Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 22
22 C LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ UTILIF GLÆSIBÆ • S: 581 2922 www.utilif.is LISTRÆNAR JÓLAGJAFIR WHW5IÐ Mörkinni 6, s. 588 5518 KROSSINN Skínandi fógur jolagjof Tákn heilagrar þrenningar Nú fáanlegur sem bindisnœla. Til styrktar blindimi Fœst um allt land. Dreifingarabili: 8UNDRAFEL AGiÐ 5AMTÖK 5L1NDBA OG SJÖNSKERTHA Á Í5LANDI Hamrahlíð 17, Reykjavík S. 525-0000 Irma Karlsdóttir, fædd og upp- alin í Svíþjóð, kynntist á íslandi sænskum sveitasið, sem hún heldur við hvar sem hún er stödd í heiminum. Tengdamóðir hennar, Astrid Thorsteinsson, móðir Kjartans Jóhannssonar, framkvæmdastjóra EFTA, var vön að salta svínakjöt fyrir jólin og bera það fram heitt með heimabökuðu brauði í hádeginu á aðfangadag. „Það eru engin jól án „doppa i grytan“,“ sagði Irma, þegar Anna Bjarnadóttir heimsótti þau hjónin fyrir skömmu „Jólin hefjast hjá okk- ur þegar við „doppum“.“ Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir KJARTAN sker svínakjötið og Irma „doppar i grytan" í eldhúsinu í Genf. Þau borðuðu jólamatinn þó í borðstofunni. „Að doppa“ er að dýfa brauðinu ofan í soðið af svínakjötinu og borða það með kjötinu. „Við borðuð- um þetta hérna áður fyrr alltaf í eld- húsinu heima hjá tengdamömmu. Systir Kjartans kom með sína fjöl- skyldu og María, dóttir okkar, með okkur. Við vorum bara í hversdags- fötunum og fórum á eftir heim að ganga frá því síðasta fyrir jólin. Fjöl- skyldan hittist síðan aftur eftir messu og borðaði saman hangikjöt með uppstúi og öllu tilheyrandi um kvöldið," sagði Irma. „Það brást ekki að ég borðaði yfir mig á að- fangadag. Við leyfum okkur hérna í Sviss og einnig þegar við erum í Kaliforníu hjá Maríu, dóttur okkar, að hefja jólin um miðjan dag þegar við „doppum“.“ „Jólin hafa þá hvort eð er hafist einhversstaðar á jarð- kringlunni," skaut Kjartan inn í, en hann kann ekki síður að meta að „doppa í grytan" og tekur þátt í undirbúningnum. „Við skömmtum á diskana í eldhúsinu en við borðum núorðið uppábúin í borðstofunni," sagði Irma. „Og við sleppum hangi- kjötinu um kvöldið." NaNO3 Það var ekki hlaupið að því að fá svínakjöt þegar Astrid, móðir Kjart- ans, flutti til Islands frá Svíþjóð fyr- ir stríð. En það brást ekki að hún yrði sér úti um það. Á sama hátt má segja að það sé ekki hlaupið að því að fá saltpétur í Sviss, þar sem Irma og Kjartan hafa búið undanfarin 9 ár. „Á endanum var efnaformúlunni flett upp fyrir okkur ég fór með hana í lyfjabúð. Lyfsal- inn kannaðist við þetta og seldi mér saltpétur í poka,“ sagði Irma. Hún kaupir 4-5 kg miðpart úr svínalæri hálfum mánuði til 12 dög- um fyrir jól og nuddar vel á það salti, sykri og saltpétri. „Það þarf að nudda kjötið vel og snúa því nokkr- um sinnum - það þarf að nostra svolítið við þetta,“ sagði Irma. Eftir tvo daga er vökvanum hellt yfir kjöt- ið og það látið liggja í honum í 4-10 stiga hita fram að jólum. „Ég var vön að láta þetta standa úti í bílskúr í fati með loki en héma fann ég upp á því að setja kjötið í svona ferða- kælibox. Það hentar mjög vel. Boxið stendur úti á svölum. Lokið er gott og hitastigið helst jafnt," sagði hún. Kjötið er soðið á Þorláksmessu SALTFISKUR Oíj sitromr Suðrænt skal það vera og ekki erfitt á að- fangadagskvöldi hjá portúgalskri fjölskyldu í Lúxemborg. Þórunn Þórsdóttir fékk að vita hvernig jólamat þetta ágæta fólk hefur, að hætti mömmu og ömmu heima í Portúgal. Morgunblaðið/Golli SALTFISKUR er hefö- bundinn jólamatur í Portú- gal, matreiddur á furðu einfaldan hátt. Það er síðan bætt upp, ef svo má segja, með mörg- um öðrum réttum á veisluborði að- fangadagskvölds. Rósa Antunes er ein fjölmargra portúgalskra innflytj- enda í Lúxemborg. Hún þurrkar af og ryksýgur í heimahúsum í borg- inni, hefur ráð undir rifi hverju og féllst með glöðu geði á að segja frá því hvernig hún heldur jól. Eigin- maður Rósu, Sikundino Martins, keyrir vörubílshlöss af bjór um Lúxemborg og sinnir garðyrkju fyrir sjálfan sig og nokkra aðra. Hann var konu