Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 47 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TÍMAMÓTA- YFIRLÝSING UMMÆLI Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, um deiluna um auðlindagjald, í ræðu á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í fyrradag marka ákveðin tímamót í umræðum, sem staðið hafa í um áratug. í ræðu sinni sagði sjávarútvegsráðherra m.a.: „Það er að mínu viti afar jákvætt skref, að Alþingi skyldi síðastliðið vor sam- þykkja að skipa 9 manna nefnd til þess að fara vandlega of- an í það, hvernig farið skuli með nýtingu auðlinda í eigu þjóðarinnar. Er alveg ljóst, að allar vel unnar upplýsingar, gögn og tillögur, sem nefndin getur sett fram, eiga að geta lagt grunn að viðunandi niðurstöðu í þessu máli, ef allra réttlætis- og jafnréttissjónarmiða er gætt, til dæmis varð- andi áunnin réttindi og sambærilega meðhöndlun mismun- andi náttúruauðlinda í eigu þjóðarinnar. Ennfremur varð- andi áhrif mismunandi aðferða við gjaldtöku og upphæðir. Og síðan sagði ráðherrann: „Fáir munu vilja haga skatt- lagningu á þann veg, að beinlínis dragi úr fjárfestingu, hagvexti og lífskjörum þjóðarinnar. Og á sama hátt og út- gerðir eiga heimtingu á að jafnræðissjónarmiða sé gætt um gjaldtöku af rétti til nýtingar fiskistofna annars vegar og nýtingar orkulinda og annarra auðlinda hins vegar, þá ættu útgerðarmenn erfitt með að mótmæla sérstaklega niðurstöðu, sem fullt tillit tæki til slíkra jafnræðissjónar- miða. Ég vil því segja við ykkur, eins og ég hef áður sagt á öðrum fundum innan sjávarútvegsins nú í haust, að ég leyfi mér að vona að það hilli undir að viðunandi lausn geti fund- izt á þessu máli innan skaplegra tímamarka." Flestir munu geta tekið undir það sjónarmið Þorsteins Pálssonar, að verði lagt á gjald fyrir réttinn til þess að nýta auðlindir hljóti það að eiga við um allar auðlindir þjóðarinnar en ekki bara sumar. Það er eðlilegt og sann- gjarnt, að jafnræði sé með atvinnugreinum í þeim efnum. I því ljósi eru mikilvæg þau ummæli sjávarútvegsráðherra, að það yrði erfítt fyrir útgerðarmenn að mótmæla niður- stöðu, þar sem slíks jafnræðis væri gætt. En jafnframt telur Morgunblaðið það fagnaðarefni, að Þorsteinn Pálsson tekur sérstaklega fram, að einnig verði að gæta réttlætissjónarmiða. Það hefur verið kjarninn í málflutningi Morgunblaðsins um þetta mál í áratug og blaðinu er það ánægjuefni að geta átt samleið með sjávar- útvegsráðherra um þetta grundvallaratriði. I stefnuræðu Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, við setningu Alþingis fyrir nokkrum vikum varpaði hann fram afar athyglisverðum hugmyndum um eignaraðild almenn- ings að sjávarútvegsfyrirtækjum, jafnvel í þeim mæli, að mikill meirihluti þjóðarinnar gæti eignazt hluti í fyrirtækj- unum. Þessar hugmyndir forsætisráðherra eru mjög í sam- ræmi við áratuga baráttu bæði Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins fyrir almenningshlutafélögum. Ræður þeirra Davíðs Oddssonar og Þorsteins Pálssonar sýna, að nú er að skapast jarðvegur fyrir lausn deilumáls, sem tíma- bært er að leiða til lykta með sanngjörnum hætti á báða bóga. VIÐVORUN I GÓÐÆRINU BLIKUR eru á lofti í góðærinu samkvæmt haustskýrslu Seðlabankans, en þar kemur fram, að verulegrar þenslu gætir í efnahagslífinu. Það má fyrst og fremst sjá af miklum halla á viðskiptum við útlönd, svo og miklum vexti í útlánum lánastofnana. Áætlað er, að skuldir heimilanna aukist um 43 milljarða á árinu. Þessar upplýsingar