Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 77 FRÉTTIR Kertasala Leoklúbbanna Morgunblaðið/Júlíus ÞORSTEINN Yngvi Bjarnason, forseti norræna Leoráðsins, með sýn- ishorn af kertunum sem í boði verða. Til stuðnings börnum með geðræn vandamál Atliugasemd Hin unga sveit sýnd í bíósal MÍR KVIKMYNDIN Hin unga sveit verðrn- sýnd í bíósal MIR, Vatns- stíg 10, sunnudaginn 15. nóvember kl. 15. Mvnd þessi var gerð í Sovétríkj- unum árið 1948 undir stjórn Sergeis Gerassimovs, eins af kunn- ustu kvikmyndagerðarmönnum sovéttímans og í myndinni koma fram í fyrsta sinn nokkrir ungir leikarar sem síðar áttu eftir að láta að sér kveða í sovéskri kvikmynda- gerð, segir í fréttatilkynningu. í kvikmyndinni er fjallað um at- burði sem gerðust á hernámssvæði Þjóðverja íyesturhluta Sovétríkj- anna 1943. í febrúarmánuði það ár vann sovéskri herinn námubæinn Krasnodon í Úkraníu aftur úr höndum Þjóðverja og mönnum varð ljós þáttur liðssveita ungliða í skæmhernaðinum gegn innrásar- liðinu. Saga þessarar liðssveitar ungmenna varð rithöfundinum Aleksandr Fadejev efniviður í skáldsögu og S. Gerassimovs leik- stjóri kom svo sögunni í búning kvikmyndar. Hlaut kvikmyndin margvíslega viðurkenningu og verðlaun á sínum tíma. Aðgangur að kvikmyndasýning- unni er ókeypis og öllum heimill. Vinstrihreyfing- in - grænt fram- boð á ferð um landið ÁKVEÐIÐ hefur verið að Vinstri- hreyfingin - gi’ænt framboð haldi sína fyrstu landsráðstefnu dagana 4.-5. desember á Hótel Sögu. Til undirbúnings þeim ráðstefnu munu aðstandendur samtakanna efna til kynningarfunda víða um land á næstu vikum. Fyrsti fundurinn verður í Deigl- unni á Akureyri laugardaginn 14. nóvember og í kjölfarið fylgja fundir á Raufarhöfn og Húsavík 15. nóvember. Miðvikudagskvöldið 18. nóvember verður svo opinn fundur í Sunnusal Hótels Sögu og í Kefla- vík fimmtudagskvöld. Síðan verður fundað á Höfn og í Grundarfirði 21. nóvember, á Siglufirði og Sauðár- króki 22. nóvember, á Selfossi 26. nóvember og á Egilsstöðum 28. nóvember. I undirbúningi eru fundir á Vestfjörðum, á Akranesi, í Borgarnesi, Vestmannaeyjum og víðar. ,Á landsráðstefnunni í byrjun desember verða hin stóru viðfangs- efni stjórnmálanna tekin til um- fjöllunnar, lagður grunnur að lög- um fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð og skipuð undir- búningsstjórn til að vinna að form- legri stofnun samtakanna í byrjun næsta árs,“ segir í fréttatilkynn- ingu. LEIÐRÉTT Heilsusetur Þórgunnu í FRÉTTATILKYNNINGU í blað- inu á fimmtudag var sagt frá flutn- ingi Heilsuseturs Þórgunnu að Skipholti 50c. Heilsusetrið var sagt vera Heilsusetur Þórgunnar og er beðist velvirðingar á mistökunum. FÉLAGAR í íslensku Leoklúbbun- um, unginennafélögum Lions- hreyfingarinnnar, selja þessa dagana kerti til styrktar börnum með geðræna sjúkdóma. Allur ágóði rennur óskiptur til barna- geðdeildar Landspítalans á Dal- braut. Kertasalan er hluti af sam- eiginlegu verkefni Leofélaga á Norðurlöndum til stuðnings börn- um með sjúkdóma. Kertin eru seld tíu í pakka og kosta 500 krónur. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Leoklúbbunum að talið sé að eitt af hverjum fímm börnum glími við geðræn vandamál, svo sem hegðunartruflanir, ofvirkni, þunglyndi, áráttuhegðun, truflað raunveruleikaskyn og fleira. Þessum börnum sé ekki veitt nægileg aðstoð og langir biðlistar séu að barnageðdeild Landspítala. Fyrsti Leoklúbburinn var stofn- aður í Bandaríkjunum árið 1957 en í dag eru 5300 klúbbar starf- andi í 134 löndum með yfir 132 þúsund félaga. Fyrsti Leoklúbbur- inn á íslandi var stofnaður í Garð- inum fyrir tíu árum en nú eru einnig klúbbar starfandi í Reykja- vík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnar- firði, Akureyri og Vestmannaeyj- MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Guð- mundi Björnssyni lækni: „Fréttir Stöðvar 2 um upplýs- ingaöflun mína um heilsufar tiltek- inna einstaklinga eru villandi og byggðar á verulegum misskilningi. Það er regla hjá undirrituðum í starfi mínu sem læknisfræðilegur ráðgjafi að fengin sé heimild hjá hinum slasaða til að afla upplýsinga er máli gætu skipt varðandi af- greiðslu bótakröfu. Læknisfræðilegir ráðgjafar tryggingafélaga geta, þegar fyrir liggur heimild slasaða, óskað eftir upplýsingum sem nauðsynlegar eru vegna afgreiðslu málsins. Ef fyrra heilsufar er ekki þekkt þá fæst ekki rétt mynd af afleiðingum