Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dómur Hæstaréttar um synjun sjávarút- vegsráðuneytisins HÉR fer á eftir í heild dómur Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar gegn íslenska rík- inu vegna synjunar sjávarútvegs- ráðuneytisins á leyfi til fiskveiða: Ár 1998, fimmtudaginn 3. desem- ber, var í Hæstarétti í málinu nr. 145/1998: Valdimar Jóhannesson (sjálfur) gegn íslenska ríkinu. (Guðrún M. Arnadóttir hrl.) upp- kveðinn svohljóðandi dómur: Mál þetta dæma hæstaréttardómar- arnir Pétur Kr. Hafstein, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson og Hjörtur Torfason. Málinu var skotið til Hæstarétt- ar 1. apríl 1998. Afrýjandi krefst þess, að dæmd verði ógild sú ákvörðun sjávarútvegsráðuneytis- ins 10. desember 1996 að synja sér leyfis til veiða í atvinnuskyni og aflaheimilda í fiskveiðilandhelgi ís- lands í þeim tegundum sjávarafla, sem tilgreindar voru í umsókninni. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi ki-efst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyr- ir Hæstarétti. I. Með bréfi til sjávarútvegsráðu- neytisins 9. desember 1996 sótti áfrýjandi um það, með vísun til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 38/1990 um stjóm fiskveiða „og þrátt fyrir ákvæði 5. gr. laganna", að sér yrði fyrir upphaf næsta fiskveiðiárs veitt almennt veiðileyfi til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni á því ári í fiskveiðilandhelgi Islands. Þá var með vísun til 2. mgr. 4. gr. laganna jafnframt sótt um sér- stakt leyfi til veiða á „500 tonnum af þorski, 100 tonnum af ýsu, 150 af ufsa, 50 tonnum af steinbít, 20 tonnum af grálúðu, 20 tonnum af skarkola, 50 tonnum af rækju, 10 tonnum af humri, 1.200 tonnum af sfld og 5.000 tonnum af loðnu í landhelginni á sama tímabili.“ Sjávarútvegsráðuneytið hafnaði erindi áfrýjanda næsta dag með þeim rökum, að samkvæmt lögum nr. 38/1990 væru leyfi til veiða í at- vinnuskyni „bundin við fiskiskip og verða ekki veitt einstakhngum eða lögpersónum". f 5. gr. laganna væru tilgreind skilyrði fyrir veit- ingu slíks leyfis og væru þau óund- anþæg. Forsenda fyrir veitingu sérstakra leyfa samkvæmt 2. mgr. 4. gr. væri sú, að viðkomandi fiski- skip hefði jafnframt leyfi til veiða í atvinnuskyni. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 24. október 1997 var málinu vísað frá dómi. Hæstiréttur taldi hins vegar í dómi sínum 19. nóvember 1997, að sakarefnið væri nægilega afmarkað til þess, að dómstólar leystu úr því með efnis- dómi, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Var því lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnislegrar úrlausn- ar. II. í héraðsdómi er rakið, hvemig háttað hefur verið löggjöf hér á landi um takmarkanir á fiskveið- um. Með lögum nr. 82/1983 um breyting á lögum nr. 81/1976 um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands, sbr. lög nr. 38/1981, var í fyrsta skipti heimilað, að ráðherra gæti ákveðið skiptingu hámarksafla á árinu 1984 milli einstakra skipa, er hefðu stundað tilteknar veiðar eða væru af ákveðinni stærð. Á grund- velli þessara laga var gefin út reglugerð nr. 44/1984 um stjóm botnfiskveiða 1984, þar sem sagði í 3. gr., að við veitingu veiðileyfa samkvæmt þessum reglum kæmu til greina útgerðir þeirra skipa, sem stunduðu botnfiskveiðar á tímabilinu 1. nóvember 1982 til 31. október 1983 og ekki hefðu horfið varanlega úr rekstri. Auk þess kæmu til greina útgerðir nýrra eða nýkeyptra fiskiskipa, sem ekki hefðu verið að veiðum á framan- greindu tímabili og búin væru til botnfiskveiða, enda hefðu samn- ingar um kaupin verið gerðir milli hlutaðeigandi útgerðar og seljanda fyrir 31. desember 1983. Onnur skip kæmu því aðeins til greina, að í stað nýs eða nýkeypts skips hefði annað af svipaðri stærð verið tekið úr rekstri. I 6. gr. reglugerðarinn- ar kom fram, að við ákvörðun afla- marks væri miðað við veiðireynslu á tímabilinu frá 1. nóvember 1980 til 31. október 1983. Sú