Seðlabankans eiga að hringja viðvör- unarbjöllum hjá einstaklingum sem opinberum aðilum. Bankinn telur að bregðast þurfi við með auknu aðhaldi og sparnaði í opinberum rekstri og hjá einstaklingum. Þá lýs- ir Seðlabankinn miklum áhyggjum af útlánastefnu banka- kerfísins, sem hann telur geta ýtt undir viðskiptahallann og vöxt innlendrar eftirspurnar. Jafnframt kunni áhættu- samari útlánaveitingar að aukast, sem skili ekki tilætlaðri ávöxtun þegar í bakseglin slær í þjóðarbúskapnum. Ríki og sveitarfélög verða að taka aðvaranir Seðlabank- ans alvarlega, greiða niður skuldir og beita aðhaldi í út- gjöldum. Ríkisstjórnin þarf að beita tiltækum ráðum til að hvetja heimilin til sparnaðar. Þá er þörf mikillar aðgæzlu í ríkisrekstrinum vegna tilhneigingar stjórnmálamanna til að auka útgjöld í aðdraganda kosninga. Aðstæður nú leyfa slíkt ekki. AÐSETUR Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Minnisstæðust eru mál frá óróasvæðum Evrópu í HÓPI nokkurra starfssystkina. Frá vinstri: Isi Foighel (Danmörku), Elisabeth Palm en hún er sú eina á myndinni sem situr í nýja dómstólnum og hefur verið kjörin varaforseti hans (Svíþjóð), Rudolf Bernhardt, frá- farandi forseti (Þýskalandi), Þór Vilhjálmsson, fráfarandi varaforseti, og Raimo Pekkanen (Finnlandi). um að vera í hryðjuverkasveitum Baska. Loks er að geta þess sem hef- ur veríð aðalverkefni dómstólsins undanfarin ár en það eru mál sem sprottið hafa af ástandinu í Suðaust- ur-Tyrklandi.“ Er alþjóðadómstóll fær um að takast á við þau vandamál sem þar eru fyrir hendi og koma yfirleitt ein- hverju til leiðar? „Það er ljóst að dómstóll eins og okkar getur ekki leyst þann pólitíska vanda sem er á bak við ástandið í Tyrklandi en hann getur ráðist að sumum hliðum vandamálsins sem getur aftur leitt til þess að stjórn- málalausnin verði auðveldari. Við höfum aðallega þurft að fjalla um framgöngu öryggissveita sem á stundum hefur þótt fara í bága við mannréttindasáttmálann. Takmark- IL anir á prentfrelsi sem tengjast þessu ástandi hafa einnig komið til okkar kasta. Þetta eru mörg mál og fram hefur komið í yfirlýsingum tyrknesku stjórnarinnar að þau eru henni mjög þung í skauti." Nú eru dómaramir víðs vegar að úr allri álfunni, frá mismunandi menningarsvæðum. Hefur þetta áhrif á afstöðu manna? „Já, ég hygg að svo sé í nokkrum mæli. Löndin búa við mismunandi réttarkerfi að vissu marki. Mannrétt- indasáttmálinn var samt gerður í þeirri trú að þær reglur sem þar kæmu fram væru sameiginlegar fyrir alla Evrópu. Það var grundvöllur þess að hægt væri að gera slíkan sáttmála. Ég held líka að það sé eng- inn munur á afstöðu dómaranna þeg- ar kemur að alvarlegri mannréttinda- Mikil breyting hefur orðið á starfsemi Mannréttindadómstóls Evrópu þá tæpa þrjá áratugi sem Þór Vilhjálmsson hefur átt þar sæti sem dómari fyrir Islands hönd. Framan af komu einungis örfá mál til úrlausnar en þetta hefur nú gerbreyst. Yfír hundrað dómar voru kveðnir upp á síðasta starfsári dómstólsins sem nú hefur verið lagður niður í sinni gömlu mynd. Páll Þdrhallsson ræddi við Þór í Strassborg um það leyti er endurnýjaður Mannréttinda- dómstóll Evrópu tók til starfa og dómara- skipti urðu af Islands hálfu. málum hefur fjölgað hjá dómstólnum. A þessu ári hafa yfir hundrað dómar verið kveðnir upp. Þrátt fyrir verkaskiptingu inn- an dómstólsins fór orðið meira en vika í hverjum mánuði í dómstörfin og það er of mikið fyrir dómara sem eru í hluta- starfi.