Morgunblaðið - 14.11.1998, Qupperneq 66
66 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
V
- .4»
Caritas á íslandi
efnir til tónleika í Kristskirkju,
Landakoti, sunnudaginn
15. nóvember nk. kl. 17.00.
Tónleikarnir eru til styrktar byggingu
þjálfunarhúss og sundlaugar á
Reykjalundi.
Á efnisskrá eru verk eftir:
Atla Heimi Sveinsson, J.S. Bach, V. Bellini,
J. Haydn, J.N. Hummel, Rachmaninoff.
Flytjendur:
Áshildur Haraldsdóttir, flauta
Bryndís Halla Gylfadóttir, selló
Einar Jóhannesson, klarinett
Helga Þórarinsdóttir, víola
Richard Talkowsky, selló
Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla
Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran
Ulrik Ólason, orgel
Aðgöngumiðar verða seldir hjá skrifstofu kaþólsku
kirkjunnar, Hávallagötu 14, í versluninni á
Reykjalundi og við innganginn.
Miðaverð kr. 1.500.
AÐSENDAR GREINAR/PROFKJOR
Hvað vil ég?
A UNDANFÖRN-
UM dögum og vikum
hef ég farið um kjör-
dæmið og kynnt mín
stefnumál á fundum
með heimamönnum.
Þarna hafa orðið fróð-
legar umræður, sem
hafa orðið mér til
gagns og ég vona líka
þeim sem fundina
sóttu. Hér vil ég fara
yfir áherzluatriði mín í
örfáum orðum.
Tvöföldun Reykja-
nesbrautar
Tvöföldun Reykja-
nesbrautar er mikið
hagsmunamál Reyknesinga. Þessi
framkvæmd er á vegaáætlun árið
2010. Þetta tel ég vera alltof langan
tíma til að bíða eftir svo mikilvægu
máli. Eg vil hefjast handa mun
íyrr.
Menn spyrja hvernig? Hvar á að
fá peninga? Mitt svar er, að þá eigi
að fá með einkafjármögnun, þai-
sem verktakar lána ríkinu verkið
þar til framkvæmdin er á fjárlög-
um eftir tíu ár. Þá spyrja menn:
Hver mun þá greiða vextina þenn-
an tíma?
Miðað við sára reynslu síðustu
fimm ára má gera ráð fyrir 500
slysum á Reykjanesbraut frá
Krísuvíkurvegi að Reykjanesbæ á
þessum tíma. Mörg
þessara slysa verða al-
varleg. Tvöföldun
brautarinnar getur
fækkað þessum slys-
um verulega. Eg tel að
þetta eitt réttlæti þá
vexti sem þyrfti að
greiða vegna flýtingar
á verkinu. Margt ann-
að bætist við þetta, svo
sem styttur ferðatími,
auknir flutningar og
hagvöxtur sem bein af-
leiðing bættra sam-
gangna. Eg segi því,
Gunnar I. að tvöföldun Keflavík-
Birgisson urvegarins sé hag-
kvæmur kostur, sem
muni skila sér beint til þjóðarinnar
allrar.
Eg vil líka skoða vegafram-
kvæmdir í Mosfellsbæ í þessu ljósi.
Næstfjölmennasta
kjördæmi landsins á að
hafa það vægi sem því
ber og fá í sinn hlut
réttlátan skerf af þjóð-
arkökunni, segir
Gunnar I. Birgisson.
Það er búið að tala nóg.
RÆKTAÐU LÍKAMANN
1 MECCA SPA
musteri heilsunnar
þinn árangur er okkar metnaður
Við bjóðum þér að taka á og byggja upp líkamann í fallegu umhverfi.
Hulda Stefánsdóttir íþróttakennari veitir þér persónulega ráðgjöf
um þjálfunina og þau markmið sem þú vilt ná.
Eftir góða æfingu getur þú dekrað við líkamann í glæsilegri sundlaug,
nuddpotti og gufu.
NÝTT NÝTT!!!
Bjóðum nú einnig upp á vatnsleikfimi fyrir konur og karla á mánudögum,
miðvikudögum og föstudögum kl. I 1:00
ath. ný og fjölbreytt verðskrá
MECCA SPA - NÝBÝLAVEGI 24, KÓPAVOGI, SÍMI 564 1011
Verkin tali nú.
Þar er brýn þörf á aðgerðum með
tvöfóldun Vesturlandsvegar að
Víkurbraut og þaðan áfram í norð-
urátt.
Eiturlyfjavandinn
Fáum dylst sú vá, sem að okkur
steðjar í formi eiturlyfjaneyslu.
