki látin vera áhorfendur né að þau hafi um það vitneskju fyrr en allt er frágengið. Mér finnst að fjöl- miðlar hefðu ekki átt að sýna þessa hryggðarmynd af aðframkomnu, dauðhræddu og jafnvel sjúku dýri sem dregið hafði fram lífið með að éta það sem næst var. Yfirvöld gerðu það sem þeim bar, með sóma, fljótt og örugglega, farandi eftir þeim vinnureglum sem þeim er skylt að vinna eftir. Dýraverndar- sjónarmið verða að skoðast á raun- sæjan og hlutlausan máta. Meðan mikið fár var gert vegna deyðingu lítils þvottabjarnar, var lögð vel- þóknun á deyðingu nokkurra snáka sem á eftirminnilegan hátt ollu fjaðrafoki meðal Irlandsfara á heimleið. Hvað um þá tugi útigangskatta í Reykjavík og nágrenni sem eiga í ekkert skjól að venda og svelta heilu hungri svo dögum skiptir? Höfundur er öryggisfuUtrúi. Frumkvöðull í lækkun lyfjaverðs á íslandi Hvað kosta lyfin? 1.339 DL PS U) 1.620 1.725 '757 o -C *o B lL >i <u -w *o Q. 2 rt ¥ -Q JÉ 0) -w ■•O OL w </> 1.829 « -w *o Q. R L. rt ¥ -Q L. 3 1.852 1.885 2.050 2067 2.148 ■JÉ <u -w ^o CL R £ 'O tuO c <u -t-> *o Q. 2 « ¥ <n £ V <o CL f« U) txO > Sa. nJ tuo J2 <D “O CL ð E Samkvæmt verðkönnun á 5 lausasölulyfjum sem birt var í DV þann 5. nóvember sl. selur Lyfja lyf á lágmarksverði. Úh LYFJA Lyf á lágmarksveröl LYFJA Setbergi í Hafnarfirði, opið virka daga kl. 10 - 19. Opið laugardaga kl. 12 - 18. LYFJA Lágmúla, opið alla daga ársins kl. 9 - 24. Árni Johnsen fór með rangt mál ÞÓTT Árni Johnsen gorti af því að hafa afgreitt 50 þúsund erindi frá fjárlaganefnd Alþingis og telji sig í beinu framhaldi hæfan til stórra verkefna fer ekki hjá því að ýmislegt skolaðist til í kolli þessa ágæta vinar míns vilj- andi eða óviljandi á fundi á Hellu. I Morg- unblaðinu 7. nóvember sl. er birt frásögn af fundi á Hellu með Da- víð Oddssyni forsætis- ráðherra og Arna Johnsen alþingis- manni. Á fundinum er haft eftir Árna Johnsen eftirfarandi: „Lánasjóður land- búnaðarins hafði sam- þykkt lán á miðju ári til bónda, sem aldrei hafði verið í vanskilum hvorki við Stofnlánadeildina né hinn nýja Lánasjóð landbúnaðar- ins. Hann sagði að lánin hefði átt að nota til þess að stækka búin að því marki, sem hagkvæmt teldist * Arni virðist ekki greina, segir Guðni Agústsson, hver vand- inn er sem nú steðjar að loðdýraræktinni. með tilliti til framleiðni og fóður- kostnaðar. Lánin hefðu verið sam- þykkt á miðjum síðasta vetri, en ekki verið afgreidd.“ I þessu sambandi þykir rétt að upplýsa um loðdýralánsumsóknir á Suðurlandi þar sem hér er um vill- andi upplýsingar að ræða. Snemma á þessu ári voru afgreidd lán til þriggja loðdýrabænda samkvæmt lánsloforðum samtals að upphæð 20,2 milljónir króna. I sumar bár- ust tvær umsóknir dagsettar í fyrstu viku júlí. Eftir að tilskilin gögn höfðu borist og umsóknirnar yfirfarnar var þeim báðum svarað skriflega 20. ágúst sl. Engin lánsloforð vegna loðdýrabygginga liggja óafgreidd hjá Lánasjóðnum og eru því framangreind ummæli röng og villandi. Aðrar umsóknir um lán til loð- dýrabygginga á þessu ári hafa ekki borist og liggja ekki hjá sjóðnum. Þá er í frásögninni af fundinum vikið að erfiðleikum loð- dýraræktarinnar og haft eftir Árna Johnsen að á næstu þremur vikum sé útlit fyrir að 15-20 fjöl- skyldur á Suðurlandi muni hrekj- ast á klakann og gefið í skyn að framkvæmdastjóri Lánasjóðsins bæri á því ábyrgð. Staða loðdýra- ræktarinnar hefur verið erfíð og í mörg ár bjó greinin við alltof lágt skinnaverð. Á þeim árum voru gerðar margvíslegar aðgerðir til hjálpar greininni. M.a. felldi Stofnlánadeildin niður verulegan hluta af lánum loðdýrabænda og fóðurstöðva, m.a. eftir ákvörðun