Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLABIÐ ÞORGEIR RUNAR KJARTANSSON + Þorgeir Rúnar Kjartansson fæddist 26. nóvem- ber 1955. Hann lést á Landspítalanum 6. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Ar- bæjarkirkju 13. nóv- ember. Goggi vinur minn var úr Karfavoginum einsog furðu margir góðir menn, í Vogun- um var þá mikill krakkasægur og sum- um þeirra kynntist ég á táningsár- um þegar leiðir lágu saman í menntaskóla. Og þá vorum við Goggi líka orðnir nágrannar, ég var handan tveggja bakgarða í næstu götu, og tókst með okkur góð vinátta. Við vorum líka jafn- aldrar næstum uppá dag og þarsem varla þurfti nema að klofa yfir girðingu á milli húsanna þar sem við bjuggum urðum við brátt heimagangar hvor hjá öðrum. Goggi var bæði alvörugefínn og glaðvær og alltaf gott að vera ná- vistum við hann, og sem mennta- skólanemar vorum við einsog gengur hálfgerð börn að leika full- orðna menn og réðumst í allskonar dellur af miklum fitonsanda; ásamt Stefáni Jóni vini okkar fundum við uppá því einn veturinn að gera skólablaðið að vikublaði, og ógleymanlegir eru margir laugar- dagseftirmiðdagar á meðan beðið var eftir blaði til að prenta en við í i-itnefndinni höfðum ekkert í hönd- unum og urðum að skrifa allt efnið sjálfir og byggja að mestu á hug- myndum, oft langsóttum og fárán- legum, sem flugu um loftið á skóla- félagskontórnum. Goggi hafði í miklum mæli þann eftirsóknarverða hæfileika að geta hrifist af snilld og fegurð. Menn voru að kynna sér bókmenntimar í þá daga, en einhverntíma barst í tal að hann hefði aldrei lesið Þór- berg þennan Þórðarson, sem við hinir vorum að tala um. - Blessað- ur vertu, lestu Þórberg, sögðum við, hann er frábær og eitthvað fyr- ir þig! Og því er þetta minnisstætt að Goggi náði sér umsvifalaust í Ofvitann eða Bréf til Lára, og komst í svo mikið samband við stíl- gáfu og hugmyndaflug Þórbergs að innan skamms var hann búinn að lesa allt sem Suðursveitarmeistar- inn skrifaði og bijóta það til mergj- ar. Og svo var innlifunin mikil og kappið að hann var líka búinn að ná sér í kvæðið um fangann eftir Ose- ar Wilde, vegna þess að Þórbergur lætur þess getið á einum stað, í Is- lenskum aðli ef ég man rétt. Þenn- an 108 erinda kvæðabálk, „The Ballad of reading Gaol“, var Goggi fyrir vikið búinn að sökkva sér ofan í, á ensku að sjálfsögðu, og vitnaði oft mjög glæsilega til hans þegar andrúmsloftið gaf tilefni til þess: He did not wear his scarlet coat, For blood and wine are read, And blood and wine were on his hands When they found him with the dead... (Hann bar ei skarlatsbúnað sinn, því blóð er rautt og vín, og blóð og vín um hendur hans og hennar rekkjulín, sem myrka nótt hann myrti af ást, að morgni kom í sýn...) Sjálfur var Goggi afbragðs stflisti á íslenska tungu, og fyrir tveimur árum kom hann mörgum á óvart með því að lauma út ágætri ljóðabók, „Þar sem það er séð“. En hæfileikar hans lágu víðar. Hann var kominn yfir tvítugt þegar töfr- ar nútímadjassins lukust upp fyrir honum í öllu sínu veldi, og ég held það hafi verið fyrir áhrif frá John Coltrane að Goggi lét sig ekki muna um að fá sér saxófón og læra á hann. Hann átti síðar oft eftir að troða upp með öðram djassleik- urum við óhátíðleg til- efni sem hæfa