Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ . 62 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR Ofvirkni barna -í Unnur Heba Sólveig Steingrímsdóttir Guðlaugsdóttir GREINING og meðferð of- virkra barna fer fram á barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Til að ná sem bestum árangri þarf sameiginlegt átak heimilis og skóla að koma til. Því fyrr sem meðferð hefst því betra. Ráðgjöf og stuðningur fyrir foreldra, kennara og starfsfólk heilsugæsl- unnar er mikilvægur þáttur í for- vörnum og leiðir til aukinna lífs- gæða fyrir ofvirk börn og fjöl- skyldur þeirra. Hvað er ofvirkni? Meðal fræðimanna er gerður greinarmunur á athyglisbresti án ofvirkni (ADD - Attention-defieit disorder) og athyglisbresti með of- virkni (ADHD - Attention-def- iciVhyperactivity disorder). Orsak- ir ofvirkni eru taldar líffræðilegar, líklega truflun í boðefnakerfi heila, en erfðir eiga greinilega mikinn hlut að máli (25% foreldra eru með ofvirknieinkenni). Talið er að um 3-5% barna séu ofvirk. Það sam- svarar að meðaltali því að eitt of- virkt barn sé í hverjum bekk grunnskólans á Islandi. 70% eru enn með einkenni á unglingsárum -A (mest hvatvísi og athyglisbrestur) en 50% eru einkennalaus á fullorð- insaldri. Hegðunareinkennum of- virka barnsins er oft skipt í þrjá flokka: Athyglisbrestur: Athygli endist stutt, á erfitt með einbeitingu, gerir kæruleysisleg mistök, á erfitt með að ljúka við verkefni, getur illa skipulagt vinnu sína, truflast auðveldlega, er gleymið, týnir hlutum, á erfitt með s. að kalla fram fyrri reynslu og nýta hana, sér illa orsök og afleiðingu. Ofvirkni: Almennt mikil hreyfivirkni, er á iði og fiktar í hlutum, kliírar mikið, talar mikið og er hávært í leik. Bregst of sterkt við áreiti, við- brögð yfirdrifin. Hvatvísi: Getur ekki stoppað til að hugsa, æðir áfram í fljótfæmi, hugsar ekki út í afleið- ingar gerða sinna, hvatvíst í svörum, get- ur illa beðið eftir að röðin komi að því, sveiflur í hegðun/ástandi, grípur fram í, ryðst inn í leiki hjá öðrum. Hafa ber í huga að einkennin eru töluvert bundin aðstæðum. Minna ber á þeim við rólegar aðstæður, t.d. þegar bamið er eitt með for- eldram en þau geta blossað upp við órólegri aðstæður, t.d. í leik með öðram börnum. Einnig era ein- kenni missterk og mismunandi samsetning milli einstaklinga. Þannig getur athyglisbrestur verið mest áberandi hjá einu ofvirku barni en hreyfíofvirkni og hvatvísi hjá öðra. Af hveiju ég? Ofvirk böm eiga oft erfitt upp- dráttar. Þau era traflandi fyrir þá sem þau umgangast og eiga erfitt með að fara eftir reglum og fyrir- mælum. Þau heyra sífellt „ekki gera þetta „hættu þessu nú „afhverju getur þú aldrei verið til friðs-“, o.s.frv. Þau upplifa snemma höfnun frá öðram og eiga erfitt með að skilja neikvæð viðbrögð annarra gagnvart þeim. Sjálfsmynd þeirra er þess vegna oft mjög brotin og þau upplifa umhverfi sitt fjandsam- legt þar sem fátt gengur þeim í haginn. Urvinda foreldrar festast gjarnan í vítahring neikvæðra sam- skipta og eiga oft erfitt með að finna jákvæðar hliðar á ofvirka baminu. Oft fá þeir lítinn utanað- komandi stuðning, s.s. frá ættingj- um, sem vilja meina að þetta sé bara fyrirgangur eða „strákalæti" en era þó fegnir að sjá sem minnst af barninu sem setur allt á annan endann þegar það kemur í heim- sókn. Er ofvirkni áhættuþáttur? Rannsóknir benda til að á ung- lingsárum eigi 40% ofvirkra við al- varleg hegðunarvandkvæði að glíma og stór hluti þeirra þrói með sér andfélagslega