Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 74
74 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tillaga til þingsályktunar Einstæðum foreldrum verði heimilt að nýta sér persónuafslátt barna JÓHANNA Sigurðardóttir, þing- flokki jafnaðarmanna, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem miðar að því að einstæðum foreldrum sem hafa á framfæri sínu ungmenni á aldrinum 16-19 ára sé heimilt að nýta 80% óráðstafaðs persónuafsláttar ung- mennisins. Meðflytjendur frumvai'psins eru Kristín Astgeirsdóttir, þingflokki óháðra, Bryndís Hlöðversdóttir, þingílokki Alþýðubandalags, og Rannveig Guðmundsdóttir, þing- flokki jafnaðarmanna. Frumvarp þetta hefur tvisvar áður verið flutt á Alþingi en ekki náð fram að ganga. „I núgildandi lögum um tekju- skatt og eignarskatt er ákvæði sem heimilar hjónum eða sambýl- isfólki að nýta 80% af óráðstöfuð- um persónuafslætti þess sem lægri tekjur hefur. Engar slíkar heimild- ir eru fýrir hendi um nýtingu óráðstafaðs persónuafsláttar bar- na. Verður að telja að í því felist mikið óréttlæti þegar í hlut eiga einstæðir foreldrar,“ segir í grein- argerð frumvarpsins. „Breyttar þjóðfélagsaðstæður, sem felast m.a. í auknum mennt- unarkröfum, leiða til þess að böm dveljast lengur í foreldrahúsum en áður og þurfa lengur á framfærslu foreldra sinna að halda. Reyndar er það svo að framfærsla foreidr- anna er oftast forsenda þess að ungmennið fái tækifæri til að ALÞINGI mennta sig,“ segir ennfremur og því bætt við að um 80-90% ung- menna á aldrinum 16-19 ára búi nú í foreldrahúsum. Þá er þess getið að framfærslukostnaður vegna ungmenna 16 ára og eldri sé mjög mikill og að í íslenskri rannsókn komi fram að böm ein- stæðra foreldra standi félagslega og efnalega verr að vígi en böm í fjölskyldum þar sem báðir foreldr- ar sjái um framfærsluna. Konur vinni mikið eftir skilnað, bæði heima og heiman, og bágur fjár- hagur kvenna bitni á lífsskilyrðum barnanna. I greinargerð er vitnað í fleiri rannsóknir sem sýna lakan fjárhag einstæðra foreldra og segir að síð- ustu að öll sanngirni mæli með því að einstæðum foreldrum verði heimilt að nýta ónýttan persónuaf- slátt barna með sama hætti og hjónum og sambýlisfólki er nú mögulegt. Stjórnarfrumvarp um smíði varðskips Heimilt verði að leita tilboða frá einum eða fleiri aðilum DÓMSMÁLARÁÐHERRA, Þor- steinn Pálsson, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem kveður á um að ekki verði skylt að láta fara fram útboð vegna smíði nýs varðskips. Þess í stað verði heimilt að leita tilboða frá ÖGMUNDUR Jónasson, þing- flokki óháðra, kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar á Alþingi í gær og óskaði eftir umræðum í þinginu í næstu viku um þær skipulags- breytingar sem nú væri verið að koma á hjá embætti lögreglu- stjórans í Reykjavík. „Ég hef sýnt fram á að þær skipulagsbreytingar sem VSÓ- verkfræðistofan hefur lagt til varðandi stjómsýslu lögreglunnar stangast á við lög 6. gr. lögreglu- einum eða fleiri aðilum. Þá er með frumvarpinu lagt til að hið sama gildi um viðhald varðskips þegar sérstakir öryggishagsmun- ir krefjist. „Samkvæmt 1. gr. laganna um Landhelgisgæslu íslands era laga og nú hefur komið á daginn að verið er að framkvæma skipulags- breytingar í samræmi við ráðlegg- ingar VSÓ-verkfræðistofunnar,“ sagði hann. „Ég vil vekja athygli Alþingis á þessum vinnubrögðum og leyfi mér að fara fram á að í næstu viku fari fram umræður í þinginu vegna þessara vafasömu vinnubragða." Forseti Alþingis kvaðst myndu gera ráðstafanir til þess að mæta umræddum tilmælum Ögmundar. helstu