Morgunblaðið - 28.11.1998, Side 46

Morgunblaðið - 28.11.1998, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ + 46 C LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 ★ lorflarfiilltm Sjálfstœksflokhíns PÍNULÍTIÐ upplýst fjárhús sem var í herberginu hans Guðlaugs þegar hann var lítill drengur er í miklu uppáhaldi. „Ja, þú segir nokkuð," sagði Guðlaugur Þór Þórð- arsson, borgarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, þegar við báðum hann að gramsa í huganum í gegnum jóla- skrautið og velja sinn „uppáhalds hlut“. Eftir andartaks umhugsun bætti hann svo hálf-afsakandi við: ^ „Þegar ég var lítill var alltaf pínulítið ^ upplýst fjárhús í herberginu mínu í desember. I rauninni er þetta nauða ómerkilegt skraut en ein- hvern veginn get ég varla hugsað mér jólin án þess. Ég man að ég horfði alltaf á húsið með Maríu mey, Jósef og Jesúbarninu þegar ég var að reyna að sofna á kvöldin. Þegar eftirvæntingin var orðin nán- ast óbærileg og illa gekk að festa blund þá hafði þessi litla Ijóstýra frá fjárhúsinu róandi áhrif á mig.“ - En hvar er fjárhúsið með ný- -*> fæddum frelsaranum núna? „Heima hjá mömmu og pabba," svaraði hann, „og enn finnst mér ósköp notalegt að horfa á það. Það rifjar upp margar andvökustundir og heilabrot um jólasveininn, skó- inn, pakkana og svo að sjálfsögðu hinn eiginlega boðskap jólanna." Það eru allir íhaldsmenn í desember Foreldrar Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar eru búsettir í Borgarnesi og þar eyðir hann jólunum ár hvert. „Ég held að það séu allir íhalds- menn um jólin,“ sagði hann og hló þegar við bárum vanafestuna upp á hann. Það halda allir í sínar hefðir. Bara ferðin heim er allt að því trú- arleg upplifun fyrir mig. Að keyra Hvalfjörðinn seint á Þorláksmessu- kvöld eða snemma á aðfanga- dagsmorgni er engu líkt. Það er svo mikill friður og fegurð yfir öllu. Það er engu llkara en að náttúran haldi sín eigin jól,“ bætti hann við. „Fjölskyldan mín er alla jafna mjög önnum kafin og því leggjum við ríka áherslu á rólegheit um jólin. Mér er meira að segja meinilla við öll meiriháttar ferðalög á milli húsa þessa helgidaga. Ég hugsa að ég yrði hreinlega „sjokkeraður" ef ég fengi ekki minn kalkún með sósunni hennar mömmu á aðfangadags- kvöld,“ bætti hann við og glotti góðlátlega að eigin íhaldssemi. Spila alltaf golf... og pússa stundum silfur „En svo spila ég alltaf golf með pabba á jólunum," sagði hann eins og ekkert væri eðlilegra. Við hváð- um. „Já, já, við förum út á golfvöll með hundinn og spilum golf,“ end- urtók hann. - En hvað með snjóinn? „Mér leiðist að „pútta“ svo það hentar mér ákaflega vel að fá bara að slá eins langt og ég get - og svo sér hundurinn um að endur- heimta boltann. Þetta er í eina skiptið á árinu sem ég munda kylf- una - en pabbi er hinsvegar mikill golfari," upplýsti hann. - En tekur Guðlaugur Þór ein- hvern þátt í undirbúningi jólanna? „Ha,“ sagði hann og varð hálf skömmustulegur að sjá. „Neeii, eig- inlega ekki,“ viðurkenndi hann svo. - Bakarðu ekki neinar piparkök- ur, föndrar, þrífur, skreytir...? Guðlaugur varð æ vandræðalegri. „Nei, ég er eiginlega bara þiggjandi í þessu jólaævintýri," sagði hann en svo lifnaði yfir honum og hann bætti við: „Ef ég kem snemma heim - þá pússa ég stundum silfrið. Annars á mamma alfarið heiðurinn af þessu öllu saman.“ Jón Kristinn er verri en ég Við stóðumst ekki mátið - mátt- um til með að stríða honum svolít- ið og spurðum: „Kaupirðu kannski líka allar jólagjafirnar á Þorláks- messu?