Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vextir lækkaðir á EMU-svæðinu Engra vaxtabreytinga að vænta á Islandi Frankfurt. Reuters. EVRÓPURÍKIN sem standa að sameiginlegum gjaldmiðli, evrunni, komu fjármálamörkuðum á óvart í gær með því að lækka skammtíma vexti einum mánuði áður en gjald- miðillinn verður tekinn upp. Frakkar og Þjóðverjar stjórnuðu þessum samræmdu aðgerðum og lækkuðu helstu vexti sína í 3% úr 3,3%. Hin ríkin sem verða með í gengissamvinnunni fóru að dæmi Talningavogir Hágæða vogir Verð frá 28.900 án vsk ,£-- vogir cw okkur fat> - Síðumúla 13, sími 588 2122 þeirra nokkram mínútum síðar. ítalir skárast úr leik með því að ákveða 3,5% vexti í stað 3%, sem bankastjóri þýska seðlabankans, Hans Tietmeyer, sagði að yrðu byrjunarvextir evrópsku ríkjanna 1. janúar. Að sögn Bii-gis Isleifs Gunnars- sonar seðlabankastjóra era engar vaxtabreytingar fyrirhugaðar hér á landi en síðasta breyting á vöxtum vai' í september sl. þegar þeir hækk- uðu um 0,3%, „Við höfum ekki í hyggju neinar breytingar á okkar vöxtum í kjölfar lækkunarinnai' í Evrópu. Allt aðrar aðstæðui- ríkja í efnahagsmálum á íslandi en í mið- Evrópu. Við eram frekar að glíma við ofþenslu og höfum því rekið fremur aðhaldsama peningastefnu með tiltölulega háum stýrivöxtum. Evrópa er að glíma við mikið at- vinnuleysi og hræðslu við minnkandi hagvöxt á næsta ári. Það er því um ólíkar aðstæður að ræða og þess vegna verður að taka á þeim með mismunandi hætti,“ segir Birgir ís- leifur. Reynt að örva hagvöxtinn í Evrópu Birgir ísleifur segir að það sé einkum tvennt sem liggi að baki vaxtalækkunum í Evrópu í gær. „Annars vegar töluverður þrýsting- ur á seðlabanka í Evrópu og á evr- ópska seðlabankann, sem tekur til starfa um áramót, að lækka vexti og taka þar með þátt í því sem Banda- ríkjamenn byrjuðu á. Það er að lækka vexti til þess að reyna að draga alheimsefnahagslífíð upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í. Eins hafa upp á síðkastið birst tölur í Evrópu sem benda til þess að hag- vöxtur muni minnka í Evrópu næsta ár. Vaxtalækkanirnar í gær eru þar af leiðandi komnar til vegna alheimsefnahagsmálanna og tilraun til að örva hagvöxt í Evrópu," segir Birgir ísleifur. Hann segir að í kjölfar lækkunarinnar í gær hafi gengi krónunnar frekar styi'kst og síðdegis í gær hafði gengi krónunn- ar styrkst um 0,3%. Vaxtalækkanir komu á óvart Hagfræðingar furðuðu sig á tíma- setningu lækkunarinnar, sem styi'kti dollar og hlutabréfamarkaði um alla Evrópu. Flestir höfðu ekki búizt við að vextir yrðu lækkaðir fyrr en á næsta fundi evrópska seðlabankans 11. desember. Oskar Lafontaine, hinn nýi fjár- málaráðherra Þjóðverja, hefur lagt fast að þýska seðlabankanum að draga úr lánskostnaði til að auka hagvöxt og atvinnu. Tietmeyer sagði að stjórnmál hefðu ekki haft áhrif á vaxtalækkunina og margir hagfræðingar eru honum sammála. Þar sem hægt hefur á hagvexti í Evrópu vegna umróts á gjaldeyris- mörkuðum telja hagfræðingar að seðlabankar hafí haft ríka ástæðu til að draga úr lánskostnaði. „Við get- um jafnvel búist við annarri lækkun 1999,“ sagði sérfræðingur Bank of America í London. Tilkynning um almennt hlutafjárútboð og skráningu á Verðbréfaþingi íslands BUNAÐARBANKIISLANDS HF kt. 490169-1219 Austurstræti 5,155 Reykjavík Fjárhæö útboösins er 350.000.000 krónur aö nafnverði og um er aö ræöa nýtt hlutafé. Almennt útboösgengi er 2,15. Tilgangur útboðsins er aö styrkja eiginfjárstööu bankans vegna aukinna umsvifa í starfsemi hans. Sölutímabil: 8. desember 1998 til 11. desember 1998. Síðasti greiösludagur áskrifta er 29. desember 1998 Umsjón meö útboöinu hefur Búnaöarbankinn Veröbréf, kt. 490169-1219, Hafnarstræti 5, 3. hæö, 155 Reykjavík. Veröbréfaþing íslands hefur samþykkt aö skrá hlutabréf Búnaöarbankans á Aðallista þingsins. Stefnt er aö skráningu um miðjan desember, enda uppfylli félagiö þá öll skilyröi um skráningu. Nálgast má útboöslýsingu hjá Búnaðarbankanum Veröbréfum og útibúum Búnaðarbankans og á vefnum, www.bi.is. sem jafnframt eru sölustaöir hlutabréfanna. I BIJNAÐARBANKINN VERÐBRÉF - byggir á trausti Sameinaðir verktakar og Reginn selja Höfðabakka 9 Brunabótamat hús- sins 2 milljarðar ÁTTATÍU og sjö prósent fasteign- arinnar Höfðabakka 9 í Reykjavík, bogáhús ásamt bakhúsum, eru til sölu. Fasteignin er allt í allt 24.000 fermetrar