stjórnvalda. Slíkar aðgerðir hafa ekki verið gerðar fyrir aðrar bú- greinar sem þó hafa átt við þreng- ingar að búa eins og flestum er kunnugt um. Undanfari þessara aðgerða var að margar loðdýra- nefndir voru skipaðar og sat fram- kvæmdastjóri Stofnlánadeildar í þeim flestum og tók þar með þátt í því að móta og gera tillögur um þær aðgerðir, sem gerðar voru til hjálpar búgreininni. Ekki er vitað annað, en hann hafi unnið þar af fullum heilindum þrátt fyrir að eiga þar í erfiðri stöðu og þurfa um leið að huga að hagsmunum Stofnlánadeildar sem fram- kvæmdastjóri. Árni Johnsen fellir þunga dóma um Leif Jóhannesson, fram- kvæmdastjóra Lánasjóðs landbún- aðarins, á fundinum. Leifur Jó- hannesson hlýtur að vera eins og aðrir menn búinn kostum og göll- um. En eftir 15 ára starf hjá Stofnlána- deild og Lánasjóði er það skoðun þeirra sem starfað hafa með hon- um, og undir það munu bændur taka um allt land, að hann hafi verið farsæll fram- kvæmdastjóri, rekið sjóðinn af kostgæfni og landbúnaðurinn notið þekkingar hans og framsýni. Þess vegna sárnar okkur sem vitum betur og þekkjum störf Leifs að heyra sleggjudóma Árna í hans garð og teljum þá honum ekki til fram- dráttar. Ami virðist ekki greina hver vandinn er sem nú steðjar að loðdýraræktinni, en það er verðfall á heimsmarkaði á loðdýraskinnum upp á 25-30% vegna erfiðs ástands í Ásíu og Rússlandi. Þessa stöðu óttast loðdýrabændur og búast við að greinin fari illa við slíkar að- stæður og hafa leitað á fund land- búnaðarráðherra um aðgerðir sem þegar hafa verið samþykktar í rík- isstjóm, það er fóðurniðurgreiðslur upp á 45 milljónir úr ríkissjóði. Lánasjóður landbúnaðarins og loð- dýrabændur verða hins vegar að meta stöðuna upp á nýtt og spyrja sig: Er rétt við þessar aðstæður að fara í miklar framkvæmdir og stækka búin, hversu löng verður kreppan o.s.frv.? I máli Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra á fundinum kom rétti- lega fram að afskrifa hefði þurft um 2 milljarða vegna loðdýrarækt- ar og að ekki væri hægt að reka loðdýrabúskap með þeim hætti, að búin standi einvörðungu í stykkinu, þegar skinnaverð er með hæsta móti. Mín lokaorð eru að grípa niður í ný lög um Lánasjóð landbúnaðar- ins, sem Ami Johnsen studdi m.a. á Alþingi í fyrra. I 8. grein laga um Lánasjóð landbúnaðarins segir: „Um ákvörðun útlána skal hafa hliðsjón af því hverjar rekstrarfor- sendur viðkomandi búgreinar eru og hversu há veðlán hvíla á eign- inni og skal eigi veita lán ef ástæða er til að ætla að búrekstur á jörð- inni geti ekki staðið undir auknum lánum.“ Samkvæmt þessari laga- grein (samþykkt af Alþingi) ber stjóm Lánasjóðsins að vinna og hefur því m.a. sett ákvæði í útlána- reglur um að rekstrarforsendur þurfi að vera fyrir hendi hvað varð- ar allar lánveitingar sjóðsins. Eftir lánareglum á hverjum tíma ber framkvæmdastjóra að vinna og taka afstöðu til einstakra lánsum- sókna í samræmi við þær. Það er því ekki á hans valdi að taka ákvarðanir utan þeirra, nema að undangenginni samþykkt stjórnar sjóðsins. Því er ekki við hann að sakast um sértækar aðgerðir fyrir einstakar búgreinar. Þegar slík mál hafa komið upp hafa stjórnir Stofnlánadeildar og síðar Lána- sjóðsins ævinlega fjallað um þau og samþykkt ákveðnar vinnureglur sem framkvæmdastjórinn sér um að unnið sé eftir. Þessari athugasemd er ætlað að hrekja rangfærslur Áma Johnsen og leiðrétta misskilning sem fram kom á téðum fundi. Loðdýrabænd- ur hafa ekki verið með svona mál- flutning. Höfundur er alþingismaður og formaður Lánasjóðs Inndbúnaðarins. Guðni Ágústsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.