tilhögun að binda úthlutun veiðiheimilda við skip, sem þannig var tekin upp í árslok 1983, hefur síðan verið framlengd í fernum lögum, þ.e. lögum nr. 118/1984 um breytingu á lögum nr. 81/1976, sbr. lög nr. 38/1981, lögum nr. 97/1985 um stjórn fiskveiða 1986-1987, lögum nr. 3/1988 um stjóm fiskveiða 1988-1990 og nú- gildandi lögum nr. 38/1990. Gild- istími hinna síðastgreindu laga er ekki takmarkaður við ákveðin ár eða árabil eins og raun var á um fyrri lögin. III. Áfrýjandi ber ekki á það brigð- ur, að sjávarútvegsráðuneytið hafi farið að lögum, er það synjaði hon- um hins umbeðna leyfis 10. desem- ber 1996. Hann telur á hinn bóg- inn, að ákvæði 5. gr. laga nr. 38/1990 brjóti í bága við 65. gr. og 75. gr. stjórnarskrár lýðveldisins íslands nr. 33/1944, sbr. 3. gr. og 13. gr. stjómarskipunarlaga nr. 97/1995. í 1. gr. laga nr. 38/1990 kemur fram sú almenna forsenda Jöggjaf- arinnar, að nytjastofnar á Islands- miðum séu sameign íslensku þjóð- arinnar. Markmið laganna sé að stuðla að vemdun og hagkvæmri nýtingu þeiira og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarrétt eða óaftui'kallanlegt forræði ein- stakra aðila yfir veiðiheimildum. í 1. mgr. 5. gr. segir, að við veitingu leyfa til veiða í atvinnuskyni komi til greina þau skip ein, sem fengið hafi veiðileyfi samkvæmt 4. gr. og 10. gr. laga nr. 3/1988 og ekki hafi horfið varanlega úr rekstri. I 2. og 3. málslið þessa ákvæðis er svo sérstaklega fjallað um báta undir 6 brúttólestum að stærð. I 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrár- innar er kveðið á um það, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðemisuppruna, kynþáttar, lit- arháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðm leyti. Jafnræðis- regla þessi var áður meðal ólög- festra grundvallarreglna í ís- lenskri stjórnskipun. Hún á sér nokkra hliðstæðu í 14. gr. mann- réttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, og 26. gr. alþjóða- samnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi frá 1966, sem Island er aðili að, sbr. auglýs- ingu nr. 10/1979 í C-deild Stjórn- artíðinda. I 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrár- innar segir, að öllum sé frjálst að stunda þá atvinnu, sem þeir kjósi. Þessu frelsi megi þó setja skorður með lögum, enda krefjist almanna- hagsmunir j)ess. Vernd atvinnu- frelsis á Islandi, sem hér er tryggð, á rætur að rekja til stjóm- arskrárinnar frá 1874, er sótti um þetta fyrirmynd til dönsku grund- vallarlaganna frá árinu 1849 og eldri stjórnskipunarlaga annarra ríkja. IV. Löggjafanum er rétt að tak- marka fiskveiðar í fiskveiðiland- helgi íslands, ef uggvænt þykir, að fiskistofnar séu í hættu. Byggist það á almennum valdheimildum handhafa löggjafai-valdsins og full- veldisrétti ríkisins, sbr. 2.-4. gr. laga nr. 41/1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgmnn. Ákvæði 75. gr. stjórnarskrárinnar standa því ekki í vegi, að í lögum sé mælt fyrir um slíkar takmark- anir, enda sé almannahagsmunum fyrir að fara. Af forsögu núgild- andi fiskveiðistjórnunarlaga er Ijóst, að löggjafinn hefur talið, að almannaheill ræki til takmörkunar veiðanna. Ekki em efni til þess, að því mati verði haggað af dómstól- um. Þær skorður, sem atvinnu- frelsi á sviði fiskveiða við strendur Islands em þannig reistar með lögum, verða á hinn bóginn að samrýmast gmndvallarreglum stjórnarskrárinnar. Dómstólar eiga úrskurðarvald um það, hvort löggjafinn hafi að því leyti gætt réttra sjónarmiða. Eins og að framan greinir hefur sú regla verið við lýði frá setningu laga nr. 82/1983, að leyfi til veiða í fiskveiðilandhelgi íslands væra bundin við skip, sem haldið hefði verið til veiða á ákveðnum tíma. Réttur þeirra, sem slík skip hafa átt, hefur frá öndverðu verið annar en hinna, sem ekki hafa haft yfir skipum af þessu tagi að ráða. Fram að setningu laga nr. 38/1990 var tilhögun úthlutunar veiðiheim- ilda ákveðin til eins eða tveggja ára í senn og hafði löggjafinn