Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 C 37 þó hefur látið eiga sig að slá garðinn á aðfangadag, eins og Þjóðverjarnir gerðu! „Þetta eru einkum siðir sem tengjast mat,“ bætti hún við. Auk þess að sauma út sína ár- legu jólamynd situr Gerður gjarnan við handavinnu og er margbreyti- leikinn þar í fyrirrúmi. „Ég hef aldrei verið í saumaklúbbi, eða öðrum fé- lagsskap, mér lætur best að vera ein hér heima og dunda mér,“ sagði hún. Síðustu ár hefur hún út- búið fjölda bútasaumsveggteppa en hún sagðist gefa mest af þeirri handavinnu sem hún gerir. Þá út- býr hún stjörnur og dúka auk þess að búa til sín eigin jólakort svo eitt- hvað sé nefnt af því sem hún tekur sér fyrir hendur. Alltaf eitthvað nýtt „Ég reyni alltaf að gera eitthvað nýtt fyrir hver jól, það er svo gam- an að breyta svolítið til, hafa hlut- ina ekki alltaf eins.“ Að þessu sinni ákvað hún að útbúa eigin ávaxta- köku, en hafði áður keypt slíkar kökur. Hún ætlar líka að breyta til með hátíðarmatinn á gamlárs- kvöld, hefur síðustu ár boðið upp á kalkún en nú á að prófa hreindýr. Á aðfangadag er hins vegar hefð fyrir því að borða hangikjöt. „Það er siður úr sveitinni," sagði Gerður sem ólst upp í Eyjafjarðarsveit. „Við höfum bara grænar baunir í jafningi, laufabrauð og smjör með. Svoleiðis var þetta alltaf heima og ég hef haldið í þennan sið.“ Eigin- maðurinn sem vandist því að snæða rjúpur á aðfangadagskvöld lætur sér vel líka. Þá má nefna að Gerður er ávallt búin að baka smákökurnar áður en aðventa gengur í garð, enda sé það sín reynsla og eflaust margra annarra að enginn borðar smákök- ur á jólunum en menn eru að sama skapi sólgnir í þær fyrir jólin. Laufa- brauðið er alltaf gert fyrsta laugar- dag í desember. „Mér þykir að- ventan óborganleg og vil að hún sé róleg og notaleg, þess vegna vil ég Ijúka undirbúningi vegna jólanna áður en hún hefst," sagði Gerður, en nú eru þrjú af fjórum barnabörn- um hennar flutt heim frá útlöndum þannig að nú hlakkar hún enn meir en áður til aðventunnar. Berhmrkrmmr ein harðsoðin eggjarauða ein hrá eggjarauða ______60 g sykur_____ 125 g smjörlíki ______175 g hveiti___ ein eggjahvíta fínt hakkaðar möndlur perlusykur Stappið soðnu eggjarauðuna vel áður en sú hráa er sett út í. Þeytið eggin og sykur og setjið smjörlíkið og hveit- ið smám saman út í. Vefjið deiginu inn í plast og geymið í ísskáp í eina klukkustund. Rúllið deiginu í fingur- þykkar lengjur. Skerið niður í 10 cm bita. Krossið endana og penslið með þeyttri eggjahvítu, stráið möndlum og perlusykri yfir. Bakið á plötu með smjörpappír í 8 mínútur við 190° C. sdflatískakíi (Góð fyrir þá sem ekki hafa tíma til að baka) 250 g suðusúkkulaði 4 msk. sterkt kaffi 250 g kókossmör (plöntufeiti) ___________2egg____________ ________3 msk. sykur_______ sætt kex (t.d. Digestive frá McVitie’s eða Maríukex) gúmmíkarlar, marsípan, geltoppar (hlaup) Bræðið súkkulaðið f vatnsbaði ásamt kaffinu. Bræðið kókóssmjörið við vægan hita. Þeytið eggin og syk- urinn mjög vel. Hellið bráðnu súkkulaðinu varlega í eggjahræruna. Því næst er kókóssmjörinu hellt smám saman út í. Þeytið vel. Kælið form með álpappír og setjið til skipt- is deig, kex, marsípan og geltoppa. Skreytið kökuna að ofan með geltoppum, súkkulaðikúlum, mar- sípankrönsum eða öðru sem til er. Setjið álpappír yfir kökuna og setjið hana í kælingu. Full búð af vörum, ódýrari en í útlöndum t Opið virka daga kl. 9-18, laugard. kl. 11-14 lengur í des. £ BM B- magnusson hf. Hólshrauni 2, Hafnarfirði WÓÐLEIKHÖSH) BIIÓÐIR MINN Glænýtt og spennandi Ljónshjartaspil til sölu í leikhúsinu kr. 500.- Gjafakort frá kr. 1.300, Gjafakort í Þjóðleikhúsið Gjöfin sem lifnar við aÚ Mxdítuí vö/lt/ Awr& BONAPPETIT! BON APPETIT! Fjallagrasapaté i dós 220 g. kr. 258. Parísariifrarkæfa i dós 220 g. kr. 172.- Borgames kjötvömr ehf. Símar 437-1190-587-5077 - Fax 437-1093 fllltaf betra!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.