Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 75

Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 75 FRÉTTIR Fyrirlestur varð- veislu sögulegra mannvirkja DR. WILLIAM J. Murtagh, bandarískur sérfræðingur í varð- veislu sögulegra mannvirkja, mun á mánudaginn kl. 17 halda fyrir- lestur og skyggnusýningu í Nor- ræna húsinu á vegum Þjóðminja- safnsins. I kjölfarið verða umræð- ur sem Þór Magnússon, forstöðu- maður safnsins, stýrir. Dr. Murtagh mun lýsa varð- veislu sögulegra minja í Banda- ríkjunum allt frá fyrstu sjálfs- sprottnu samtökum fólks til var- veislu ákveðinna bygginga og til aðgerða til að varðveita heil íbúð- arhverfi og verslunargötur. Hann mun einnig fjalla um tilraunir stjórnvalda til að hvetja til varð- veislu sögulegra mannvirkja og til þess að láta slíkar aðgerðir standa undir sér og segja frá vaxandi at- vinnustarfsemi í tengslum við varðveisluna. Dr. Murtagh er menntaður í arkitektúr og sögu byggingarlistar og hefur gegnt ýmsum stöðum í tengslum við varðveislu sögulegra minja, bæði við háskóla og á vegum hins opinbera. Hann er einnig höf- undur bókar um sama málefni. Meðan á dvöl hans stendur mun dr. Murtagh meðal annars hitta að máli íslenska arkitekta og aðra áhugamenn um málið og fulltrúa úr skipulags- og umferðamefnd Reykjavíkurborgar. ISTAK og Flugleiðir styrkja heimsókn dr. Murtaghs. Basar á Hrafnistu ÁRLEGUR viðburður á Hrafnistu Á basarnum verður á boðstólum í Reykjavík er basar heimilisfólks- fjölbreytt handavinna heimilis- ins. Hann verður í ár laugardag- fólksins. Fær hver og einn andvirði inn 14. nóvember kl. 13-17 og þeirra muna sem hann hefur unnið. mánudaginn 16. nóvember kl. Heitt kakó og vöfflur verða einnig í 10-16. boði. Allir velkomnir. Jólakort Barnaheilla ÚT eru komin jólakort Barna- heilla til styrktar starfsemi samtakanna. „Markmið Barnaheilla er að vera málsvari allra bama og hafa framkvæði að málum er varða réttindi þeirra og vel- ferð. Meðal verkefna samtak- anna á þessu ári má nefna kaup á íbúð fyrir aðstandend- ur veikra barna af landsbyggð- inni sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús á höfuðborgar- svæðinu, og nýlokið er ráð- stefnu um kynferðislegt of- beldi gegn bömum þar sem m.a. erlendir sérfræðingar fluttu fyrirlestra um þessi mál. Sala á jólakortum er mikil- vægur liður í tekjuöflun Barnaheilla en þau byggja af- komu sína nær eingöngu á vel- vild almennings og fyrirtækja í landinu. Hægt er að panta kortin á skrifstofu Barna- heilla,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Tryggingastofnun ríkisins Afgreiðsla flyst tímabundið AFGREIÐSLA Tryggingastofnunar ríkisins flyst í Tryggvagötu 28 næst- komandi mánudag, 16. nóvember. Frá og með þeim degi er afgreiðsl- unni lokað á Laugavegi 114 og 116. Flutningur afgreiðslunnar í Tryggvagötu er tímabundinn þar sem rýma þarf 1. hæð á Laugavegi 114 vegna breytinga og viðbygging- ar þar. Viðskiptavinum Tryggingastofn- unar er bent á að öll almenn af- greiðsla, upplýsingar og ráðgjöf verða frá og með mánudeginum 16. nóvember í Tryggvagötu 28-1. hæð. En jafnframt verður áfram á 1. hæð í Tryggvagötu sú afgreiðsla stofnunarinnar sem þar hefur verið til þessa, s.s. endurgreiðsla vegna tannlækninga, sjúkraþjálfunar, af- sláttarkort og fleira. Afgreiðsla allra bótaflokka al- mannatrygginga er því í Tryggvagötu frá og með 16. nóvember en þar á meðal eru ellilífeyrir, örorkulífeyrir, mæðra- og feðralaun, meðlag, og fæð- ingarorlof. Gjaldkeri flyst jafnframt af Laugavegi 114 í Tryggvagötu 28. Flutningur afgreiðslunnar á Tryggvagötu 28 er sem fyrr segir tímabundinn. Þegar framkvæmdum og breytingum á Laugavegi 114 lýk- ur næsta vor er íyrirhugað að opna þjónustumiðstöð á 1. hæð hússins. Þá mun öll sú starfsemi sem nú verð- ur á Tryggvagötu um sinn flytjast aftur á Laugaveg 114. Símanúmer Tryggingastofnunar er hið sama og fyrr: 560 4400 og grænt númer 800 4400. Daglegur af- greiðslutími er einnig sá sami, frá kl. 8.05 til kl. 15. Landssamband framsóknarkvenna Skorað á konur að gefa kost á sér Á FUNDI sem haldinn var í fram- kvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna 11. nóvember var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Landssamband framsóknar- kvenna minnir á mikilvægi þess að jafnréttisáætlun flokksins sé höfð að leiðarljósi við val á lista. Jafn- framt leggur LFK áherslu á mikil- vægi þess að konur og karlar komi jafnt að ákvörðunartöku í stjórn- málum sem og á öðram vettvangi þjóðlífsins. Ennfremur vekur LFK athygli á því að á flokksþingi Framsóknar- flokksinns, sem haldið verður 20.-22. nóvember nk., verður kosið í öll helstu embætti flokksins. I ljósi þess að embætti varafor- manns losnar skorar LFK á konur í flokknum að gefa kost á sér til vara- formanns svo og í aðrar ábyrgðar- stöður í flokknum. Opið laugardag kl. 10-16, sunnudag kl. 13-16 Sjáið fylgirit okkar með Morgunblaðinu ígær húsgögn Ármúla 44 sími 553 2035 COROI-LA - strax í dag! ®> 'I C>YCú| /\ Tákn um gœði Langmest seldi bíllinn á íslandi stefnir enn ofar l.OOOasta Corollan gæti orðið þín - og óv®ntur happavinningur - ímifj/ V C» 'o Komdu á Nýbýlaveginn, á www.toyota.is eða hringdu í síma 563 4400 coRoi_iy\ - Mest seldi bíllinn á íslandi í 11 ár. - í flokki öruggustu bíla á markaðnum. - í flokki best búinna bíla á markaðnum. - Hefur einna lægstu bilanatíðni fólksbíla. <skv.tuv> - Er einn besti endursölubíllinn á íslandi. Þessi bíll kostar 1.535.000 kr. Verðfrá 1.299.000 kr. Nú stefnir í að við afhendum nýjum kaupanda þúsundustu Corolluna sem seld er á þessu ári. Af því tilefni gerum við óvenju vel við alla nýja Corolla-kaupendur næstu daga og sá, sem kaupir þúsundustu Corolluna, verður í sérstöku uppáhaldi hjá okkur. Láttu það eftir þér að fá nýja Corollu. Ef til vill er 1000 happatalan þín.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.