Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Vönduð dagatöl og jólakort í miklu úrvali. Sérmerkt fyrir þig Nýjar víddir í hönnun og útgáfu Snorrabraut 54 (f)561 4300 D 561 4302 Netfotc^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR ELDHÚS INNRÉTTINGAR BAÐ INNRÉTTINGAR FATASKÁPAR VÖNDUÐ VARA - HAGSTÆTT VERÐ Frí teiknivinna og tilboðsgerö NettOlin*. - fyrsta flokks frá /FOmx HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Fyrirlestur uni búddisma Enski munkurinn Gen Kelsang Lodro verður með fyrirlcstur sunnudaginn 15. nóvember kl. 14.00 - 15.30. Máttur hugans Skilningur Búdda á eðli hugans, fyrri lífum og framhaldslífum. Þóknun í draumi Kynning tómleikans: Endanlegt eðli raunveruleikans, miðvikudaginn 18. nóvember kl. 20.00 - 21.30 Umræður að loknum fyrirlestri. KafFiveitingar! Allir velkomnir Finnur, s. 5512457. Ingólfsstræti 22, 101 Reykjavík MARAÞON Jjölvítamín Vítamín og steinefni fyrir íþrótta- og athafnafólk Camelot Skartgripir Gæðavara á góóu verói 'NÍiíiC. ■BWWÉMriiiii Heildsölubirgðir EINCO EHF. Skúlagötu 26. _____simi 893 1335_ HESTAR Hulda G. Geirsdóttir, markaðsfulltrúi Félags hrossabænda Einbeitum okkur að Banda- ríkjunum og Bretlandi Félag hrossabænda einbeitir sér um þessar mundir að því að efla markað fyrir íslensk hross í Bandaríkjunum og Bretlandi. Jafn- framt er talið mikilvægt að vinna til baka þá markaði sem hafa glatast í kjölfar hitasótt- arinnar. Ásdís Haraldsdóttir hitti Huldu G. Geirsdóttur, markaðsfulltrúa FH, og ræddi við hana um ferð hennar til Bandaríkjanna og hvað hafa beri í huga þegar íslenski hesturinn er markaðssettur þar. HULDA sagði að þrátt fyrir að Bretland og Bandaríkin væru ólíkir markaðir að sumu leyti væru vandamál tengd þeim svipuð á margan hátt. Þar ríkja ákveðnar reiðmennskuhefðir og íslensld hesturinn hefur á sér smáhesta- stimpil svo dæmi sé tekið. Mikill kostur sé að í löndunum báðum búi enskumælandi fólk og því hægt að nota sama kynningarefnið. „Þó að við leggjum áherslu á þessi svæði lítum við ekki framhjá neinum mörkuðum,“ sagði Hulda, „en það er ekki vænlegt til árang- urs að dreifa því litla fjármagni sem félagið hefur úr að spila hing- að og þangað. Við þurfum þó að nota þau tækifæri sem gefast til að ná aftur stærri hlutdeild í markað- inum í Þýskalandi, svo sem heims- meistaramótið sem haldið verður í Þýskalandi á næsta ári og heims- sýninguna í Hannover árið 2000.“ Hulda var þrjár vikur í Banda- ríkjunum í haust þar sem hún kynnti sér markaðshorfur. Hún ferðaðist víða í samráði við banda- rísku íslandshestasamtökin. Hún segist hafa talið farsælast að vinna með heildarsamtökunum í Banda- ríkjunum, enda talið að þau hefðu mesta yfirsýn yfir markaðinn sem fyrir er. Kröfuharðir kaupendur „Það reynist mörgum erfitt að átta sig á því hvað Bandaríkin eru stór og vegalengdir miklar. Eig- endur íslenskra hesta eru mjög dreifðir en þó hafa nokkrir góðir kjarnar hestamiðstöðva byggst upp á austurströndinni og þangað fór ég fyrst. Síðar fór ég víða um, m.a. til vesturstrandarinnar. A meðan ég var á austurströndinni heimsótti ég sýninguna North East Gaited Horse Show þar sem saman koma ýmis ganghestakyn sem keppa hvert í sínum flokki. Það var gaman að sjá hver þróunin hefur orðið í þátttöku íslenskra hesta á sýningunni, en þetta var í þriðja sinn sem þeir eru með. Fyrsta árið vöktu íslensku hestarnir forvitni og athygli. Annað árið var fólk að fá að prófa og spáði mikið í hestana. En nú í þriðja skiptið var fólk að kaupa hesta og seldust þó nokkrir. Þetta kemur heim og saman við að Bandaríkjamenn eru vanir að taka sér langan tíma í að velja hestana sem þeir kaupa enda gera þeir miklar kröfur, m.a. um að þeir séu öruggir. Islenski hesturinn er dýr í Bandaríkjunum og nauðsynlegt er að ná niður ýmsum kostnaði við flutninga og ekki síður sóttkví sem gerð er krafa um að hestarnir fari í þegar þeir koma inn í landið. Hins vegar er ekki vafi á að þessi mark- aður ber hátt verð og með minni kostnaði ætti að koma meira í hlut hrossaræktandans á Islandi." Hulda segir að fyrsta skrefið sé að auka kynninguna svo almenn- ingur í Bandaríkjunum viti að ís- lenski hesturinn sé yfirleitt til. Eins og kom fram í Hestaþættin- um í síðustu viku eru nokkrir aðilar ásamt Félagi hrossabænda þegar famir að vinna að víðtækri kynn- ingu á íslenska hestinum í Banda- ríkjunum. Næsta skref segir Hulda að verði að auka þekkingu fólks sem fær áhuga á kyninu og þyrfti þá ef til vill að framleiða meira og betra kynningarefni og auðvelda því leit að upplýsingum um hann. Þar á eftir kemur reynslan og upp- Fyllir vöðva orkuforða og byggir upp Venjulegir orkudrykkir inni- halda einfaldar sykrur sem hvetja líkamann til að losa of- magn insúlíns sem aftur hvet- ur líkamann til fitumyndunar og veita vöðvunum engin uppbyggingarefni. 330 ml Kick Start inniheldur: Fuilkomna blöndu af sykrum, próteinum, steinefnum og 16.010 mg af hreinum amínósýrum Fita = 0 Fæst í verslunum Hagkaups, Nýkaupa, World Class og Gym 80. Umboðsaðili: Cetus, sími 551 7733 5 Morgunblaðið/Kristinn HULDA G. Geirsdóttir, markaðsfulltrúi Félags hrossabænda. lifunin. Þá mun fólk vilja prófa hestinn og kynnast honum af eigin raun. Fjórða stigið er svo þegar fólkið er tilbúið og vill kaupa sér hest. Svona ferli gæti tekið frá þremur upp í fimm ár. „Við erum því ekki að tjalda til einnar nætur með þessu verkefni sem á að standa yfir í ár og er nauðsynlegt að þróa það áfram með tilliti til þessa langa ferlis." Skortur á geðgóðum tölturum Við þurfum að yfirstíga ýmis vandamál. Fyrst og fremst virðist vera mjög erfitt að fínna réttu hestgerðina. En aðilar sem hafa verið að selja hesta í Bandaríkjun- um fullyrða við mig að þar í landi sé fólk tilbúið að borga hátt verð fyrir rétta hestinn. Hestarnir þurfa að þola margt sem hestarnir okkar hafa aldrei kynnst hér á landi. Þeir þurfa að þola að vera innan um bílaumferð, hjólandi fólk, skokk- andi fólk, risastóra hesta af ýmsum kynjum, vatnsúðara sem allt í einu fara í gang við fæturna á þeim, skóga og tré og greinar sem skjót- ast upp í kviðinn á þeim og síðast en ekki síst jafnvægislitla knapa sem nota mikinn þrýsting á síður og sæti og hafa óöruggt taumhald. Ef við viljum auka markaðshlut íslenska hestsins í Bandaríkjunum er nauðsynlegt að breyta áherslum í tamningu og þjálfun hestanna. Við þurfum einnig að athuga vel okkar gang í ræktuninni því svo virðist sem við séum ekki að rækta þessa geðgóðu töltara sem allir vilja, jafnt Islendingar sem útlend- ingar. Að undanfórnu hefur ítrekað heyrst að það sé skortur á slíkum hestum.“ Hulda segir útlit hestanna líka skipta miklu máli því kaupendur í Bandaríkjunum viýa hafa hestana myndarlega og faxprúða. Stærri hestar seljast betur og ákveðnir lit- ir eru vinsælir. Þó setur fólk litinn ekkert sérstaklega fyrir sig. I samkeppni við Þjóðverja Annað stórt atriði í markaðs- setningunni er að fylgja vörunni vel eftir. „Við þurfum að geta sent vel þjálfað tamningafólk sem skilur bandaríska markaðinn til aðstoðar nýjum kaupendum. Þetta fólk þarf að geta sett sig vel inn í vandamál byrjandans og aðstæður í Banda- ríkjunum og hafa góða enskukunn- áttu. Ekkert af þessu er vonlaust fyrir okkur. Það er spurning um að taka af skarið og byrja markvisst að vinna að þessum hlutum. Ekki síst vegna þess að við eigum í sam- keppni við Þjóðverja um markað- inn. Þjóðverjar hafa unnið vel í Bandaríkjunum og eru vel í stakk búnir og bjóða upp á þjónustu við kaupendur svo sem með reið- kennslu og upplýsingum eftir að fólk hefur eignast hestinn. Það er ákveðinn hópur fólks sem tekur Hollvinir Sjó- mannaskólans vilja aukið fjár- magn til skólans AÐALFUNDUR Hollvinasamtaka Sjómannaskóla Islands var haldinn í hátíðarsal Sjómannaskóla Islands laugardaginn 24. október sl. „Fundurinn taldi brýnt að auknu fjármagni verði veitt til menntun- armála skipstjómar- og vélstjóm- armanna tÚ þess að þeir verði bet- ur í stakk búnir að takast á við ein mikilvægustu störf íslensks þjóðfé- lags, sem em sjávarútvegur og siglingar. A Norðurlöndum hafa kröfur til menntunar sjómanna verið auknar og að Islendingar geti ekki gert lakari kröfur í mennta- málum auk þess sem á alþjóðavett- vangi er einnig verið að auka kröf- ur til menntunar sjómanna. Fundurinn tók undir með þeim sem telja að mengun hafsins sé eitt af höfuðvandamálum íslensks þjóð- félags sem taka verði á nú þegar. Fundurinn samþykkti ályktun til menntamálaráðherra og fjármála- ráðherra um að mörkuð verði tíma- sett áætlun um uppbyggingu Sjó- mannaskólahússins, utan sem inn- an,“ segir í fréttatilkynningu. í stjóm Hollvinasamtakanna voru kosnir: Hálfdan Henrysson, deildarstjóri hjá Siglingastofnun Islands, formaður. Meðstjórnend- ur: Daði Sveinbjömsson, vélfræð- ingur, Georg Amason, vélfræðing- ur, Ragnar Haraldsson, frá skóla- félagi Vélskóla íslands, og Sigurð- ur D. Halldórsson frá skólafélagi Stýrimannaskólans í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.