slíkri tónlist, og var einn af framlínumönnum stór- sveitarinnar Júpíters sem gladdi hjörtun hér á árunum. Goggi lærði sagn- fræði hérna heima og hélt svo til framhalds- náms í París þarsem hann jafnframt var fréttaritari Ríkisút- varpsins við góðan orðstír. A þeim áram, um miðjan níunda áratuginn, rakst íslenskur fræðimaður í borginni á fágæta gersemi hjá fornbókasala, framút- gáfu Islandsbókar Gaimard sem fór hér um á liðinni öld og Jónas Hallgrímsson mærði í ljóðinu sem hefst á línunni „Þú stóðst á Heklu tindi hám“. Og þessa frumútgáfu höfðu allir helstu Hafnaríslending- ar þess tíma áritað, Jónas Hall- grímsson og aðrir Fjölnismenn þar á meðal, í samsæti sem haldið var Fransmanninum til heiðurs í borg- inni við sundið. Allt var þetta einsog ævintýri, eða kannski einsog smásaga eftir Borges, og Goggi hreifst með; um sinn yfir- gnæfði þetta mál allt annað í ver- öldinni, hann var skömmu síðar kominn heim og fór langt með að endurtaka alla íslandsferð Gaimard, og varð það mikið flug. En þeir sem fljúga hátt missa gjaman sjónar á hinu jarðneska og hversdagslega, og þar á ofan getur lendingin orðið harkaleg; einn góð- an veðurdag birtist hinn grái raun- veraleiki með lúkur fullar af rukk- unum og reikningsskilum og til- kynnir að nú sé gamanið búið, og sh'kir dagar gátu orðið erfiðir fag- urkeram og stemmningsmönnum einsog Gogga. Því að hann var alltaf dálítið viðkvæmur og brot- hættur. Við minnumst þess félagar hans frá æskuárunum að hann gat fundið upp á því í snjóbyl og grimmdarveðrum um miðjar nætur er menn vora kannski á heimleið slæptir eftir böll að leggjast fyrir um stund og ætla að blunda í snjónum; ekki vegna þess að lífið væri leiðinlegt heldur vegna þess að mjöllin var bara svo mjúk og fal- leg og lokkandi. Það var einhvern- tíma sagt um annan mann að hann hafi ekki verið nógu vondur fyrir þennan heim, og þau orð geta vel átt við hann Gogga. Og hitt er líka víst að heimurinn er verri og fá- tæklegri án hans. Einar Kárason. Stundum kann að koma í ljós að lífið sem við liíúmer jafngildi skáldskapar. Hversu sár raun er þó að uppgötva það, - engu ósárari en uppgötva að ástin - eða frelsið - eða réttlætið - er meira en orð. (Sigfús Daðason.) Kvöldið sem mér barst fregnin um andlát þitt, elsku Goggi minn, dundu bombur um gjörvalla borg- ina sem ég bý í. Brak og brestir og logablossar flugelda lýstu upp him- inhvolfið. Hægfara sólir sigldu um púðurmökkinn og þ_að rigndi sindr- andi stjörnum. A jörðu niðri brannu bálkestir og veisluglaumur barst úr hverju húsi. Bonfirenight - og Bretar vora að minnast manns- ins sem ætlaði að sprengja upp þingið forðum. Ég stóð við glugg- ann og starði í stjörnuregnið og tónlistin og hlátrasköllin og glasaglaumurinn og gargið og gólið úr görðum nágrannanna rann í eina ómstríða hávaðabendu, - og harm- urinn og sorgin - og gleðin úti, - og þegar allt ætlaði um koll að keyra, - þá komu ljóðin þín til mín, kjöl- festan í óreiðunni og: nú svifu ljóðfærin um tært haustlofið einsog pólýfónískur og kakófónískur engisprettusvermur og gott ef ég greindi ekki hann John þinn Coltrane einhvers staðar í allri ómreiðinni. Hann Coltrane sem kenndi þér inná: verðleysi peninganna kraftleysi stórhýsanna vonleysi forstjóranna víðemi stjamanna