Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 75
FRÉTTIR
Fyrirlestur
varð-
veislu
sögulegra
mannvirkja
DR. WILLIAM J. Murtagh,
bandarískur sérfræðingur í varð-
veislu sögulegra mannvirkja, mun
á mánudaginn kl. 17 halda fyrir-
lestur og skyggnusýningu í Nor-
ræna húsinu á vegum Þjóðminja-
safnsins. I kjölfarið verða umræð-
ur sem Þór Magnússon, forstöðu-
maður safnsins, stýrir.
Dr. Murtagh mun lýsa varð-
veislu sögulegra minja í Banda-
ríkjunum allt frá fyrstu sjálfs-
sprottnu samtökum fólks til var-
veislu ákveðinna bygginga og til
aðgerða til að varðveita heil íbúð-
arhverfi og verslunargötur. Hann
mun einnig fjalla um tilraunir
stjórnvalda til að hvetja til varð-
veislu sögulegra mannvirkja og til
þess að láta slíkar aðgerðir standa
undir sér og segja frá vaxandi at-
vinnustarfsemi í tengslum við
varðveisluna.
Dr. Murtagh er menntaður í
arkitektúr og sögu byggingarlistar
og hefur gegnt ýmsum stöðum í
tengslum við varðveislu sögulegra
minja, bæði við háskóla og á vegum
hins opinbera. Hann er einnig höf-
undur bókar um sama málefni.
Meðan á dvöl hans stendur mun
dr. Murtagh meðal annars hitta að
máli íslenska arkitekta og aðra
áhugamenn um málið og fulltrúa úr
skipulags- og umferðamefnd
Reykjavíkurborgar.
ISTAK og Flugleiðir styrkja
heimsókn dr. Murtaghs.
Basar á Hrafnistu
ÁRLEGUR viðburður á Hrafnistu Á basarnum verður á boðstólum
í Reykjavík er basar heimilisfólks- fjölbreytt handavinna heimilis-
ins. Hann verður í ár laugardag- fólksins. Fær hver og einn andvirði
inn 14. nóvember kl. 13-17 og þeirra muna sem hann hefur unnið.
mánudaginn 16. nóvember kl. Heitt kakó og vöfflur verða einnig í
10-16. boði. Allir velkomnir.
Jólakort
Barnaheilla
ÚT eru komin jólakort Barna-
heilla til styrktar starfsemi
samtakanna.
„Markmið Barnaheilla er að
vera málsvari allra bama og
hafa framkvæði að málum er
varða réttindi þeirra og vel-
ferð. Meðal verkefna samtak-
anna á þessu ári má nefna
kaup á íbúð fyrir aðstandend-
ur veikra barna af landsbyggð-
inni sem þurfa að leggjast inn
á sjúkrahús á höfuðborgar-
svæðinu, og nýlokið er ráð-
stefnu um kynferðislegt of-
beldi gegn bömum þar sem
m.a. erlendir sérfræðingar
fluttu fyrirlestra um þessi mál.
Sala á jólakortum er mikil-
vægur liður í tekjuöflun
Barnaheilla en þau byggja af-
komu sína nær eingöngu á vel-
vild almennings og fyrirtækja
í landinu. Hægt er að panta
kortin á skrifstofu Barna-
heilla,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Tryggingastofnun ríkisins
Afgreiðsla flyst
tímabundið
AFGREIÐSLA Tryggingastofnunar
ríkisins flyst í Tryggvagötu 28 næst-
komandi mánudag, 16. nóvember.
Frá og með þeim degi er afgreiðsl-
unni lokað á Laugavegi 114 og 116.
Flutningur afgreiðslunnar í
Tryggvagötu er tímabundinn þar
sem rýma þarf 1. hæð á Laugavegi
114 vegna breytinga og viðbygging-
ar þar.
