Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Stjórnarandstæðing-ar gag-nrýna nýja húsnæðislöggjöf og segja neyðarástand vera í húsnæðismálum Ráðherra bindur vonir við nýja húsnæðislöggjöf Morgunblaðið/Ásdís ÞINGMENN hlusta á Ogmund Jónasson flylja mál sitt. ÞINGMENN stjórnarandstöðunn- ar, með Ögmund Jónasson, þing- flokki óháðra, í broddi fylkingar, gagnrýndu harðlega í utandag- ski-árumræðu á Alþingi í gær breytingar þær sem nú standa yfir á húsnæðis- kerfínu og sögðu m.a. að neyðará- stand væri að skapast í hús- næðismálum hér á landi. I Reykjavík einni væri á annað þúsund fjöl- skyldur og ein- staklingar á biðlistum eftir leigu- húsnæði og þar af væru 471 í brýnni þörf. Þá sögðu þeir að verð á leiguí- búðum hefði rokið upp úr öllu valdi að undanfömu og fullyrtu sumir að í Reykjavík væri fyrirséð að fjöldi bamafjölskyldna yrðu á götunni vegna þessa úrræðaleysis. „Þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál og hneyksli, því þetta era hamfarir af mannavöldum,“ sagði Ögmund- ur Jónasson m.a. Félagsmálaráðherra, Páll Pét- ursson, virtist hins vegar draga í efa þann fjölda sem stjórnarand- stæðingar fullyrtu að væri á biðlistum í borginni eftir leiguhús- næði og taldi að ástandið í húsnæð- ismálum væri ekki eins alvarlegt og stjórnarandstæðingar vildu vera láta. Kvaðst hann auk þess sannfærður um að með nýrri hús- næðislöggjöf, sem tæki gildi um áramótin, væri verið að koma á mun betra félagslegu húsnæðis- lánakerfi, sérstaklega fyrir tekju- lágt fólk. „Þá verður komið til móts við sveitarfélög í vanda,“ sagði hann. í framsöguræðu sinni fullyrti Ögmundur að nú væri komið á dag- inn að vamaðarorð stjórnarand- stöðunnar og annarra aðila sl. vet- ur um breytingar á húsnæðiskerf- inu væra á rökum reist. „Það er ekki ofsögum sagt að neyðarástand sé að skapast hér í húsnæðismál- um,“ sagði hann. „I Reykjavík einni er 271 á biðlista eftir íbúðum hjá Öryrkjabandalaginu og 471 hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar. Hjá húsnæðisnefnd borg- arinnar era áhrif nýju laganna metin í biðröð sem telur 210 ein- staklinga og fjölskyldur. Og fímm- tíu era á biðlista hjá Félagsstofnun stúdenta og 81 hjá leigumiðlunum. Alls era þetta 1.083 einstaklingar og fjölskyldur," sagði hann en benti á að þessar tölur kynnu eitt- hvað að skarast, þar sem sumir gætu verið að biðlista á fleiri en einum stað. Hins vegar vitn- aði Ögmundur í talsmenn leigj- endasamtaka sem teldu að fjöldi fólks í hús- næðisleit væri hvergi á skrá. „Stað- reyndin er því sú að í Reykjavík einni er á annað þúsund einstak- lingai- og fjölskyldur á biðlistum, þar af 471 í brýnni neyð.“ Nefnd vinnur að úttekt á vandanum Ögmundur sagði ennfremur að 120 fjölskyldur og einstaklingar væra á biðlistum í Kópavogi, um 100 á Akureyri og um 70 í Hafnar- fírði. „Þetta hefur leitt til þess að verð á leiguíbúðum hefur rokið upp úr öllu valdi og era dæmi þess að sögn talsmanna leigjendasamtak- anna að verið sé að leigja tveggja herbergja íbúðir á fímmtíu þúsund krónur á mánuði, en algengt verð á slíkum íbúðum var til skamms tíma 35.000 til 40.000 krónur." Spurði hann þvi næst hvort menn gerðu sér grein fyrir því hvað myndi ger- ast þegar húsnæðislöggjöfin tæki gildi um áramótin. „Þá er fyrirséð að enn frekari sprenging verður á leigumarkaði, því