Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Ný bæjarstjórn mynd- uð á Egilsstöðum Egilsstaðir - Fulltrúar Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokka á Austur- Héraði héldu blaðamannafund í gær og kynntu nokkra þætti úr málefnasamningi sínum en flokk- arnir hafa verið í viðræðum um meirihlutasamstarf. Samstarf B- lista og F-lista leystist upp vegna ágreinings um nýtt skipurit bæjar- félagsins og sjónarmiða til um- hverfismála. A fundinum lagði Broddi Bjarnason, B-lista, áherslu á að viðræður við D-lista hefðu gengið hnökralaust. Broddi mun áfram gegna starfi forseta bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs verður Soffía Lárus- dóttir, D-lista, formaður fræðslu- og menningarnefndar verður Katrín Ásgrímsdóttir, B-lista, og formaður umhverfisráðs Magnús Jónasson, D-lista. Bæjarstjóri verður áfram Björn Hafþór Guð- mundsson. Ný bæjarstjórn leggur áherslu á að mörkuð verði skólastefna til langs tíma sem taki tillit til allra skólastiga og tengist íþrótta- og menningarmálum. Ennfremur að grunnskólinn verði einsetinn frá og með skólaárinu 1999-2000 og boðið verði upp á heilsdagsskóla. I at- vinnumálum er gert ráð fyi-ir að stofna sjóð sem fer með eignarhlut sveitarfélagsins í atvinnuíyrirtækj- um. Stefnt er að því að selja þá hluti sem bæjarfélagið á í dag og koma þeim fjánnunum í einn sjóð. I umhverfismálum lýsir bæjar- stjórn stuðningi við virkjun norðan Vatnajökuls, enda verði orkan nýtt til uppbyggingar atvinnulífs á Austurlandi og tekið verði fullt til- lit til umhverfissjónarmiða. Helsti ágreiningur fulltrúa fyiTÍ bæjarstjómar var um umhverfis- mál. Eftir fyrirspum á fundinum kom fram að starfsmaður umhverf- isverkefnis bæjarfélagsins hefur sagt upp störfum eftir að hafa óskað eftir að fá aukið starfshlutfall úr 50% upp í 80%. Bæjarstjórn svaraði fyrii-spurnum á þá leið að bæjarfé- lagið hefði ekki efni á því að auka þetta starfshlutfall en það skyldi standa eftir sem áður sem 50% starf út næsta ár. Auglýst verður eftir nýjum fulltrúa í hálft starf en leitað eftir við starfsmanninn að fylgja ákveðum verkefnum eftir. Broddi sagði að í upphafi hefði þetta starf verið hugsað sem ákveðið verkefni en ekki sem langtímastarf. Morgunblaðið/KVM Hlaupið frá skólabókunum Grundai'firði - Allir mættir nem- endur og flestir kennarar Grunn- skóla Eyrarsveitar tóku þátt í nor- ræna skólahlaupinu 1998. Hér er um þrjár vegalengdir er að ræða, þ.e. 10 km sem 50 nemendur hlupu, en 95 hlupu 5 km og 44 hlupu 2,5 km. Skólarnir geta valið einn dag á bilinu 1. október til 1. desember til hlaupsins og völdu Grundfirðingar þann 5. nóv. Þetta er í 14. skipti sem íslendingar taka þátt í hlaup- inu og hefur þátttakan verið mjög góð hingað til, enda þykir nemend- um það kærkomin tilbreyting að fá fullt Ieyfi til þess að hlaupa frá skólanum og skólabókunum í smá- stund. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason ELDRI borgarar í Stykkishólmi fylgjast vel með fræðslu um tryggingavernd og brunavarnir. Píanótónleik- ar á Isafirði ÖRN Magnússon píanóleikari held- ur sína þriðju einleikstónleika á ísa- firði í dag, laugardag, ki. 17. Tón- leikarnir verða í tónleikasal Grunn- skólans. Á tónleikunum eru eingöngu verk eftir Beethoven og Debussy. Fyiúr hlé mun Örn leika tvær píanósónöt- ur Beethovens op. 27 og er sú síðari Tunglskinssónatan. Eftir hlé verða verk eftir Debussy og lýkur tónleik- unum á Eyju gleðinnar. Örn hefur komið fram á