Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Astkæra málið !► „ÉG ER alveg prýði- legur í íslensku og við erum það flest.“ Þannig komst Þórarinn Eld- jám rithöfundar að orði þegar hann tók við verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember sl. Vitnaði hann til orða Jónasar Hallgrímssonar sjálfs: „Orð áttu enn eins og forðum“, og minnti á að íslenskt mál „er fyrst og fremst skemmtilegt og óendanlega fjöl- breytt, ástkært og yl- hýrt í gleði og sorg“. Ánægjulegt er að heyra slík við- horf til tungumálsins okkar. Miklu vanalegra er að hlýða á boðbera illra tíðinda af íslenskunni, málinu hraki stöðugt, ekki síst vegna áhrifa frá ensku. Þau boð hafa að vísu ver- ið flutt allt frá því í síðasta heims- stríði. Því dugir nú ekkert minna en halda því fram að íslenskan sé deyj- andi mál. Enda borgar hún sig ekki samkvæmt nýjustu útreikningum. En ætli Þórarinn hafí ekki rétt fyrir sér og það sé langt frá því Fyrir árið 2000 KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun tímabært að rita dánar- vottorð íslenskunnar. Þótt fjarstaða íslands verndi tungu okkar ekki lengur frá erlend- um áhrifum hafa sam- skiptin við aðrar þjóðir orðið til þess að ís- lenskan er notuð um miklu fleiri fyrirbæri og á miklu fleiri sviðum en í upphafi aldar. Að vísu hafa ýmis orð, sem algeng voru, horfið úr daglegu máli enda lýstu þau veröld sem var. Önnur hafa hins vegar komið í staðinn og við íslendingar get- um nú fjallað um miklu fjölbreyttari veruleika á okkar eigin tungu en fyrir nokkrum áratugum. Einnig hefur okkur fjölgað svo að nú tala fleiri íslenskt mál en nokkru sinni fyrr. Þá hafa miklu fleiri útlendingar áhuga á að læra íslensku en áður vegna aukinna samskipta okkar á eftirstríðsárunum við erlendar þjóðir. Vilja þeir annaðhvort læra íslensku sem annað mál, af því þeir hafa flutt til landsins, eða erlent tílfar Bragason mál til að geta skilið það sem sagt er við þá á íslensku og tjáð sig við Islendinga. Því miður hefur skilningur okkar íslendinga á þessum áhuga útlend- inga verið takmarkaður og viljinn til að styðja þá í viðleitni sinni allt of lítill. Gjarnan er litið á útlend- inga sem leggja stund á íslensku sem einhverjar furður, þeir eru jafnvel tortryggðir eða þeim sýnd ókurteisi. Margir útlendingar hafa þá reynslu af því að reyna að nota málið að Islendingar nenni ekki að tala við þá, grípi til annars tungu- máls, sem þeir telja sig sleipari í en útlendinga í íslensku, eða snúi baki við þeim. Enda er það landlægur hugsunarháttur að íslenskan sé svo erfitt mál að engir nema innfæddir Það á að vera okkur -------7--------------------- Islendingum ánægjuefni, segir tílfar Bragason, hversu margir útlendingar deila ást okkar á íslenzkunni. geti talað það og raunar varla þeir heldur. Allar grannþjóðir okkar hafa hins vegar tekið upp þá stefnu að efla kennslu fyrir útlendinga í sín- um tungumálum, hvort sem þeir ætla sér að setjast að í landinu eða ekki. Enda er kennsla í tungumál- um meðal útlendinga engu síður málrækt en málvöndun þeirra sem hafa málið að móðurmáli. Raunar má segja að það sé rétt- ur þeirra sem gerast innflytjendur að eiga kost á kennslu í ríkismál- inu enda geta þeir ekki annars orð- ið fullgildir þátttakendur í þjóðfé- laginu, sem þeir borga skatta og skyldur til. Það er því frumskylda okkar við útlendinga sem flytjast til Islands að bjóða þeim góða kennslu í íslensku hvort sem þeir hafa flutt hingað af fúsum vilja eða koma hingað sem flóttamenn. Þessum málum hefur að vísu verið æ betur sinnt á lægri skólastigum, í háskólum, námsflokkum og af Rauða krossinum en það er langt frá því að nóg sé gert. Enda skort- ir mikið á að kennsla í