hegðun og mis- notkun fíkniefna (Mash og Barkley, 1996). Þegar samskipti heima og í skóla hafa í nokkur ár einkennst af vítahring með nei- kvæðum skilaboðum til barnsins, er algengt að hegðunarerfiðleikar (mótþrói, andstaða, ögran, upp- reisn) bætist ofan á ofvirkniein- kennin eða að barnið dragi sig í hlé og koðni niður (kvíði, vanlíðan, þunglyndi). Þetta fer eftir því hver vandamál barnsins era og hvernig þau eru samsett ásamt persónuein- kennum hvers barns. Greining og meðferð Ofvirknigreining er gerð á göngudeild BUGL. Tekið er á móti bömum aðallega upp að 12 ára aldri en stundum eldri. Eftir að nið- urstaða er fengin er mælt með ákveðnum aðgerðum og leiðum í Ofvirk börn, segja þær Unnur Heba Stein- grímsdóttir og Sólveig Guðlaugsdóttir, eiga oft erfitt uppdráttar. framhaldi af því. Er þá oftast um að ræða lyfjameðferð, fræðslu- og/eða þjálfunarnámskeið og ráðgjaf- ar/stuðningsviðtöl fyrir foreldra á göngudeild. I einstaka tilfellum er mælt með innlögn á barnadeild, en þar er sífellt meiri áhersla lögð á þátttöku foreldra, sem fá beina kennslu og þjálfun í árangursríkum samskiptaaðferðum á deildinni. I október sl. var settur á fót stuðn- ingshópur fyrir foreldra ofvirkra barna. Um er að ræða tilrauna- verkefni sem felur í sér hópvinnu en jafnframt stuðningsviðtöl fyrir hverja íjölskyldu í heimahúsum. Hópurinn hittist í tólf skipti, fram í mars ‘99. Leiðbeinendur era tveir hjúkranarfræðingar frá BUGL. Hvernig náum við árangri? Til að ná sem bestum árangri er ljóst að taka þarf á vandanum frá öllum hliðum samtímis, á heimili og í skóla/leikskóla eða í aðstæðum þar sem um vandamál er að ræða. Því fyrr sem tekið er á vandanum því betra og mikilvægt er að nýta fjölbreytt meðferðarform samhliða, s.s. lyfjameðferð, atferlisþjálfun o.fl. ásamt öllum mögulegum stuðn- ingi fyrir foreldra og kennara. Mjög mikilvægt er að hjálpa barn- inu að styrkja sjálfsmynd sína, t.d. með því að gera því kleift að fylgja jafnöldram í námi, styðja eðlileg fé- lagatengsl og hjálpa því að nýta styrkleika sína til hins ýtrasta. Eins og fram hefur komið er stór hluti ofvirkra enn með einkennin á unglings- og fullorðinsaldri. Góðar framtíðarvonir Ofvirknihugtakið er tiltölulega ungt og ekki er langt síðan farið var að greina og þróa meðferð fyrir ofvirka. Viðhorf almennings er enn- þá í samræmi við það og margir tregir til að líta á hegðun ofvirkra sem afleiðingu af líffræðilegum þáttum. Þau ofvirku börn og ung- lingar sem fá þá aðstoð sem stend- ur til boða og eiga vísan stuðning í fjölskyldunni eiga góðar framtíðar- vonir, en þegar talað er um ofvirk börn er raunin oft sú að neikvæðar hliðar ofvirkninnar era yfirgnæf- andi í umræðunni. Það gleymist að huga að manneskjunni sem er á bak við þetta áberandi traflandi yf- irborð. Þegar farið er að huga að jákvæðum þáttum er úr mörgu að moða og þegar orkan beinist í rétta farvegi nýtist hún oft vonum fram- ar, enda er hægt að benda á fjölda áhugaverðra og mikilsmetinna full- orðinna einstaklinga sem vora með ofvirknieinkenni sem börn en hafa komist langt í lífinu og sinna mikil- vægum störfum í þjóðfélaginu í dag. Höfund ar eru geðhjúkrunarfræð- ingar á barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL). SÚ samfélagsgerð sem við búum við er iðnaðarsamfélagið með velferðarkerfi og góðu atvinnuástandi. Þetta kerfi byggist á mjög ákveðinni formbygg- ingu og á við bæði á vinnumarkaði og í skólakerfi. Formbygg- ingin er lóðrétt og hlutverk einstakling- anna er að gera