fjölda tónleika og leikið inn á geislaplötur, bæði sem einleikari og í kammer- tónlist. Tónleikarnir eru fyrstu áskriftar- tónleikar Tónlistarfélags ísafjarðar á þessu starfsári. ---------------- Innsetning tveggja prófasta VIÐ messu í Skarðskirkju sunnu- daginn 15. nóvember kl. 14 mun biskup íslands, Karl Sigurbjörns- son, setja sr. Halldóru Þorvarðar- dóttur, inn í embætti prófasts Rangárvallaprófastsdæmis. Fráfar- andi prófastur sr. Sváfnir Svein- bjarnarson lét af starfi vegna aldurs 1. september sl. í Víkurkirkju sama dag kl. 21 set- ur biskup sr. Harald M. Kristjáns- son í embætti prófasts Skaftafells- prófastsdæmis. Fráfarandi prófast- ur, sr. Sigurjón Einarsson, lét af störfum vegna aldurs 1. október sl. Stykkishólmi - Nýlega voru eldri borgarar í Stykkishólmi boðaðir til fundar um öryggismál sem þeim tengjast. Það er VÍS í samstarfi við Landssamband slökkviliðsmanna og félags eldri borgara sem standa fyrir forvamardagskrá með eldri borgurum. Farið var yfir ýmsa öryggisþætti og auk þess fjallað um þá trygg- ingavernd sem þessum aldurshópi er nauðsynleg í daglegu lífi. Dag- skráin er sett saman með þarfir eldra fólks í huga. Gunnar Hjalte- Eldri borgar- ar í Stykkis- hólmi á fræðslufundi sted ræddi um tjón á heimilum, á ferðalögum og nauðsynlega vá- tryggingavernd. Þá fræddi Ragn- heiður Davíðsdóttir um slysavarnir innan og utan heimilis og þjófa- varnir. Þorbergur Bæringsson slökkviliðstjóri í Stykkishólmi fór yfir algengustu tegundir eldsvoða í heimahúsum og varnir gegn þeim. Að lokum var öllum fundarmönnum boðið í kaffi. Það er ekki oft sem eldra fólk fær fræðslu um málefni sem tengist þeim. Reiknað er með að það viti allt um þessi mál. Fundurinn var fjölsóttur af eldri fbúum Stykkis- hólms og greinilegt að þeir höfðu áhuga á að fræðast og fylgjast með. Nýtt bygging- arfyrir- tæki Borgarnesi - Stofnað hefur verið nýtt byggingarfyrirtæki í Borgar- byggð sem heitir Sólfell. Að fyrir- tækinu standa nokkrir af fyrrum starfsmönnum og eigendum Bygg- ingafélagsins Borgar sem varð gjaldþrota fyrir skömmu. Að sögn Þórðar Þorsteinssonar, byggingameistara frá Brekku í Norðurárdal, eins af forsvarsmönn- um Sólfells, gerði Sólfell tilboð í vél- ar og tæki þrotabús Borgar en ekk- ert er komið út úr því ennþá. Hins vegar tók Sólfell við tveimur verkum sem Byggingafélagið Borg hafði ver- ið með og endursamdi um þær fram- kvæmdir. Stærra verkið er smíði tveggja parhúsa fyrir Samvinnuháskólann á Bifröst, er þar um kennara- og starfsmannaíbúðir að ræða. Sagði Þórður að búið væri að steypa sökkla að húsunum og verkið gengi vel. Kvaðst Þórður reikna með að meirihluti fyrrum starfsmanna Borgar gæti fengið vinnu hjá Sól- felli. Auk Þórðar Þorsteinssonar standa Borgarverk í Borgarnesi, Trésmiðjan Stígandi á Blönduósi og Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Borgar, að hinu nýstofnaða Sólfelli. Konu á Grenivík dæmdar bætur vegna fasteignasölu HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Sparisjóð Höfðhverfinga, sparisjóðssjóðsstjórann og fyrrverandi framkvæmdastjóra Kaldbaks hf. til að greiða óskipt konu nokkurri skaða- bætur vegna tjóns sem hún varð fyrir við sölu fasteignar sinnar til Kaldbaks. Voru henni dæmdar 3.363.431 kr. í bætur ásamt almennum vöxtum frá 12. febrúar 1994 til 11. október 1995 og dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Málavextir eru þeir að konan seldi fast- eign sína á Grenivík árið 1991. Kaupandi var