íslensku fyrir útlendinga sé viðurkennd sem sérgrein. Þess vegna eru kennarar illa undirbúnir undir þessa kennslu, mikill skortur á kennslugögnum og samræmt mat á náminu lítið. Þetta finna auðvitað þeir best sem taka kennslu I ís- lensku fyrir útlendinga að sér. Er- lendar þjóðir kosta að miklu leyti kennslu í erlendum tungumálum við Háskóla íslands, bæði með því að launa kennara og bæta náms- efnis- og bókakost nemendanna. Nútímaíslenska er nú kennd við allt að 40 háskóla erlendis. Tæpur helmingur þeirra fær styrki frá ís- lenskum stjórnvöldum. Nú styrkir íslenska ríkið kennslu íslensku- lektora erlendis við 14 skóla. Er þessi stuðningur í formi launa- framlags, bókastyrkja og stjrrks til árlegra kennarafunda. Til þessa málaflokks er varið 4.600 þús. kr. á fjárlögum fyrir 1998, þar af fara 1.700 þús. kr. til Lundúnaháskóla. Til hvers hinna skólanna fara því rúmar 200 þús. kr. og hefur styrk- urinn ekkert hækkað á slðustu ár- um. Síðan 1992 hefur Stofnun Sigurð- ar Nordals annast stuðning við ís- lenskukennslu við erlenda háskóla og þjónustu við íslenskulektorana. Starfsemi stofnunarinnar hefur hins vegar vaxið mjög á öllum svið- um frá þeim tíma án þess að starfs- fólki hafí fjölgað. Aðeins einn og hálfur starfsmaður hefur sinnt verkefnum hennar flest árin síðan henni var komið á fót 1988. það gef- ur því augaleið að þjónustunni við íslenskukennslu erlendis er stjúp- móðurlega sinnt. Þá hefur stofnun- in ekkert fé til að standa fyrir nám- skeiðum fyrir kennara í íslensku sem erlendu tungumáli eða til námsefnisgerðar svo að ekki hefur reynst unnt að bæta kennsluna á þann hátt. Starfskrafta hefur stofn- unin heldur ekki til að sinna Evr- ópusamstarfí um tungumála- kennslu en þar gæfust þó miklir möguleikar ef fé fengist innanlands til að taka þátt í því. Mikill áhugi er á að efla tungu- málakennslu hér á landi. Enda er nú svo komið að kunnáttu í erlend- um tungumálum er krafist á æ fleiri sviðum. Vegna milliríkjasam- starfs og -viðskipta er ljóst að kröf- urnar munu enn aukast og góð kunnátta í einu af skandínavísku málunum og ensku dugir ekki leng- ur. í Evrópusamstarfi er alls ekki nóg að kunna aðeins ensku. Raunar er það ánægjuefni að Evrópusambandið leggur áherslu á góða tungumálaþekkingu og styrk- ir ekki síður nám í tungumálum sem fáir tala en tungum stórþjóða. Við Islendingar ættum því að skoða íslenskukennslu fyrir útlendinga í ljósi kennslu okkar í erlendum mál- um og skilja að útlendingar hafa áhuga á að læra okkar tungu rétt eins og okkur er kappsmál að bæta tungumálakunnáttu okkar til að geta haft samvinnu og samneyti við aðrar þjóðir. En um leið og fleiri út- lendingar læra íslensku eykst skiln- ingur á menningu okkar og stöðu í heiminum. Þórarinn Eldjám sagði í ávarpi sínu þegar hann tók við verðlaun- um Jónasar Hallgrímssonar: „ís- lensk tunga er til í allt nema ást- leysi.“ Það á að vera okkur íslend- ingum ánægjuefni hversu margir útlendingar deila ást okkar á ís- lenskunni og leggja stund á hana af ástríðu. Það er einnig af ást á ís- lenskunni að kennarar leggja stund á kennslu í íslensku fyrir útlend- inga. Stjórnvöldum og raunar okk- ur Islendingum öllum ber skylda til að styðja þá í því málræktarstarfí, hvort heldur þeir vinna meðal ný- búa hér á landi eða að íslensku- kennslu erlendis. Höfundur er forstöðumaður Stofn- unar Sigurðar Nordals. jiama '{ijrnanock tWMo:í. verð áður kr. 30.880 verð áður kr. 19.970 Jólatilboð Jólatilboð kr. 15.900 kr. 24.900 SPAR SPORT I1 TOPPMERKI Á LÁGMARKSVERÐI Alþingi á enn eftir að full- gilda bann við jarðsprengjum FYRIR réttu ári undirrituðu íslensk stjórnvöld alþjóðlegan samning sem bannar að jarðsprengjur