þess slyss sem til uppgjörs er. Slíkt er ekki rétt hvorki gagnvart hinum slasaða Alþjóðadagur sykursjúkra ALÞJÓÐADAGUR sykm'sjúki’a er í dag, laugardaginn 14. nóvember. I tilefni dagsins munu Samtök syk- ursjúkra bjóða upp á blóðsykur- mælingu í Ki’inglunni. Borgarstjóri Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og fráfarandi landlækn- ir, Ólafur Ólafsson, munu í tilefni dagsins mæta í blóðsykurmælingu um klukkan 16. Mælingar á Akureyri og í Vestmannaeyjum I fréttatilkynningu frá Samtök- um sykursjúkra segir að Samtök sykursjúkra á Akureyri muni standa fyrir blóðsykurmælingum í Hrísalundi frá klukkan 11. Einnig verða blóðsykurmælingar í Arnar- dranga í Vestmannaeyjum. Samtök sykursjúkra hafa staðið fyrii’ blóðsykurmælingum sl. tvö ár. Árið 1996 var mældur blóðsyk- ur hjá yfir 2000 manns og af þeim reyndust yfir 20 með athugaverðan blóðsykur. Þar af voru 9 með leynda sykursýki, sem ekki er mjög alvarleg. Samtök sykursjúkra voru stofn- uð 25. nóvember árið 1971 og hafa starfað að málefnum sykursjúki’a síðan. www.mbl.is né þeim sem greiða á bætur vegna slyssins. Það er síðan undir lækni hins slasaða og honum sjálfum kom- ið að meta réttmæti beiðni sem frá ráðgjafalækni kemur. Henni getur verið hafnað eða takmarkaðri upp- lýsingar veittar. Sem læknisfræðilegur ráðgjafi hef ég ekki óheftan aðgang að sjúkrasögu fólks. í þessum fréttum finnst undirrit- uðum langt seilst til að koma höggi á mig sem lækni, sem formann Læknafélags f slands og læknastétt- ina og skil trauðla tilgang fréttanna. Að öðru leyti verður ekki af minni hálfu fjallað opinberlega um mál af þessu tagi þar sem samskipti mín sem læknis við sjúklinga eru ávallt háð trúnaði sem hafinn er langt yfir óvandaðan fréttaflutning Stöðvar 2.“ Handverks- markaður á Garðatorgi HANDVERKSMARKAÐUR verði haldinn á Garðatorgi í Garðabæ í dag og verður þar til sýnis margvíslegur varningur svo sem trévörur, leirvörur, glervörur og fleira. Markaður- inn hefst klukkan 10 og stendur til klukkan 17. Námskeið fyrir aðstandendur fólks með geð- sjúkdóma GEÐHJÁLP stendur að námskeið- um fyrir aðstandendur fólks með geðklofa og geðhvörf (þunglyndi og oflæti). Námskeiðin verða í formi fyrirlestra og eftir jól verða stuðn- ingshópar með leiðbeinanda. „Kristófer Þorleifsson, geðlækn- ir, heldur fyrirlestra um einkenni, meðferð og batahorfur fólks með geðklofa og geðhvörf, en hann starfar á Landspítalanum/ Kleppi. Herdís Hólmsteinsdóttir, geðhjúkr- unarfræðingur, ræðir um hvað ger- ist þegar leggja þarf fólk inn á geð- deildir en hún hefur áratuga reynslu af starfi á geðdeildum. Ey- dís Sveinbjarnardóttir, hjúkrunar- forstjóri á barna- og unglingageð- deild, fer í gegnum bæklinginn Leiðarljós sem hún er meðhöfundur að. Leiðarljós er leiðbeiningarbæk- lingur fyrir aðstandendur og fjallar um samskipti við hinn sjúka, nauð- syn þess að gæta að eigin heilsu og hluta á hina „innri rödd“. Margrét Jónsdóttir, félagsráðgjafi, fjallar um endurhæfingu og félagslega þjónustu auk þess sem hún stýrir námskeiðinu og verður leiðbeinandi í stuðningshópnum. Margrét starfar hjá Tryggingastofnun ríkisins en þar áður vann hún á geðdeildinni á Kleppi," segir í fréttatilkynningu frá Geðhjálp. um. Námskeiðið hefst kl. 20 þriðju- daginn 17. nóvember í félagsmið- stöð Geðhjálpar, Ti-yggvagötu 9 (Hafnarbúðum), og byrjar á fyrir- lestri Ki-istófers Þorleifssonar um geðklofa. Fyrirlestrarnir verða síð- an haldnir vikulega næstu fimm vik- urnar en stuðningshóparnir fara af stað eftir jól. Þátttökugjald er 2.000 kr. en frítt fyrir félagsmenn. Handverkssýn- ing Heimilisiðn- aðarfélagsins I HÚSI Heimilisiðnaðarfélags ís- lands á Laufásvegi 2, laugardag kl. 10-14, verður handverksfólk við störf og sýnir verk sín. Jólanámskeið Heimilisskólans verða kynnt, ýmsir munir verða á basar, jijóðbúningadeildin verður opin og boðið verður upp á veitingar í takt við árstímann, segir í fréttatil- kynningu. Fj ölskyldudagur Barnamáls BARNAMÁL, áhugafélag um brjóstagjöf, vöxt og þroska barna, stendur fyrir fjölskyldudegi sunnu- daginn 15. nóvember kl. 15-17 á Hótel Loftleiðum, Blómasal. Allir félagsmenn Barnamáls eru hvattir til að koma sem og þeir sem áhuga hafa á að kynnast félaginu. Óvænt uppákoma verður fyrir börn- in. fohskinnsfóhraðn jakkar EGGERT feldskeri efst á Skólavörðustígnum, sími 551 1121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.