vinnuveitandi hennar, Kaldbakur hf., sem rak fiskvinnslu og útgerð á staðnum. Var kaupverðið 6.700.000 kr. Átti að greiða það með 2.000.000 kr. útborgun, 1.038.575 kr., með yfirtöku áhvílandi lána og eftirstöðvar, 3.661.425 kr., með skuldabréfi með veði í hinu selda. Framkvæmdastjóri kaupanda sá um skjalagerð og þinglýsingu þeiira. Atvikaðist það svo að veðskuldabréfið sem konan tók við sem greiðslu lenti á 9. veðrétti, meðal annars á ef'tir skuldabréfi að fjárhæð 6.000.000 kr. í eigu Sparisjóðs Höfðahverfís. Bú Kaldbaks hf. var tekið til gjaldþrota- skipta hinn 30. mars 1994. Var fasteignin síðan seld nauðungarsölu hinn 11. október 1995 á 6.000.000 kr. Keypti sparisjóðurinn húsið og fékk konan ekkert í sinn hlut. Hún höfðaði mál til að hnekkja veðsetningunni í þágu sparisjóðsins sem gekk alla leið til Hæstaréttar en ekki var fallist á kröfur hennar (H.1996.2409). Höfðaði hún þá skaðabótamál á hendur fyrrgreindum aðilum og var stefnufjárhæð- in miðuð við tjón konunnar af þeim völdum að eftirstöðvaskuldabréfið reyndist hald- laust. Héraðsdómur Norðurlands eystra sýknaði stefndu og vísaði meðal annars til H.1996.2409 þar sem ekki töldust sönnuð þau atvik er snertu forsvarsmenn spari- sjóðsins sem leitt gætu til þess að veðréttur hans viki. Stórkostlegt gáleysi Hæstiréttur telur hins vegar í dómnum sem féll á fimmtudag að framkvæmdastjóra kaupanda hafi mátt vera ljóst, að samþykki konunnar væri nauðsynlegt skilyrði þess, að fært væri að veðsetja eignina til fjármögn- unar á útborgun kaupverðsins og einnig til tryggingar öðrum skuldum, sem kaupunum voru óviðkomandi. Hafi honum borið skylda til að tryggja, að þetta samþykki yrði veitt, áður en frá veðsetningu í þágu sparisjóðsins var gengið. Hafi hann gerst sekur um stór- kostlegt gáleysi og því beri hann skaðabóta- ábyrgð á tjóni konunnar. Aðstoðaði við gerð eftirstöðvaskuldabréfs Hvað varðar ábyrgð sparisjóðsstjórans segir Hæstiréttur að hann hafi gert það að skilyrði fyrir lánveitingu til Kaldbaks hf. að sparisjóðurinn fengi veðrétt í eigninni næst á eftir áhvílandi skuldum án tillits til eftir- stöðvaskuldabréfsins. Honum hafi verið ljóst að raunhæf veðtrygging fyrir kaup- verði, sem ógreitt kynni að vera, yrði þar með úr sögunni, þar sem eignin væri þá full- veðsett. Síðar leitaði konan til sparisjóðsstjórans um aðstoð við útgáfu eftirskuldabréfs frá Kaldbaki hf. því vandkvæði höfðu verið á þinglýsingu fyrsta bréfsins sem gefið var út. Segir Hæstiréttur að hann hafi gengið frá skuldabréfinu fyrir hana án þess að benda henni sérstaklega á, að lán frá sparisjóðnum væri þar talið meðal áhvflandi og undanfar- andi veðskulda, og án þess að færa í tal við hana með nokkrum hætti, að veðtrygging samkvæmt skuldabréfinu væri lítils eða einskis virði. Ætla verði að konan hefði verið betur komin án útgáfu þessa skuldabréfs og enn átt þess kost að rétta hlut sinn að einhverju leyti, hefði henni verið gerð skýr grein fyrir stöðu sinni á þessum tíma. Var sparisjóðs- stjórinn því talinn hafa sýnt stórfellt gáleysi sem leiddi til persónulegrar ábyrgðar hans. Þá var Sparisjóður Höfðhverfinga og talinn bera ábyrgð á gerðum sparisjóðsstjórans. Málið fluttu Jóhannes Sigurðsson hrl. af hálfu seljanda fasteignarinnar, Ólafur Birg- ir Árnason hrl. fyrir hönd sparisjóðsins og sparisjóðsstjórans og Valgarður Sigurðsson hrl. af hálfu fyrrverandi framkvæmdastjóra Kaldbaks hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.