“ Ástandið í Suðaustur- Tyrklandi Eru einhver mál sem dómstóllinn hefur feng- ist við minnisstæðari en önnur? „Fyrir mér eru minn- isstæðust málin sem fjallað hafa um atburði á óróasvæðum í Evrópu. Á áttunda áratugnum tók ég þátt í að dæma mál sem írska lýðveldið höfð- aði gegn Bretlandi vegna meðferðar á mönnum sem voru grun- aðir um að vera í írska lýðveldishemum. Þetta var gífurlega umfangs- mikið mál og málflutn- ingur tók marga daga. Lyktirnai' urðu að þær yfirheyrsluaðferðir sem notaðar voru töldust ósamrýmanlegar mann- réttindasáttmálanum. Mál af sama toga hafa síðar komið fyrir dóm- stólinn. Ég sat til dæmis í dómi í máli frá Spáni sem varðaði meðferð manna sem voru grunaðir Þór Vilhjálmsson ÞAÐ búa líklega fáir ís- lenskir lögfræðingar og þótt víðar væri leitað að jafnfjölbreyttri dómara- reynslu og Þór Vilhjálms- son. Hann var dómarafulltrúi og borgardómari í Reykjavík 1960-1967, átti sæti í Hæstarétti í 17 ár, hefur verið við Mannréttindadómstól Evr- ópu í Strassborg frá árinu 1971 og var skipaður dómari við EFTA-dóm- stólinn, sem nú er í Lúxemborg, árið 1994. Blaðamaður hitti Þór að máli í síðustu ferð hans til Strassborgar í opinberum erindagjörðum. Þá kvað hann sem varaforseti upp síðustu dóma gamla dómstólsins og var hinn 3. nóvember viðstaddur vígslu arftak- ans, hins endurnýjaða Mannréttinda- dómstóls, en þar hefur dr. Gaukur Jörundsson tekið sæti. Þór er fyrst spurður hverju hann telji helst að dómstóllinn hafi fengið áorkað í starfstíð sinni fram til þessa. ,Aðalatriðið er hversu vel honum hef- ur tekist að ná tökum á verkefninu í þeim skilningi að öll þau ríki sem í Evrópuráðinu eru hafa gengist undir lögsögu hans og þau virða dóma hans. Það væri erfitt fyrir Evrópu- ráðið að framfylgja dómunum ef veruleg andstaða væri gegn þeim. í sáttmálanum frá 1950 var nýjung, reyndar með ýmsum fyrirvörurn sem síðan hafa verið afnumdir. Þessi nýj- ung var í því fólgin að einstaklingar áttu aðgang að dómstólnum, að vísu óbeinan, en þeir áttu slíkan aðgang, og þeir nýttu hann og það gekk. Þetta var áður óþekkt í þjóðarétti og hefur þess vegna mátt teljast mikill atburður og kannski lykilatriðið við dómstólinn. Sjálf réttindaskráin er ekki mjög nútímaleg í þeim skilningi að hún hafi verið fundin upp um 1950. Hún er byggð á hugmyndum, að vísu með nýju og bættu orðalagi, sem hafa verið kjarni allra mannréttinda frá 18. öld.“ Starfið hefur að öllum líkindum breyst mikið frá því þú komst fyrst að dómstólnum? „Ég var þriðji Islendingurinn sem tók sæti í Mannréttindadómstólnum á eftir Einari Amalds hæstaréttar- dómara og Sigurgeiri Sigurjónssyni hæstaréttarlögmanni. Þegar ég kom, árið 1971, voru sárafá mál til með- ferðar. Meginbreytingin er hversu brotum, mannshvörfum og öðru slíku,.“ En er það ekki svo að mörg af nrál- unum sem koma til kasta dómstólsins era ekki mannréttindamál nema í mjög víðum skilningi? „Jú, þetta eru allt mannréttinda- mál. Hitt er annað að þau eru mis- jafnlega alvarleg. Við höfum fengið mikið af málum frá Ítalíu sem felast í kvörtunum vegna ástandsins í dóms- kei’finu þar. Mörg dómsmál þar inn- anlands taka gífurlega langan tíma. Sum þessara mála eru æði smá. Þeg- ar til lengdar lætur held ég samt að slíkir dómar sem koma hver á fætur öðrum frá Strassborg leiði til þess að gert verði átak til að bæta ástandið heima fyrir.