séu framleiddar, geymdar, fluttar eða notaðar. Samningurinn var und- irritaður af 123 ríkjum í Ottawa í Kanada og hann er dæmi um þann mikilsverða árangur sem ríkisstjórnir með framsækna utanríkis- stefnu geta náð í mannúðar- og mann- réttindamálum - oft í samvinnu við frjáls fé- lagasamtök. Fullgilda þarf samninginn Samningurinn um bann við jarð- sprengjum mun þó ekki breyta miklu nema því aðeins að hann sé fullgiltur af þjóðþingum aðildarríkj- anna. Jafnframt þurfa þjóðþingin að hrinda í framkvæmd ákvæðum samningsins um aðstoð við fórnar- lömb jarðsprengna og hreinsun þeirra svæða þar sem sprengjurnar er að fmna. Þangað til mun ekki linna þjáningum karla, kvenna og barna í nærri sjötíu löndum heims og jarðsprengjur munu áfram koma í veg fyrir að flóttamenn geti snúið til baka til heimkynna sinna, bænd- ur brauðfætt sig af landbúnaði og uppbyggingarstarf hafist þegar stríðsátökum lýkur. Nú hafa fleiri ríki undirritað Ottawa-samninginn og eru þau orð- in 131 talsins. Hins vegar hafa færri en helmingur þeirra fullgilt samninginn, en það er nauðsynlegt til að hann öðlist gildi í viðkomandi landi. íslensk stjórnvöld voru meðal þeirra ríkja sem undimtuðu samn- inginn strax við gerð hans. Samningurinn tekur gildi 1. mars nk. í þeim ríkjum sem full- gilda hann fyrir þann tíma, en það er einung- is 16 mánuðum eftir að gengið var frá honum. Þetta er mjög mikils- verður árangur í ljósi þess að með Ottawa- samningnum er í fyrsta sinn í sögunni lagt bann við vopnategund sem hefur verið í notk- un víðsvegar um heim í áratugi. Enn hefur þó samningurinn ekki verið lagður fram til fullgildingar á Alþingi Is- lendinga. Fleiri brýn verkefni bíða Jarðsprengjur deyða og limlesta tugi fólks á hverjum degi og flest fórnarlömbin eru óbreyttir borgar- ar sem ekki hafa tekið þátt í hern- aði. Það er því mikilvægt að allir leggist á eitt til að Ottawa-samn- ingurinn sé fullgiltur og að honum sé framfylgt um allan heim. A eins árs afmæli Ottawa-samningsins vill því Rauði kross Islands skora á Al- þingi að staðfesta hann sem allra fyrst og ekki seinna en við gildis- töku hans hinn 1. mars 1999. Það væri skref í þá átt að Islendingar skipuðu sér á meðal þjóða sem eru í fararbroddi við að stuðla að fram- gangi brýnustu mannúðar- og mannréttindamála sem blasa við mannkyni. Um þessar mundir er rætt um að íslensk stjórnvöld verði atkvæðameiri í utanríkismálum en Á ársafmæli Ottawa- samnings skorar Rauði kross Islands á Alþingi, segir Sigrún Arnadóttir, að fullgilda samninginn um bann við jarðsprengjum. áður hefur tíðkast. Sú stefna er vissulega mikilsverð en hins vegar væri enn ánægjulegra ef henni yrði framfylgt með það að leiðarljósi að styðja þau alþjóðlegu mannúðar- og manm'éttindamál sem mest eru að- kallandi. Mörg brýn alþjóðleg mannúðar- og mannréttindamál bíða úrlausnar og gætu íslensk stjórnvöld látið þar til sín taka. Þar má nefna að setja alþjóðlegt bann við þátttöku barna yngri en 18 ára í hernaði, að setja takmarkanir á framboð og notkun á handvopnum sem flæða yflr lönd og þjóðir, tryggja réttindi flóttamanna - ekki síst þeirra sem eru á flótta í eigin landi - og styðja aðgerðir sem miða að því að auka öryggi þeirra sem vinna að hjálparstarfi á átaka- svæðum. Loks má nefna að enn er mikið starf óunnið til að alþjóðlegi sakadómstóllinn verði trúverðugur og skilvirkur vettvangur til að dæma þá sem gerst hafa sekir um stórfelld brot á mannréttindum og mannúðarlögum. Allt eru þetta mikilvæg málefni sem íslensk stjómvöld gætu lagt lið á alþjóða- vettvangi. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross Islands. Sigrún Árnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.