Viðskiptavinum Tryggingastofn-
unar er bent á að öll almenn af-
greiðsla, upplýsingar og ráðgjöf
verða frá og með mánudeginum 16.
nóvember í Tryggvagötu 28-1.
hæð. En jafnframt verður áfram á 1.
hæð í Tryggvagötu sú afgreiðsla
stofnunarinnar sem þar hefur verið
til þessa, s.s. endurgreiðsla vegna
tannlækninga, sjúkraþjálfunar, af-
sláttarkort og fleira.
Afgreiðsla allra bótaflokka al-
mannatrygginga er því í Tryggvagötu
frá og með 16. nóvember en þar á
meðal eru ellilífeyrir, örorkulífeyrir,
mæðra- og feðralaun, meðlag, og fæð-
ingarorlof. Gjaldkeri flyst jafnframt
af Laugavegi 114 í Tryggvagötu 28.
Flutningur afgreiðslunnar á
Tryggvagötu 28 er sem fyrr segir
tímabundinn. Þegar framkvæmdum
og breytingum á Laugavegi 114 lýk-
ur næsta vor er íyrirhugað að opna
þjónustumiðstöð á 1. hæð hússins.
Þá mun öll sú starfsemi sem nú verð-
ur á Tryggvagötu um sinn flytjast
aftur á Laugaveg 114.
Símanúmer Tryggingastofnunar
er hið sama og fyrr: 560 4400 og
grænt númer 800 4400. Daglegur af-
greiðslutími er einnig sá sami, frá kl.
8.05 til kl. 15.
Landssamband
framsóknarkvenna
Skorað á konur
að gefa kost á sér
Á FUNDI sem haldinn var í fram-
kvæmdastjórn Landssambands
framsóknarkvenna 11. nóvember
var samþykkt eftirfarandi ályktun:
„Landssamband framsóknar-
kvenna minnir á mikilvægi þess að
jafnréttisáætlun flokksins sé höfð
að leiðarljósi við val á lista. Jafn-
framt leggur LFK áherslu á mikil-
vægi þess að konur og karlar komi
jafnt að ákvörðunartöku í stjórn-
málum sem og á öðram vettvangi
þjóðlífsins.
Ennfremur vekur LFK athygli á
því að á flokksþingi Framsóknar-
flokksinns, sem haldið verður
20.-22. nóvember nk., verður kosið í
öll helstu embætti flokksins.
I ljósi þess að embætti varafor-
manns losnar skorar LFK á konur í
flokknum að gefa kost á sér til vara-
formanns svo og í aðrar ábyrgðar-
stöður í flokknum.
Opið laugardag kl. 10-16,
sunnudag kl. 13-16
Sjáið fylgirit okkar með Morgunblaðinu ígær
húsgögn
Ármúla 44
sími 553 2035
COROI-LA - strax í dag!
®> 'I C>YCú| /\
Tákn um gœði
Langmest seldi bíllinn á íslandi stefnir enn ofar
l.OOOasta Corollan gæti orðið þín
- og óv®ntur happavinningur -
ímifj/
V
C» 'o
Komdu á Nýbýlaveginn, á www.toyota.is eða hringdu í síma 563 4400
coRoi_iy\
- Mest seldi bíllinn á íslandi í 11 ár.
- í flokki öruggustu bíla á markaðnum.
- í flokki best búinna bíla á markaðnum.
- Hefur einna lægstu bilanatíðni fólksbíla. <skv.tuv>
- Er einn besti endursölubíllinn á íslandi.
Þessi bíll kostar 1.535.000 kr.
Verðfrá 1.299.000 kr.
Nú stefnir í að við afhendum nýjum kaupanda þúsundustu Corolluna sem seld er á þessu ári.
Af því tilefni gerum við óvenju vel við alla nýja Corolla-kaupendur næstu daga og sá,
sem kaupir þúsundustu Corolluna, verður í sérstöku uppáhaldi hjá okkur.
Láttu það eftir þér að fá nýja Corollu. Ef til vill er 1000 happatalan þín.