“ Mikilvægt fyrir íslendinga Hafa smámál af þessu tagi, sem hafa kannski verið áberandi í starfi dómstólsins, einhverja þýðingu fyrir meirihluta þjóðanna eins og til dæmis íslendinga? „Við skulum ekki gleyma því að fyrsta íslenska málið sem kom til kasta dómstólsins fjallaði einmitt um 6. gr. sáttmálans sem mælir fyrir um réttláta málsmeðferð. Mál Jóns Kristinssonar snerist að vísu ekki um seinagang í dómskerfinu heldur það hversu mikil afskipti væru viðeigandi að lögreglan hefði af dómsmálum í þeim skilningi, að það var sami mað- ur sem var bæði lögreglustjóri og dómari í málinu þegar það var dæmt á Akureyri. Eftir að ljóst var orðið að þetta myndi verða talið í ósamræmi við mannréttindasáttmálann var gerð sátt í málinu þannig að ekki kom til þess að áfellisdómur væri kveðinn upp. Eftir þetta hafa verið gerðar miklar breytingar á íslenska dóm- stólakerfinu, að vísu af fleiri ástæð- um.“ Þannig að það leikur enginn vafi á því í þínum huga að það sé ástæða fyrir Islendinga að vera með í þessu samstarfi? „Ég er ekki í neinum vafa um það. Næsta íslenska málið var kæra Þor- geirs Þorgeirsonar sem varðaði prentfrelsisákvæði 10. gr. sáttmál- ans. Þar vék ég sæti. Dómur gekk gegn íslandi. Ég er persónulega ekki sammála þeirri niðurstöðu en mikill meirirhluti dómstólsins stóð að henni. Þriðja málið, mál Sigurðar Sigurjóns- sonar, fjallaði um hið svokallaða nei- kvæða félagafrelsi þar sem kveðið var upp úr um það að menn ættu rétt á að vera utan stéttarfélaga. Þetta vay í ósamræmi við þáverandi reglur á Islandi. Ég hafði mörgum árum áð- ur verið í minnihluta í máli gegn Bretlandi og talið að 11. gr. mann- réttindasáttmálans næði ekki yfir hið svokallaða neikvæða félagafrelsi og ég var aftur í minnihluta í þessu ís- lenska máli. Mikill meirihluti dómara taldi að þetta ákvæði verndaði nei- kvætt félagafrelsi og þetta leiddi til breytinga á íslenskum rétti.“ Þetta er kannski dæmi um það hversu frjálslega dómstóllinn skýrir stundum texta sáttmálans. Séð frá bæjardyrum íslenskra lögfræðinga sem eru aldir upp við það að virða vilja löggjafans sætir þessi skýring- arstefna undrun. „Það hefur verið álit dómstólsins og ég hef sjálfur staðið að því í sum- um málum, þó ekki í sama mæli og aðrir, að á hverjum tíma verði að skýra ákvæði mannréttindasáttmál- ans í ljósi þeirra þjóðfélagsbreytinga sem orðið hafa. Kalla mætti þetta skýringu í takt við tímann og hún er einmitt ein helsta lögskýringarreglan sem dómstóllinn bpitir. I þessu síð- astnefnda máli frá íslandi taldi meiri- hluti dómstólsins sig verða að byggja á því sem væri orðin viðurkennd meginregla í aðildarríkjum sáttmál- ans.“ Má líta svo á að æðstu dómstólar aðildarríkjanna, þar á meðal Hæsti- réttur íslands, verði að tileinka sér þessi vinnubrögð, að skýra grundvall- artexta í samræmi við þjóðfélags- breytingar? „Ég hygg að það sé auðveldara að koma fram lagabreytingum á Islandi heldm- en breytingum á sáttmálan- um, þannig að það sé minni ástæða til að íslenskir dómarar teygi sig svona langt. Að sjálfsögðu er tilgangurinn með lagaákvæði eitt af því sem kem- ur til álita við lögskýi-ingu í íslensk- um rétti. Ég fæ ekki séð að það sé Aðgangur einstaklinga lykilatriði neitt sérstakt sem kalli á endurskoð- un á íslenskum lögskýringan-eglum á gi’undvelli mannréttindasjónarmiða." Frjálsar hendur við lögskýringar Er mannréttindadómstóllinn í mál- um sem þessum að taka sér löggjaf- arvald? „Ekki myndi ég vilja taka svo djúpt í árinni. Dómarnir byggjast þrátt fyrir allt á þeim meginreglum sem eru í sáttmálanum. Það er ekki hægt þegar um svona sáttmála er að ræða að komast hjá því að dómstóll- inn hafi nokkuð frjálsar hendur við lögskýringar. Það er