samkvæmt nýju húsnæðiskerfi er lokað á félagsleg úrræði í húsnæðismálum." Sagði hann að það fólk sem áður hefði getað nýtt sér félagslegar lausnir væri nú sent á „Guð og gaddinn". Tvennt þyrfti að gera til úrlausnar, annars vegar að tryggja stóraukið fjármagn til húsnæðismála á fjár- lögum næsta árs og hins vegar að taka nýju húsnæðislögin til gagn- gerrar endurskoðunar. Félagsmálaráðherra gat þess m.a. í svari sínu að á vegum félags- málaráðuneytisins væri nefnd að störfum undir forystu Inga Vals Jóhannsonar deildarstjóra, en að- ild að henni hefðu verkalýðshreyf- ingar, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, námsmannasamtök, sam- tök sveitaifélaga og fleiri. Sú nefnd væri að gera úttekt á leigumark- aðnum og gera tillögur um mörkun framtíðarstefnu í leiguhúsnæðis- málum. Taldi hann að niðurstöður nefndarinnar þyrftu að liggja fyrir áður en hægt yrði að bregðast við húsnæðisvandanum. Fleiri stjórnarandstöðuþing- menn tóku til máls og höfðu stór orð um alvöra ástandsins í húsnæð- ismálum. Svavar Gestsson, Alþýðu- bandalagi, sagði m.a. að húsnæðis- mál láglaunafólks hefði aldrei verið verra í Reykjavík um áratugaskeið. Astæðurnar væra þrjár. „I fyrsta lagi er búið að eyðileggja félags- lega húsnæðiskerfið. Það er ónýtt, eins og það er. I öðra lagi hefur þenslan í þjóðfélaginu haft það í för með sér að húsaleiga er nú hæiri en hún hefur verið um áratuga- skeið. [...] Og í þriðja lagi hefur Reykjavíkurborg breytt í grand- vallaratriðum skipulagi félagslegra húsnæðismála, en það hefur í för með sér óvissu og vanda hjá þeim sem búa í félagslegu húsnæði," sagði hann m.a. Ambjörg Sveins- dóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, var hins vegar eini stjórnai’- þingmaðurinn sem tók þátt í um- ræðunum og benti m.a. á að í nýj- um lögum væri gert ráð fyrir því að Ibúðalánaasjóður gæti lánað þeim aðilum sem hefðu hug á að byggja eða kaupa leiguíbúðir. Þannig væri verið að auka framboð leiguhúsnæðis. ALÞINGI Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfar- andi mál era á dagskrá eftir atkvæðagreiðslu: 1. Fjáraukalög 1998. 2. umr. 2. Almannatryggingar. Frh. 1. umr. 3. Söfnunarsjóður lífeyris- réttinda. 2. umr. 4. Framkvæmdasjóður Is- lands. 2. umr. 5. Samningar um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofnin- um 1999. Fyrri umr. 6. Samningar um Norræna fjárfestingarbankann. Fyrri umr. 7. Norræni fjárfestingar- bankinn. 1. umr. Landsráðstefna Vinstri hreyfingar hefst í dag LOGÐ verða fram drög að málefna- áherslum á landsráðstefnu Vinstri hreyfingar-græns framboðs, sem hefst í dag. A ráðstefnunni verður fjallað sérstaklega um hálendi Is- lands og hvers virði það er. Aform- að er að boða til formlegs stofnfund- ar flokksins í byrjun febrúar. „Á þennan fund boðum við fólk af öUu landinu til þess að ræða um drög að stefnuskrá, lögum, málefna- áherslum o.s.frv. Á fundinum verð- ur einnig tekin ákvörðun um boðun foi-mlegs stofnfundar. Item reikn- um við með að þama verði kosin einhvers konar undirbúningsstjórn. Við sjáum því fyrir okkur að þetta gerist í tveimur þrepum. Við viljum gefa fólki kost á að komast að mál- inu og þannig að það geti fjallað um það á undirbúningsstigi. Um leið er fundurinn pólitískur vettvangur þar sem menn koma saman til að skipt- ast á