Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
+
1 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma
MAGNFRÍÐUR KRISTÓFERSDÓTTIR,
Kleppsvegi 62,
sem lést föstudaginn 27. nóvember sl., verður
jarðsungin frá Áskirkju í dag, föstudaginn
4. desember, kl. 13.30.
-Cái
Stefán Sigmundsson,
Sigmundur S. Stefánsson, Kára Hrönn Vilhjálmsdóttir,
Kristófer V. Stefánsson, Alda Guðmundsdóttir,
Kristín Stefánsdóttir, Pétur Önundur Andrésson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur frændi okkar,
SAMÚEL M. HANSEN
frá Skálum
á Langanesi,
lést mánudaginn 16. nóvember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúða fyrir góða umönnun.
Jóhann Friðriksson,
María Friðriksdóttir,
Ásdís Lúðvíksdóttir
og fjölskyldur.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
PÁLL Á. PÁLSSON
skipstjóri,
Þormóðsgötu 21,
Siglufirði,
sem lést fimmtudaginn 26. nóvember sl.,
verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laug-
ardaginn 5. desember kl. 14.00.
Jón Gunnar Pálsson, Sigþóra Oddsdóttir,
Guðmundur Pálsson, Rósa Eiríksdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega þeim fjölmörgu, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, dóttur, tengdamóður og ömmu,
ÓLAFAR ÞÓRARINSDÓTTUR,
Blómsturvöllum 4,
Grindavrk.
Sérstakar þakkir færum við Kvenfélagi Grinda-
víkur fyrir ómetanlega aðstoð.
Guð þlessi ykkur öll.
Sigríður Jónasdóttir, Sigurður Sævarsson,
Ingibergur Þór Jónasson,
Bergvin F. Freygarðsson,
Fjóla Kristín Freygarðsdóttir,
Guðveig Sigurðardóttir, Þórarinn Ólafsson,
Ólöf Sigurðardóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegrar móður
okkar, ömmu, dóttur, systur og fyrrverandi
eiginkonu,
ÁSDÍSAR PÁLSDÓTTUR,
Sléttahrauni 19,
Hafnarfirði.
Páll Ragnar Kristjánsson,
Kolfínna Líf Pálsdóttir,
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir,
Gunnar Páll Ægisson,
Eva Björk Kristjánsdóttir,
Páll Ólafsson, Maria Guðmundsdóttir,
systkini og
Kristján Ingi Gunnarsson.
MINNINGAR
BJARNI
KRISTÓFERSSON
+ Bjarni Kristó-
fersson fæddist
á Akranesi 21. júlí
1917. Hann lést 19.
nóvember síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá Akra-
neskirkju 24. nóv-
ember.
Fimmtudaginn 19.
nóvember barst mér
sú fregn að góður
starfsfélagi um
tveggja áratuga skeið
hefði andast þá um
morguninn. Mig setti
hljóðan og ég minntist margra
góðra og ánægjulegra stunda sem
við höfðum átt saman.
Við Bjami hófum störf um svip-
að leiti hjá Rafveitu Akraness.
Hann þó heldur fyrr eða í júní árið
1966, þegar hann var ráðinn
flokksstjóri hjá rafveitunni.
Bjarni var sjómaður af gamla
skólanum. Sjórinn átti hug hans og
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áratöng reynsla.
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Svem'r Einarsson,
útfararstjóri
Utfararstofa Islands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. wWw.utfararstofa.ehf.is/
gaman var að ræða við
hann um sjómennsku
og sjósókn, enda var
hann hafsjór af fróð-
leik í því efni fyrir
landkrabba eins og
mig. Hann var glað-
lyndur og gamansam-
ur og að sjómanna
hætti kjarnyrtur, skóf
ekki utan af hlutunum
og sagði jafnan sína
meiningu tæpitungu-
laust. Hann átti lengi
trillu, sem hann sótti
sjóinn á jafnframt því
sem hann starfaði hjá
rafyeitunni.
Arið 1974 ákvað þjóðhátíðar-
nefnd Akraness að láta gera heim-
ildarmynd um Akranes á 1100 ára
afmæli Islandsbyggðar. Eg átti
sæti í nefndinni og bað ég Bjarna
um að leyfa kvikmyndatökumanni
að fara með í róður og varð hann
góðfúslega við þeirri beiðni. í
myndinni er geymd góð mynd af
sjósóknaranum og trillukarlinum
Bjarna Kristóferssyni.