“ Hann hló um leið og hann viður- kenndi að hann væri stundum svo- lítið á síðustu stundu með pakk- ana, „en ég er ekki eins slæmur og Jón Kristinn vinur minn,“ sagði hann hróðugur og lagði áherslu á hvert orð. „Hann fullyrðir að það sé bara hending í hvaða búð hann er staddur þegar búðirnar loka á Þor- láksmessukvöld - og þar kaupir hann allar jólagjafirnar. Eitt árið endaði hann í Ellingsen og mamma hans fékk skrúfjárn eða hefilbekk það árið,“ sagði Guð- laugur og hló; „nei, ég er ekki al- veg eins slæmur og Jón Kristinn." Rómmtískír enduríundír víé JOLASVEIN dajskrárstjórí Sjónvarj)s „Ja, það má eigin- , lega segja að ég sé « nýbúinn að fá mitt ~ uppáhalds jóladót í ^ hendur," segir Sigurður Val- £2 geirsson, dagskrárstjóri inn- lendrar dagskrárdeildar Sjón-'-Si varpsins, og brosir íbygginn þegar við biðjum um að fá að , kíkja í jóladótakassann hans. S „Það fannst nefnilega lítill^S útsagaður karl uppi á háalofti um daginn og þegar betur var að gáð kom í Ijós að þetta var gamli jólasveinninn sem ég sagaði út í smíði þegar ég var lítill." Það er ekki laust við að við greinum svolítið stolt í rómn- um svo við spyrjum hvort f' karlinn sé flottur. „Já, hann er ágætur, ætli sé ekki óhætt að segja að hann sé gerður undir áhrifum frá gömlu jóla- sveinunum, hann er í það minnsta í grænum jakka og - já, ég held hann sé bara ágætur - eiginlega betri en búast mátti við. Smíði og teikning voru ekki mín sterk- ustu fög svo ekki sé nú meira sagt og ég er eiginlega alveg viss um að Björn smíðakenn- ari hefur teiknað andlitið á hann.“ Raunsæi eða rómantík Sigurður glottir við endurminning- una og við spyrjum hvort hann hafi ekki hraðspólað aftur til bernskuár- anna við þessa endurfundi. „Jú, það má eiginlega segja það. Það er pláss fyrir kerti framan við karlinn og það rifjaðist upp fyrir *• mér að á bernskuheimili mínu var GAMLI jólasveinninn sem Sigurður sagaði út í smíði hér á árum áður er í miklu uppáhaldi. gjarnan deilt um það á jólunum hvort það ætti að borða við kerta- Ijós eða rafmagnsljós á aðfanga- dagskvöld. Það má segja að það hafi verið tekist á um rómantík og raunsæi á bernskuheimili mínu,“ bætir hann við hlæjandi. „Ég fylgdi raunsæisstefnunni á þessum árum og vildi sjá hvað ég væri að láta ofan í mig, en með ár- unum hef ég heldur færst í hina átt- ina, maður verður allur væmnari með árunum. Og jólasveinninn, hann fær auðvitað sitt kerti um jólin, eða hvað? Já, hann fær kerti, ég vona bara að það kvikni ekki í honum. Hann er úr krossviði greyið og frekar eldfim- ur, en auðvitað stefni ég að því að finna handa honum kerti og við- eigandi virðingarstað á heimilinu." Líkur mér í útliti Var fjölskyldan jafn hrifin, spyrj- um við, því auðvitað verður að ríkja sátt um nýja fjölskyldumeð- liminn. „Já, hún var nokkuð hrifin, dóttir mín hældi mér sérstaklega fyrir andlitið og það var töluverð freisting að sleppa því að segja frá aðstoð barnakennarans - en svo lét ég slag standa og sagði þeim söguna eins og hún var. En auðvitað varð fjölskyldan hrifin, það vill líka svo til að ég hef líkst þessum litla skeggjaða karli með þumbuna töluvert með árunum, ég er að minnsta kosti líkari hon- um ( dag en ég var þegar ég smíðaði hann svo hann getur ekki annað en fallið fjölskyldunni í geð,“ bætir hann glettnislega við. En hvað með frekari jólasveina, á hann sér kannski þann draum að saga út fleiri, ná kannski einum tólf til viðbótar? „Nei, það held ég ekki. Ég sé mig frekar í anda enn líkari jólasveininum, með sítt skegg og stóra bumbu segjandi barnabörn- unum grobbsögur af sjálfum mér og þá verður Bjarni smíðakennari örugglega gleymdur," segir Sigurð- ur og horfir aðdáunaraugum á þennan nýfundna bernskuvin sinn sem verður án efa uppáhaldsjóla- dótið hans um ókomin ár. * alfínflísmaóur Morgunblaðið/Golli LITLA englaspilið er í uppáhaldi hjá Rannveigu. Það færðist undurblítt bros yfir andlit Rannveigar Guðmundsdóttur þing- manns þegar hún var þeð- in að rifja upp í huganum jól liðinna ára og benda á þann hlut sem „að þér þykir bestur", eins og segir í vísunni. Svo horfði hún á okkur og sagði einfaldlega; „Gling a ling a ling“. Við hváðum. Hún hló og sagði að sennilega þyrfti þetta nánari út- skýringa við. „Ég ætla að segja ykk- ur litla jólasögu," bætti hún við - og við settumst og hlustuðum. Gling a ling a ling „Fyrir mörgum, mörgum árum bjó ég í Noregi; ung kona með