það sem fyrir þá er lagt af öðram. En ferli breyt- inga er hafið sem gengur út á það að formgerðin er orðin fljótandi, krafist er allt annarrar hæfni einstaklingsins en áður. Sjálfstæði, framleiki í hugs- un, yfirfærsla og mat og sjálfs- traust verða mikilvægari eiginleik- ar. Lóðrétta formgerðin lætur und- an síga og sú formgerð sem við tekur er lárétt. Endingartími allra hluta styttist stöðugt. Við búum við samfellda þróun þar sem umhverfi okkar þróast frá því sem við þekkjum til einhvers sem við þekkjum ekki. Sá einstaklingur sem bíður með að taka ákvörðun er í raun að taka ákvörðun um að hann ætli ekki að vera með. Við erum tilneydd til þess að taka ákvörðun nú og miða ÚTILÍF GLÆSIBÆ • S: 581 2922 www.utilif.is hana við það ástand sem er í núinu. Ekki verður beðið þar til á morgun með að kaupa og læra á nýju tölvu- gerðina því þá verður hugsanlega önnur komin á markað. Menntakerfið þarf að opnast meira. Þar þarf að vera nægilegt rými fyrir alla sem vilja sækja sér aukna menntun. I dag er starfsmenntun um of skipulögð á þann veg að hún byggist á stutt- um námskeiðum, sem eru byggð eftir kröf- um og mati atvinnurekandans. Því miður virðist það oft vera svo að margir atvinnurekendur era ein- ungis tilbúnir til þess að leggja fram fé til starfsmenntunar, þegar leggja á starf niður, og þá til þess að leggja fram styrk til náms í öðra starfi. Þeir eiginleikar starfsfólks að geta unnið sjálfstætt, meta aðstæð- or, flokka og taka á sig ábyrgð hafa á seinni áram orðið mun eftirsókn- arverðari. Vinnustaðir sem ná bestum árangri í dag byggja á þessum eiginleikum starfsfólksins. Of margir stjómendur vinnustaða hafa um of einblínt á tækniþróun- ina sem einu leiðina til framtíðar- innar. A vinnumarkaði framtíðar- innar er fyrirsjáanleg þörf á þróun þar sem tæknilegir möguleikar haldast í hendur við hina mannlegu eiginleika, eins og sjálfstæði, fram- leika í hugsun, yfirfærslu og mat. Það er þetta sem kröfur til at- vinnuhæfni ganga út á. I auknum mæli þarf einstaklingurinn að rannsaka og vera skapandi í því að leysa vandamál, ákafur í leit að nýrri reynslu og tilbúinn að aðlag- ast breyttum aðstæðum. Þeir múrar sem felast í núver- andi skipulagi verkalýðshreyfing- arinnar koma í veg fyrir þróun á vinnumarkaði og hindra atvinnu- og þróunnarmöguleika einstak- lingsins. Ef ekkert verður að gert mun það leiða til þess að atvinnulíf- ið og launamenn sætta sig ekki við núverandi ástand og félagsmenn munu í vaxandi mæli leita út úr verkalýðshreyfingunni. Kjara- samningar þurfa í auknum mæli að vera rammasamningar, sem ein- Á vinnumarkaði fram- tíðarinnar er fyrirsjá- anleg þörf á þróun, segir Guðmundur Gunnarsson, þar sem tæknilegir mögu- leikar haldast í hendur við hina mannlegu eiginleika. staklingurinn og vinnuhópar geta fyllt út í með þróun sem hann tek- ur sjálfur ákvarðanir um eða eiga sér stað á vinnustaðnum. Þar mun ábyrgð og hlutdeild í starfí ráða mun meiru en í dag. Fagmúrar milli félagsmanna státtarfélaga era að of stóram hluta að viðhalda mörkum milli starfsgreina og mið- ast við starfsgreinar eins þær em án viðbótarmenntunar og þróunar. Skilgreind mörk milli starfsgreina sem hindra þróun einstaklingsins þarf vitanlega að rífa niður. Sú þró- un hefur hafist á vinnumarkaði og verkalýðshreyfingin þarf að vera þátttakandi í henni frekar en að berjast gegn henni. Höfundur er fomiaður Rafiðnaðar- sambands íslands. Þróun á vinnumarkaði Guðmundur Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.