Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 86
86 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Athugið! Kjósa verður 6 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. FÓLK í FRÉTTUM Elísabet Davíðsdóttir í Vogue (löPn FriítmtiJócfitáncJ;:i é p r □ F K j á r o b d ! i n u m Árni R. Árnason Gunnar 1. Birgisson Markús Möller Þorgerður K. Gunnarsdóttir Kristján Pálsson Stefán Þ. Tómasson Jón Gunnarsson Hólmfríður Skarphéðinsdóttir 1 Árni M. Mathiesen Helga Guðrún Jónasdóttir Sigríður Anna Þórðardóttir Skrifstofa stuðningsmanna er við Bæjarhraun 14 í Hafnarfirði. Opið alla daga kl. 10:00-22:00. Sfmar: 565 9523 565 9524 565 9528 Fax: 565 9538 Prófkjiir sjálfatæiiBflokkBíns í Resk janesk jörtlæmi laugarflaginn 14. náoember 1S3B. ENGINN af þeim sem tóku þátt í myndatökunum með Elísabetu hefur fyrirsætustörf að atvinnu. HVAÐA þýðingu hefur það fyrir fyr- irsætu að birtast á forsíðu eins virtasta tískutímarits heims? Elísa- bet Davíðsdóttir ætti að verða ein- hverju nær um það næstu mánuðina því hún var valin til að prýða forsíðu nóvemberheftis franska Vogue. Elísabet sem er 22 ára hefur starf- að sem atvinnufýrirsæta í tæplega tvö ár, fyrst í London og svo í New York þar sem hún á heima núna. Áð- ur hafði hún unnið við fyrirsætustörf erlendis í sumarfríum og tekið að sér eitt og eitt verkefni á veturna, en eft- ir að hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð ákvað hún að freista gæfunnar og sjá hvert það myndi leiða sig ef hún prófaði að eyða öllum sínum tíma og kröftum í fyrirsætustarfið. Að finna sér rétta leið „Þetta snýst allt um að finna sér rétta leið til að komast áfram,“ segir Elísabet og það er greinilegt að sú leið sem hún fer er farin að skila góðum árangri, en hver er galdurinn á bak við hana? „Það er mikilvægast að vanda valið á verkefnunum, það geta verið dýr mistök að velja röng Andlitskrem sem virkarf jHHmmasmwKwSVMSW&H www.Jsli.is ClEAR-Ur STRIf KRAKKARNIR í Fame læra auð- vitað líka tónlist. ÞETTA gæti óneitanlega verið leikaraparið fyrrverandi Johnny Depp og Wynona Ryder. Freistaði gæfunnar Fyrirsætan Elísabet Davíðsdóttir prýðir forsíðu nóvemberheftis franska tískublaðs- ins Vogue; ekki er hægt að komast mikið --------------------7----- lengra en það í Parísartískunni. I samtali -------—------------------ við Birnu Onnu Björnsdóttur segir hún það óneitanlega stórt skref í klifrinu á efsta hjalla tískuheimsins. verkefni. Þó að það geti verið mjög stressandi og krefjist mikillar þolin- mæði að sitja og bíða eftir réttu verkefnunum þá er það alveg nauð- synlegt ætli maður sér að komast langt.“ Hún segist smám saman hafa lært inn á hvað teljist góð verkefni og er orðin mjög vandlát á hvað hún tekur að sér. Það er mikilvægt að vinna fyrir góð og virt blöð og að fá tæki- færi til að vinna með færum og eftir- sóttum ljósmyndurum. Hún segir það skipta máli fyrir mannorð sitt og ímynd sína hvemig verkefni hún tek- ur að sér. Ef hún vildi þá gæti hún verið að taka að sér verkefni fyrir Marie Claire og Cosmopolitan sem eru vinsæl kvennablöð og víðlesin en þó ekki alveg eins virt innan tísku- heimsins og hátískublöð eins og til dæmis Vogue. Þá væri hún komin með aðra ímynd en hún vill skapa sér sem tískufyrirsæta og gæti það hindrað hana í því að ná þeim ár- angri sem hún stefnir að. Forsíða Vouge Eh'sabet segir að auðvitað sé það stórt og mikilvægt skref að fá mynd af sér á forsíðu Vouge og aðspurð segir hún að ein forsíða