vegna þess að orð hans eru mjög rúm. Reglurnar eru settar fram í sáttmáL __________ anum í örfáum orðum. Á þessu sviði lífsins kemur svo margt upp að það er óhjákvæmilegt að dóm- stóllinn geti komist að nið- urstöðu sem má deila um hvort bein- línis falli undir orðalagið eða undir þann skilning sem var 1950. Ný við- horf hafa komið fram, til dæmis varð- andi refsingar fyrir samkynhneigð og fleiri slík atriði. Eins má nefna sem dæmi álitamál um hvort beita megi sáttmálanum í sambandi við aðgang að opinberum störfum. Þetta hefur verið mjög viðkvæmt mál í Þýska- landi sem lengi var stærsta ríkið í Evrópuráðinu og er nú næst á eftir Rússlandi. Síðan á árunum eftir stríð hefur verið reynt að sporna við þró- uninni sem varð á Hitlerstímanum með því að takmarka aðgang fólks, sem hefur starfað eftir því sem kölluð hafa verið öfgasjónarmið, að störfum hjá ríkinu. í tveimur málum frá 1986 komst dómstóllinn að þeh-ri niður- stöðu að sáttmálinn gilti ekki um að- gang að opinberum störfum og skoð- anafrelsisákvæði hans ætti ekki við. Árið 1995 í máli Vogt gegn Þýska- landi var hins vegar kveðinn upp dómur sem gengur í aðra átt.“ Hvaða umboð hefur dómstóllinn til að fetta með þessum hætti fingur út í grundvallaratriði í réttarkerfi ríkis? „Þessi spurning hefur nokkrum sinnum komið upp. Það er ljóst að það koma til sjónarmið í báðar áttir. Dómstóllinn verður að gæta að því sem sáttmálinn segir en hafa jafn- framt hóf á því hversu mikil afskipti hann hefur af einstökum ríkjum. Dómstóllinn hefur búið sér til lög- skýringarreglu sem kennd er við matsvik, á ensku „margin of appreci- ation“ sem þýðir að um sum atriði er talið að dómstóllinn hljóti að fara mjög varlega þar sem dómstólar eða yfirvöld í aðildarríkjunum séu í betri aðstöðu til að meta það sem um er deilt. Til dæmis gildir þetta í sifja- réttarmálum um forræði barna þar sem dómstóllinn er farinn að tak- marka afskipti sín miðað við það sem áður var. Einn þekktasti dómurinn sem varðar þessa lögskýringarreglu er í svokölluðu Handyside-máli frá 1976, sem fjallaði um mótmæli útgef- anda að nafni Handyside við banni breskra yfirvalda við dreifingu á Litla rauða kverinu handa skólaböm- um vegna þess að það var talið geyma ósiðlegt efni að hluta. Þetta var þekkt bók á sínum tíma og kom meðal annars út á íslensku. I þessum dómi sagði dómstóllinn að ekki væri til sameiginleg evrópsk skoðun á því hvað væri siðferðilega rétt og það yi’ði að eftirláta hinum einstöku ríkjum að taka ákvarðanir um mál eins og þetta á grundvelli mismunandi viðhorfa." Stefnt að hraðari afgreiðslu Hvernig horfa breytingamar á eft- irlitskerfinu nú við þér? „Ástæðan fyrir því að nú gengur í gildi nýtt skipulag er í fyrsta lagi mikil fjölgun mála. I öðra lagi kemur til mikil fjölgun aðildarríkja en henni fylgir ennþá meiri fjölgun mála. Gamla eftirlitskerfð sem var í tveim- ur þrepum, það er að segja að mál þurftu að fara fyrir mannréttinda- nefndina áður en kom til kasta dóm- stólsins, leiddi til tvíverknaðar. Stefnt er að hraðari afgreiðslu mála en reynslan mun skera úr um hvort það markmið næst.“ Verður ekki samt eftirsjá að þeimi forvinnu sem mannréttindanefndin vann? „Hún hefur verið mjög mikilvæg, Nokkuð frjáls- ar hendur við lögskýringar bæði hvað snertir sönnun atvika og einnig að því er varðar lagahliðina. Þessi vinna verður nú unnin innan dómstólsins. Ætlunin er að með því gangi þetta greiðar. Eins og ég sagði hefur óneitanlega verið viss tvíverkn- aður því að dómstóllinn hefur ekki talið sig algerlega bundinn af niður- stöðu nefndarinnar um málsatvik sem þó er að meginstefnu til reglan og hann hefur heldur ekki talið sig bundinn af lagatúlkunum nefndarinn- ar.