Morgunblaðið - 28.11.1998, Qupperneq 44
44 C LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
M—4
Sí
vsí
á abventu
Morgunblaðið/Golli
BALDUR Snaer, Jón Baldursson,
Eyþór Örn og í sófanum sitja Auð-
ur Sif og Kristjana G. Eyþórsdóttir
með Jakob.
„Aðventa markar
upphaf kirkjuársins.
Orðið aðventa er
komið úr iatínu (ad
og venire) og þýðir
að koma.“
Kertin á adventukransinum eru
BOÐSKAPU R
jomna vmr veaínn
„Aðventan byrjar fjórum
sunnudögum fyrir jól og
endar á aðfangadags-
kvöldi og er tími sem
kristnir menn eiga að nota til þess
að undirbúa líf sitt og heimili fyrir
komu frelsarans Jesú Krists,"
segir Kristjana G. Eyþórsdóttir,
sem hefur haft veg og vanda af
námskeiðum sem síðastliðin tvö
ár hafa verið haldin um miðjan
nóvember á vegum Biblíuskólans.
Þar hefur verið leitað svara við
sþurningunni: „Aðventa og jól -
Hvers er vænst? Þar hvetur hún
fólk til að íhuga, hvernig það held-
ur jól og hvað er því mest virði við
hátíðina. Er samræmi þar á milli
eða myndi fólk vilja breyta ein-
hverju? Á námskeiðinu er líka fjall-
að um ýmsar leiðir fyrir einstak-
linga, fjölskyldur og aðra hópa til
.v að hugsa um hinn raunverulega
boðskap jólanna á aðventunni og
á sjálfum jólunum.
Helgistund heima
„Markmið jólaundirbúningsins á
heimilinu okkar,“ segir Kristjana,
„er að finna Jesú.
Eitt af því sem hjálpar okkur við
þennan undirbúning er sá siður að
nota aðventukrans með fjórum
kertum til að tendra, eitt nýtt á
hverjum sunnudegi aðventunnar
ásamt þeim fyrri og fimmta kertið
til að tendra á aðfangadagskvöldi.
Litur kertanna fjögurra má gjarnan
fylgja lit kirkjunnar fyrir aðventu
sem er fjólublár en fimmta kertið,
kerti Krists, er haft hvítt eins og lit-
ur kirkjunnar er á jólahátíðinni.
Kristjana heldur áfram: „Helgi-
stund á heimilinu - um leið og Ijós
aðventukransins eru tendruð -
gerir undirbúninginn innihaldsrík-
ari. Heppilegt er að miða lengd
stundarinnar við úthald yngstu
þátttakendanna. Gott er að hafa
smá dagskrá sem virkjar alla við-
stadda. Eftir að kveikt hefur verið
á kertunum er tilvalið að syngja
viðeigandi erindi af söngnum „Við
kveikjum einu kerti á“. Ekki spillir
fyrir, ef einhver á heimilinu kann á
hljóðfæri og getur leikið undir. Síð-
an kemur ritningarlestur, íhugun,
bæn og að lokum nokkrir söngv-
ar.“
Fjárhúsið
og jatan
„Á aðventunni erum við á leið til
Betlehem þar sem við ætlum að
taka á móti undri jólanna á að-
fangadagskvöldi. En hver vísar
okkur veginn?
Ferðin hefst fyrsta sunnudag í
aðventu með því að við tökum
fram „jólajötuna", sem sam-
anstendur af fjárhúsi, Maríu, Jósef
og Jesúbarninu, fjárhirðum og vitr-
ingum, spámanni, stjörnu og
nokkrum öðrum hlutum. Þetta eru
einfaldar, litlar myndir, sagaðar út
úr tré. Við leggjum fjólubláan dreg-
il ofaná píanóið okkar. Á hægri
enda hans stillum við upp fjárhús-
inu með stjörnuna fyrir aftan. Á
vinstri enda dregilsins setjum við
spámanninn og minnumst þess
um leið að spámennirnir í Gamla
testamenntinu í Biblíunni töluðu
orð Guðs um það, sem koma ætti
svo þeir geta vísað okkur veginn.
Á öðrum sunnudegi í aðventu fær-
ist spámaðurinn aðeins nær fjár-
húsinu og fyrir aftan hann setjum
við Maríu og Jósef sem einnig eru
á leið til Betlehem með asnann
sinn svo þau vísa okkur líka veg-
inn. Þannig höldum við ferðinni
áfram, hvern sunnudag aðvent-
unnar færum við hlutina nær fjár-
húsinu og bætum fjárhirðunum í
röðina þriðja sunnudaginn og vitr-
ingunum á þeim fjórða. Að lokum
er svo hvítur dregill settur í staðinn
fyrir þann fjólubláa á aðfanga-
dagskvöld. Allir ferðalangarnir eru
komnir inn í fjárhúsið og Jesú-
barnið í jötunni er sótt og sett á
sinn stað. Á þennan hátt geta
börnin og við sjálf fylgst með jóla-
guðspjallinu á lifandi hátt.“
Fæðing frelsarans
aðalatriðið
„Jól eru mjög sérstakur tími,“
segir Kristjana. „Allt árið Ijóma
börnin okkar þegar þau minnast
þessarar hátíðar, þau rifja upp
hvað þau gerðu um síðustu jól og
segja hvað þau vilja gera á næstu
jólum. Já, jólin eru mikið tilhlökk-
unarefni hjá börnunum, en hver á
eiginlega afmæli þá?“
fimm. Fjögur fjólubláu kertin eru
fyrir hvern sunnudag í aðventunni
en fjólublái liturinn er tákn föst-
unnar. Kertið í miðjunni er kerti
Krists, sem við kveikjum á þegar
jólin ganga í garð. Það er hvítt. Á
hverjum sunnudegi getur fjöl-
skyldan búið til litla helgistund
þegar kveikt er á kertum að-
ventukransins. Fjölskyldumeðlim-
ir geta skipst á að kveikja á kert-
unum og syngja má viðeigandi
erindi söngsins „Við kveikjum
einu kerti á“. Þá er lesið úr ritn-
ingunni og textinn íhugaður, farið
með bæn og að lokum sungnir
jólasöngvar eða sálmar.
1. mmtdagur í abentu
Kveikt er á spádómskertinu. Barn mun oss
fæðast er umhugsunarefni dagsins og lesið er
í Biblíunni, Jesaja 9:2-6.
Syngja má t.d. sálminn í Betlehem er barn
oss fætt eða Jesús er besti vinur barnanna.
2. sumdagnr í éventu
Kveikt er á Betlehemskertinu. Texti dagsins
er um fæðingu Jesú. Matteus 1:18-25.
3. sumdagur í éventu
Kveikt er á hirðakertinu. Texti þessa dags
er helgaður hirðingjunum og englunum.
Lúkas 2:8-20.
4. sumdqgur í adventu
Kveikt er á englakertinu. Koma vitringanna
er umfjöllunarefni þennan dag. Textinn er í
Matteusarguðspjalli 2:1-12.
Það er tilvalið að syngja Bjart er yfir Betlehem
eða Ó, hve dýrðlegt er að sjá.
Kveikt er á kerti Krists, jólakertinu, sem
er iðulega hvítt. Við lesum um komu
Krists i Lúkasarguðspjalli 1:68-69.
Heims um ból er jólasálmurinn.