málefni þessi þannig til reglubund- ins endurmats um árabil. í mál- flutningi áfrýjanda hefur verið fallist á, að ekki hafi verið óeðlilegt í upphafi að binda veiðar í fisk- veiðilögsögunni við skip með til- tekna veiðireynslu, þegar nauðsyn þótti bera til að takmarka veiðarn- ar. Slíkt bráðabirgðafyrirkomulag hafi þó ekki mátt festa í sessi, eins og nú hafi verið gert. Svigrúm löggjafans til að tak- marka fískveiðar og ákvarða til- högun úthlutunar veiðiheimilda verður að meta í ljósi hinnar al- mennu stéfnumörkunar 1. gr. laga nr. 38/1990 og þeirra ákvæða stjómarskrárinnar, sem nefnd hafa verið. Skipan 5. gr. fiskveiði- stjórnunarlaga horfir þannig við með tilliti til jafnræðis og atvinnu- frelsis, að réttur til veiða er bund- inn við eignarhald á skipum, sem haldið var úti á öndverðum níunda áratugnum eða hafa komið í stað slíkra skipa. Af því leiðir, að aðrir eiga þess ekki kost að stunda veið- ar í atvinnuskyni en þeir, sem fengið hafa heimildir til þess í skjóli einkaeignarréttar, ýmist sjálfir eða fyrir kaup, erfðir eða önnur aðilaskipti. Þá em í lögum nr. 38/1990 takmarkaðar heimildh’ til að framselja aflahlutdeild og færa til aflamark, en þær em bundnar við skip á sama hátt og úthlutun veiðiheimildanna, sbr. 11. gr. og 12. gr. laganna. Eins og áður getur taldi löggjaf- inn brýnt að grípa til sérstakra úrræða á árinu 1983 vegna þverr- andi fiskistofna við Island. Var skipting hámarksafla þá felld í þann farveg, sem hún hefur síðan verið í, að úthlutun veiðiheimilda yrði bundin við skip. Er óhjákvæmilegt að líta svo á, að þessi tilhögun feli í sér mismunun milli þeirra, sem leiða rétt sinn til veiðiheimilda til eignarhalds á skipum á tilteknum tíma, og hinna, sem hafa ekki átt og eiga þess ekki kost að komast í slíka aðstöðu. Þótt tímabundnar aðgerðir af þessu tagi til varnar hrani fiski- stofna kunni að hafa verið réttlæt- anlegar, en um það er ekki dæmt í málinu, verður ekki séð, að rök- bundin nauðsyn hnígi til þess að lögbinda um ókomna tíð þá mis- munun, sem leiðir af reglu 5. gr. laga nr. 38/1990 um úthlutun veiði- heimilda. Stefndi hefur ekki sýnt fram á, að aðrar leiðir séu ekki færar til að ná því lögmæta mark- miði að vernda fiskistofna við Is- land. Með þessu lagaákvæði er lögð fyrirfarandi tálmun við því, að drjúgur hluti landsmanna geti, að öðrum skilyrðum uppfylltum, notið sama atvinnuréttar í sjávarátvegi eða sambærilegrar hlutdeildar í þeirri sameign, sem nytjastofnar á Islandsmiðum era, og þeir tiltölu- lega fáu einstaklingar eða lögaðil- ar, sem höfðu yfir að ráða skipum við veiðar í upphafi umræddra tak- markana á fiskveiðum. Þegar allt er virt verður ekki fallist á, að til frambúðar sé heim- ilt að gera þann greinarmun á mönnum, sem hér hefur verið lýst. Hið umdeilda ákvæði 5. gr. laga nr. 38/1990 er því að þessu leyti í andstöðu við jafnræðisreglu 1. mgr. 65 gr. stjórnarskrárinnar og þau sjónarmið um jafnræði, sem gæta þarf við takmörkun á at- vinnufrelsi samkvæmt 1. mgr. 75. gr. hennar. Með hliðsjón af framansögðu verður ekki talið, að sjávarátvegs- ráðuneytinu hafi verið rétt að hafna umsókn áfrýjanda um al- mennt og sérstakt veiðileyfi á þeim forsendum, sem lagðar vom til gi-undvallar í bréfi þess 10. des- ember 1996. Verður synjun ráðu- neytisins því felld úr gildi. Hins vegar er ekki í þessu dómsmáli tekin afstaða til þess, hvort ráðu- neytinu hafi að svo búnu borið að verða við umsókn áfrýjanda, en málið er einungis höfðað til ógild- ingar á ákvörðun ráðuneytisins en ekki til viðurkenningar á rétti áfrýjanda til að fá tilteknar veiði- heimildir í sinn hlut. Eftir þessum úrslitum er rétt, að stefndi greiði áfrýjanda máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Akvörðun sjávarát- vegsráðuneytisins 10. desember 1996 í bréfi til áfrýjanda, Valdi- mars Jóhannessonar, er ógild. Stefndi, íslenska ríkið, greiði áft-ýjanda 500.000 krónur samtals í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.