hlutverk hennar að hafa með höndum almenna löggæslu á hafinu umhverfis landið, jafnt innan sem utan landhelgi. Einnig ber Landhelgisgæslunni að til- kynna, fjarlægja eða gera skað- laus reköld, tundurdufl, sprengj- ur eða aðra hluti sem sjófarend- um eða almenningi getur stafað hætta af. Þá ber Landhelgisgæsl- unni að aðstoða við framkvæmd almannavarna eftir því sem ákveðið verður hverju sinni. Með hliðsjón af eðli þessara verkefna Landhelgisgæslunnar er nauð- synlegt vegna öryggishagsmuna ríkisins að fullur trúnaður ríki um gerð og eiginleika varðskipa. Af þessum sökum þykir ekki fært að viðhafa almennt útboð á alþjóð- legum markaði við smíði varð- skipa eftir ákvæðum laga um op- inber innkaup, nr. 52/1987, eins og þeim var breytt með lögum nr. 55/1993 í kjölfar aðildar íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Þess í stað er lagt til að heimilt verði að leita tilboða frjálst hjá einum eða fleiri verktökum eða seljendum tækja- búnaðar í varðskip. Með þessu móti verður frekar unnt að búa svo um hnútana að öryggishags- munir verði tryggðir,“ segir m.a. í athugasemdum við frumvarpið. • • Ogmundur Jónasson um skipulags- breytingar lögreglunnar Málið verði rætt á Alþingi GUÐJÓN Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og með- flutningsmenn hans að þingsályktunartillögu um að hvalveiðar hefjist að nýju vilja meina að meirihluti Alþingis sé fylgjandi hvalveiðum. Guðjón Guðmundsson þingmaður Sjálfstæðisflokks Mælir fyrir tillögu um að hvalveiðar hefjist að nýju „ÞAÐ er réttur og skylda full- valda þjóðar að nýta auðlindina á ábyrgan hátt og í anda þeirrar stefnu um sjálfbæra nýtingu sem íslendingar hafa gerst talsmenn fyrir. Af því leiðir að rétturinn til að nýta hvalastofna sem þola veiði er ótvíræður og sjálfsagð- ur,“ sagði Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í upphafi ræðu sinnar á Alþingi á fimmtudag er hann mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um að hvalveiðar skuli hefjast að nýju árið 1999 á þeim tegundum og innan þeirra marka sem Haf- rannsóknastofnunin hefur lagt til. „íhlutunarsemi erlendra ríkja og samtaka sem miðar að því að koma í veg fyrir að sá réttur sé nýttur er því afskipti af innan- ríkismálum og gengur um leið gegn þeirri stefnu um auðlind- anýtingu sem stjórnvöld hafa talað fyrir innan lands og á er- lendum vettvangi,“ sagði Guðjón ennfremur. Hann mælti einnig fyrir sömu tillögu á síðasta þingi en hún hlaut ekki afgreiðslu úr sjávarút- vegsnefnd íýrir þinglok. Með- flutningsmenn nú eru Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki, Stefán Guðmundsson, Framsóknarflokki, Siv Friðleifs- dóttir, Framsóknarflokki, Krist- inn H. Gunnarsson, utan flokka, Gísli S. Einarsson, þingflokki jafnaðarmanna, Guðmundur Hallvarðsson, Sjálfstæðisflokki, Árni M. Mathiesen, Sjálfstæðis- flokki, Ólafur Öm Haraldsson, Framsóknarflokki, Ámi John- sen, Sjálfstæðisflokki, Magnús Stefánsson, Framsóknarflokki, og Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðis- flokki. I framsögu sinni í gær benti Guðjón m.a. á að þjóðin vildi hefja hvalveiðar að nýju og að sá vilji hefði m.a. komið skýrt fram í fjölmörgum skoðanakönnunum sem gerðar hefðu verið um hval- veiðar. Sagði hann ennfremur að Alþingi ætti að sýna kjark og samþykkja tillöguna um að hval- veiðar hefjist að nýju. Parodentax kynning í Lyfja Lágrriúla - tannburstí fvlgir liverrí túpu a morgun LYFJA 1LU0R B arnamyndir fyrir ömmu og afa BARJIA ^FJÖISKYIDU LJOSMYNDIR Ármúla 38 • sími 588-7644 Gunnar Leifur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.