Bjarni var góður vinnufélagi,
harðduglegur til allrar vinnu og
kom það sér oft vel fyrir rafveit-
una. Eg minnist Bjarna þegar við
fórum í starfsmannaferð að
Blönduvirkjun, þegar hún var í
byggingu. Bjarni hafði þá nokkrum
ánim fyrr látið af störfum vegna
aldurs og búinn að fara í aðgerð,
þar sem tekið var af báðum fótum
fyrir neðan hné, en hugurinn var sá
sami og dugnaðurinn ódrepandi,
enda fór hann um allt á hækjum
sínum og vildi enga aðstoð eða
hjálp þiggja.
Síðast hittum við vinnufélagarn-
ir Bjarna í kveðjuhófi í árslok árið
1995, þegar Rafveita Akraness var
sameinuð fleiri veitum í Akranes-
veitu. Enn var Bjarni sami dug-
legi og glaðlyndi félaginn, þótt
aldurinn væri farinn að færast yf-
ir.
Já, það eru margar minningar
sem leita á og það er líka gott að
geyma góðar minningar í huga sér.
Minning um traustan og góðan
dreng lifir.
Eg og fjölskylda mín og fyrrver-
andi samstarfsmenn á Rafveitu
Akraness sendum börnum Bjarna
og fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Bjarna
Kristóferssonar.
Magnús Oddsson.
OLOF
ÞÓRARINSDÓTTIR
+ Ólöf Þórarinsdóttir
fæddist í Grindavík 17.
janúar 1955. Hún lést á
Landspitalanum 19. nóvem-
ber siðastliðinn og fór útför
hennar fram frá Grindavík-
urkirkju 28. nóvember.
Elsku Lóa mín. Það er komið að
skilnaðarstund. Miklu fyrr en
nokkurn grunaði, en svona er lífið.
Þeir góðu fara fyrst, þú varst alltaf
örlát, skilningsrík og hlý. Þú hefur
þurft að stíga yfir marga þröskulda
í lífinu og barist af öllum krafti. Ég
dáðist að öllum þínum styrk sem
þú hefur haft í gegnum tíðina.
Kynni okkar hafa staðið í 15 ár í
gegnum hana Siggu þína. Margt
brölluðum við saman, sem þú gast
hlegið að og stríddir okkur á ýms-
um prakkarastrikunum.
Mér fannst alltaf gaman að
koma til þín í kaffi og spjalla, þú
komst fram við mig sem vinkonu
þína líka. Ymislegt gerðum við
okkur til dundurs, ég, þú og Sigga.
Ég mun sakna þeirra stunda mik-
ið. Ég dáðist að því hvað þú og
Sigga voruð nánar, ekki bara
mæðgur heldur bestu trúnaðar-
vinkonur líka og allt þar á milli.
Þín verður saknað sárt.
Elsku Sigga mín, Ingi, Bergvin,
Fjóla, Ólöf og Siggi. Ég votta ykk-
ur mína dýpstu samúð. Megi guð
styrkja ykkur á erfiðri stundu.
Anna Schmidt.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
VALGERÐUR Þ. SÖRENSEN
frá Selfossi,
síðast til heimilis á
hjúkrunarheimilinu Eir,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugar-
daginn 5. desember kl. 11.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Félag alzheimerssjúklinga í síma 587 8388.
Björg Þ. Sörensen,
Hafsteinn P. Sörensen,
Helga H. Sörensen,
Herdís E. Sörensen, Hafsteinn Tómasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Minningarathöfn um elskulega móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ELÍNBORGU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Ballará,
Dalabyggð,
verður í Fossvogskirkju föstudaginn 4. des-
ember kl. 13.30.
Jarðað verður á Skarði, Skarðsströnd, laugar-
daginn 5. desember kl. 13.30.
Sætaferðir frá BSÍ laugardaginn 5. desember kl.
Guðmundur Magnússon,
Guðrún Magnúsdóttir,
Guðríður S. Magnúsdóttir, Haraldur S. Jónsson,
Elín Magnúsdóttir,
Elísabet Magnúsdóttir, Svavar Guðmundsson,
Ólafía Magnúsdóttir, Sæmundur Kr. Sigurlaugsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
9.00.
Kæra vinkona.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú íylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(V. Briem.)
Ég kveð þig, kæra vinkona og
þakka þér fyrii' allt. Börnum,
tengdasyni, barnabarni, foreldrum,
systkinum og öðrum aðstandend-
um votta ég mína dýpstu samúð.
Megi góður Guð styrkja ykkur í
sorg ykkar.
Valgerður Magnúsdóttir.
ÚTFARARSTOFA
OSWALDS
sfMi 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐALSTRÆTI -ÍB • 101 REYKJAVÍK
LÍKKISTUVINNUSI'OFA
EYVINDAR ÁRNASONAR
I 1899