sinni til halds og trausts þegar við ræddum uppskriftir heima hjá þeim um daginn. Þessi heiðurshjón koma frá borginni Braga norðantil I Portúgal, þau héldu í víking til Lúxemborgar með syni sína tvo fyrir tæpum tíu árum og una hag sínum vel. Siðirn- ir úr heimalandinu er í heiðri hafðir hjá þeim og á jólum vantar ekkert nema stórfjölskylduna umhverfis matarborðið. Við það er sest milli átta og níu að kvöldi aðfangadags, eftir undirbúning sem tekur allan daginn. Svo er mikil veisla sem þau segja standa fram eftir nóttu; allskonar ilmur og bragð, sem veldur því að áform um göngu til miðnæturmessu verða að engu. Ekkert salat til tilbreytingar Fyrst eru bornar fram grillaðar ★ Saltfíshr RÓSA Antunes og Sikundino Martins. rækjur í skelinni og humarhalar. Næst reyktur lax með sítrónu. Þá saltfiskurinn með soðnu grænmeti og hvítlauksolíu. Að svo búnu kalkúnn, bakaður í ofni með kastaníuhnetum, appelsínusafa og koníaki. í lokin svignar borðið und- an eftirréttum sem eru óneitanlega frábrugnir því sem ið eigum að venjast á íslandi. Með þessum her- legheitum drekka Rósa og Sikund- ino grænt vín, portúgalska útgáfu að hvítvíni, og svo rauðvín með kjötinu. Þau segja að hver réttur sé einfaldur og jólin séu eini tíminn á árinu þar sem ekkert salat er með matnum. En vindum okkur I upp- skriftirnar, ekki voðalega nákvæm- ar því Rósa segir að tilfinningin gildi í matargerð jafnt og öðru. Saltfiskurinn er útvatnaður í 3-4 daga og skipt um vatn daglega eins og vera ber. Hann er síðan skorinn eftir miðju flaki endilöngu og á þversum í lófastóra bita. Þeir eru settir í pott með köldu vatni, yfir eld og suðan látin koma upp. Jafnskjótt og það gerist á að taka pottinn af hitanum. Grænmetið er soðið sér; kartöflur í sneiðum, kál sem væntanlega heitir kerfill á ís- lensku (einskonar sambland af kínakáli og grænkáli) og gulrætur. Rósa segist taka stóran disk og setja fiskinn öðru megin og græn- metisblönduna hinu megin. Hún beri þetta fram með ólífuolíu bættri með fínt skornum hvítlauk og salti. Appelsínusafi yfir fuglinn Kalkúnninn er settur heill í ofn með kastaníuhnetum og bitum af svínaspiki til að hann þorni ekki á 3-4 tíma sem þarf að steikja hann við 200°C. Rósa kreistir appelsínur og hellir safanum yfir fuglinn áður en hann fer í ofninn. Hún skvettir líka koníaki á hann og kryddar með salti og pipar. Hann er borinn fram með kastaníuhnetum og appel- sínusneiðum. Þá er komið að eftirréttunum; sætu spaghettí og brauði, bæði steiktu og vínlegnu. Að ógleymdri sítrónuköku sem er kunnuglegust og því best að byrja á henni. „Páo de Ló“ heitir kakan og hér er uppskrift Rósu: 12 egg, 750 g hveiti, jafn- mikill sykur, rifinn sítrónu- börkur. Eggin eru skilin og þeytt, öllu blandað var- lega og kak- an bökuð í rúman hálf- tíma. Spaghettí og brauð í eftirmat „Aletri" er fíngert spag- hettí (vermicelli) soðið í vatni með sykri og sítrónusafa. Það er borðað kalt með kanil. „Rabanadas" er fransk- brauð, sneitt og bleytt í rauðvlni áður en það er steikt í ólífuolíu og etið með kanil og sykri. Synir Rósu, fullungir fyrir áfnegið, fá brauð vætt í mólk og eggi fyrri steikinguna. „Formigos" er fransk- brauð rifið í litla bita sem blandað er i potti við prútvíon, pene- hnetur og heslihentur, rúsínur, sykur og hunang. Þetta er allt hitað en borið fram kalt, helst eftir nokkra bið í ís- skáp. Loks er „Sopa seca“ krydd- brauð (Páo casette), skorið í sneið- ar sem snöggvast er dýft í sjóð- andi vatn með sykri, hunangi og kanil. Þetta brauð er er borið fram heitt. Eftir alla þessa eftirrétti þurfa Rósa og Síkundino að fá sér sterkt kaffi, þótt komið sé fram á jólanótt. Það var einmitt slíkur drykkur sem blaðamaður fékk í heimsókninni vegna viðtalsins, án púrtvíns sem Rósa bauð marg- sinnis. Vegna þess að fyrir lá akst- urinn aftur í heimahús og upp- skriftatalningin hér að ofan. Ein- hvernveginn liggur lykt af sítrón- um í loftinu í lok þessarar greinar, líka er frekar bjart af portúgalskri jólasól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.