skoðunum. Fundurinn er öll- um opinn,“ sagði Steingi-ímur J. Sigfússon alþingismaður. Rætt sérstaklega um hálendið Steingrímur sagði ekki áformað að afgreiða stefnuskrá, lög eða skipulag hreyfíngarinnar á fundin- um heldur yrðu málin til umræðu og þeim yrði síðan vísað áfram til stofnfundar. Steingrímur sagði áformað að halda stofnfundinn í byrjun febrú- armánaðar. Hann sagði að form- legur undirbúningur að framboð- um í einstökum kjördæmum væri ekki hafinn. Undirbúningur að því að koma á formlegum einingum úti í kjördæmunum gæti hafist eftir ráðstefnuna um helgina og í fram- haldi af því yrði farið að huga að framboðunp Ráðstefna hefst í dag kl. 17 á Hótel Sögu. Setningarávarp flytur Helgi Seljan, fyrrverandi alþingis- maður, en síðan flytur Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður ávarp. Steingrímur J. Sigfússon mun kynna drög að málefnaáhersl- um og Sigríður Stefánsdóttir kynn- ir drög að lögum fyrii' flokkinn. Á morgun verður sérstök um- ræða um hálendið og verðmæti þess, en framsögu hafa Hjörleifur Guttormsson, Skarphéðinn Þóris- son og Ragnar Árnason. Samræmd- ur skóla- dagur til athugunar í Kópavogi LÖGÐ hefur verið tillaga fyr- ir skólanefnd Kópavogsbæjar um að skólatími verði sam- ræmdur að mestu í grunn- skólum bæjarins, þannig að við hefðbundinn kennslutíma bætist hálftíma matartími í hádeginu. Með þessum hætti er verið að brúa bilið á milli kennslutíma og heilsdags- skóla. Kristinn Kristjánsson, fræðslustjóri í Kópavogi, seg- ir að hugmyndir þessar hafi verið ræddar í skólanefnd og búið sé að óska eftir umsögn frá foreldraráðum. Þess sé að vænta að nefndin taki afstöðu til tillögunnar næstkomandi mánudag. Að lokinni umfjöll- un þar myndi tillögunni vera vísað til bæjarráðs. Óskir frá foreldrum „Við heyrðum óskir frá for- eldram þess efnis að tíminn í heilsdagsskólanum yrði sam- ræmdur og við eram meðal annars að bregðast við þeim óskum með þessari tillögu. Það liggja fyrir tillögur til skólanefndar um að samræma skóladaginn þannig að öll yngstu börnin byrja á svipuð- um tíma á morgnana, eða um áttaleytið, og hinum eiginlega skóladegi myndi ljúka á milli eitt og hálftvö og þá tæki við tilboð um heilsdagsskóla. I sumum skólum er þetta með þessu horfi, en þarna era hug- myndir um samræmingu á milli skólanna. Það sem er reiknað með að bætist við er matartími, sem er um hálf- tíma langur. I flestum skólun- um er það þannig að börnin geta keypt léttar máltíðir, jógúrt, mjólk og brauð, en engin formleg eldamennska. Það er miðað við að á þessum hálftíma verði kennari með þeim í kortér meðan þau borða þennan mat. Síðan taka við frímínútur í fimmtán mín- útur,“ segir hann. „Þá stefnum við einnig að því að samræma dægradvöl sem tekur við af kennslutíma, því nú er það svo að álagið er mest fyrst eftir að skólanum lýkur og til um klukkan 15, auk þess sem rætt hefur verið að æskilegt sé að hafa fag- menntað starfsfólk í því starfi. Þess vegna erum við að reyna að koma því svo fyrir að kenn- arar starfi að dægradvölinni eftir að kennsla lýkur á dag- inn,“ segir Ki-istinn. Hann segir að verði þessar hugmyndir að veruleika megi gera ráð fyrir einhveiri kostn- aðaraukningu en hins vegar sé ekki búið að leggja mat á um hversu háar upphæðir gæti verið að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.