Ég stóð við gluggann en naut ekki víðernis stjarnanna fyrir fuðri og freti gervistjama gerðum úr púðri og plati. Og þó að þetta væri nánast óbærilegt þá var þetta samt svo rökrétt eða eins og þú orðaðir það sjálfur: svo djúpir em dalimir svo hástemmd fjöllin svo óumflýjanleg örlögin þau örsmáu lög og mál er allt leiða til lykta á endanum Og ljóðin þín hjálpuðu mér að muna. Að muna eftir Gorgi með stóra hjartað. og hjartað sem kann ekki kann ekki að lesa á biðskyldumerki Og ég sé þig teikna skakkt hjarta með skjálfandi fingri utanum hlaupandi spor. Sé þig hlaupa yfir sviðið í Austurbæjarbíói með Bassa á hælunum. Minningar úi' mennta- skóla: Þú inná Mokka að orða sæt- ar lummurnar, - spéfuglinn þinn. Eða niðrá Tröð; jarðskjálfti í kaffi- bollanum, eldgos í sígarettunni og alheimsbyltingin logandi í augun- um. En þér var ekki til setunnar boðið. Heldur flæddir einsog leys- ingavatn af heiðum yfir óvarðar stórborgir. Stundum stóð borgin á haus. Stundum var allt hengiflug. Man þig vakandi einn vetur í París, - sofandi eitt sumar í Köben. Svo við tveir í tjaldi austur á Klaustri að reyna að henda reiður á hvað gerst hafði. Þú glottir við tönn einsog Skarphéðinn forðum og fékkst þér saxófón. Þá varðstu lygn eins og klakaflóð úr Vatnajökli. Síðar gerð- ist þú sagnfræðingur, kennari, út- varpsmaður, tónlistarmaður, rithöf- undur og skáld og sitthvað fleira og lést ekki högg ormsins slá þig út af laginu. Því allt vill lagið hafa. Og ljóðin þín hjálpa mér að muna. Man þig áttvilltan í ráðþrota hamingju andspænis ofbirtu gleð- innar. Stundum sundlaði þig af fögnuði. Sé þig í kveljandi sviðsljós- inu kátan með sax á vör. Þá ríkti fegurð, gleði og fögnuður. Þrenn- ingin eina og sanna sem þér var svo hugleikin. Sé þig grátandi í óvæntu þakklæti, - og þú breytist í til- beiðslufúgu, - þú sem varst skuld- bundinn sorginni og skrípahlátrin- um sem greip þig stundum á kvöld- in. Og þú kynntist hannavöldum og gæfusmiðum og með flóttamönnum vonarinnar sastu löngum á háaloft- um og viðraðir forboðnar hugsanir. svo keraur dimman og dauðinn reynir klaufskur við lffið og þú fannst svo til þegar feigðin sveifl- aði bitru sverði um stórborgir og út- kjálka, - en þú kunnir að forða ótta þín- um inn í bros og þú gekkst til verks óragur heill og auðugur af mýkt Þú varst einsog sigurboginn í ^jóðinu þínu sem stóð uppréttur í ósigrinum. Beist á jaxlinn og vitnaðir í Dag: „Vei þeim sem lendir í klandri og á ekki hi'einar nær- buxur!“ Elsku Goggi, þú sem vart svo fjölhæfur, margslunginn og auðug- ur af anda og mýkt, svo örlátur í stórlyndi þínu og stjómleysi, - nú ertu farinn, - en þótt þú færir án þess að kveðja í þetta sinn þá skild- ir þú auðvitað eftir fjársjóð einsog þín var von og vísa; orð á bók, tón- list á teipi og hafsjó minninga til að ylja sér við um ókomnar vetrarnæt- urdimmur. Takk fyrir fjársjóðinn. Og daginn sem þú verður heygður í skuggadal vonanna ætla ég að setja Júpíters á fóninn, skjóta upp rak- ettu og kveikja á blysi. Kannski sérð þú það. Þar sem það er séð. Ég óska þér góðrar ferðar en vinum og vandamönnum votta ég mína dýpstu samúð, því nú er skarð fyrir skildi. Rúnar. Það var dimmur og stormasamur laugardagur þegar ég frétti að Þor- geir væri látinn. Ég kynntist