að fiatarmáli. Að sögn Bjarna Thors, stjórnarformanns Sameinaðra verktaka, á að selja hlutann allan í einu lagi, ef viðun- andi tilboð fæst, en brunabótamat fasteignarinnar er um 2 milljarðar króna, að sögn Bjarna, og fast- eignamat um 500 mkr. Eigendur hússins eru Sameinað- ir verktakar, sem eiga 75%, Reg- inn, sem Islenskir aðalverktakar keyptu 80% hlut í af Landsbankan- um fyrr í vikunni, sem á 12,5%, og ríkissjóður, sem á 12,5%. Bjarni Thors, stjórnarformaður Sameinaðra verktaka, sagði ástæðu sölunnar þá að ekki væri í stefnuskrá félagsins að reka fast- eignir. „Við ætlum að láta á það reyna hvort viðunandi boð fæst. Við erum að losa okkur út úr fast- eignarekstri og það sama á við um Regin, en hlutur hans er einnig til sölp. í húsinu eru mörg fyrirtæki með aðstöðu, þeirra á meðal Pricewa- terhousecoupers, Opin kerfi, Nasco og Marel sem og Landsbankinn og Sameinaðir verktakar. Menn byrjaðir að þreifa fyrir sér Stærð allrar fasteignarinnar er um 24.000 fermetrar, þar af eru bakhúsin tæpir 17.000 fermetrar að sögn Bjarna en bogahúsið er um 7.000 fermetrar. Að sögn Bjarna létu Sameinaðir verktakar byggja húsið árið 1969, en þá hófust framkvæmdir við úti- húsin, og framkvæmdum lauk við alla fasteignina í kringum 1983. Bjarni sagði í gærmorgun, eftir að auglýsing um sölu hússins birtist í Morgunblaðinu, að nokkrir hefðu þegar hringt og verið að þreifa fyrir sér, eins og hann orðaði það. Aðspurður um verðið sagði Bjarni að því myndi markaðurinn ráða en brunabótamat hússins er um 2 milljai'ðar og fasteignamat þess um 500 milljónir. „Meiningin er að selja þetta í heilu Iagi,“ sagði Bjarni. Deutsche Bank fær- ir enn iit kvíarnar London. Telegraph. DEUTSCHÉ Bank, stærsti banki Þýzkalands, hefur skýrt frá fyrir- ætlunum um að kaupa belgískt fyr- irtæki franska ríkisbankans Credit Lyonnaise fyrir 360 milljónir punda, tæpa 42 milljarða íslenskra króna, í framhaldi af kaupunum á Bankers Trust í Bandaríkjunum fyrir 10,1 milljarð dollara, tæpa 720 milljarða íslenskra króna, með samningi, sem leiðir til stofnunar stærsta banka heims. Samningurinn um kaupin á Credit Lyonnaise í Belgíu (CLB) er fyrsta stóra skrefið í þeirri stefnu Deutsche að koma á fót stóru netkerfi í Evrópu. Samning- urinn hefur enn ekki hlotið sam- þykki eftirlitsyfirvalda í hlutaðeig- andi löndum, en kemur líklega til framkvæmda á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. „Grundvöllur allrar starfsemi okkar er í Evrópu,“ sagði Carl von Böhm-Bezing úr stjórn Deutsche Bank. „Við verðum að standa föst- um fótum hér til að ná árangri á heimsmælikvarða." Hann sagði að ekki mundi valda nokkrum erfíð- leikum að fjármagna kaupin. Þýzki bankinn mun sameina Belgíudeild sína Credit Lyonnaise Belgíu, sem er sjötti stærsti banki landsins með 38 útibú, 950 starfs- menn og eignir upp á 8,7 milljarða punda. SPRON opnar þjónustuver HINN 1. desember opnaði SPRON notkun Heimabankans svo nokkur þjónustuver með innhringimiðstöð. I fyrstu verður innhringimiðstöðin fyrir SPRON á Skólavörðustíg (bankanúmer 1150) og SPRON í Hátúni (bankanúmer 1163) en önn- ur útibú bætast við fljótlega eftir áramót. í þjónustuverinu starfa þjónustu- fulltrúar sem veita viðskiptavinum allra afgreiðslustaða SPRON alla þá þjónustu sem hægt er að veita í síma, gegnum bréfasíma eða með tölvupósti. Þar er hægt að fá fjár- málaráðgjöf, upplýsingar um stöðu reikninga, upplýsingar um vaxta- kjör, gengi erlendra gjaldmiðla, gjaldskrá og þjónustu SPRON. Með einu símtali í þjónustuverið er hægt að greiða reikninga eða millifæra milli reikninga, fá yfirdráttarheim- ild, sækja um lán og fá aðstoð við dæmi séu tekin, að því er fram kem- ur í fí'éttatilkynningu. Þjónustuver SPRON er opið frá kl. 9 að morgni til kl. 19 að kvöldi alla virka daga og símanúmerið er 550 1400. „Markmiðið með opnun þjónustu- versins er að bæta enn þjónustuna við viðskiptavini SPRON en þess má geta að á þessu ári var einnig opnuð ný afgreiðsla í verslunarmið- stöð Hagkaups í Smáranum í Kópa- vogi en þar er hægt að fá alla þjón- ustu SPRON, alla daga vikunnai'. Mánudaga til föstudaga er opið frá kl. 10-20, laugardaga frá kl. 10-18 og sunnudaga frá kl. 12-18. Þá mun SPRON opna tvær nýjar afgreiðsl- ur á Reykjavíkursvæðinu á næst- unni,“ að því er fram kemur í frétta- tilkynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.