“ Þú hefur trá á þessu Evrópusam- starf og teldir til dæmis ekki ástæðu til að vera með norrænan mannrétt- indadómstól? „Á vissum stigum í norrænni sam- vinnu kom það til umræðu að vera með norrænan dómstól, að vísu ekki sér- staklega um mannréttindi, en það varð ekki úr og ég held það sé ekki sérstak- lega á dagskrá núna. I Evrópu starfa fleiri alþjóðlegir dómstólar eins og allir vita. Langathafnamestur á því sviði er hinn svokallaði Evrópudóm- stóll, dómstóll Evrópusambandsins, sem starfar á tveimur dómstigum með mikið lið manna. Starfsmenn að dómurum meðtöldum era yfir eitt þúsund. Svo er það EFTA-dómstóll- inn í Lúxemborg, þar sem ég á nú sæti, og þar eru fimmtán starfsmenn. Við hinn endurskipulagða Mannrétt- indadómstól starfa um 250 manns, þar af 40 dómarar og um 85 aðrir lög- fræðingar." Strassborg - Lúxemborg Það hefur töluvert verið rætt um það á alþjóðavettvangi að þungamiðj- an í mannréttindaverndinni muni færast frá Strassborg til Lúxemborg- ar, ekki síst í kjölfar Amsterdam- sáttmálans, þar sem mannréttinda- þættirnir í Evrópusamstarfnu eru efldir. Verður þú var við þetta? „Nei, ég er ekki þeirrar skoðunar að þungamiðjan í vernd mannrétt- inda í Evrópu sé að færast til. Að vísu sér maður að mannréttindaatriði koma oftar upp í dómum Evrópu- dómstólsins í Lúxemborg heldur en áður. En hann hefur talið sig verða að fylgja fordæmum frá Mannrétt- indadómstólnum í Strassborg. Ég verð ekki mikið var við þetta hjá EFTA-dómstólnum. Hjá okkur hefur þetta ekki orðið aðalatriðið í neinu máli.“ Er einhver munur á starfsaðferð- um þeirra dómstóla sem þú hefur starfað við? „Það er mikill munur. Til dæmis eru starfsaðferðir þessa dómstóls í Strassborg og dómstólanna í Lúxem- borg gerólíkar. Meginmunurinn snertir skrifstofukerfð. I Lúxemborg era vinnukjarnarnir skrifstofur ein- stakra dómara. Til dæmis er íslensk skrifstofa við EFTA-dómstólinn þar sem eru tveir lögfræðingar og einn fulltrúi. Það gerir dómurunum léttara að vinna að málum þegar jafnan er sami lögfræðingurinn sem vinnur með þeim. I Strassborg er allt annað kerf. Þar er ágætt starfsfólk en það er breytilegt hvaða lögfræðingar úr starfsliðinu vinna með hverjum dóm- ara. Þar af leiðandi verður samstarfð milli dómaranna og lögfræðinganna ---------- sem eru í fastri vinnu laus- ara í reipunum." Eru einhver ríki sem hafa ráðið ferðinni fremur en önnur við stefnumörkun Mannréttindadómstólsins? hefur ætíð verið þannig í „Það Mannréttindadómstólnum að öll ríki í Evrópuráðinu hafa getað gert tillög- ur um þrjá menn sem dómara. Ur þeim þriggja manna hópi, tilnefndum frá hverju ríki, er valinn einn dómari, sem þýðir að Island hefur jafn marga dómara og Rússland eða Þýskaland. Þetta er mikilvægt fyrir okkur sem komum frá litlum ríkjum. Það gerir okkur kleift að taka þátt í þessu Evr- ópusamstarf á jafnréttisgrundvelli sem er erfðara á pólitíska sviðinu. Það stuðlar líka að því að halda póli- tískum þiýstingi frá dómstólnum. Hin einstöku stóra ríki eiga vonandi aldrei greiðan aðgang að dómurunum en það er samt ljóst að Rússland og Þýskaland eiga verri aðgang að ís- lenska dómaranum heldur en þau eiga að sínum eigin dómara og er ég þá alls ekki að gefa í skyn að þau hafi nokkurn tíma reynt að hafa áhrif á þá.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.