Þorgeiri íyrst aðeins 16 ára gömul þegar hann starfaði sem kennari í Menntaskólanum við Sund. Ég man sérstaklega hvað mér fannst hann vera með hljóm- þýða og fallega rödd. Ég fann að krakkarnir bára virðingu fyrir hon- um og aldrei þurfti hann að byrsta sig eða setja sig á háan hest til að ná athyglinni enda var Þorgeir hóg- vær maður að eðlisfari. Svo liðu ár- in og leiðir okkar lágu aftur saman í gegnum vini og kunningja. Það var svo í fyrravor að Þorgeir kynnti mig fyrir unnustu sinni, henni Rúnu og sagði við mig að hann væri viss um að okkur ætti eftir að koma vel saman. Þorgeir var næmur maður og þessi orð hans era ein af þeim fjöl- mörgu því til sönnunar því Rúna átti eftir að reynast mér ómetanleg vinkona. Það var gaman að fylgjast með Rúnu og Þorgeiri í þann stutta tíma sem þau fengu að njótast því ást þeirra var alveg einstaklega heil og falleg. Þorgeir þurfti að berjast við tvo alvarlega sjúkdóma og var orðinn mjög máttfarinn undir það síðasta, en aldrei brá svo við að ég fyndi ekki þá góðu nærvera og hlýju sem einkenndi Þorgeir alla tíð. Þorgeir minn! nú færðu loksins að sofa vært og þegar þú vaknar skaltu anda að þér ilminum og hlusta á John þinn Coltrane og þá ertu kannski kominn til að vera. Rúna, engillinn minn, ég breiði yfir þig allar mínar fegurstu hugs- anir. Kristjana Knudsen. í Kvæðakveri Halldórs Laxness, milli kvæða, er handritað ljóð: Vér erum lítil Ijóð á jörð af leyndarmáli og hvísli gjörð, léttari en ljós og aska. Oftastervorævinhörð, eigi eru svipuslögin spörð. Farg er vor ferðataska. Þorgeir orti þetta einn sumardag með sólgleraugu og ofbirtu í augun- um. Ljóðið lýsir honum eins og hann var, gerður úr ofurfínu og við- kvæmu efni, fluggáfaður og ör. Hann var óvenju hæfileikaríkur á mörgum sviðum, bæði fræðimaður og listfengur. Eitt sinn heimsótti Þorgeir mig þar sem ég var í París. Þá fóram við í leiðangur og keypti hann silfraðan Selmer tenórsaxófón, sem hann burðaðist um með og blés mikið í. Tónlist var hans ástríða, til- finningalega þrunginn leikur. Gato Barbieri var fyrirmynd og reglu- lega var hlustað á Coltrane, stund- um með tár í augum og jafnvel nið- ur vanga, Jobim var líka í miklu uppáhaldi. Þorgeir var upphafsmaður Júpít- erhljómsveitarinnar, sem var gleði- hljómsveit með 14 manns um borð þegar mest var og mikið brass. Umfangið og nafngiftin sýnir hvers konar ofurhuga maðurinn hafði að geyma. I honum var smit sem lagði út frá hjartanu, allavega skynjaði ég það þannig að hann á sínum bestu mómentum spilaði út frá hjartanu. Væntanlega beitti hann þessari sér einlægri aðferð einnig við kennslu, því hann var dáður sögukennari. Orkan í Þorgeiri var ófjöfn, það var ýmist í ökla eða eyra, sveiflum- ar reyndu oft á þolrif vináttunnar. Heimurinn er stór, það er pláss fyr- ir allt og alla; geimurinn ótakmark- aður. Tónar og hljómar sem eitt sinn áttu upptök sín á norðurhveli jarðar, svífa um í óendanleikanum og kunni maður að hlusta má heyra þá enn. Erla Þórarinsdóttir. Þorgeiri man ég eftir frá bernskuáram. Bakgarðar heimila okkar lágu saman. Fyrstu minning- ar um hann tengjast friðai*viðræð- um sem hann leiddi fyrir sína götu, Karfavoginn, en krakkarnir þar höfðu einu sinni sem oftar átt í stríði við krakkana í Nökkvavogi. Hann