Neysla þeirra færist sífellt neðar í
aldursflokkana. Sölumenn dauðans
ráðast ávallt á garðinn þar sem
hann er lægstur. Athæfi þessara
aðila er mér mikil viðurstyggð, sem
ég vil bregðast við. Sá sem hefur
séð með eigin augum heilasköðuð
ungmenni vegna neyslu efna frá
þessum glæpamönnum verður ekki
samur aftur. Þvílík sóun og þvflík
hryggð.
BIODROGA
snyrtivörur
£~>tella
Bankastræti 3, sími 551 3635.
Fylgstu meö nýjustu
fréttum á fréttavef
Morgunblaðsins
Ég vil hertar aðgerðir í barátt-
unni gegn eiturlyfjasölum. Það
þarf að efla tollgæsluna og leit að
eiturlyfjum við komu fólks og varn-
ings inn til landsins. Það þarf
breyttar áherzlur í löggæslu.
Aukna hverfalöggæslu tel ég vera
til þess fallna að vinna gegn eitur-
lyfjasölunum við skólana, félags-
miðstöðvarnar og sjoppurnar. Að
berjast gegn fíkniefnum er besta
fjárfesting samfélagsins. Hver
unglingur, sem forða má undan
fíkniefnunum, er mikill fengur fyr-
ir fámenna þjóð. Það fé sem til
þess starfs er varið mun skila sér
margfalt.
Öldrunarmál
Reyknesingar hafa farið var-
hluta af framlögum ríkisins til
byggingar hjúkrunarheimila. í
Kópavogi og í Garðabæ er neyðar-
ástand í þessum efnum. Miðað við
höfðatölu hefur minna ríkisfé rann-
ið til Reykjaneskjördæmis úr
Framkvæmdasjóði aldraðra en
allra annarra kjördæma. Þessu vil
ég breyta til jafnræðis.
Ég vil vinna að meiri sveigjan-
leika í greiðslum bóta til aldraðra.
Ég tel rangt að launatekjutengja
ellilífeyri með þeim hætti sem nú
er gert. Þetta verður til þess, að
aldraðir, sem era margir hinn
prýðilegasti vinnukraftur, treyst-
ast ekki til að taka tímabundin
störf vegna hefndaraðgerða trygg-
ingakerfisins, sem sker þá mis-
kunnarlaust niður lífeyrinn. Þetta
er ekki góð latína í minni bók og ég
tel þetta vera óþjóðráð hið mesta.
Menningarmál
Menningarmál era mér hugleik-
in. Ég vil að ríkisvaldið styðji við
menningarstarfsemi sveitarfélag-
anna. Þetta þarf ekki að vera í
formi hárra fjárapphæða heldur
meira í formi hvatningar og þátt-
töku. Oft er það meira að viljann
skorti en getuna í þessum mála-
flokki.
Við í Kópavogi höfum reynt nýj-
ar leiðir við fjái-mögnun menning-
armannvirkja. Við erum að byggja
tónlistarhús, sem tekið verður í
notkun á nýju ári. Það hús er
byggt í samstarfi bæjarins og
stofnana hans, félagssamtaka og
einstaklinga. Ég tel engum blöðum
um það að fletta að þetta tónlistar-
hús muni styrkja sjálfsmynd og
metnað Kópavogsbúa. Ég vil
hvetja fólk í öðrum byggðarlögum
til að kanna þarfirnar hjá sér og
möguleika á því að koma á slíku
samstarfi, því margar hendur
vinna létt verk.
Prófkjör sjálfstæðismanna
14. nóvember
Ég leita eftir stuðningi til að ná
1. sæti á framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins við prófkosningarnar á
laugardaginn kemur. Ég fer í þetta
framboð til þess að hafa áhrif á
þjóðmálin, sem aftur snerta alla
íbúa Reykjaneskjördæmis með
einum eða öðram hætti.
Með störfum mínum vil ég stuðla
að því, að næstfjölmennasta kjör-
dæmi landsins hafi það vægi sem
því ber. Kjördæmið hefur borið
skarðan hlut frá borði um mörg ár.
Má minna á að það var á bann-
svæði Byggðasjóðs um árabil.
Hingað voru engin lán veitt til at-
vinnuuppbyggingar meðan fjár-
magninu var dælt út á land. Þessu
sér enn stað í fjárveitingum til
öldrunarmála, samgangna og hafn-
argerða.
Þingmenn Reykjaness verða að
standa í ístaðinu fyrir kjördæmið.
Ég mun leggja mig fram um það
og láta ekki sitja við orðin tóm. Til
þessa þarf ég þitt fulltingi lesandi
góður.
Ég vil að næstfjölmennasta kjör-
dæmi landsins hafi það vægi sem
því ber og fái í sinn hlut réttlátan
skerf af þjóðarkökunni. Það er búið
að tala nóg. Verkin tali nú.
Höfundur er verkfræðingur, for-
maður bæjarráðs Kópavogs og sæk-
ist eftir 1. sæti á framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjanesi.