Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Minningar ljúfar og leiðar Jónas Jónasson Laufey Einarsdóttir BÆKUR Endurminningar NÁÐUGA FRÚIN í RUZOMBEROK skrásett af Jónasi Jónassyni. 221 bls. Bókaútg. Vöxtur. Prentun: Oddi hf. 1998. LAUFEY Einarsdóttir fæddist og ólst upp í Reykjavík; kaupmanns- dóttir. Hún lauk gagnfræðaprófí sem talið var nægja ungum stúlkum af efnaðra standi á fyrri hluta aldarinn- ar, æfði fímleika og var valin í hóp sem sýndi bæði hér heima og erlend- is við afar góðan orðstír. Nokkru fyr- h- stríð giftist hún tékkneskum manni, Jan Jedlieka, og fluttist með honum til Tékkóslóvakíu. Jedlicka var kaupsýslumaður, hafði meðal annars umboð fyrir þýskt fyrirtæki sem tengdist þó hvorki stríði né her- gögnum. Stríðið - eftir að það skall á - hafði því hvergi skjót áhrif á líf þeirra hjóna. Framan af geisaði það í fjarlægð. Tékkai- höfðu nokkurn veginn nóg að bíta og brenna. Her- námslið Þjóðverja hafði sig lítið í frammi. Og hinn óbreytti borgaiú þorði að láta í ljós skoðanir sínar. Allt átti þetta þó eftir að breytast. Þegar sýnt var að Þjóðverjar mundu hörfa og rauði herínn hlyti að her- taka Austur-Evrópu hófust komm- únistai- handa, en þeir voru þá þegar mjög öflugir i Tékkóslóvakíu þótt þeir hrifsuðu ekki öll völd þar fyrr en síðar. Þeir tóku lögin í sínar hend- ur strax og þeir töldu sér það óhætt fyrir Þjóðverjum, handtóku fjölda manns, þar á meðal Jedlicka. Fólkið var flutt út í skóg, »látið gi-afa stóra gröf, því skipað að afklæðast öllu nema nærfótum og raða sér umhverfis gröfína stóru ... Þetta fólk hafði ekkert til saka unnið, það hafði aldrei verið yfirheyrt og aldrei dæmt en var nú leitt til slátrunar eins og skepnur Hver einasti maður var skotinn í hnakkann og féll á grúfu niður í gröfina.« Laufey stóð þarna ein uppi sem ekkja, for- dæmd og niðurlægð í framandi landi. Hana fysti að hafa samband við ættingja og komast sem fyrst til Islands. En bið varð á því. Og engan hér heima gat hún lát- ið vita hvernig komið var. Þegar að stríði loknu var hún tekin höndum. Það var logið á hana röngum sökum. Fyrir því stóð meðal annan-a ná- gi-anni hennar einn í þeim einskæra tilgangi að sölsa undir sig húseign hennar - sem honum tókst. Laufey var dæmd í átján mánaða fangelsi og send í þrælabúðir með öðmm dæmd- um konum. Var vistin þar hin hrak- legasta. Verst urðu ungu kvenfang- arnir úti því þær voru öðru hverju sendai' til að ræsta íbúðir í-ússnesku hermannanna sem sest höfðu að í landinu. Þeim ræstingum fylgdu þungbærari kvaðir! Efth' að Lúðvik Guðmundsson, sem tókst á hendur að ferðast um Evrópu til að hafa uppi á illa stödd- um Islendingum, heimsótti Laufeyju og talaði við fangelsisstjórnina var hún sett í léttari vinnu. Frásögn Laufeyjar er sögulega merkileg. Þetta er meira en einstak- lingssaga. Þúsundir ef ekki hundruð þúsunda fólks hrepptu sams konar örlög og Laufey og Jedlicka víðs vegar í löndum þeim sem Þjóðverjar höfðu hersetið. Fjöldi íslendinga mátti þola svipaða meðferð. Og að minnsta kosti einn varð að gjalda fyrir með lífi sínu. Kommúnistar, sem höfðu mikil áhrif og tiltrú í stríðslokin, meðal annars vegna stuðnings mennta- og listamanna, höfðu í reynd stjórnað andspyrnu- hreyfingunum. Þeir, sem þátt höfðu tekið í andspyrnunni, voru því virtir sem hetjur og frelsarar. Hver og einn, sem með þeim hafði starfað, var því sjálfkrafa hafinn yfir gagn- rýni. Munu þess fá eða engin dæmi að meðlimum þessara hreyfinga hafi verið svo mikið sem álasað - hvað þá refsað - fyrir óhæfuverk sem þeir unnu af því taginu sem framið var á Jedlicka og öði'u saklausu fólki. Enn í dag, rösklega hálfri öld eftir stríðslokin, stendur það óbreytt. Sem sýnir og sannar að heimsstyrj- öldin hefur ekki enn verið gerð upp, hvorki pólitískt né hugarfarslega. Laufey tekur dæmi af konu nokkun-i sem varpað vai- í fangelsi af því að hún hafði í einfeldni sinni sagt að þýskar myndir væru skemmtilegri en rússneskar! Margur vann ekki einu sinni svo mikið til saka. Oeirða- menn og fantar blönduðu sér í hóp andspyrnumanna til að koma fram persónulegum einkahefndum. Elleg- ar þá til að hrifsa undir sig eignir eins og í dæminu af Laufeyju og Jed- licka. Misjafnt er hversu lengi liðinn tími er að verða saga. Þær hörmung- ar, sem yfir Evrópu dundu á fyrri hluta aldarinnar og hófust með einu byssuskoti í Sarajevó sumarið 1914, mátti rekja til margra og flókinna orsaka, sumra augljósra, annarra dulinna. Með hliðsjón af þvi má segja að frásögn Laufeyjar sé hvergi ein- stök heldur dæmigerð og þar með hluti af samtímasögunni sem ein- hvern tíma síðar verður kapítuli í mannkynssögunni. Það eykur svo áhiifamátt bókar þessarar að Laufey segir vel og skipulega frá. Og Jónasi, sem heldur sig hyggilega til hlés, tekst með ágætum að skrásetja frásögn henn- ar. Glöggur maður sagði eitt sinn að fyrst lifði maður, síðan færi maður að skoða það sem hann hefði lifað. Eftir að heim kom hefur Laufeyju gefist bæði tími og næði til að skoða og íhuga það sem drifið hefur á dag- ana. Vegna sinnar örlagaríku reynslu má hún þekkja mannlífið all- nokkru betur en gengur og gerist. Og hún hefur bæði þor og greind til að segja það sem henni kemur í hug. Erlendur Jónsson Nýjar bækur • TVÖ rit í Safni til iðnsögu ís- lendinga eru komin út, bæði eftir Lýð Björnsson sagnfræðing. Öryggi í önd- vegi. Saga ílug- virkjunar á Is- landi. I kynningu segir: „Engin iðngrein er jafn táknræn fyrir tuttugustu öld og flugvirlgun. Hún er fjölþætt og innifelur starfsþætti úr fjölmörgum öðrum iðngreinum. Hér er sögð saga flugvirkjunar á íslandi og sagt frá verkefnum flug- virkja á erlendri grund. Frásagnir flugvirkja lýsa viðfangsefnum og aðstæðum sem þeir hafa þurft að glíma við. Greint er frá helstu tæknikerfum flugvéla og viðhaldi þeirra." Ritið er 240 bls. Fjöldi fágætra mynda eru birtar í ritinu. Verð: 4.500 kr. 0 íslands hlutafélag - Rekstrar- saga Innréttinganna. I kynningu segir: „Fá fyrirtæki eru jafn þekkt og Innréttingarnar sem gjarnan eru kenndar við Skúla Magnússon landfógeta. Innrétting- arnar voru stórfyrirtæki á mæli- kvarða síns tíma og fyrsta hlutafé- lag sem stofnað var til á íslandi. Þær voru umsvifamiklar í marg- háttuðum iðnrekstri, útgerð og námavinnslu og beittu sér fyrir um- bótum í landbúnaði. Fyrirtækið stóð fyrir miklum byggingarfram- kvæmdum og hafði fjölda manns í vinnu, jafnt erlendra sem inn- lendra. Þetta er saga fyrirtækis í iðn- rekstri. Margt hefur þar skírskotun til nútíma. Fjallað er um hlutaíjár- öflun, hlutafjáraukningar, hagræð- ingu í rekstri, markaðssetningu og síðast en ekki síst um framleiðslu og framkvæmdir. Innréttingarnar hf. voru fyrsta íslenska iðnfyrirtæk- ið. Með þeim hófst nútíma iðnsaga á íslandi." Ritið er 199 bls. Verð: 2.900 kr. Útgefandi ritanna er Hið ís- lenska bókmenntafélag. BÆKUR Ævisaga ÞJÓÐSÖGUR II eftir Jón Múla Árnason. 1998. Reykjavfk, Mál og menning. 253 bls. JON Múli Ámason er eldri ís- lendingum kunnur fyrir störf sín hjá Ríkisútvarpinu. Hann vann ýmis störf þar innan dyra en kunn- ari er hann þó sennilega fyrir það að efla jazz á Islandi og sem höf- undur dægurlaga, margra af- bragðsgóðra. En Jón Múli hefur komið víðar við á ævinni og skiptir mestu trú hans á Stalín, bónda, í Kreml. Hann hefur verið einn þeirra sem afneita öllum helztu staðreyndum um sögu Ráðstjórnarríkjanna og hefur ekki heyrt af þeim ósköpum að Sovétið hafi liðið undir lok og menn hafi verið að uppgötva ýmsar nýjar upplýsingar um þá vondu sögu. Sovétmenn héldu vönduð skjöl yfir allan skepnuskapinn og nú er hægt að segja með sæmilegri vissu til um milljónirnar sem voru aflífaðar fyrir rangar skoðanir og vonda kenningu. Fréttir af þessum nýju tíðindum koma ekki við þessa bók, annað bindi æviminninga Jóns Múla. En nokkuð segir af ferðalagi hans í austurveg, mikið af tónlist- ariðkun og ferðalagi til jazzlands- ins mikla, Bandaríkjanna. Sömu- leiðis segir af Hornung og Möller, Mývetningum, samstarfsmönnum Jóns Múla á Ríkisútvarpinu og ýmsum öðrum. Einn vandinn við að meta bók eins og þessa kemur þegar fram í nafni hennar. Þjóðsögur eru sögur sem lifa mann fram af manni, þær geta einnig verið þjóðarsaga og að síðustu lygasögur eða sögur sem eiga sér litla eða enga stoð í veru- leikanum. Þessar sög- ur sem hér eru bornar á borð eiga amk. öðr- um þræði að vera sannleikanum sam- kvæmar en þær eru líka tilbúningur. Mað- ur metur sögu sem leitast við að vera sannleikanum sam- kvæm öðruvísi en sögu sem á einungis að vera vel sögð. I þessu bindi eins og hinu fyrra er sagt af lífi Jóns Múla eins og það horfir við hon- um. Sagan er sögð með hans hætti og stíl sem hefur ekki breytzt frá fyrra bindinu. Jón Múli ræður vel við það að segja sögu og hann er nokkuð fundvís á gott söguefni. En ekki er það allt jafn skemmti- legt. Síðasti hluti þessa bindis er um síldveiðar og er ekki sérlega áhugaverður. En frásögnin af Bandaríkjaförinni er lífleg og læsileg enda lenti höfundurinn í hópi helztu jazzgeggjara heimsins á þeim tíma. Fyrsti hluti bókar- innar um sögu Hornungs og Möll- er píanóa og þá sérstaklega eins sem var lengi í eigu foreldra höf- undar og síðan hans sjálfs er ágætlega saminn en ekki sérlega skemmtilegur. Hins vegar virkaði frásögnin af dvöl Jóns Múla í Mý- vatnssveit vel á mig og sagði hann þar af ýmsu ágætu fólki og gerði það vel. Stíllinn á þessari bók eins og þeirri fyrri er orðmargur, þó ekki langdreginn, og mikið er af slett- um. Þær eni ekki til lýta heldur krydda þær yfirleitt vel setning- arnar. Hins vegar virðist mér stundum að stíllinn sé beinlínis til þess að höfundur komi ekki til dyr- anna eins og hann er klæddur. Það er nefni- lega svo merkilegt að Jón Múli er í eigin lýs- ingu afskaplega borg- aralegur maður sem hefur lifað fyrir góða tónlist, vönduð föt, vini og vín. Heimsbylt- ingin hefur verið auka- atriði í lífi hans þótt hann sé að reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um að hann sé byltingunni trúr. I það eina skipti sem hann komst í tæri við alvöru átök á Austur- velli um árið og var dæmdur í Hæstarétti fyrir tiltækið þá virðist hann aldrei hafa komizt almennilega yfir það. Það er eins og hann hafi kiknað í hnjánum og reyni síðan með kjafthætti að klóra yfir það í þessari bók og í þeirri fyrri. Höfundi tekst ekki að sneiða með öllu hjá helzta galla fyrra bindisins: jafna um fyi-ri samverka- menn eða þá sem hann hefur af einhverjum ástæðum þurft að eiga samskipti við eða er uppsigað við. Þetta á við um Jón Þórarinsson, fyrrverandi yfirmann lista- og skemmtideildar Ríkissjónvarpsins (bls. 136-138), og sömuleiðis það sem höfundur segir um Arna Berg- mann og Ai'nór Hannibalsson sem báðir voru námsmenn austur í Moskvu þegai- Jón Múli var þar í sendinefnd (73-81). Þó keyrir smekkleysan um þverbak á bls. 228 þegar hann víkur að Vladimír Ash- kenasy og konu hans Þórunni. Það er tekið að kenna nokkurra þreytumerkja á endurminningum höfundarins í þessari bók. Guðmundur Heiðar Frímannsson Heldur þreytuleg- ar minningar Jón Múli Árnason Lýður Björnsson Staða fatlaðra kvenna BÆKUR Fraeðirit UMDEILDAR FJÖLSKYLDUR Höfundar: Rannveig Traustadóttir og Hanna Björg Sigurjónsdóttir. Utg. Félagsvísindastofnun Háskóla íslands 1998. FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN Háskóla Islands hefur sent frá sér fróðlegan bækling um fjölskyldur þroskahefts fólks, fólks sem þrátt fyr- ir seinan þroska eða lága greindar- vísitölu hefur gifzt eða stofnað til sambúðar og eignast böm. Lítið hef- ur verið fjallað um sérstöðu þessa fólks hér á landi og í raun hafa rétt- indi þess víða um heim verið slík lengst af að kynjunum var haldið hvoru frá öðru og einstaklingar jafn- vel vanaðir gegn vitund sinni og vilja. Nú eru mannréttindi þroskaheftra tryggð með lögum og slíkar aðferðir heyra sögunni til, að minnsta kosti um hinn vestræna heim. I ofangreindum bæklingi segh' að rannsóknir hafi sýnt að þroskahefth’ foreldrar geti staðið sig vel í uppeld- ishlutverkinu en líkt og allir aðrir foreldrar séu þeir mishæfir uppalendur. Engin bein tengsl virð- ast vera á milli þess að hafa hærri greindarvísitölu og að vera hæfari sem foreldri. Vissir þættir eru þó taldir hafa áhrif á frammistöðuna, einkum þeir að greindai-vísitala sé hærri en 50-60 stig, að foreldrar séu gifth', eigi fá börn, fái viðeigandi stuðning, bæði frá félagslega kerfinu og fjölskyldu sinni og að þeh’ vilji þiggja stuðninginn. Hvað þessar upplýsingar varðar er vitnað í er- lenda fræðimenn. Bæklingur Rannveigar og Hönnu Bjargar er sniðinn að fagfólki sem að meðferð þroskaheftra kann að koma en ekki skrifaður fyrir almenning. Hvatinn að ritinu, sem þær segja vera yfirlitsrit, var rannsókn sem Rannveig Traustadóttir hefur stýrt frá 1996 og beinist að fótluðum kon- um og stöðu þeirra í íslenzku samfé- lagi. Ut frá þeirri rannsókn spannst sjálfstæð rannsókn á þroskaheft- um/seinfærum konum og hefur Hanna Björg unnið að henni. Þær hafa þó unnið saman að rannsóknum á þessu sviði frá 1994. Enn einn höf- undur kemur við sögu í bæklingnum, en það er Ella Kristín Karlsdóttir sem unnið hefur hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkur. Mér fannst bæklingurinn vel unn- inn og skrifaður á góðu máli, og efni hans áhugavert því að höfundar velja þá leið að kynna það sem helzt hefur verið gefið út af greinum og bókum um efnið erlendis (sem er reyndar furðu lítið að magni) auk þess sem þær hafa með í farteskinu tvær frá- sagnir (dulkóðaðar reyndar) af skjól- stæðingum hér á landi og hvemig hægt er að styðja við bakið á þeim. Tilvitnunum í erlenda fræðimenn eru síðan gerð ágæt skil aftast, og margt af því það áhugavert að maður ætti hið fyi’sta að bæta því í bóka- og greinasafn vinnustaðarins. Katrín Fjeldsted ------------------ 1 9 I I Nýjar bækur • ENSKI boltinn er eftir þá Eggert Þór Aðalsteiusson og Þórlind Kjart- ansson. Bókin fjallar um ensku deild- arkeppnina. Dregin er upp mynd af aðal knattspyrnuliðum Englands. Bókin inniheldur upplýsingai' um öll úrvalsdeildarliðin tuttugu og stiklað á stóra í sögu liðanna. Einnig era stuttr ar upplýsingar um öll 1. deildar fé- lögin, auk nokkurra annarra neðri deildar hða. Einnig er birt ítarleg töl- fræði um árangur liða, helstu sigur- vegara í öllum mótum og viðurkenn- ingar einstakra leikmanna. Útgefandi er Hjálp, hugmynda- banki. Isbók ehf. sér um dreifingu. Bókin er 120 bls. Verð: 2.890 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.