fór þá fyrir friði eins og ætíð síðan. Eftir þetta tókst með okkur ágætur kunningsskapur og ég bar æ síðan mikla virðingu fyrir Þor- geiri. Seinna, eftir að hann fór að æfa og leika á saxófón í herberginu sínu, þá varð ég áheyrandi yfir bak- garðinn. Stundum lék hann fram á nótt og oft var hrein unun að hlusta á hann spila. Árin liðu og maðm' fylgdist með Þorgeiri og því sem hann var að fást við; hann lauk stúdentsprófi frá M.T. og lærði síðan sagnfræði við Háskólann. Lokaritgerðin var um Þorvald Skúlason og alþjóðlega strauma í íslenskri myndlist. Efni sem hæfði fagurkera. Hann fór til Parísar og bjó þar um tíma; var í námi og vann einnig, m.a. sem fréttaritari fyrir Ríkisútvarpið. Margir muna hann úr því hlutverki. Fyrir utan að vera góður frétta- maður þá hafði hann góða útvarps- rödd, var skýrmæltur og hljómaði vel. París og Frakkland áttu vel við Þorgeir og hann varð handgenginn franskri menningu og ræktaði æ síðan tengslin. A þessum áram fór þó að bera á geðsveiflum og þurfti hann stund- um á aðstoð lækna að halda, eins og gengur. Fór kannski ekki alltaf að ýtrastu læknisráðum. Þorgeir var mjög vel gefinn en oft virðist einmitt erfiðara slíkum mönnum að fallast á rök lækna. Auðvitað heftu veikindin Þorgeir og ollu erfiðleik- um og kom þá fyrir að honum var ekki sjálfrátt. Eftir heimkomuna fékkst Þor- geir aðallega við kennslu, í F.B. og sínum gamla menntaskóla. Einnig við ritstörf, m.a. fyrir Talnakönnun. Hann lék líka á saxófón í ýmsum hljómsveitum og inn á hljómplötur, m.a. hjá Megasi. Þá hélt hann sýn- ingu á mynd- og textaverkum á Veitingahúsinu 22. Hæfileikar Þor- geirs lágu víða. Svo í fyrrasumar hringdi í mig Guðm. Andri Thorsson og kvaðst hafa verið að lesa yfir handrit að ljóðabók eftir Þorgeir okkar Kjart- ansson. Vildi hann skila handritinu en honum hefði gengið illa að hitta á höfundinn. Þorgeir hefði hinsveg- ar sagt honum að ég myndi gefa bókina út. Þannig atvikaðist að ég gaf út ljóðabókina „Þar sem það er séð“ sem geymir ljóð og örsögur Þorgeirs. Kom hún síðan út í fyrra og var útgáfunni að nokkru flýtt en til stóð að hann gengist undir að- gerð skömmu síðar. Þorgeir hafði þá þegar greinst með krabbamein, sem nú tæpu ári síðar hefur lagt hann að velli. Bókin fékk ágæta gagni'ýni og þótti vera ein af betri ljóðabókum ársins 1997. Þorgeir Kjartansson var að sumu leyti helgur maður, ósvikinn og ein- lægur, ákafur og velviljaður. Ogleymanlegur okkur öllum sem fengum að kynnast honum. Hann hvíli í friði. Samúðarkveðjur frá okkur Tinnu og Jóhanni Páli til unnustu Þor- geirs, móður, systur og fjölskyldna þeiraa. Einar Guðjónsson. Það er með óumræðilegum trega sem ég kveð Gogga, vin minn. Ég var 15 eða 16 ára þegar ég kynntist honum fyrir rúmum tuttugu árum og höfðu þau kynni strax mikil áhrif á mig. Hrifnæmi hans og inspírasjónir, eldheitur og ástríðufullur sköpun- arkraftur hrifu mig með honum á flug sem hann átti reyndar síðar erfitt með að stjórna. Hann var mikill lífsnautnamaður, kunni að njóta lífsins lystisemda og var ákaflega skemmtilegur. Þorgeir var miklum hæfileikum gæddur á óvenju mörgum sviðum. Hann var vel ritfær, glöggur fræðimaður og skáld gott. Hann var einnig mikill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.