litla fjölskyldu. Við bjuggum í pínulítilli eins herbergis íbúð uppi í risi hjá afar góðu og elskulegu fólki. Stelp- an mín var þriggja ára og það voru að koma jól. Á þessum árum áttum við ekki mikið og nánast ekkert jólaskraut," sagði hún sefandi röddu og tókst einhvern veginn með frásögn sinni að gera okkur kleift að sjá þetta allt Ijóslifandi fyr- ir okkur; litlu risíbúðina í Noregi, ís- lensku fjölskylduna og jafnvel fólk- ið á neðri hæðinni. „Nema hvað, einn góðan veður- dag rakst Sverrir maðurinn minn á pínulítið, ódýrt jólaskraut sem hann færði mér þegar hann kom heim. Þetta var svona „gling a ling a ling“,“ hálfraulaði hún, „lítið engla- spil; kertastjaki fyrir fjögur lítil kerti og jafnmargir englar sem svífa um og slá í litlar bjöllur þegar þúið er að kveikja á kertunum," útskýrði hún. „Ár eftir ár - og ár eftir ár - komu ekki jól hjá okkur fyrr en búið var að kveikja á kertunum og englarnir fóru að syngja," sagði Rannveig, „og þá skipti engu máli þó svo við hefðum eignast mun fínna og dýr- ara jólaskraut í tímans rás - það var englaspilið sem færði okkur jólin,“ bætti hún við og brosti. Nú verður aftur jólalegt „Síðan gerist það að englaspilið skemmist og við neyddumst til að halda jól án þess,“ sagði hún alvar- leg í bragði. „Þremur árum síðar kemur dóttir mín, þá fullorðin kona, til mín í desember og Ijómar eins og sól um leið og hún réttir mér lítinn pakka. „Mamma, ég fann englana," sagði hún, „svo nú verður aftur svona jólalegt hjá okkur." Og það var eiginlega fyrst þá sem ég gerði mér grein fyrir að þessi litli einfaldi hlutur sem Sverrir færði mér forðum skipaði svona ríkan sess hjá allri fjölskyldunni. Það eru bara einhvern veginn engin jól án englasöngsins," sagði Rannveig og hló. „Svo það má eiginlega segja að englaspilið hafi fylgt mér öll mín hjúskaparár ef frá eru talin þessi þrenn þöglu jól.“ Ofskreytt jólatré, bakstur og barnabörn Desember er annasamur mán- uður... ekki síst á hæstvirtu Alþingi. Meðan flestir sitja við kertaljós og skreyta piparkökur eða skera út laufabrauð sitja þingmenn gjarnan fram á rauða nótt með skjalabunka fyrir framan sig og setja lög sem bæta eiga hag þessarar þjóðar. - Gefst Rannveigu einhver tími til að skreyta heima hjá sér? „Já, já,“ svaraði hún. „Ég var alin upp við músastiga og snúna borða í loftunum en það eru nú orðin mörg ár síðan ég hef fléttað músastiga," viðurkenndi hún. „Hins vegar höfum við mikið af skreyttum greinum hér og þar og svo erum við alltaf með stórt jólatré sem allir taka þátt í að skreyta. Þetta jólatré er ekki mjög faglega skreytt," bætti hún svo við í viðvörunartón; „það eru hrúgur af skrauti á einum stað en svo er það nánast bert á öðrum. En það er allt í lagi því þetta er OKKAR tré.“ - En hvað með bakstur? „Það eru tvær tegundir algjörlega ómissandi um jólin,“ svaraði hún. „Annars vegar litlar mjúkar pipar- kökukúlur og svo mömmukökurn- ar. Þetta er alltaf bakað á mínu heimili fyrir jól. En nú skal ég Ijóstra upp svolitlu leyndarmáli," hvíslaði Rannveig. „Það hefur komið fyrir að maðurinn minn hafi bakað smákökurnar. Og stundum hef ég læðst inn að nóttu til þegar þing- störfum er loksins lokið og kíkt inn í ísskápinn - og þá sé ég að hann er þúinn að hnoða deigið. Og þá get- um við dundað okkur við bakstur- inn daginn eftir,“ sagði hún og það leyndi sér ekkert hversu stolt hún var af sínum manni. - Ertu mikið jólabarn? „Já, það er ég,“ svaraði hún með áherslu. „Ég er þegar farin að fjárfesta í rauðum kertum, því þótt ég sé afar hrifin af bláum kertum, þá nota ég eingöngu rauð kerti á jólum. Og svo hef ég sérstaka ástæðu til að hlakka til þetta árið. Ég hef nefnilega búið við það und- anfarin tíu ár að öil barnabörnin mín hafa búið erlendis - og ég á fimm. Nú er eldri sonur minn fluttur heim með fjölskylduna og alveg öruggt að ég verð með barnabörn í kringum mig um jólin. Og þannig vil ég hafa það.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.