greiði göt- una fyrir fleiri stórum blaðaverk- efnum og vissulega geti önnur frá- bær tækifæri líka fylgt í kjölfarið. En hún segir jafnframt að nú sé ennþá mikilvægara og vandasamara að halda rétt á spilunum og taka ekki að sér hvað sem er. „Þetta er eins og með leikara, þeir byrja kannski að leika í sjónvarpsmynd- um og B-myndum og fá svo hlut- verk í góðri A-mynd. Þá geta þeir ekki snúið sér aftur að því að leika í B-myndum ætli þeir að halda áfram að byggja upp frama sinn, heldur verða þeir að sitja og bíða eftir öðru jafngóðu tækifæri.“ Hún segist einnig reyna að gæta sín á því að gera ekki of mikið á sama tíma. Það sé betra að vera spar á sjálfa sig því mikið af nýjum andlitum brenni fljótt út séu þau allt í einu alls staðar. Eitt stærsta nafnið hjá Ford í New York Elísabet starfar hjá skrifstofu Ford í New York og er ein aðalfyrir- sætan hjá þeim um þessar mundir. Hún segir nú vera svo komið að ELÍSABET, sem á að vera nýja stúlkan í stórborginni, að æfa sig í leikíist. skrifstofan sé farin að vinna fyrir hana frekar en hún fyrir skrifstof- una. Hún geti gert kröfur til skrif- stofunnar um að útvega sér góð og FYRIRMYNDIN að tískuþættin- um með Elísabetu var fram- haldsþátturinn Fame. áhugaverð verkefni og leggur skrif- stofan mikið upp úr því til að reyna að halda henni hjá sér því það er gríðarleg samkeppni milli skrifstofa ekki bara um verkefni heldur einnig um fyrirsætur. Elísabet er nýkomin heim frá E\t- ópu þar sem hún var að sýna á tísku- sýningum í London, París og Mflanó. Hún segir slíkar „tarnir“ vera gífur- lega erfiðar því þetta sé eilífur þeyt- ingur mflli staða, mátun, svo sýning- arnar sjálfar, myndatökur og fleira. Dagarnir séu langir og ekki sé ljóst um morguninn hvernig dagurinn verði, hverjir vilji fá mann í sýning- ar, hvað þurfi nákvæmlega að gera og svo framvegis. Hún segist þurfa að passa sig og fara mjög vel með sig á meðan á þessum sýningar-“törnum“ stendur því það sé svo mikið að gerast í kringum þetta allt saman og auðvelt sé að ofkeyra sig. Þetta sé mikið álag og við bætist stress og samkeppni við aðra. Skapofsi og vandræðagangur Aðspurð segir hún samkeppni vera mikla. Hún hafi þó aldrei lent í neinum vandræðum með samstarfs- stúlkur sínar en viðurkennii- hún að sögur sem eru sagðar af vandræða- gangi og skapofsa sumra sýningai'- stúlknanna séu oft sannar. Hún segir að samskipti fólks í þessum bransa geti verið mjög yfirborðskennd og hún hefur það stundum á tilfinning- unni að fólk sé að reyna að koma sér í mjúkinn hjá henni því það telji það geta komið sér til góða. Hún treystir þessu fólki því ekki svo glatt og á hún aðra vini sem hún eyðir frítíma sínum með. Þó að henni gangi svona vel finnur hún ekki fyrir neinni illkvittni eða öf- und í sinn garð frá samstarfsfólki sínu, hennar samskipti við það eru oftast góð. „Eg lenti samt í einu svo- lítið fyndnu atviki um daginn," segir hún. „Eg var að sýna á sýningu í París og þá kom ein fyrirsætan til mín og spurði: „Má ég sjá handlegginn á þér, mig langar svo til að sjá örið.“ Eg er með ör á upphandleggnum því ég brenndist á kaffi þegar ég var eins árs. Mér fannst þetta skrýtið og spurði hvernig hún vissi af örinu og af hverju í ósköpunum hún hefði áhuga á því að sjá það. Þá svaraði hún: „Eg hef heyrt talað um að þú sért með ör og mig langaði bara að sjá með eigin augum að það væri kannski í lagi að vera ekki alveg full- komin!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.